Morgunblaðið - 07.07.2020, Page 15

Morgunblaðið - 07.07.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Buslað Á góðviðrisdegi getur verið gott að skella sér í sjóinn við Nauthólsvík, þótt hann jafnist lítt á við suðrænar sólarstrendur. Skemmtileg útivist ef ýtrustu varkárni er gætt. Eggert Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, oddviti Við- reisnar í borgarstjórn og formaður borg- arráðs, skrifar grein undir heitinu „Reykja- vík stendur vel“. Kem- ur þessi fyrirsögn nokkuð á óvart þar sem borgin hefur nýlega óskað eftir neyð- arstuðningi frá ríkinu upp á milljarðatugi vegna fjárhagsvanda. Máli sínu til stuðnings ber oddvitinn saman svo- nefnt skuldahlutfall A-hluta borg- arinnar við nágrannasveitarfélögin. Það segir þó aðeins litla sögu. Það er réttara að horfa á heildarmyndina. Þegar litið er til heildarskulda og heildartekna er skuldahlutfall Reykjavíkurborgar það langhæsta á höfuðborgarsvæðinu. Skautað fram hjá skuldbindingum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skautar einfaldlega fram hjá summunni. Sam- stæða borgarinnar skuldar yfir þrjú hundruð milljarða og er eina sveitar- félagið, sem skuldar yfir 150% af tekjum, á höfuðborgarsvæðinu. Það að velja A-hlutann ein- göngu er viljandi gert. Skautað fram hjá meira en tvö hundruð millj- arða skuldum sem eru meðal annars vegna fé- lagslegs húsnæðis borg- arinnar sem eru geymd í hlutafélaginu Fé- lagsbústaðir sem skuld- ar meira en 45 milljarða eitt og sér. Það er því mikil einföldun að ein- blína á A-hlutann. Sér- staklega þar sem A- hlutinn er í sértakri og beinni ábyrgð fyrir stóran hluta skulda B- hlutafélaganna. Reynar meira en eitt hundrað milljarða króna ábyrgð sem ekki eru í súluritinu sem Þórdís Lóa valdi í grein sína. Það er því ekki úr vegi að skoða heildina þar sem þetta verður ekki sundur skilið. Heild- armyndin er skýr: Samstæða Reykjavíkurborgar skuldar meira en 150% árstekjur sínar. Meðaltal hinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu er 95%. Eitt er gert og annað sagt Og svo er það þetta: Hvað hefur verið gert frá kosningum? Meirihlut- inn hefur staðið fyrir stórfelldum skuldahækkunum í góðæri þar sem skuldir hafa hækkað um meira en milljarð á mánuði. Skuldir hækkuðu um meira en 20 milljarða á síðasta ári einu saman. Það var í góðæri og þvert á „meirihlutasáttmálann“ þar sem segir: „Borgin skal rekin með ábyrg- um og sjálfbærum hætti. Skuldir skulu greiddar niður meðan efna- hagsástandið er gott.“ Ekkert af þessu þrennu hefur verið efnt. Rekstrarkostnaður borgarinnar hef- ur hækkað langt umfram almennt verðlag milli ára. Í síðustu fimm ára áætlun sem var samþykkt fyrir ára- mót er gert ráð fyrir að í lok kjör- tímabilsins verði 64 milljörðum hærri skuldir hjá borginni en boðað var fyr- ir kosningarnar 2018. Það er gríð- arlegt frávik. Ef frávik skyldi kalla slíkan fullkominn forsendubrest. Rétt er að minna á að þessi skuldaaukning er áður en kórónukreppan skall á svo búast má við ábót. Loks er það svo- nefndur hagnaður síðustu ára en hann er fyrst og fremst bókað end- urmat á félagslegu húsnæði sem borgin hefur fært sér til tekna upp á 57 milljarða króna. Ekki ein króna af þessum reiknaða hagnaði hefur skilað sér á bankabókina. Þvert á móti eru Félagsbústaðir fjárþurfi. Og Reykja- víkurborg hefur þurft að gangast í ábyrgðir enn og aftur vegna lántöku dótturfélags síns. Viðurkennum vandann Sá sem horfist ekki í augu við vand- ann er sjálfur í vanda. Sá sem neitar að horfa á heildarmyndina sér ekki stöðuna eins og hún er og getur því ekki leyst vandann. Það eru erfið verkefni fram undan í Reykjavík. Fyrsta skrefið hjá ábyrgum stjórn- endum er að viðurkenna vandann. Aðeins þannig er mögulegt að bæta úr honum. Eftir Eyþór Arnalds » Samstæða borgar- innar skuldar yfir þrjú hundruð milljarða og er eina sveitarfélagið sem skuldar yfir 150% af tekjum á höfuð- borgarsvæðinu. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Heildarskuldir Reykjavíkur Skuldir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Skuldahlutfall samstæðu (A- og B-hluta) skv. ársreikningum fyrir árið 2018 200% 175% 150% 125% 100% 75% 50% 25% 0% Reykjavík Kópavogur Hafnar fjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Skuldahlutfall án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar 180% 139% 161% 94% 111% 109% 152% 112% 114% 79% 77% 94% Nýverið var kynnt skýrsla starfshóps dómsmálaráðherra um aðgerðir til styttingar boðunarlista til afplán- unar refsinga. Meðal tillagna starfshópsins er að heimilt verði að afplána allt að tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm með sam- félagsþjónustu og að meginreglan verði sú að reynslu- lausn verði veitt að lokinni afplánun helmings refsitímans, í stað tveggja þriðju eins og nú er. Ég hef um árabil haft áhuga á þróun fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma hef ég líka haft áhyggjur af málaflokknum, sérstaklega fyrir þær sakir að fjárveitingar til hans hafa verið til muna of litlar. Áratug- um saman hafa málefni dómstóla og fangelsismála verið með þeim hætti að málaflokkar þessara stofnana hins opinbera hafa takmarkaða at- hygli fengið á opinberum vettvangi og fyrir hinu virðulega Alþingi. Á sama tíma hefur samfélag okkar orðið stærra og flóknara, sér- staklega þar sem við erum orðin hluti af stærri heild. Óskilorðs- bundnum dómum hef- ur fjölgað og dómar lengst. Fleiri ofbeld- isdómar eru kveðnir upp. Hafa lögreglu- yfirvöld í mörg ár vakið athygli á því að al- þjóðleg glæpasamtök hafi skotið hér rótum. Fangelsismála- yfirvöld hafa fylgt al- þjóðlegri þróun í af- plánun refsingar. Samfélagsþjónusta ruddi sér til rúms fyrir nokkru síðan, rafræn afplánun er nú úrræði, auk þess sem unnt er að taka út hluta refsitímans á stöðum eins og Vernd. Á sama tíma hefur fangaplássum ekki verið fjölgað sem skyldi. Afleiðingin er sú að boð- unarlistar til afplánunar refsinga hafa lengst svo um munar og geta dómþolar þurft að bíða árum saman eftir því að komast í afplánun. Oft og tíðum eru hagir þeirra orðnir aðrir og því sérstaklega þungbært fyrir þá að þurfa að fara í fangelsi. Rétt er að minna á í því sambandi að reglur stjórnarskrár og mannréttinda- sáttmála Evrópu um hraða máls- meðferð gilda að sínu leyti einnig um þennan þátt málsmeðferðar í kjölfar afbrots. Eru dómstólar undir mikilli pressu að dæma mál innan hæfilegs tíma og því ótækt að langur tími líði fram að því er til afplánunar kemur. Hafa dómstólar almennt staðið und- ir þessari pressu. Helstu tillögur starfshópsins virð- ast miða að því að dómþolar sem dæmdir hafa verið til óskilorðsbund- innar fangelsisrefsingar séu ekki innan veggja fangelsis. Ég tel þetta ekki alls kostar eðlilega þróun í ljósi þess að verulega hefur verið unnið að því á undanförnum árum að leysa fanga undan því að fara í fangelsi. Almennt eru sérfræðingar sammála um að fangelsisvist hefur takmörkuð varnaðaráhrif, hvorki sérstök né al- menn. Fangelsisvist hefur helst ver- ið rökstudd með því að refsing feli í sér „vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins og sé til þess fallin að valda dómþola þjáningu eða óþæg- indum.“ Verði niðurstaðan sú að fallist verði á tillögur starfshópsins er ein- ungis um það að ræða að allra alvar- legustu brotin, eins og manndráp, líkamsárás sem leiðir til dauða, al- varlegar nauðganir og alvarlegustu fíkniefnalagabrotin, leiði til afplán- unar refsingar innan fangelsa. Rétt er að minna á í þessu sambandi að dómstólar hafa þegar hér er komið lítið um það að segja hvernig refsing er ákvörðuð því fangelsismála- yfirvöld ákveða alfarið inntak henn- ar. Þegar dómari dæmir ákærða til tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar hefur dómarinn enga stjórn á því hvernig refsingin verður fullnustuð. Hefur því verið borið við að slíkt kunni að fara í bága við ákvæði stjórnarskrár um þrí- greiningu ríkisvalds sé það á vald- sviði dómstóla að ákveða hvort refs- ing skuli afplánuð í samfélagsþjónustu. Slík rýmkun sem hér er verið að leggja til kallar óhjákvæmilega á skoðun á því atriði. Ég tel of langt gengið í þessum efn- um, en einhver mörk verða að vera á því hversu mikið fangelsismála- yfirvöld geta breytt dómum dóm- stóla. Ég tel að eina raunhæfa leiðin sé að fjölga fangaplássum. Við höfum nú þegar á að skipa öruggum fang- elsum eins á Hólmsheiði og Litla- Hrauni. Fjölga ætti í úrræðum eins og til staðar eru á Kvíabryggju, sem er opið fangelsi. Þá vil ég vekja athygli á þeirri þróun sem á sér stað í refsiákvörð- unum. Stjórnvöld leggja nú ofur- áherslu á hertar refsingar fyrir um- ferðarlagabrot, sem eru ítarlega útfærðar í nýjum umferðarlögum, reglugerðum settum á grundvelli þeirra laga og fyrirmælum ríkis- saksóknara nr. 5/2020 vegna brota gegn umferðarlögum. Afleiðingin er sú að flestir óskilorðsbundnir fang- elsisdómar sem nú eru kveðnir upp eru vegna ítrekaðra brota á umferð- arlögum. Hefur þar mikla þýðingu að samkvæmt áralangri dómvenju eru fangelsisdómar vegna brota á umferðarlögum aldrei skilorðs- bundnir. Á sama tíma eru refsingar fyrir ofbeldisbrot framin gegn al- mennum hegningarlögum tiltölulega vægar. Alvarlegar líkamsárásir varða skilorðsbundna fangelsis- dóma. Sama gildir um önnur hegn- ingarlagabrot eins og þjófnaði, hót- anir, eignaspjöll og fleira, sem öll beinast gegn tilgreindum brotaþol- um. Slík brot valda oft alvarlegum afleiðingum fyrir brotaþolann, sem sjaldnast er tilvikið þegar um um- ferðarlagabrot er að ræða. Er þetta umhugsunarverð þróun. Eftir Símon Sigvaldason » Tillögur starfshóps um aðgerðir til styttingar boðunarlista til afplánunar refsingar þarfnast nánari skoð- unar. Símon Sigvaldason Höfundur er dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. simon@domstolar.is Afplánun refsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.