Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Alls voru 366 á biðlista eftir varan- legri búsetu í hjúkrunarrými á fyrsta ársfjórðungi ársins sam- kvæmt samantekt sem embætti Landlæknis hefur birt. „Á síðasta degi ársins 2019 voru 404 ein- staklingar á biðlista en biðlisti hefur lengst mikið á síðustu 10 árum. Flestir voru á biðlista á síðasta árs- fjórðungi 2018 en á fyrri hluta ársins 2019 dró í fyrsta sinn úr fjölgun á biðlista. Þróunin snerist aftur við í lok árs og á fjórða ársfjórðungi 2019 voru að meðaltali 395 á biðlista,“ segir í úttekt Landlæknis. Fram kemur að fyrir tæpum ára- tug eða á árinu 2011 voru allir þeir sem náð höfðu 67 ára aldri að með- altali 34.348 talsins en 44.508 árið 2019. Meðalfjöldi á biðlista á hverja tíu þúsund aldraða var 46 á fyrsta ársfjórðungi árið 2011 en hlutfallið hafði aukist í 89 af hverjum tíu þús- und á fjórða ársfjórðungi í fyrra og á fyrsta ársfjórðungi 2020 var að með- altali 81 á móti hverjum tíu þúsund á biðlista. 76% fjölgun frá 2011 „Fjölgun á biðlista frá fyrsta árs- fjórðungi 2011 til fyrsta ársfjórð- ungs 2020 nemur 76% þegar tekið er tillit til mannfjölda en 132% þegar eingöngu er horft á fjölda ein- staklinga,“ segir í samantektinni. Fram kemur að sá fjöldi sem er á biðlista hverju sinni sýni aðeins hluta af heildarmyndinni. Mikilvægt sé að skoða hversu lengi fólk þarf að bíða eftir að það fær samþykkt færni- og heilsumat. Ef litið er á þann fjölda sem fékk hjúkrunarrými á hverju ári á umliðnum áratug og hversu stórt hlutfall þeirra þurfti að bíða lengur en 90 daga eftir rýminu kemur í ljós að á síðasta ári biðu 46% lengur en 90 daga eftir rými. Af þeim sem fengu hjúkrunarrými á fyrstu þremur mánuðum yfirstand- andi árs biðu um 40% lengur en 90 daga og var miðgildi biðtímans 73 dagar. Þannig biðu 60% í níutíu daga eða skemur en markmið stjórnvalda er að 65% fái hjúkrunarrými innan 90 daga á árinu 2020. Bent er á að á síðasta ári bættust við ný hjúkrunarrými á Seltjarn- arnesi og í Hafnarfirði. „Fjölgun á hjúkrunarrýmum á höfuðborgar- svæðinu virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda á biðlista á fyrri hluta árs 2019 en aftur fjölgaði á biðlista á síðari hluta ársins. Eftir opnun á nýju hjúkrunarheimili með 99 hjúkr- unarrýmum á Sléttuvegi í Reykjavík hinn 28. febrúar á þessu ári hefur einstaklingum á biðlista aftur fækk- að. Einstaklingar sem lágu á Land- spítala fengu forgang í þessi nýju rými vegna viðbúnaðar á Landspít- ala í tengslum við heimsfaraldur COVID-19. Alls er áætlað að opna 568 ný rými á landsvísu til ársins 2023.“ Fæst rými á Vestfjörðum Staðan er mismunandi eftir lands- hlutum. Hlutfallslega fæst hjúkr- unarrými á hverja 1.000 aldraða eru á Suðurnesjum. Á Vestfjörðum hef- ur hlutfall fólks sem beið lengur en 90 daga verið svipað og á landsvísu. Opnun nýrra hjúkrunarrýma á höf- uðborgarsvæðinu hefur haft jákvæð áhrif, en einstaklingum á biðlista hefur fækkað umtalsvert á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á síðustu árum hefur aðgengi að hjúkrunar- rýmum á Vesturlandi verið betra en víða annars staðar á landinu. Biðlist- ar hafa hins vegar lengst umtalsvert frá árinu 2017. omfr@mbl.is Biðlistar hafa lengst mikið á síðustu 10 árum  366 á biðlistum eftir hjúkrunarrým- um á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 Malbikið sem nú er verið að endur- leggja á kafla Vesturlandsvegar á Kjalarnesi er eins og til er ætlast, samkvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar. Sömu sögu er að segja um mælingar á viðnámi kafla sem end- urnýjaður var á Gullinbrú sl. fimmtudag. Framkvæmdir við að leggja nýtt malbik á Vesturlandsveg á milli Grundarhverfis á Kjalarnesi og Hvalfjarðarganga hófust í gær. Lagt var á akreinina sem liggur norður að göngum og var búist við að verkið stæði fram á kvöld. Í dag verður lagt á akreinina sem notuð er til aksturs í suður og á því verki að ljúka í kvöld. Þessa tvo daga verður því önnur ak- reinin ávallt lokuð á kafla og umferð- inni handstýrt á meðan. Er því lík- legt að nokkrar umferðartafir verði. Banaslys á hálu malbiki Ástæða þess að nýlagt malbik var fræst upp og nýtt lagt yfir er að fyrra yfirborð stóðst ekki kröfur um viðnám. Það sýndu mælingar Vega- gerðarinnar sem gerðar voru eftir að þar varð alvarlegt slys á sunnu- daginn fyrir rúmri viku. Tveir létust og einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi vegna meiðsla. Skýringar hafa ekki fengist á ástæðum þess að slitlagið varð hálla en til var ætlast en ljóst að veðurað- stæður hjálpuðu ekki til. Sýni voru tekin fyrir helgi og verða þau send til rannsóknar til Svíþjóðar og Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands í vik- unni. Sólveig Gísladóttir, sérfræð- ingur hjá samskiptadeild Vegagerðarinnar, á von á því að fyrstu niðurstöður berist í þessari eða næstu viku en niðurstöður úr sérhæfðari rannsóknum berist þó ekki fyrr en síðar. Sólveig segir að lagning malbiks- ins í gær hafi gengið vel og gæði þess verið eins og lagt hafi verið upp með. Sama sýni viðnámsmælingar sem Vegagerðin hafi gert á malbiki sem sami verktaki, Loftorka, endurlagði á Gullinbrú sl. fimmtudag. Búið er að fræsa fáeina kafla á höfuðborg- arsvæðinu sem verktakinn hafði lagt sem ekki stóðust kröfur en ekki búið að malbika þá að nýju. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kjalarnes Búast má við umferðartöfum á meðan nýtt malbik er lagt. Lagt var á akreinina í norður í gær. Nýja malbikið er eins og til var ætlast  Nýtt malbik lagt á slysakaflann á Kjalarnesi í gær og dag Reglugerð menntamálaráðherra um fyrirkomulag við úthlutun 400 millj- óna króna sérstaks rekstrarstuðn- ings við einkarekna fjölmiðla til að mæta efnahagslegum áhrifum kór- ónuveirufaraldursinsiggur nú fyrir og hefur verið birt. Úthluta á samtals 400 milljónum króna til einkarekinna fjölmiðla vegna þessa. Stuðningurinn verður að hámarki 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda en stuðningur til hvers umsækjanda getur ekki orðið hærri en sem nem- ur 25% af þeirri fjárveitingu sem Alþingi hefur úthlutað til sérstaks rekstrarstuðnings. Mat á umsóknum verður í höndum fjölmiðlanefndar Undir stuðningshæfan rekstrar- kostnað fellur beinn launakostnaður fjölmiðils til blaða- og fréttamanna, ritstjóra og aðstoðarritstjóra, myndatökumanna og ljósmyndara á árinu 2019 vegna miðlunar á frétt- um og fréttatengdu efni og beinar verktakagreiðslur til sambærilegra aðila. „Fari svo að heildarfjárhæð sam- þykktra umsókna um stuðningshæf- an rekstrarkostnað verði umfram fjárveitingar Alþingis skerðist stuðningurinn til allra umsækjenda í jöfnum hlutföllum,“ segir í frétt um málið á vefsíðu stjórnarráðsins. Fram kemur að umsjón með um- sóknarferli og mat á umsóknum verður í höndum fjölmiðlanefndar og mun hún skila tillögum um út- hlutun stuðningsins til ráðherra. Umsóknir skulu afgreiddar fyrir 1. september næstkomandi. Úthlutun til fjölmiðla útfærð  Afgreiða á umsóknir fyrir 1. sept. Morgunblaðið/Eggert Dagblöð Reglur um úthlutun 400 milljóna kr. stuðnings liggja fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.