Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bruninn íhúsi viðBræðra-
borgarstíg fyrir
rúmri viku þar
sem þrír menn
létu lífið var hörmulegur at-
burður. Húsið var leigt út til
erlends verkafólks og er enn
ekki komið fram hve margir
bjuggu þar. Þar voru hins
vegar 73 skráðir með lög-
heimili. Í tilkynningu frá
Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun kom fram að grunur
léki á að brunavörnum í hús-
inu hefði verið ábótavant.
Eldsvoðinn hefur eðlilega
vakið umræður um aðbúnað
verkafólks og húsnæðismál
þess. Víða býr margt fólk á
sama stað í leiguhúsnæði og
oft eru slík híbýli ósamþykkt
til íbúðar.
Í fyrradag var sagt frá húsi
við Dalveg í Kópavogi sem
slökkviliðið skoðaði 9. júní
ásamt lögreglu og vinnueftir-
liti og gerði alvarlegar at-
hugasemdir við aðbúnað og
eldvarnir. Í samtali við mbl.is
sagði Jón Viðar Matthíasson
að húsið hefði í raun verið tal-
ið óíbúðarhæft og skilaboðin
til eigandans einfaldlega ver-
ið þau að íbúarnir þyrftu að
yfirgefa húsið. Þar bjuggu er-
lendir verkamenn. Eigandi
húsnæðisins við Dalveg er sá
sami og á húsið sem brann við
Bræðraborgarstíg.
Davíð Snorrason, yfir-
maður brunaeftirlits hjá Hús-
næðis- og mannvirkja-
stofnun, segir að við fyrstu
skoðun virðist sem gerðar
hafi verið breytingar á húsinu
við Bræðraborgarstíg án þess
að sótt hafi verið um leyfi og
þessar breytingar gætu hafa
haft slæm áhrif á bruna-
varnir.
Slökkviliðsstjóri sagði í við-
tali við Morgunblaðið í gær
eftir að hafa verið á fundi
með borgarráði Reykjavíkur
að vilji væri til þess að skoða
þessi mál í heild sinni en ekki
ráðast í bútasaumsaðgerðir.
Leiguhúsnæði er dýrt á
höfuðborgarsvæðinu og fyrir
vikið neyðist fólk til að láta
sér nægja að búa við þröngar
og ófullnægjandi aðstæður.
Slíkt húsnæði er þó ekki gefið
og þarf fólk jafnvel að borga
helming launa sinna í húsa-
leigu.
Ósamþykkt húsnæði hefur
verið sérstakt vandamál. Þar
er átt við atvinnuhúsnæði þar
sem óheimilt er að vera með
mannabústaði. Talið er að
þúsundir manna búi í ólög-
legu húsnæði hér á landi og
er brunavörnum þar oft áfátt.
Reglulega hefur verið
fjallað um aðbún-
að í slíku húsnæði.
Ásmundur
Einar Daðason,
félags- og barna-
málaráðherra,
vísaði í svari við fyrirspurn á
Alþingi fyrir mánuði til þess
að samkvæmt nýlegri endur-
skoðun á þessum málum væri
áætlað að um fjögur þúsund
manns byggju í atvinnuhús-
næði á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki væru til staðar upplýs-
ingar um hvernig þessum
málum væri háttað á lands-
byggðinni.
Árið 2014 var farið ofan í
þessi mál og þá var talið að á
höfuðborgarsvæðinu mætti
finna óleyfilegt íbúðarhús-
næði á 150 til 190 stöðum. Tíu
árum áður kannaði Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins stöð-
una og þá kom fram að um
þúsund manns byggju í slíku
húsnæði.
Eftirlit með húsnæði þar
sem búið er í ósamþykktum
íbúðum er ákveðnum vanda
háð, því að krafa um slíkt
myndi fela í sér að fallist
hefði verið á búsetuna. Hins
vegar er annað ekki boðlegt
íbúanna vegna en að gæta
þess með einhverjum hætti
að brunavarnir séu í lagi.
Þessi mál eru vissulega erf-
ið úrlausnar. Húsnæði er dýrt
á Íslandi. Hvað er til bragðs
þegar laun hrökkva ekki fyrir
mannsæmandi húsnæði? Ein
leið er að gera fyrirtækjum,
sem hafa milligöngu um að
erlend verkafólk komi hingað
til starfa, skylt að tryggja að
þess bíði mannsæmandi og
öruggt húsnæði. Ella fái þau
ekki að hafa slíka milligöngu.
Það þarf líka átak í hús-
næðismálum og þá hlýtur að
þurfa að hafa í huga að bygg-
ingareglugerð þar sem kröfur
miða við að enginn kostnaður
sé of íþyngjandi geti gert að
verkum að draumurinn um
húsnæði á viðráðanlegu verði
verði enn fjarlægari fyrir
hina tekjulægri.
Það er sárt að harmleik
skuli þurfa til að kastljósið
beinist að þessum vanda. Það
er enn sárara vegna þess
hvað vandinn hefur verið
lengi til staðar eins og um-
ræða undanfarinna ára ber
vitni.
Enginn flokkur er með
hreinan skjöld í þessu máli,
svo lengi hefur það viðgengist
að þeir hafa allir verið við
völd, hvort sem það er í ríkis-
stjórn eða sveitarstjórn. Hér
er réttlætismál á ferð og von-
andi verður þessi harmleikur
til þess að loks verði gripið til
aðgerða.
Allir eiga rétt á
mannsæmandi
húsnæði}
Óboðlegt húsnæði
M
iðflokkurinn leiddi umræðu á
Alþingi um málefni svokall-
aðrar borgarlínu á síðustu
dögum þingsins. Verkefnið
mun kosta tugi og líklega yfir
hundrað milljarða og auðvitað langt í frá að
heildarkostnaður sé í augsýn. Framkvæmdin
er lítt útfærð og viðurkennt er að engin
rekstraráætlun liggur fyrir auk þess sem
þrengja mun enn frekar að annarri umferð.
Fyrir áratug var ákveðið að ríkið setti millj-
arð króna á ári til að efla almenningssam-
göngur á höfuðborgarsvæðinu. Þá var hlutur
almenningssamgangna 4% og nú tæpum 10
árum síðar er hlutur þeirra óbreyttur. Til-
raunin mistókst. Á meðan á tilrauninni stóð
var stórlega dregið úr framkvæmdum á svæð-
inu, með alkunnum afleiðingum. Meirihlutinn í
borgarstjórn Reykjavíkur situr enn við sinn keip, borgar-
búar skulu með góðu eða illu ferðast um í almennings-
vögnum. Götum er lokað eða þær þrengdar og umferðar-
eyjur malarfylltar. Vegfarendur mega bíða í löngum
bílalestum og umferðarteppum dag hvern. Langþreyttir
vegfarendur og nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa
beðið óþreyjufull eftir lagfæringum á helstu stofn-
brautum.
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er gerður við
þessar aðstæður. Líkast til hefur framkvæmdaleysið
dregið svo mátt úr mönnum að þeir hafi næstum verið til-
búnir að samþykkja hvaðeina í viðleitni til ná fram brýnum
umbótum á stofnbrautum og byggingu mis-
lægra gatnamóta. Þar er jafnvel minnst á
Sundabraut, framkvæmd sem sami meirihluti
hefur verið iðinn við að tefja og gera sífellt tor-
sóttari og dýrari. En böggull fylgir skammrifi,
tilraunina með almenningssamgöngur á að
flytja yfir á nýjar víddir – borgarlínu.
Ríkið mun greiða stærsta hlutann og þá á
stór hluti á að koma úr vasa vegfarenda, sem
voga sér að nota fjölskyldubílinn. Sem hluta af
greiðslu hyggst ríkið leggja til Keldnalandið,
sem er eitt verðmætasta byggingarland á
höfuðborgarsvæðinu og jafnvel hluta af sölu-
andvirði Íslandsbanka.
Gegn þessu talaði Miðflokkurinn og tókst að
ná fram ákveðnum lagfæringum við frumvarp
um stofnun opinbers hlutafélags um fram-
kvæmdirnar. Okkur tókst líka að kalla fram
viðurkenningu á mikilvægi Sundabrautar.
Í efnahagsþrengingunum fram undan er mikilvægt að
gætt sé aðhalds í útgjöldum hins opinbera. Að ráðast í
eina stærstu framkvæmd hérlendis um árabil, byggt á lítt
útfærðum framkvæmdaáætlunum og án rekstrar-
áætlunar er verulega óábyrgt. Rekstur almennings-
samgangna má ekki vera myllusteinn um háls kynslóða
framtíðarinnar með óhóflegri skattlagningu.
kgauti@althingi.is
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Lausnargjaldið
Höfundur er þingmaður Miðflokksins og á sæti
í Umhverfis- og samgöngunefnd.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Kaldir ofnar og mannlausirskálar við Skjálfandaverða brátt að einni afmörgum birtingar-
myndum fyrir kórónuveirufarsóttina.
Senn líður að því að framleiðslu kísil-
málms verði hætt í verksmiðju PCC
á Bakka og munu rúmlega 80 starfs-
menn sitja eftir með uppsögn í far-
teskinu. Búast má við slæmum áhrif-
um á efnahag Norðurþings, sem
þegar líður fyrir hrun í komu er-
lendra ferðamanna.
Í samtali við Morgunblaðið lýsir
Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC
Bakka Silicon, áhrifum af Covid-19
sem „hruni í eftirspurn“ með tilheyr-
andi verðlækkunum. Afurðin fari að
mestum hluta í álblöndur, sem síðar
rati m.a. í bíla- og flugvélafram-
leiðslu. Samdráttur í framleiðslu og
sölu á eftirmarkaði valdi því að „allir
lagerar“ séu fullir. Ákveðin viðmið
séu til staðar um það verðmark sem
ná þurfi til að hefja framleiðslu á ný,
en vandi sé um slíkt að spá. „Við ætl-
um okkur af stað aftur,“ segir Rúnar
og leggur áherslu á að um tíma-
bundna stöðvun sé að ræða. Tíminn
þangað til verður nýttur til endur-
bóta og viðgerða á verksmiðjunni.
Um áhrif uppsagna segir hann að
„mikið atriði sé að halda í starfsfólkið
eins lengi og vel og við getum,“ enda
verði engin endurræsing án þess.
Mikilvægur vinnustaður
Meirihluti þeirra starfsmanna
sem missa vinnuna er meðlimir í
stéttarfélaginu Framsýn. „Þetta er
mikilvægasti vinnustaðurinn á svæð-
inu,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson,
formaður félagsins, og bætir við að
þetta hafi verið þungt högg fyrir allt
samfélagið. Hann rekur að verka-
menn hafi komið víða að, frá Húsa-
vík, innsveitum og Akureyri, en flest-
ir eru af erlendum uppruna. Fyrir
utan bein áhrif uppsagna eru áhrifin
mikil á afleidd störf. Varlega áætlað
telur Aðalsteinn að um 120-130 fjöl-
skyldur finni fyrir áhrifum lokunar-
innar á einn eða annan hátt. Stéttar-
félagið leggur allt kapp á að halda
fólki í búsetu og aðstoða félagsmenn
við að leita nýrra starfa. Þar ríkir
bjartsýni á að koma megi tugum
manna í vinnu við komandi sláturtíð.
Aðalsteinn segist hafa skilning á
þeim aðstæðum sem upp hafi komið
og lýsir góðu samstarfi við PCC um
lausn mála.
Tækifæri til viðspyrnu?
Þekkingarnet Þingeyinga er ein
þeirra stofnana sem komið hafa að
mögulegum úrlausnum. Sem tíma-
bundið úrræði nefnir Ólafur Hall-
dórsson, forstöðumaður, að í boði sé
aðstoð við náms- og starfsráðgjöf til
þeirra sem vilji leita nýrra tækifæra.
Einnig sé í skoðun að bjóða íslensku-
nám fyrir þá sem eru af erlendum
uppruna. Hann bendir á að „þörf sé á
næringu fyrir framtíðina“ þ.e. að
horft verði til lausna sem stuðli að
nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu-
háttum til langs tíma. Að sögn hans
er hafinn undirbúningur að frum-
kvöðlasetri sem ætlað er að hafa
sterka tengingu við atvinnulífið.
Verkefnið hafi þegar verið kynnt
stjórnvöldum og alþjóðlegir fjár-
festar hafi sýnt verkefninu áhuga. Þá
sé augastaður á stóru húsnæði í
miðbæ Húsavíkur sem hýst gæti
starfsemina.
Biðlað til ríkisstjórnar
Á fundi byggðarráðs Norður-
þings 2. júlí var til umsagnar minnis-
blað sveitarstjóra um samantekt á
stöðu atvinnumála og tækifæri til við-
spyrnu. Leitað verður viðræðna við
stjórnvöld um framtíð atvinnu-
uppbyggingar á svæðinu.
Allra leiða leitað til
að lágmarka áhrifin
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Verksmiðjan á Bakka Brátt líður að því að framleiðsla kísilmálms á
Húsavík verði tímabundið stöðvuð og þá tekur óvissan við.
„Í Covid er skellt í lás. Stál-
verin hætta að kaupa. Allar
framkvæmdir stoppa. Eftir-
spurnin hvarf.“ Þannig lýsir
Einar Þorsteinsson, forstjóri
Elkem á Íslandi, núverandi
ástandi. Á Grundartanga er
framleitt kísiljárn, sem náskylt
er þeim kísilmálmi sem fram-
leiddur er af PCC á Bakka en
þó önnur afurð með aðra mark-
aði.
Einar segir að sveiflur á
markaði séu ekkert nýmæli en
núverandi ástand sé sérstakt.
Verð og eftirspurn séu með
allra daprasta móti og því hafi
verið dregið úr framleiðslu með
það að marki að lágmarka tap
frekar en að stöðva framleiðsl-
una. Hann segir mikla óvissu
um framtíðarhorfur. Einnig
nefnir hann að samkeppnis-
hæfni landsins sé bágborin í al-
þjóðlegum samanburði sökum
þriggja þátta: flutnings-,
rekstrar- og raforkukostnaðar.
Mikil áhrif
veirunnar
STAÐAN Á MÖRKUÐUM