Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.07.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Lögin eru orðin úrelt að því er snert- ir Íslendinga með erlenda maka og falla ekki að nútímalifnaðarháttum fólks. Við erum önnum kafin við að sigra heiminn og reglurnar þvælast fyrir okkur að óþörfu,“ segir Ásgeir Ingvarsson blaðamaður, sem búsett- ur er í Istanbúl í Tyrklandi. Hann hefur fyrir hönd Íslendinga sem búsettir eru er- lendis sent Ás- laugu Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráð- herra erindi þar sem óskað er eftir breytingum á lög- um um ríkis- borgararétt sem ganga út á það að auðvelda mökum Íslendinga að fá ís- lenskan ríkisborgararétt. Hindranir fyrir maka „Íslendingar eru þjóð á ferðinni og við erum sérstök að því leyti hversu margir eru búsettir erlendis, eða um það bil áttundi hver landsmaður. Við förum út til að mennta okkur, fá góð störf, stofna öflug fyrirtæki og sumir finna sér erlenda maka, eignast börn og stofna heimili. Ef Íslendingur bú- settur erlendis á Evrópubúa fyrir maka mæta þeim fáar hindranir, en ef makinn kemur frá landi utan Evr- ópska efnahagssvæðisins geta málin flækst allverulega þegar kemur að því að grípa bestu náms- og starfs- tækifæri, flytja og ferðast, og virðast vandamálin verða þeim mun flóknari eftir því sem makinn kemur lengra að,“ segir Ásgeir. Nefnir hann sem dæmi um óvissu og hindranir að hann og eiginmaður hans, sem er frá Marokkó, voru á sín- um tíma að velta því fyrir sér að flytja til Sviss. Þá kom í ljós að eigin- maðurinn gat ekki sótt um störf þar fyrr en hann hefði trygga landvist, sem þýðir að þeir hefðu þurft að flytja þangað og athuga síðan með tækifæri á vinnumarkaði. Það hefði sett áætl- anir þeirra úr skorðum og fjárhaginn í óvissu. „Ég sé að fjölskyldufólk óttast ekki síst hvað verður um erlenda makann og börnin ef eitthvað kemur fyrir ís- lenska makann. Getur komið upp sú staða að erlendi makinn getur sig varla hreyft með börnin falli íslenska foreldrið frá,“ segir Ásgeir. Fari eftir lengd hjónabands Til að fá íslenskan ríkisborgararétt þarf maki Íslendings að hafa búið á Íslandi í fjögur ár, hið minnsta. Tíma- bilið var fyrr á þessu ári lengt úr þremur árum með lagabreytingu. Makar fá ótímabundið dvalarleyfi eft- ir þriggja ára búsetu og þótti óeðli- legt að ríkisborgararétturinn fengist á sama tíma. Reglurnar hér eru mun strangari en í öðrum Evrópulöndum, sam- kvæmt könnun Ásgeirs. Víða er heimilað að veita fólki sem hefur ver- ið í hjónabandi með íbúa viðkomandi lands ríkisborgararétt, óháð búsetu. Í stað búsetu er þá litið til þess hversu lengi hjónabandið hefur varað, allt frá þremur árum og upp í tíu. Telur Ásgeir að reglurnar á Íslandi ættu ekki að vera jafn strangar og raun ber vitni í ljósi þess hversu margir Íslendingar búa erlendis og þess fordæmis sem lög annarra þjóða veita. Stingur hann upp á því við dómsmálaráðherra að erlendur maki geti sótt um íslenskan ríkisborgara- rétt eftir sex ára hjónaband, óháð bú- setu, en öðrum skilyrðum verði haldið óbreyttum. Ef þetta reynist vel mætti lækka viðmiðunartímann. Ásgeir segir að þær hindranir sem núgildandi ákvæði skapa bitni hvað harðast á íslenskum fjölskyldum þar sem erlendi makinn kemur frá Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Áætlar hann að í þeim hópi séu innan við hundrað fjölskyldur. Íslendingar sem eiga maka frá Bandaríkjunum og Kanada rekast einnig á hindranir, en minni en í löndum í þeim álfum sem fyrr voru taldar upp. Áætlar hann að lagfæring á lögum um ríkis- borgararétt myndu gagnast nokkur hundruð íslenskum fjölskyldum í heildina. Ásgeir stofnaði Facebook-hópinn Íslendingar í útlöndum - hagsmuna- samtök og þar hafa oft orðið miklar umræður um málefnið. Hópverjar eru 6.400 talsins. Reglurnar þvælast fyrir Íslendingum að óþörfu  Leggur til rýmkun á veitingu ríkisborgararéttar maka AFP Japan Margvíslegar hindranir geta mætt íslenskum fjölskyldum þar sem annar makinn er frá landi utan Evrópu, við nám, störf og búsetu. Ásgeir Ingvarsson Heimili Nýtt og glæsilegt hús sem er auðvitað á besta stað í bænum. Eftirvænting í Klettaborginni  Þjónustukjarni á Akureyri opnaður Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Afhent Frá vinstri: Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri, Kristinn Már Torfa- son forstöðumaður og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar. dóttur, sviðsstjóra búsetusviðs bæjarins, lyklana að húsinu og í kjöl- farið var hafist handa að undirbúa að fólk flytti þar inn. Tilkoma þjónustukjarnans er lið- ur í þeirri stefnu að leggja niður hefðbundin herbergjasambýli en veita þess í stað einstaklingsmiðaða þjónustu með áherslu á sjálfstæða búsetu. Hönnun húsnæðisins tekur mið af því og á að auka persónulegt svigrúm íbúa. „Aðstaða fyrir íbúa og starfsmenn mun gjörbreytast og er mikil eftirvænting hjá öllum með að flytja í nýtt húsnæði,“ segir Kristinn Már Torfason forstöðumaður. Nýr þjónustukjarni á Akureyri, heimili fyrir fatlað fólk, var formlega opnaður nú í vikunni. Sex manns munu þar eignast heimili, fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi sínu. Það flytur inn í húsið á næstu dögum og fær góða aðstöðu. Byggingin stendur á nýrri lóð á horni Klettaborgar og Dalsbrautar og er hátt í 600 fermetrar að flatar- máli. Sex íbúðir eru í húsinu en einn- ig sameiginleg rými, garður sem nýtist til samveru sem og starfs- mannaaðstaða. Halla Björk Reynis- dóttir, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, afhenti Karólínu Gunnars- Páley Borgþórs- dóttir hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá og með 13. júlí næstkom- andi. Hún var af sérstakri dóm- nefnd talin best til þess að gegna embættinu af þeim fimm sem sóttu um. Páley hefur frá árinu 2015 gegnt embætti lögreglustjóra í Vest- mannaeyjum. Hún lauk embættis- próf í lögfræði árið 2002. Var lög- lærður fulltrúi hjá sýslumanns- embættinu í Vestmannaeyjum 2002-2007 en frá því ári og fram til 2014 starfaði hún sem lögmaður. Umsækjendur um embættið á Norðurlandi eystra auk Páleyjar voru þau Arnfríður Gígja Arngríms- dóttir, sem er aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara, Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður hjá Akureyrarbæ, Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur hjá Fiskistofu, og Sig- urður Hólmar Kristjánsson, en hann er saksóknarfulltrúi og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. sbs@mbl.is Páley á Norður- land eystra Páley Borgþórsdóttir Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla STAN Model 3035 rafmagn L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 609.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 729.000, CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.