Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 ✝ Þorsteinn Pét-ursson fæddist 29. desember 1966 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Mosfellsbæ 31. mars 2020. Foreldrar Þor- steins voru Pétur Ómar Þorsteins- son, f. 22. júní 1936, d. 21. nóvember 1993, og Jóhanna Óskarsdóttir, f. 13. desember 1937, d. 2. apríl 2013. Systur Þorsteins eru Guð- björg Sigríður, f. 21. nóvember 1958, Berglind Rós, f. 19. febr- úar 1960, og Margrét Lára, f. 21. september 1964. Hinn 21. júní 1997 giftist Þor- steinn Sveinfríði Ólafsdóttur, f. Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði meðal annars nokkur ár í Myllunni. Þá tóku við nokk- ur ár við verslunarstörf í Fálk- anum í Mjódd en hugur hans leiddi hann í nám á saxófón í Tónlistarskóla FÍH og spilaði hann meðal annars með Lúðra- sveit Reykjavíkur og hljóm- sveitinni So What um árabil. Á þessum tíma hófst jafnframt langur ferill hans í trygg- ingasölu. Hann var einn af stofnendum Fjárfestingar og ráðgjafar, starfaði í nokkur ár hjá Kaupþingi, var for- stöðumaður sölusviðs Lands- banka Íslands, stýrði sölu og tryggingaráðgjöf hjá Trygg- ingum og ráðgjöf og að lokum rak hann fram á síðasta dag umboðs- og tryggingasöluna Viðskiptatengsl ásamt við- skiptafélaga sínum Gunnbirni Steinarssyni. Útför Þorsteins fer fram í Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag, 7. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. 18. júní 1967. Þor- steinn eignaðist þrjá syni. Með fyrr- verandi sambýlis- konu sinni Huldu Georgsdóttur, f. 7. maí 1969, eignaðist hann Björn Þór, f. 16. mars 1987. Björn Þór er giftur Örnu Péturs- dóttur, f. 29. des- ember 1988, og eiga þau soninn Mikael Þór, f. 1. september 2017. Synir Þor- steins og Sveinfríðar eru Páll Jökull, f. 23. febrúar 1996, í sambandi með Guðrúnu Agötu Jakobsdóttur, f. 29 október 1996, og Pétur Ómar, f. 29. apr- íl 2003. Þorsteinn lærði bakaraiðn í Steinninn minn er farinn; á vit feðra sinna, yfir móðuna miklu, til Sumarlandsins eða hvert sem leiðin liggur eftir veru okkar hér á jörðinni. Hvar sem þú ert ertu eflaust að gera og græja eitthvað, finna lausnir, held ég hafi aldrei kynnst nokkrum manni sem hafði jafn mikinn áhuga á að finna lausnir út úr alls konar hlutum fyrir alls konar fólk. Takk fyrir að hafa verið hluti af lífi mínu í 31 ár. Takk fyrir að hafa fengið að vera númer eitt, tvö og þrjú í lífi þínu og takk fyrir að láta mig vita af því daglega. Við hittumst svo kannski þeg- ar minn tími kemur. Ég læt fylgja með ljóðlínur eftir uppáhaldsskáldið okkar, hann Megas: Fjallahringurinn hann er dreginn hringinn í kringum mig og utan hans þar er ekki neitt því innan hans þar hef ég þig. (Megas) Hvíl í friði elsku eiginmaður. Þín eiginkona, Sveinfríður. Það var mikið áfall þegar hringt var í mig í vetur og mér sagt að Steini mágur minn hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Okkur fjölskylduna setti hljóða og það var sérstaklega erfitt að geta ekki stokkið upp í næstu flugvél, koma heim og vera með fjölskyldunni í Fellsásnum. Steina kynntist ég þegar hann og Sveinfríður systir mín fóru að vera saman um það leyti sem ég var að flytja til Noregs fyrir um 30 árum. Steini var með gott spaugskyn og sagði mér að hann væri mjög nálægt því að vera bakari. Hann hefði unnið sitt lærlingstímabil og tekið öll nauðsynleg próf í bakaranáminu – að einu undanskildu; dönsku. Honum þótti danska leiðinlegt mál og sá engan tilgang í að kunna hana ef hann vildi verða bakari á Íslandi. Og þar við sat. Dönskupróf vildi hann ekki taka og því yrði hann ekki fullgildur bakari. Áhugi og metnaður Steina fór þar að auki í allt aðra átt áður en langt um leið. Hann byggði upp feril innan fjármála- geirans og hafði brennandi áhuga á ráðgjöf og sölu- mennsku. Sveinfríður og Steini hafa alltaf verið ákaflega rausnarleg við mig og mína fjölskyldu og tekið vel á móti okkur þegar við höfum verið að koma hingað heim. Steini var alltaf tilbúinn til að veita hjálparhönd, redda mál- um og sjá til þess að allir hefðu það sem best. Honum þótti alltaf sjálfsagt að fólk leitaði aðstoðar hans en tók þó ekkert síður frumkvæðið sjálfur að því að bjóða fram aðstoð óspurður. Þrátt fyrir að vinna mikið var Steini fjölskyldumaður og þótti mikið vænt um syni sína, Bjössa, Palla og Pétur, ásamt tengda- dætrunum og litla afastráknum Mikael. Hann taldi sig einstak- lega vel giftan og vildi Sveinfríði alltaf hið besta. Þegar hún slas- aðist illa í reiðtúr fyrir nokkrum árum spjölluðum við Steini oft saman. Hann lýsti fyrir mér áhyggjum sínum yfir því hvernig gengi með hana og mér þótti vænt um þegar hann lét mig líka vita þegar framfarirnar fóru að láta sjá sig og hún fór að bragg- ast. Eftir slysið nefndi Steini að hann teldi sér ekki til setunnar boðið. Hann yrði að hlúa betur að eigin heilsu, gerði því ýmsar lífsstílsbreytingar hjá sjálfum sér og vildi komast í betra form. Það getur því verið erfitt að sætta sig við að þrátt fyrir að Steini væri góðhjartaður var það einmitt hjartað sem olli því að hann dó langt um aldur fram. Elsku Sveinfríður, Bjössi, Palli og Pétur: Ég veit að þið hafið lagt áherslu á að vernda margar og góðar minningar fremur en að láta sorgarferlið verða að svartnætti. Steini hefði verið stoltur af ykkur. Í dag gefst okkur loksins tækifæri til að kveðja Steina með minning- arathöfn. Hann stendur eflaust fyrir handan með saxófóninn og tekur undir í kirkjunni. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Anna Birna Ólafsdóttir. Hann Steini okkar er horfinn á braut, í einu vetfangi hverfur ungur maður án nokkurrar við- vörunar. Við stöndum öll eftir með spurninguna: Af hverju? Steini var nýfermdur þegar ég kynntist honum. Ég kom á Markarflötina þegar ég hóf sam- búð með föður hans Pétri Ómari Þorsteinssyni. Steini var ljúfur og umgengnisgóður unglingur. Það var gaman að fylgjast með þroska hans og sjá hann í hópi félaga sinna, allir með mikinn bílaáhuga og allt gekk út á það. Steini var líka tónlistarmaður, hann spilaði á saxófón og var í hljómsveit sem spilaði í Háskóla- bíói, þá var hann stoltur. Svo kom Hulda og þau áttu nokkur góð ár saman og eign- uðust soninn Björn Þór, en leiðir skildi, en Björn hafði alltaf gott samband við pabba sinn. Svo kom Sveina og það gekk allt bet- ur, þau eignuðust Pál Jökul, sem var skírður eftir afabróður sín- um, hann var þá nýlega látinn. Seinna fæddist Pétur Ómar, al- nafni afa síns, sem þá var látinn. Sveina var mikil hestakona og kom úr hestafjölskyldu svo það gekk öll fjölskyldan upp í hesta- mennsku og gekk vel, þar til Sveina varð fyrir því óhappi að detta af baki, það varð til þess að fjölskyldan hætti. Páll var þá kominn í framhaldsnám erlend- is. Þetta eru allt mikil viðbrigði og snöggar breytingar. Við sitj- um öll eftir með spurninguna: Hvers vegna? Það er sagt að góðir menn deyi ungir. Verðum við ekki að trúa því? Góður drengur er genginn, sómamaður. Söknuður allra er sár og ég votta öllum nánustu dýpstu samúð. Dóra G. Jónsdóttir. Þorsteinn Pétursson ✝ Þráinn ÖrnFriðþjófsson fæddist í Reykja- vík 14. september 1952. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 31. maí 2020. Foreldrar Þrá- ins voru Hulda Dagmar Þorfinns- dóttir húsmóðir, f. 13. maí 1920, d. 14. mars 1991, og Friðþjófur Þorsteinsson forstjóri, f. 30. október 1912, d. 16. október 1979. Albræður Þráins eru: Þorsteinn Finnur, f. 24. febr- úar 1940, d. 28. janúar 2017, Reynir Þór, f. 21. maí 1949, Jó- hann Greipur, f. 5. ágúst 1947, d. 11. febrúar 1991 og Ásgeir, f. 4. nóvember 1954. Samfeðra eru Sigurrós Eva, f. 9. júní 1958, Unnur, f. 19. maí 1967 og Þröstur, f. 2. október 1968. Þráinn trúlofaðist Eddu mundsdóttur, f. 14. júní 1984. Eiga þau saman dæturnar Unu Guðbjörgu, f. 13. janúar 2014, og Móeiði Ingu, f. 27. febrúar 2019. Björg er gift Souley- mane Sonde, f. 15. ágúst 1983. Þau eiga saman þrjú börn, Önnu Maríu, f. 13. apríl 2006, Arndísi Gloríu, f. 15. apríl 2009 og Jean Daníel, f. 22. september 2011. Þráinn ólst upp í Reykjavík og Kópavogi. Eftir skólaskyldu aflaði hann sér réttinda til aksturs leigubifreiða, vinnu- véla og vöruflutningabifreiða. Hann hóf ungur að starfa fyrir fyrirtæki föður síns, Efnagerð- ina Val, og spila með hljóm- sveitinni Mistök. Um og upp úr tvítugu og fram á fertugsaldur starfaði Þráinn sem vélamað- ur, vörubílstjóri, leigubílstjóri og sendibílstjóri vítt og breitt um landið. Á fertugsaldri veiktist Þráinn en veikindin mörkuðu líf hans til æviloka. Síðar á ævinni starfaði hann m.a. fyrir steypuiðju Arnar- holts og sem húsvörður í sum- arhúsi Sjálfsbjargar við Elliða- vatn. Úför hans hefur farið fram í kyrrþey. Andersdóttur, f. 22. desember 1953, þann 31. des- ember 1968. Slitu þau samvistum ár- ið 1975. Eignuðust þau soninn Anders Má, f. 7. júlí 1970. Anders er kvæntur Guðnýju Evu Pét- ursdóttur, f. 29. júní 1972. Eiga þau saman dótt- urina Ásdísi Evu, f. 26. júní 2006. Stjúpdætur Anders eru Bryndís Jóna Brown og Díana Ellen Hamilton, f. 7. febrúar 1990. Þráinn hóf búskap með Arn- dísi Árnadóttur, f. 14. desem- ber 1958, haustið 1981. Þráinn og Arndís gengu í hjónaband í ágúst 1986 og skildu í maí 1989. Þau eignuðust tvö börn, Val, f. 17. febrúar 1984, og Björgu, f. 22. mars 1986. Valur er trúlofaður Brynju Dís Sól- Elsku pabbi minn varð bráð- kvaddur á hvítasunnudag og var það þvílíkt áfall þegar ég fékk símtal frá bróður mínum um að pabbi væri dáinn. Ég er enn og mun vera lengi að átta mig á þeirri staðreynd að pabbi er ekki að fara að hringja aftur í mig. Oft stend ég mig af því að halda að hann sé að hringja þar sem við heyrðumst að lágmarki þrisvar á dag í síma. Einnig hef ég nokkrum sinnum ætlað að taka upp símann og bjalla þar sem það var mikil regla á símtölunum. Pabbi var einstaklega um- hyggjusamur, góður, réttlátur og vinnusamur maður. Hann hefur alltaf stutt mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Aldrei var hann að dæma mig eða brjóta mig niður, hann vildi virða þær ákvarðanir sem ég hef tekið í líf- inu. Hann gerði allt sem í sínu valdi stóð til þess að aðstoða sitt fólk og létta undir. Það eru marg- ar notalegar minningar frá því að ég var ung þegar ég kom í gist- ingu til pabba og við höfðum kósí- kvöld, fór með honum að skutla Vals tómatsósu í pylsuvagninn niðri í bæ og líka til Keflavíkur. Þrátt fyrir veikindin hjá pabba þá var ég í rauninni ekki tilbúin að hann færi svona snöggt, aldrei yrði ég tilbúin. Hann var búinn að vera í krabbameinsmeðferðum sem tóku mikinn toll af honum og virtist hann vera nokkuð stöðugur núna þrátt fyrir að ég vissi að sjúkdómurinn væri ekki á leiðinni að batna. Síðustu tvö ár eru búin að vera erfið en á móti fékk ég meiri samveru en hefði verið í gegnum allar meðferðirnar og er ég þakklát fyrir þann tíma. Mér þykir óendanlega vænt um hann pabba minn, sakna hans mjög mikið og hugsa til hans mörgum sinnum á dag. Það er stórt holrúm hjá mér en ég mun halda minningu pabba á lofti. Tala um hann við börnin mín, manninn minn og fleiri. Pabbi var eðalmað- ur og vel liðinn alls staðar sem hann fór. Ég elska hann pabba minn ólýsanlega mikið og er svo þakklát fyrir allt sem við höfum farið í gegnum í lífinu saman. Þín dóttir, Björg. Elsku pabbi. Eftir rúmlega tveggja ára bar- áttu við lungnakrabbameinið sem fól í sér tvær lyfjameðferðir, tugi skipta í geisla, tugi heimsókna upp á spítala, nokkrar heimsókn- ir frá sjúkrabílum og fjöldann all- an af byltum þá er komið að leið- arlokum. Þetta hefur verið ótrúlegt tímabil. Ótrúlegt að þú hafir staðið í lappirnar allan tím- ann og náð að búa einn í íbúðinni þinni alveg fram á síðustu sek- úndu. Allt þitt líf stóðstu þig vel í þessu hefðbundna brasi í lífinu. Fórst ungur að vinna, spilaðir í hljómsveit, eignaðist Adda bróð- ur með Eddu aðeins 18 ára og svo mig og Björgu með mömmu þeg- ar þú varst rúmlega þrítugur. Þegar ég var lítill byggðuð þið ykkur svo hús uppi í Grafarvogi. Þegar þú veiktist á fertugsaldri af erfiðum geðsjúkdómi tókstu á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi og prófaðir allar þær meðferðir sem voru í boði með mismiklum árangri. Þú náðir þér samt alltaf einhvern veginn aftur á ról. Alveg fram að næstu veikindum. Þá tók aftur við bataferli sem þú tókst á við af miklu æðruleysi. Þegar ég horfi á stelpurnar mínar og hugsa hvernig ég vil að þær hugsi til mín þegar frá líður vonast ég til þess að þær muni hugsi jafn hlýtt til mín og ég geri til þín. Þrátt fyrir þennan erfiða sjúkdóm þinn þá varst þú alltaf í kallfæri, alltaf til í að skutlast, skutlaðir mér t.a.m. um allan bæ með sláttuvélina þegar ég stofnaði garðsláttufyrirtæki löngu áður en ég mátti keyra bíl, svaraðir alltaf símanum, studdir mig í öllu sem ég gerði og stóðst við allt sem þú sagðir. Þegar ég lít til baka hefur þetta verið ómetanlegt. Þú varst alltaf til staðar. Ég á eftir að sakna þessarar fyrirmyndar minnar þegar kemur að góðmennsku, auðmýkt og þakklæti yfir litlu hlutunum. Ég: „Hvernig hefur þú það, pabbi?“ Þú: „Bara rosalega gott, kallinn minn. Ég náði rosalega góðum svefni í nótt. Það heldur mér gangandi í dag. Ég þarf ekkert meira. Hvernig hafa Brynja og stelpurnar það?“ Það þurfti ekki meira til. Einnig á ég eftir að sakna símtalanna frá þér í hádeg- inu upp á hvern einasta dag þar sem þú vildir bara heyra í mér hljóðið og svo símtalanna á kvöld- in þar sem þú vildir bara bjóða góða nótt og heyra hvort það hefði ekki örugglega gengið vel að svæfa stelpurnar. Hvernig á ég svo núna að réttlæta það að eiga jeppa með loftpúðafjöðrun sem ég keypti undir því yfirskini að þú ættir svo auðvelt með að komast upp í hann? Vá, hvað ég mun sakna þín. Þetta lífshlaup og hvernig þú vannst úr því er merkilegt í ljósi þess að að mörgu leyti dróst þú stuttu stráin í lífslottóinu. Bjóst við krefjandi heimilisaðstæður í barnæsku, veiktist af geðsjúk- dómi sem byrjað var að með- höndla á tímum þar sem þekking og umburðarlyndi gagnvart þess konar sjúkdómum var lítið og svo þegar þú varst loksins að ná smá tökum á þínum sjúkdómi bankaði krabbameinið upp á. Það er eig- inlega ekki sanngjarnt að leggja þetta allt á einn pabba. Takk, elsku pabbi. Vona að þér líði betur á nýjum slóðum og hald- ir áfram að fylgjast með okkur. Hvíldu í friði. Þinn Valur. Þráinn Örn Friðþjófsson ✝ Þórdís VilborgSigfúsdóttir fæddist 10. sept. 1936 í Bergholti, Raufarhöfn. Hún lést 22. júní 2020 á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. Foreldrar Þór- dísar voru Sigríður Sveinbjörnsdóttir, f. 30. maí 1914 á Þórshöfn á Langa- nesi, d. 18. jan. 1997, og Sigfús Kristjánsson, f. 31. júlí 1896 á Rifi, Melrakkasléttu, d. 10. júní 1968. Alsystkini Þórdísar eru: Gerð- ur, f. 6. júní 1939, d. 27. mars 2004, Bára, f. 8. júlí 1940, d. 8.11. 2019, Kristján, f. 13. sept. 1944, d. 21. des. 2011, Anna Aðalbjörg, f. 27. okt. 1945, d. 21. feb. 2005, Hreinn, f. 19. okt. 1947, Þórkatla, f. 14. sept. 1948, Sigfús, f. 27. jan. 1952, Ævar, f. 26. ágúst 1953, d. 10. okt. 2009, Bergþór Heiðar, f. 9. ágúst 1954. Bræður Þórdísar sammæðra eru: Gunnar Guðjón, f. 31. maí 1931, d. 7. sept. 2008, Sveinbjörn Kristján, f. 31. maí 1932, d. 13. nóv. 1999, Dagbjartur, f. 11. sept. 1933, d. 16. apríl 2005. Eiginmaður Þórdísar var Richard Björgvin Þorgeirsson, f. 4. des. 1928 í Vest- mannaeyjum, d. 19. jan. 2009. Þeirra synir eru: 1) Hlynur Geir Richardsson, f. 7. des. 1958, giftur Þórunni Jónsdóttir, f. 20. jan. 1965. Börn þeirra eru: a) Davíð Smári Hlyns- son, f. 6. des. 1986. b) Björgvin Hlyns- son, f. 12. des. 1989. c) Auður Ósk Hlynsdóttir, f. 5. júní 1991, sam- býlismaður hennar er Sigurður Guðjónsson, f. 21. jan. 1990. Börn þeirra eru: Björn Ari Sigurðarson, f. 23. apríl 2014 og Hekla Sigurðardóttir, f. 1. sept. 2018. d) Bjarki Hlynsson, f. 15. mars 1996. e) Dagný Sif Hlyns- dóttir, f. 16. sept. 2002. 2) Þor- geir Richardsson, f. 26. apríl 1964, giftur Þórdísi Sigurjóns- dóttur, f. 17. apríl 1972. Börn þeirra eru: a) Richard Björgvin, f. 20. jan. 1997. b) Sigurjón, f. 28. okt. 1999. c) Daníel Orri, f. 27. febr. 2001. d) Eydís Ósk, f. 27. febr. 2001. Þórdís lætur eftir sig góðan vin og ferðafélaga, Eðvarð Þór Jónsson, f. 8.6. 1944. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku systir, nú hefur þú verið kölluð til Sumarlandsins, þar hafa margir tekið á móti þér. Ég vil minnast þín með nokkrum orðum, þakka þær stundir er við fjölskyldan mín áttum í Vest- mannaeyjum er við bjuggum þar, má segja að þar hafi kynni okkar byrjað að vera nokkuð náin. Áttum við eftir að ferðast nokkuð saman. Við fórum að heimsækja systkini okkar sem bjuggu vítt um landið, hvort sem það var afmæli, ættarmót eða eitthvað annað. Benidorm-ferðin okkar varð því miður eina utan- landsferðin okkar og var hún frá- bær í alla staði. Einnig áttum við Hulda marg- ar góðar stundir og ferðir með ykkur Edda, vil ég nefna hring- ferðina sem heppnaðist svo vel og var svo skemmtileg í alla staði, einnig síðasta ferðin sem við fór- um öll saman og var það þorra- blótið á Raufarhöfn 2019. Elsku systir, við Hulda þökk- um þér fyrir allt sem þú varst okkur og gafst. Minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Hlynur, Þorgeir, Eddi og fjölskyldur, Guð verði með ykkur. Bergþór (Beggi) bróðir og fjölskylda. Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.