Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  158. tölublað  108. árgangur  „ÞAÐ SMALL EIGINLEGA ALLT HJÁ OKKUR“ Á 20 HRAÐ- SKREIÐUM SKÚTUM MONA LISA TEKUR Á MÓTI GESTUM KAPPSIGLING 10 LOUVRE OPNAÐ 29VIKTOR JÓNSSON 26 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Góður gangur er í uppbyggingu hjá Bjargi íbúðafélagi. Félagið er með 1.068 íbúðir und- ir. Þar af hafa 223 þegar verið afhentar leigutökum, 430 eru í byggingu og 415 í und- irbúningi. Fjárfesting er um 36 milljarðar og stofnframlög ríkis og sveitarfélaga 11 millj- arðar króna. Þröstur Bjarnason, verkefnisstjóri fram- kvæmda hjá Bjargi, segir að framkvæmdir hafi gengið vel. Íbúar séu almennt ánægðir. Félagið sé í samvinnu við marga verktaka og hafi þeir skilað verkum sínum í tíma. Hann segir að mikið sé í gangi í sumar og verði heilu húsin eða stigagangarnir afhent mán- aðarlega til íbúðar frá september og fram á vor. »14 Bjarg með 430 íbúðir í byggingu Morgunblaðið/Eggert Hraunbær Byggingarframkvæmdir á vegum Bjargs íbúðafélags eru í fullum gangi.  Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, ritar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann telur að tillögur starfs- hóps um aðgerðir til styttingar boðunarlista til afplánunar refsingar þarfnist nánari skoð- unar. Bendir Símon á að dómstólar hafi lítið um það að segja hvernig refsing sé ákvörðuð ef fangelsismálayfirvöld ákveði alfarið inn- tak hennar. Það kunni að fara í bága við ákvæði stjórnarskrár um þrígreiningu ríkis- valdsins. Telur Símon einu raunhæfu leiðina að fjölga fangelsisplássum og fjölga ætti úr- ræðum eins og opnu fangelsi. »15 Tillögur starfshóps þarfnast nánari skoðunar Ljósmynd/Drífa Nikulásdóttir Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fimm ættliðir í beinan kvenlegg hittust þegar hin þriggja mánaða gamla Hrafney Dís Marinósdóttir var skírð laugardaginn 4. júlí. Hún er fyrsta barn þeirra Vigdís- ar Lilju Árnadóttur, fædd 1999, og Marinós Rafns Pálssonar. Þau eru búsett á Hellu. Móðir Vigdísar og amma Hrafneyjar er Eiríka Benný Magnúsdóttir, fædd 1978, sem býr á Hjarðarbóli í Ölfusi. Móðir Eiríku og langamma þeirrar litlu er Torfhildur Pálsdóttir í Reykjavík, fædd 1958. Móðir hennar og langalangamma Hrafneyjar Dísar er Margrét Erla Hallsdóttir í Grundarfirði, Maddý á Naustum, fædd 1935. Á milli Hrafneyjar Dísar og Madd- ýjar langalangömmu hennar eru því 85 ár. Allir sem áttu heimangengt komu í skírnarathöfnina „Mér fannst upplagt að nota tækifærið og fá mynd af þessum fimm ættliðum í beinan kven- legg,“ sagði Inga Kolbrún Ívars- dóttir, föðuramma Hrafneyjar Dísar, en myndin var tekin þegar skírnarathöfnin fór fram heima á Hjarðarbóli. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir skírði Hrafneyju Dís. Inga sagði að þau úr stórfjölskyldunni sem áttu heimangengt hefðu komið, 50-60 manns, og notið samver- unnar í yndislegu sumarveðri. Nutu samverunnar á Hjarðarbóli þegar hin þriggja mánaða gamla Hrafney Dís Marinósdóttir var skírð Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Þór Steinarsson Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítala, segir ómögulegt að taka við skimun fyrir kórónuveirunni af Íslenskri erfða- greiningu eftir næstkomandi mánu- dag. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, til- kynnti í gær að þætti fyrirtækisins í skimun myndi ljúka 13. júlí. Karl segir að nú sé unnið að því að efla afkastagetu deildarinnar, en þær aðgerðir hafi miðast við að ÍE sæi um landamæraskimun út ágústmánuð. „Ef það á að halda áfram skimun á ferðamönnum sé ég ekki annað í myndinni [en að ÍE haldi skimun áfram] því þetta eru það mörg sýni að við höfum ekki afkastagetu ofan á öll þau sjúklingasýni sem við fáum,“ seg- ir Karl. Aðstæður á veirufræðideild- inni verði allt aðrar í lok ágúst en beð- ið er eftir nýju tæki sem afkastar yfir 4.000 sýnum á sólarhring og kemur til landsins í haust. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, seg- ir að legið hafi fyrir strax frá upphafi landamæraskimunar að það myndi taka tíma að efla afkastagetu veiru- fræðideildar svoleiðis að hún gæti tekið við skimuninni. „Einfaldlega vegna þess að það var ekki hægt að fá tækin inn og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir þetta,“ segir Már. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að ÍE hafi ekki litið á landamæraskimun sem verkefni til langs tíma. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir ljóst að ef menn ætli að halda til streitu þessum skim- unum þurfi að finna lausn á þeim vandamálum sem upp koma í kringum það. „Það er ljóst að það er komið upp einhvers konar vandamál sem þarf að leysa. Annaðhvort með því að aðilar í þessu kerfi ræði saman og finni skyn- samlega lausn eða þá að menn hætti að skima og geri eitthvað annað. Í öllu falli skiptir mjög miklu máli bæði fyrir at- vinnugreinina ferðaþjónustu og efna- hagslífið í heild að menn hafi það í huga að þarna er ekki bara um að ræða ein- hvers konar heilsufarsmælingar held- ur verið að ræða um mjög mikla efna- hagslega hagsmuni.“ Engin skimun án ÍE  Yfirlæknir veirufræðideildar segist ekki sjá hvernig landamæraskimun eigi að halda áfram án ÍE  Vandamál sem þarf að leysa segir framkvæmdastjóri SAF M„Ljóst að þetta verður …“ »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.