Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 ✝ Hildur Ágústs-dóttir fæddist á Álfhólum, Vest- ur-Landeyjum, 13. október 1935. Hún lést á Hjartadeild Landspítalans 28. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru Ágúst Jónsson, f. 1910, d. 1999, og Sigríður Lóa Þorvalds- dóttir, f. 1913, d. 1985. Systkini Hildar: Jón, f. 1942, Eiríkur, f. 1943. Þann 26. maí 1957 giftist Hildur Rúnari Guðjónsyni, f. 26.8. 1933, d. 20.5. 2017. For- eldrar hans voru Guðjón Karls- son, f. 1901, d. 1966, og Sigríð- ur Markúsdóttir, f. 1902, d. 1993. Hildur og Rúnar eign- uðust níu börn, þau eru: 1) Sig- urður Ágúst, f. 8.5. 1955, maki Lára Ólafsdóttir, f. 1972. Börn Sigurðar með Brynju Erlings- dóttur: a) Linda Björk, maki Ármann Heiðarsson, b) Ágúst Leó, maki Harpa M. Kjartans- dóttir. Börn Sigurðar og Láru: c) Sigurður Rúnar, d) Sigurjón Lárus, e) Jón, f) Skarphéðinn Sverrir. Sonur Láru af fyrra sambandi Ólafur O. Marteins- son. 2) Guðjón f. 16.3. 1957, a) Arnald Már, b) Haukur Ingi, c) Einar Örn. 6) Ágúst, f. 18.4. 1966, maki Rósa Emilsdóttir, f. 1973. Rósa á tvö börn af fyrra sambandi. Börn Ágústar með Ragnheiði Jónsdóttur: a) Hildur Ágústsdóttir, maki Kristján Jónsson, b) Elísabet Rún, maki Helgi Eyjólfsson, c) Kolbrá Lóa, d) Jón Bjarni, e) Álfheiður Þóra. 7) Rúnar Smári, f. 18.4. 1970. 8) Sævar, f. 22.8. 1977, maki M. Sóley Sigmarsdóttir, f. 1977. Börn þeirra: a) Emilía Sif, b) Guðmar Gauti, c) Orri. 9) Sigurbára, f. 6.10. 1980, maki Einar Hjálmarsson, f. 1978. Börn þeirra: a) Ævar Örn, b) Kári. Barnabarnabörnin eru 39. Hildur ólst upp í Sigluvík. Hún hóf nám í gagnfræðiskóla Vestmannaeyja 13 ára og var þar í tvo vetur. Hún starfaði hjá Kaupfélagi Rangæinga og einnig sem verslunarstjóri í Vestmannaeyjum á yngri árum. Hún var virk í kvenfélagi Berg- þóru og gegndi formennsku þar í 24 ár. Einnig starfaði hún sem húsvörður í Njálsbúð með- fram búskap í fjölda ára. Þau bjuggu fyrst hjá foreldrum hennar í Sigluvík en hófu bú- skap í Klauf árið 1958 og fluttu þangað 1961. Þau byggðu jörð- ina upp í sameiningu allt til ársins 2005 en þá fluttu þau á Hvolsvöll og bjuggu fyrst í í Gilsbakka 29a og fluttu þaðan að Kirkjuhvoli. Útför Hildar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. maki Sandra D. Georgsdóttir, f. 1957, börn þeirra: a) Rúnar Gauti, maki Dagmar I. Birgisdóttir, b) Tinna, maki Gunn- ar Gíslason, c) Katla, maki Björn Einarsson, d) Frosti, maki Aníta Árnadóttir. 3) Þór- dís Jóna, f. 18.7. 1958, maki Skúli Guðmundsson, f. 1957, börn þeirra: a) Hrafn- hildur Ósk, maki Viktor H. Jón- mundsson, b) Dagný, maki Gunnar B. Viktorsson, c) Drífa, maki Sigurvin Ólafsson, d) Daði Rafn, maki Arnbjörg Jóhanns- dóttir, e) Hanna Lóa, maki Birgir Guðjónsson, f) Rebekka Rut, maki Bergur G. Jónasson. 4) Magnús, f. 27.4. 1961, maki Elísabet Ó. Helgadóttir, f. 1972. Börn Magnúsar með Sigrúnu Ólafsdóttur: a) Eva Dís, b) Elva Ýr, maki Magnús Ö. Ragn- arsson. Barn Magnúsar og El- ísabetar: c) Sævar Atli. Börn Elísabetar af fyrra sambandi: Hafdís E. Ásbergsdóttir, maki Andrés P. Magnússon, Helgi S. Ásbergsson. 5) Sigríður Lóa, f. 22.2. 1964, maki Steindór V. Reykdal, f. 1963. Börn þeirra: Vestmannaeyjar blasa við úr stofuglugganum heima og held ég að árin sem mamma átti þar hafi alltaf átt sérstakan stað í hjarta hennar. Þegar platan með sextett Óla Gauks var tekin fram og þjóðhátíðarlögin spiluð þá voru sérstakar hátíðarstundir. Annars einkennast minningar mínar af æskunni í Klauf mest af að allir höfðu skyldum að gegna. Hvort sem var að bjarga böggum undan rigningu að sumri, kart- öflum undan frosti að hausti eða vaka yfir gyltu að gjóta yfir nótt. Allir að leggjast á eitt. Foreldrar mínir eru af þessari kynslóð sem færði þetta þjóð- félag til þeirra allsnægta sem við þekkjum í dag. Og ekki fær sú kynslóð miklar þakkir fyrir. Mamma var á engan hátt ein- föld í viðkynningu og skeytti lítt um hvað öðrum fannst. Hún tók hlutunum heldur bókstaflega í orðsins fyllstu merkingu. Þeir, sem henni mislíkaði við, fengu al- veg að finna það. Á hinn bóginn var hún bóngóð og taldi ekki eftir sér að gera fólki greiða. Ekki síst þeim sem minna máttu sín. Skaphöfnin var mikil og ekkert verið að brjóta til mergjar að sumir dagar voru dekkri en aðrir. Ekki gat hún að því gert að í henni toguðust á þau ólíku öfl skaftfellska þrjóskan og leyndarhyggjan úr Skúmsstaða- ættinni. Svo og einurðin og óhemjugangurinn úr Álfhólaætt- inni. Lét sjaldnast deigan síga þótt á bjátaði. Eitt sinn lá hún á spítalanum á Selfossi eftir aðgerð. Bjallan hafði dottið í gólfið. Hún kallaði eftir aðstoð, fyrst lágt, svo hærra og hærra. Ekkert svar. Þá teygði hún eftir gsm-símanum á nátt- borðinu og hringdi í 112. Það fylltist brátt stofan af hvít- klæddu fólki. Þegar barnauppeldi var að mestu lokið þá tóku Njálsbúðar- böllin við og oft staðið í ströngu. Fyrir eitt ballið var söngvari SS Sól að stilla upp, varð hann fyrir því óláni að leðurbuxurnar klof- rifnuðu. Hann kom strunsandi inn í eldhús gegnum vængja- hurðirnar og sagði: stelpur getið þið eitthvað gert í þessu? Kon- urnar gripu flestar fyrir augun, en húsvörðurinn brá ekki svip: farðu úr þessu og réttu mér. Brunaði niður í Klauf með haldið, dró fram gamla Singer og sikks- akkaði fyrir rifuna og náði til baka í tæka tíð. Svo var réttarball um haustið. Tveir þekktir rokkarar höfðu slegið saman og nutu mikilla vin- sælda. Að balli loknu ramba ég niður í kjallara. Kem þar að móð- ur minni í gluggalausri kompu. Andspænis henni sat umboðs- maðurinn og sýndist skelkaður. Henni var mikið niðri fyrir og augun skutu gneistum. Sem aldr- ei þessu vant beindist ekki að mér. Ég kenndi í brjósti um mann- greyið sem hafði ætlað eitthvað að snúa á þá gömlu í samningum, en varð guðsfeginn að sleppa út. Hann varð reyndar skömmu seinna landsþekktur fyrir allt annað en að vera einhver kór- drengur. Þegar ég gekk út í haustnótt- ina fannst mér ég hafa þarna lært ákveðna lexíu. Eitthvað sem er velþekkt í lögfræði, viðskipt- um og stjórnmálum. Þú hefur alltaf betur en and- stæðingurinn, bara ef þú ert ófyrirleitnari. Ég vil að lokum þakka starfs- fólki Kirkjuhvols fyrir umönnun síðustu árin og starfsfólki hjarta- deildar Landspítalans síðustu dagana. Takk fyrir mig. Ágúst Rúnarsson. „Eruð þið búin að hringa í mömmu ykkar?“ Þetta var al- geng spurning sem við fengum þegar hugað var að heimferð um miðja nótt eftir skemmtun. Þú vildir alltaf ná í okkur og í ófá skiptin fylltir þú bílinn af vinum okkar líka. Þegar við vorum á unglingsár- unum var skipulagið ekki alltaf upp á það besta. Oft mættum við með óhrein föt seint að kvöldi sem við þurftum að nota daginn eftir. Aldrei skammaðist þú í okkur heldur skelltir því í vélina og settist svo í lazyboyinn og beiðst þangað til vélin var búin til þess að setja fötin á ofninn inn í eldhúsi. Þið voruð alltaf dugleg að ferðast með okkur sem var nú ekkert allt of algengt á þessum tíma verandi bændur. Vest- mannaeyjaferðirnar eru okkur minnisstæðar en það sást greini- lega á ykkur báðum að eyjan var ykkur afar kær. Pönnukökurnar, ó já pönnu- kökurnar. Það sem barnabörnin gátu troðið í sig af þeim. Alltaf tókstu upp pönnurnar þegar við komum í heimsókn og sykurinn á þær var nú ekki sparaður. Elsku mamma, loksins eruð þið pabbi sameinuð á ný. Þú saknaðir hans svo mikið, en nú getið þið svifið um á dansgólfinu aftur. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir) Sævar, Sigurbára og fjölskyldur. Elsku amma í Klauf. Það er svo óraunverulegt að vera að skrifa minningargrein um þig. Það er svo stutt síðan við vorum litlar og komum til ykkar afa og Smára í Klauf. Þú kenndir okkur svo margt elsku amma. Til dæmis að sitja í bíl á ferð á ósléttu undirlagi, baka heimsins bestu pönnukök- ur, binda skátahnúta, láta köku hefast eftir að hún var bökuð, hvernig á að bera sig að í fæð- ingu og svo margt fleira. Við erum nokkuð vissar um að orðtakið „að hafa ráð undir rifi hverju“ hafi verið samið um þig. Það var sama hvert vandamálið var, þú hafðir ráð við öllu. Þér var afar umhugað um af- komendur þína og varst ákaflega stolt af þeim. Þú varst nær und- antekningarlaust með nýjar fréttir af fólkinu þínu í hverri heimsókn eða símtali og alltaf skein stoltið í gegn. Þess má til gamans geta að það er afrek út af fyrir sig þar sem þeir nálgast hundraðið óðfluga. Það verður ansi tómlegt að renna í gegnum Hvolsvöll og stoppa ekki hjá þér í kaffibolla. Stundum spjölluðum við út í eitt en stundum sátum við bara og þögðum, orð voru ekki alltaf þörf, okkur fannst gott að vera hjá þér og þér fannst gott að hafa okkur. Elsku amma, mikið eigum við eftir að sakna þín, en það er gott að vita að þú sért komin til afa sem þú saknaðir svo sárt. Þínar Hildur og Elísabet Rún Ágústsdætur. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Mig langar til að minnast ömmu í nokkrum orðum. Amma var einstök á svo marg- an hátt, hún var t.a.m. snillingur í höndunum, hvort sem var við eldamennsku, bakstur eða handavinnu, og fengu margir að njóta góðs af því. Hún var líka vel að máli farin og voru lýsingar hennar oft á tíðum óborganlegar. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að fá að vinna á Kirkjuhvoli hjá ömmu síðustu ár hennar, og áttum við þar margar góðar stundir. Ömmu var svo innilega annt um fólkið sitt, og bað mig reglulega að sýna sér nýjar myndir og segja sér nýjustu fréttir. Við amma áttum eftirminni- lega stund í vor sem mér þykir svo vænt um. Hún bað mig þá að finna geisladisk sem hún átti til og setja í græjurnar. Gömlu Eyjalögin tóku þá að hljóma, uppáhaldslög þeirra afa. Þó að nokkur tár tækju að renna niður kinnarnar ljómaði hún af vellíð- an. Nú hefur hún hitt afa á ný sem hún saknaði svo sárt. Eitt er víst, að nú er sko dans- að. Takk elsku amma fyrir sam- fylgdina og hvíldu í friði. Þín Kolbrá Lóa. Það gustaði af henni Hildi í Klauf, jafnvel hvessti þegar mik- ið lá við. Hún var formaður kven- félagsins og það fór enginn í grafgötur með það, stjórnsöm, ákveðin og það fór henni vel. Þegar hún var komin í hús fór það ekkert á milli mála. Njálsbúð var hennar annar heimavöllur, hvort sem var að undirbúa sveitaball sem húsvörður, þorra- blót eða aðrar samkomur sem haldnar voru í sveitarfélaginu. Hljómsveitarmeðlimir urðu góðir kunningjar hennar, hún lagði þeim lífsreglurnar og hún gaf þeim að borða. Öllum var kunn andúð hennar á áfengum drykkjum, sem hún fór ekki dult með. Hún var formaður og for- ingi eins og valkyrja úr Íslend- ingasögum. Undir oft og tíðum hrjúfu yfirborðinu var viðkvæm Hildur sem ekki mátti neitt aumt sjá. Hún var næm og sá, að mér fannst, lengra en nef hennar náði, berdreymin og virtist hafa tveggja heima tengsl. Ekki má gleyma dansinum þeirra Rúnars. Hann eins og faglærður rokk- dansari, tjúttaði eins og enginn væri morgundagurinn svo fólk starði, en hún tæpur eftirbátur hans meðan skrokkurinn leyfði. Þau voru sýningapar. Hún tók vel á móti nýja bónd- anum og fjölskyldunni allri í Eystri-Hól vorið 1984 og lagði ávallt gott til málanna, studdi og ráðlagði og vildi okkur það allra besta. Allar götur síðan hefur verið tryggur vinskapur við hana og allt hennar fólk. Minnisstætt er þegar hún hringir fyrsta haustið, búið að taka upp smá- vegis af kartöflum og til stóð að senda til Reykjavíkur og spyr hvort ég kunni að sauma með nál fyrir pokana eins og þá tíðkaðist. Nei, ungi bóndinn kunni það ekki og vissi ekki að það væru ein- hverjar serimóníur í kringum það. „Ég sendi hana Lóu og læt hana kenna þér.“ Það stóð heima, Lóa var komin á augabragði, kenndi drengnum og pokarnir voru tilbúnir áður en Kaup- félagsbíllinn kom. Þannig var þetta oft og einatt, hugulsemin, umhyggjan og hjálpsemin. Mér fannst oft og tíðum að ég væri tí- unda barnið hennar. Nú þegar ég gái undir kartöflugrösin verður mér hugsað til þeirra hjóna sem voru vakin og sofin yfir búskapn- um af brennandi áhuga, hvort sem voru; svín, kartöflur eða kýr, alls staðar voru góðar og miklar afurðir. Við þessi vistaskipti hennar er mér þakklæti í huga, fyrir vináttuna, trygglyndið og trúna sem hún hafði á mér, sér- staklega þegar þurfti eitthvað að gera á sviði, þá hringdi síminn. Nú er Hildur komin í sælli ver- öld, eftir viðburðaríka ævi, keppir í pönnukökubakstri um helgar, keyrir á milli bæja, flaut- ar þegar hún kemur í hlað og býður rófupoka til sölu. Rúnar situr í farþegasætinu og brosir í kampinn, feginn að vera búinn að fá hana til sín og segir: „Já róleg Hildur mín, það er nóg að flauta einu sinni, það kemur örugglega einhver út á hlað.“ Hjörtur Benediktsson. Hildur Ágústsdóttir ✝ Valdís fæddistí Reykjavík 11. febrúar 1960. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí 2020. Faðir hennar var Valgeir Her- bert Valdimarsson, f. 12. desember, 1928, látinn 7 apríl 1979, móðir hennar var Herdís Hanna Ingibjarts- dóttir, f. 7. Júní 1931, látin 31 des 2011. Bræður Valdísar eru: Ingi, f. 19. október 1954 og Birgir Geir, f. 24. nóvember 1957. Leiðir Valdísar og Unnars Magnússonar, d. 11. september 2001, lágu saman í Keflavík og hófu þau þar búskap. Þau skildu síðar. Dóttir þeirra er Herdís Ósk, f. 24. október, 1981, maki hennar er Örvar Þór Krist- jánsson, f. 25. mars, 1977. Synir þeirra eru: Jón Unnar Sverr- isson, f. 12. maí, 2008, Kristján Leó, f. 6. júlí 2013 og Arnar Logi, f. 2. janúar, 2017. Útför Valdísar fór fram 2. júní 2020. Ég vil í nokkrum orðum minn- ast Valdísar Valgeirsdóttur, er lést 19. maí sl. Leiðir okkar Valdísar lágu fyrst saman í sundi í Laugardals- laug. Valdís var einstök og góð kona. Hún var vel að sér og haf- sjór af fróðleik og hafði frá mörgu að segja. Hún var list- feng, hafði auga fyrir því sem fal- legt er, hún hafði mikinn áhuga á tónlist, lærði á píanó er hún var ung. Ég minnist þess að hún hafði óskaplega gaman af því að fara á kabarett í Gamla bíó, á tónleika og hennar eftirlætis tón- listarmaður er Kristján Jó- hannsson, henni þótti alltaf jafn tilkomumikið að fara á tónleika hjá honum. Hún hafði einnig mikla ánægju af því að dansa, sótti mörg dansnámskeið og kunni vel að njóta þess sem lífið gaf. Valdís flutti til Keflavíkur í kringum 1980 og bjó þar í um tuttugu ár. Þar kynntist hún Unnari Magnússyni, heitnum. Dóttir þeirra er Herdís Ósk, maður hennar er Örvar Þór Kristjánsson og synir þeirra eru, Jón Unnar, Kristján Leó og Arn- ar Logi. Herdís Ósk, Örvar Þór og synir þeirra, reyndust Valdísi óskaplega vel og þar lá hennar fjársjóður. Er Valdís, flutti að nýju til Reykjavíkur urðu ljósaskil í hennar lífi. Hún var meðvituð um veikindi sín en þrautseigja og seigla voru hennar aðalsmerki. Aldrei skyldi gefist upp. Ég vil koma á framfæri einlægu þakk- læti til Ómars Ívarssonar læknis en hann reyndist Valdísi einstak- lega vel og hún mat hann og að- stoð hans mikils. Í framhaldi af kynnum þeirra urðu lífsgæði hennar mun betri. Kæra Valdís, enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Guðlaugur Sveinsson. Valdís Valgeirsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.