Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2020 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Útsalan er hafin Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook NÝTT NETVERSLUNLAXDAL.IS SUMAR YFIRHAFNIR HEILSÁRSYFIRHAFNIR ALLT AÐ 50% AFSL. ÚTSALA - ÚTSALA Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 38-52 ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% URAFSLÁTT Stærðir Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hlýtt var á landinu í nýliðnum júní og tíð hagstæð. Júlí hefur einnig farið vel af stað og spáð er ágætu veðri næstu daga. Samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í júní var hlýjast á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands. Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 10,2 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akur- eyri var meðalhitinn 11,1 stig, 2,0 stigum yfir með- allagi áranna 1961 til 1990, en 1,1 stigi yfir með- allagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðal- hitinn 9,4 stig og 10,0 stig á Höfn í Hornafirði. Í Reykjavík raðast hitinn í júní í 24.-25. sæti af mælingum 150 síðustu ára. Á Akureyri raðast mánuðurinn í 11. sæti af 140 júnímælingum og á Stykkishólmi í 25. sæti af 175 mælingum. Hæsti hiti mánaðarins mældist 24,2 stig á Mörk í Landi þann 28. júní. Úrkoma í Reykjavík mældist 49,6 millimetrar í júní sem er rétt undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 31,1 mm sem er 10% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 54,8 mm og 113,2 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 13, tveimur fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 10 daga sem er fjórum fleiri en í meðalári. Sólskins- stundir í Reykjavík mældust 167,4 sem er 6,1 stund yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akur- eyri mældust sólskinsstundirnar 222,4, sem er 45,8 stundum fleiri en í meðalári. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins var 3,7 stig sem er 0,7 stigum ofan meðallags ár- anna 1961 til 1990 en 0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára, samkvæmt yfirlitinu. Meðalhitinn raðast í 39. sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sex 3,1 stig. Það er 1,2 stig- um ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhit- inn þar raðast í 29. sæti á lista 140 ára. Úrkoman hefur verið 17% umfram meðallag í Reykjavík, en 33% umfram meðallag á Akureyri. Morgunblaðið/Eggert Á Langasandi Mikil veðurblíða hefur verið síðustu daga. Börnin á Akranesi hafa svo sannarlega kunnað að meta það og léku sér í sjónum við Langasand. Júní var hlýr og júlí byrjar vel  Hiti á landinu í júní víðast hvar vel yfir meðallagi  Hlýjast var á Norðaustur- landi en svalara suðvestanlands  Fyrri helmingur ársins er hagfelldur Hæstaréttardómararnir Greta Bald- ursdóttir og Þorgeir Örlygsson hafa sótt um lausn frá embætti. Þetta var kynnt á ríkisstjórnarfundi gær. Þau verða fjórðu og fimmtu dóm- ararnir við réttinn sem láta af störf- um þar á innan við einu ári. Hinir eru Markús Sigurbjörnsson, Viðar Már Matthíasson og Helgi Ingólfur Jónsson. Greta varð 67 ára í mars síðast- liðnum. Hún starfaði hjá yfirfógeta í Reykjavík og var settur borgarfóg- eti áður en hún hóf störf við Héraðs- dóm Reykjavíkur. Árið 2011 var hún skipuð í Hæstarétt. Þorgeir, sem einnig er 67 ára, er núverandi forseti Hæstaréttar hvar hann hefur átt sæti frá 2011. Áður starfaði hann við embætti yfir- borgardómara, var aðstoðarmaður hæstaréttardómara og síðar borgar- dómari í Reykjavík. Einnig prófess- or við HÍ og dómari við EFTA- dómstólinn 2003-2011. Þorgeir Örlygsson Greta Baldursdóttir Tvö hætta í Hæstarétti Neyðarlínan vinnur nú að því að gera úrbætur á 64 fjarskiptastöðv- um víða um land með auknu vara- afli og að fjölga færanlegum vara- rafstöðvum. Þar af eru 36 fastar vararafstöðvar en annars staðar eru rafgeymar eða tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar. Tilgangur- inn er að tryggja rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í vetur. Mun verkefnið fá 125,5 milljóna kr. fjárveitingu á þessu ári á vegum fjarskiptasjóðs. Úrbætur á 64 fjar- skiptastöðvum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.