Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sólheimar eiga merka sögu og í starfinu hér hefur vel tekist til. Þeg- ar farnar eru nýjar leiðir þvert á ríkjandi viðhorf hvers tíma verða oft skiptar skoðanir um slíkt. Sú var raunin með Sólheima, en áherslur hér sönnuðu sig og eru í dag hið við- tekna. Slíkt er góður dómur,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, stjórnar- formaður Sólheima í Grímsnesi. Á morgun, sunnudaginn 5. júlí, verður þess minnst að 90 ár eru liðin frá stofnun heimilis að Sólheimum í Grímsnesi. Það var á þessum degi árið 1930 sem Sesselja Hreindís Sig- mundsdóttir kom með fimm börnum á þessa næsta afskekktu jörð austur í sveitum til að setja þar á laggirnar heimili fyrir börn sem vantaði at- hvarf. Hún hafði miklar hugsjónir um að skapa skjólstæðingum sínum bærilegt líf og bjarta framtíð. Önnur fimm börn komu á haustdögum þetta sama ár, en hugsunin í upphafi var sú að starfrækja almennt barna- heimili. Sjálfbærni, listsköpun og trúarleg afstaða Fyrsta þroskahefta barnið, sem svo var kallað, kom að Sólheimum árið 1931og í fyllingu tímans varð þjónusta við þann hóp aðalatriði. Áður en að Sólheimum kom hafði Sesselja numið uppeldisfræði, barnahjúkrun og aðhlynningu þroskaheftra í Danmörku, Sviss og Þýskalandi. Var innblásin af kenn- ingum þýska heimsspekingsins Rudolf Steiner um mannhelgi; hvar sjálfbærni, listsköpun og trúarleg afstaða eru í öndvegi. Hafa þessar kenningar allt til þessa dags verið lykilatriði í öllu starfi á Sólheimum. Raunar má halda því til haga að Sesselja var frumkvöðull í lífrænni ræktun á Norðurlöndum, sem eitt og sér er mjög athyglisvert. Vefnaður, smíði, ræktun og jurtagerð Í tímans rás hefur starfsemin á Sólheimum orðið fjölbreyttari. Fatl- aðir íbúar staðarins, sem eru 41 tals- ins, starfa meðal annars við lífræna ræktun. Þessa dagana er til dæmis annatími í gróðurhúsum staðarins þaðan sem kemur grænmeti sem er eftirsótt vara í verslunum. Margir vinna sömuleiðis í listsmiðju Sól- heima, til dæmis við smíðar, vefnað, kertakerð, jurtavinnslu og svo fram- vegis. Einnig er á staðnum verslun, kaffihús, ferðaþjónusta og fleira gott. „Það er margt sem gerir Sól- heima að alveg einstökum stað, sem margir heimsækja. Afmælið um helgina er því mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur sem tengjumst þessari starfsemi, en líka þeim fjölmörgum velunnurum sem þessi staður á,“ segir Sigurjón Örn. Íslensk fyrirmynd Sesselju Sigmundsdóttur þótti sjálfsagt að fatlað fólk og aðrir deildu kjörum, sem á hennar tíma var umdeilt, en þykir nú vera sjálf- sagt. Sama máli gegnir um áherslur hennar í umhverfismálum. „Verndarenglar, gott og velviljað fólk, var alltaf nærri og fylgdi og studdi við þessa starfsemi hér, sem oft var sótt mjög hart að,“ segir Sigurjón Örn um Sólheima, þangað sem kemur á hverju ári fjöldi ís- lenskra grunnskólanema sem og stúdenta við erlenda háskóla, eink- um í Bandaríkjunum, til að kynna sér lífrænar áherslur í sjálfbæru samfélagi. Að alþjóðlegum sam- tökum slíkra byggðarlaga eiga Sól- heimar aðild, en þetta íslenska þorp er oft tiltekið þar sem fyrirmynd. Arkitektar eigin lífs „Fatlaðir íbúar Sólheima eru allt fólk með þroskahömlun, eftir ákveðnu mati. Allir hafa sína hæf- leika og styrk rétt eins og takmörk. Hingað kemur enginn til búsetu nema óska þess,“ segir Sigurjón Örn um þjónustu við íbúana sem veitt er skv. samkomulagi við byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi. „Langflestir íbúar hér eru í sjálf- stæðri búsetu. Nokkrir eru í íbúða- sambýlum, húsum þar sem hver hef- ur sína íbúð með aðgengi að sameiginlegu rými svo sem eldhúsi. Annars eru búsetuform hér mörg rétt eins og önnur tækifæri sem fólki bjóðast hér á Sólheimum. Atvinnu- starfsemin hér er til dæmis öðrum þræði hugsuð sem valdefling fatl- aðra íbúa hér, svo þeir geti eins og annað fólk verið arkitektar eigin lífs.“ Verndarenglar alltaf nærri  Sólheimar í Grímsnesi 90 ára  Hátíð um helgina  Mannhelgi er í öndvegi  Vinna og valdefling  Hæfileikar allra Morgunblaðið/Eggert Listasmiðja Starfið er margt, Einar Baldursson íbúi á Sólheimum vinnur í leirgerð og skapar margt fallegt þar. Torgið Gunnar Einarsson raðar stólum svo að fólk geti tyllt sér niður. Sólheimar Sesseljuhús, hátt og reisulegt, setur svip á staðinn. Í tilefni af 90 ára afmæli Sól- heima hefur afmælisnefnd verið að störfum síðustu mánuði. Af- mælisdagskrá, með leik og list, er þar í aðahlutverki. Opnuð hefur verið sögusýning um starf Sesselju á Sólheimum og fram- lag Lionsklúbbsins Ægis til starfsins. Þá verður vígt svo- nefnt Péturstorg, í miðju byggðakjarnans. Torgið er nefnt eftir Pétri Sveinbjarnarsyni, sem lést á síðasta ári, en hann var stjórnarformaður Sólheima í rúm 40 ár og átti afgerandi þátt í allri uppbyggingu staðar- ins á þeim tíma. Meðal gesta á afmælishátíðinni verða Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid kona hans. Á torginu verður afhjúpað listaverk sem er gjöf Sigurðar Guðmundssonar myndhöggvara til Sólheima í tilefni afmælisins. Kristján Björnsson, vígslu- biskup í Skálholti, mun svo messa í Sólheimakirkju á sjálf- an afmælisdaginn 5. júlí að við- stöddum góðum gestum. Guðs- þjónustan hefst kl. 14. Þá stendur til að bjóða öllum íbú- um í Grímsnes- og Grafnings- hreppi í opið hús á Sólheimum og kynna sér stað og starfsemi. Þá eru allar helgar í sumar fjölbreyttir listviðburðir á staðnum, kynntir sem menn- ingarveisla og er dagskráin birt á vefsetrinu Sólheimar.is. Péturstorg, menning og messan FJÖLBREYTT AFMÆLISDAGSKRÁ Sigurjón Örn Þórsson kynntist starfseminni að Sólheimum þeg- ar hann var aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra 2003 til 2006. Málefni fatlaðra voru á þeim tíma verkefni ríksins og í ráðu- neytinu var Sigurjóni falið að gera þjónustusamning hins opin- bera við Sólheima. „Í því starfi tókust kynni og vinátta með okkur Pétri Svein- bjarnarsyni og eftir að ráðu- neytistíma mínum lauk var ósk- að eftir því að ég tæki sæti í fulltrúaráði og stjórn Sólheima, sem var árið 2007. Sem formaður tók ég við árið 2017. Vissulega er formennska í stjórn Sólheima talsvert meira en tómstundagaman. Er heilmikil vinna jafnhliða öðrum störfum,“ segir Sigurjón sem er framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Starfið hér á Sól- heimum er gefandi. Heimilisfólk er velviljað. Endurgjöf þess er sterk. Að vera með því og starfa hefur kennt mér margt. Raunar hefur öll fjölskylda mín heillast af þessu samfélagi og hingað komum við oft.“ Velvilji og sterk endurgjöf HEFUR VERIÐ Í STJÓRN Á SÓLHEIMUM FRÁ 2007 Skraf Sigurjón Örn Þórsson og Reynir Pétur Ingvarsson ræða mál dagsins. Komdu í BÍLÓ! S-Line Nýskráður 12/2018, ekinn 12þkm. Bang & Olufsen hljómkerfi, S-line ál- felgur og innrétting ogmargt fleira! Raðnúmer 380709 Design Nýskráður 05/2018, ekinn 10þkm. Glerþak, Rafdrifin sportsæti með leðri og alcantara, ogmargt fleira! Raðnúmer 259845 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – ÞÚ FÆRÐ LANG FALLEGUSTU BÍLANA HJÁ OKKUR HLAÐNIR AUKAHLUTUM, LÍTIÐ EKNIR! AUDI A3 E-TRON Stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur, akreinavari, bakkmyndavél, blindsvæðisvörn, leiðsögukerfi, þráðlaus símahleðsla, Matrix LED ljós. Óaðfinnanlegir í útliti! Fleiri eintök væntanleg, kíktu við! TILBOÐSVERÐ 4.490.000 kr. TILBOÐSVERÐ 4.490.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.