Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Eins og gefur að skilja hefur mikið verið rætt og ritað um dómara hér á landi eftir við- burðaríka leiki í Pepsi Max-deild karla í fótbolta um helgina. Á Akureyri voru dæmdar tvær vítaspyrnur í uppbótartíma hjá KA og Breiðabliki, þar sem mér fannst sú fyrri afar furðuleg. Ég horfði á atvikið aftur og aftur og var litlu nær hvers vegna nafni minn Jónsson gaf KA víta- spyrnu. Mínútu síðar gerði hann hins vegar vel þegar hann dæmdi víti á KA. Í Vesturbænum gekk enn meira á þar sem Helgi Mikael Jónsson tók sig til og gaf þremur leikmönnum Víkings í Reykjavík beint rautt spjald í leik gegn Ís- landsmeisturum KR. Ég hef smá samúð með Kára Árnasyni sem var óheppinn í bar- áttu við Kristján Flóka Finn- bogason og var vikið af velli þar sem framherjinn var að sleppa einn í gegn. Kristján viðurkenndi eftir leik að hann hafi farið auð- veldlega niður um leið og hann fann smá snertingu. Sölvi Geir Ottesen var næstur til að fjúka út af fyrir að slá Stef- án Árna Geirsson. Vissulega var Sölva ýtt af Pablo Punyed en ég held Sölvi hefði getað sleppt því að rekast í Stefán, ef hann lang- aði virkilega til þess. Þá fékk Halldór Smári Sig- urðsson síðasta rauða spjaldið fimm mínútum fyrir leikslok fyrir að tækla Kennie Chopart. Við fyrstu sýn sýndist mér það vera réttur dómur en því oftar sem ég horfi á það, þá er ég meira á því að gult spjald hefði mátt duga. Vissulega fer Halldór af miklum krafti í tæklinguna, en hann fer í boltann, ekki með sólann á und- an og ekki er um tveggja fóta tæklingu að ræða. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isHinn sautján ára gamli Ísak Berg- mann Jóhannesson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í gær þegar Norrköping sigraði Gauta- borg 3:1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ísak kom liði sínu yfir með fallegu skoti á 26. mínútu, 1:0. Gautaborg jafnaði metin á 72. mín- útu en þremur mínútum síðar var Skagastrákurinn aftur á ferðinni þegar hann sendi boltann á Lars Krogh Gerson sem kom Norrköp- ing yfir á nýjan leik, 2:1. Með sigr- inum er Norrköping komið með fimm stiga forskot í deildinni. Ísak lykilmaður og liðið er efst Ljósmynd/Nörrköping Efnilegur Ísak Bergmann Jóhann- esson vekur athygli í Svíþjóð. Haukar komust í kvöld í efsta sætið í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, með því að sigra Aftureldingu á Varmá, 2:1. Haukar eru með átta stig eftir fjóra leiki en Keflavík og Tindastóll eru bæði með sjö stig eftir þrjá leiki. Katrín Rut Kvaran kom Aftureld- ingu yfir eftir hálftíma leik og stað- an var 1:0 í hálfleik. Melissa Alison Garcia jafnaði fyrir Hauka eftir tíu mínútur í síðari hálfleik og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Vienna Behnke við marki en það reyndist vera sigurmarkið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigurmark Vienna Behnke tryggði Haukum stigin þrjú í Mosfellsbæ. Haukakonur á toppinn VALUR – STJARNAN 3:0 1:0 Hlín Eiríksdóttir 5. 2:0 Ída Marín Hermannsdóttir 16. 3:0 Ásdís Karen Halldórsdóttir 60. M Sandra Sigurðardóttir (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Val) Birta Guðlaugsdóttir (Stjörnunni) Ingibjörg Lúcía Ragnarsd. (Stjörnunni) Hildigunnar Ýr Benediktsd. (Stjörn.) Betsy Hassett (Stjörnunni) Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinsson – 6. Áhorfendur: 160. FH – ÞRÓTTUR R. 1:2 0:1 Stephanie Riberio 1. 1:1 Hrafnhildur Hauksdóttir 37. 1:2 Stephanie Riberio 45. MM Stephanie Riberio (Þrótti) M Maddy Gonzalez (FH) Taylor Sekyra (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH) Mary Alice Vignola (Þrótti) Laura Hughes (Þrótti) Rautt spjald: Guðni Eiríksson (þjálfari FH) 44. Dómari: Guðmundur Friðbertsson – 7. Áhorfendur: Um 150-200.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar leikjum Breiðabliks og Fylkis í fjórðu og fimmtu umferð Pepsi Max-deildar kvenna var frestað vegna kórónuveirusmits blasti sá möguleiki við Valskonum að ná af- gerandi forskoti á keppinauta sína í toppbaráttunni. Það hafa þær nú gert með tveimur góðum sigrum, fyrst í Eyjum og svo 3:0 gegn Stjörnunni á Hlíðarenda í gærkvöld. Þetta þýðir að Valur er sex stigum á undan Breiðabliki og átta á undan Fylki, enda þótt tvö síð- arnefndu liðin séu með níu og sjö stig af níu mögulegum. „Eftir að Valskonur voru komnar tveimur mörkum yfir var í raun aldr- ei spurning hvernig leikurinn myndi fara,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Ída Marín Hermannsdóttir gerði sitt fyrsta mark fyrir Val þeg- ar hún kom liðinu í 2:0.  Hlín Eiríksdóttir skoraði eitt mark og lagði annað upp og er kom- in með fimm mörk í deildinni. Strax betri en 2015 og 2013 Þróttarkonur unnu FH í nýliða- slag í Kaplakrika, 2:1, og innbyrtu sinn fyrsta sigur á meðan Hafn- arfjarðarliðið situr eftir án stiga á botni deildarinnar. Þróttarliðið hefur nú þegar fengið fjögur stig sem er meira en það fékk tvö síðustu tímabil sem það lék í deildinni. Þróttarar náðu aðeins í tvö stig árið 2015 og þrjú stig árið 2013, en þetta Þróttarlið er í raun það fyrsta í sögunni sem gerir sig líklegt til að halda velli á sínu fyrsta ári í efstu deild. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. „Verðskuldaður sigur hjá Þrótt- arkonum, sem voru betri heilt yfir þrátt fyrir mikið hark í báðum lið- um,“ skrifaði Þorgerður Anna Gunnarsdóttir m.a. í grein sinni um leikinn á mbl.is.  Stephanie Ribeiro hefur heldur betur reynst Þrótturum happafeng- ur. Hún er búin að skora fimm mörk í fyrstu fjórum umferðum deild- arinnar, af þeim átta mörkum sem nýliðarnir úr Laugardalnum hafa skorað. Með þessu er hún þegar orð- in næstmarkahæsti leikmaður Þróttar í efstu deild frá upphafi, jöfn Fanny Vágó sem skoraði fimm mörk árið 2011. Aðeins Margrét María Hólmarsdóttir hefur skorað meira en hún gerði samtals 8 mörk fyrir Þrótt í deildinni 2011 og 2013.  Hrafnhildur Hauksdóttir skor- aði fyrsta og eina mark FH til þessa á tímabilinu í Kaplakrika í gærkvöld.  Guðni Eiríksson þjálfari FH fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli þegar Hafnfirðingar töldu sig eiga að fá vítaspyrnu og verður í banni gegn Þór/KA í næstu umferð. Valskonurnar nýta frestanir til hins ýtrasta Morgunblaðið/Árni Sæberg Skoraði Ásdís Karen Halldórsdóttir í baráttunni á Hlíðarenda en hún inn- siglaði sigur Valskvenna með marki í seinni hálfleik.  Komnar með gott forskot á keppi- nautana  Þróttur vann nýliðaslaginn Knattspyrnu- deild Víkings í Reykjavík sendi í gær frá sér yf- irlýsingu vegna dómgæslunnar í leiknum gegn KR í Pepsi Max- deild karla á laugardaginn en þar voru þrír leikmenn Vík- ings reknir af velli. Í yfirlýsingunni lýsa Víkingar yf- ir furðu sinni með framgöngu dóm- arans og skora á dómaranefnd KSÍ að fara rækilega yfir málin. Um leið er framkoma Sölva Geirs Ottesen fyrirliða í kjölfar rauða spjaldsins sögð óásættanleg. Sölvi sendi sjálfur frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann harmar fram- göngu sína eftir brottvísunina. Þar segir hann að það hafi verið óvilja- verk þegar handleggur hans lenti í andliti KR-ings sem lá á vellinum. „Þrátt fyrir öll málsatvik á leik- maður með mína reynslu, og fyr- irliði Víkings, hins vegar að vita betur og viðbrögð mín í hita leiks- ins voru mér, liðsfélögum og Knatt- spyrnufélagi Víkings ekki til sóma,“ segir Sölvi í yfirlýsingunni en hann, Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðsson verða allir í banni gegn Val á morgun. Sölvi Geir Ottesen Viðbrögð mín voru ekki til sóma Tottenham náði í mikilvæg stig í slagnum um Evrópusæti í gærkvöld þegar liðið lagði Gylfa Þór Sigurðs- son og samherja í Everton að velli á heimavelli sínum í London, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tottenham komst með sigrinum í áttunda sætið en miklar líkur eru á að áttunda sætið gefi keppnisrétt í Evrópudeild UEFA. Sigurmarkið var sjálfsmark á 24. mínútu leiksins en Giovani Lo Celso skaut þá að marki, boltinn hefði farið framhjá en fór í Michael Keane mið- vörð Everton og þaðan í netið. Gylfi lék á miðjunni hjá Everton en var skipt af velli á 67. mínútu leiksins. Tottenham styrkti stöð- una talsvert AFP London Ben Davies varnarmaður Tottenham stöðvar Dominic Calvert-Lewin framherja Everton í leiknum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.