Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikið ferfyrir um-ræðu um þessar mundir um hvað vextir séu lág- ir. Hagstætt sé að taka lán og erfitt að ávaxta sparifé. Lágir vextir eru þó ekki alltaf raunin. Smálánafyr- irtæki heimta ríflega vexti og smálán frá þeim getur á stutt- um tíma orðið að óbifanlegu fargi. Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, hefur nú ákveðið að skoða rétt fólks gagnvart smálánafyrirtækjum. Í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook segir hann að smálán geti farið með líf fólks. „Ég þekki dæmi þess að á nokkrum vikum, mesta lagi mánuðum, fer fjárhagur fólks úr því að vera þungur í það að verða óvið- ráðanlegur. Baggi sem fer með og tekur líf fólks,“ skrifar hann. Kveðst Ásmundur vera með til skoðunar mál þar sem maður tók rúmar 200 þúsund krónur í smálánum, 20 þúsund í hvert skipti, hjá smálánafyrirtæki. Sex mánuðum síðar stæði skuldin í 615 þúsund krónum. Hjá öðru smálánafyrirtæki hafi hann tekið 200 þúsund krónur og sú skuld standi nú í 803 þús- und krónum. Útilokað sé að maðurinn geti greitt skuldina. Hefur Ásmundur nú fengið Vilhjálm Bjarnason, fyrrver- andi þingmann Sjálfstæð- isflokksins, til liðs við sig. Í við- tali við Morgunblaðið í gær segir Vilhjálmur að hann hafi verið að skoða þessi mál frá 2013. Hann segir að smálána- fyrirtæki komist upp með sína starsfemi og að- standendur komi lántakendum í vandræðum til hjálpar. Hann segir að aðstandendur eigi ekki að leysa fólk úr prísundinni og vill láta reyna á það hvort smá- lánafyrirtæki fari með slík mál fyrir dóm. Sér vitanlega hafi það aldrei gerst og telji hann að það sé vegna þess að þau treysti ekki eigin málstað nægi- lega til að höfða mál. Það er einkennilegt að starf- semi smálánafyrirtækja skuli fá að vera óáreitt fyrir löggjaf- anum. Þau hafa með starfsemi sinni rústað lífi fjölda manns. Fram hafa komið átakanlegar sögur um hvernig spilafíklar hafa notað smálán til að fóðra fíkn sína þar til allt hefur verið komið í slíkt óefni að öll fjöl- skylda þeirra er komin á von- arvöl. Neytendasamtökin hafa lagt áherslu á að koma þurfi böndum á starfsemi þeirra. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði þegar þessi mál voru til um- ræðu í fyrra að vitað væri til þess að einstaklingar greiddu á milli 1.500 og 3.500 prósenta vexti. Smálánafyrirtæki eru ekki einu sinni háð eftirliti fjár- málaeftirlitsins. Koma þarf böndum á starfsemi smálána- fyrirtækja. Koma þarf böndum á starfsemi smá- lánafyrirtækja} Fara með líf fólks Facebook ogaðrir slíkir miðlar af ýmsu tagi þjóna sínum til- gangi og geta verið gagnlegir sem slík- ir. Þegar fólk fer að líta á þá sem annað en þeir eru versnar málið og þeir hætta að vera gagnlegir og geta beinlínis orð- ið skaðlegir. Samfélagsmiðlar eru ný fyr- irbæri sem fólk er enn að átta sig á hvaða gildi hafa og læra í sameiningu hvernig best sé að nota þá og hvernig samskiptum verði best háttað. Ein skugga- hlið þeirra er að þeir hafa dreg- ið fram það versta í ólíklegasta fólki, sem eys á þeim fyrir- varalaust og vanhugsað úr skál- um reiði sinnar. Slík framganga í rafheimum er hvimleið rétt eins og frekja og ókurteisi er hvimleið í mannheimum. Þetta er þó sjaldnast mjög skaðlegt, þó að á því séu undantekningar. Verra er hve rangar upplýs- ingar dreifast hæglega eftir þessum samfélagsmiðlum og þar er Facebook verst, líklega vegna þess að sá miðill er stærstur. Í athugun sem frétta- miðillinn PressGazette, sem sérhæfir sig í frétt- um af fjölmiðlum, gerði á röngum „fréttum“ um kór- ónuveiruna, kom í ljós að langflestar þeirra sem farið hafa á flug um þetta efni koma frá Facebook, eða rúmlega 4.000 af 7.000 röngum „fréttum“. Nú má vitaskuld stundum deila um hvað er rétt og hvað rangt og stundum breytist það með tímanum, samanber þróun í upplýsingum um kórónuveir- una. Engu að síður má ætla að þessar tölur frá PressGazette staðfesti það sem talið var víst, að fólk ætti að varast að afla sér upplýsinga á samfélagsmiðlum. Ritstýrðir fjölmiðlar, sem sagt það sem í daglegu tali telj- ast fjölmiðlar, er það sem fólk ætti fyrst og fremst að treysta á til að afla sér frétta. Þeir eru vissulega misjafnir og sumir jafnvel stórkostlega varasamir, en ef fólk velur sér miðla sem það reynir af því að vera traustsins verðir er það miklum mun betur statt en ef það gleymir sér í leit að „upplýs- ingum“ á vafasömum vefsíðum þar sem vitleysan veður uppi. Fólk ætti að velja sér fréttamiðla sem það getur treyst} Varasamir samfélagsmiðlar S tutt saga af stjórnarfundi í stóru fyrirtæki. Þrjú mál lágu fyrir: 1. Bygging nýrra höfuðstöðva. Áætlaður kostnaður 20 milljarðar. Samþykkt samhljóða eftir fimm mínútna framsögu forstjóra. 2. Nýtt merki fyrirtækisins. Metinn kostn- aður við hönnun og kynningu 350 milljónir. Rætt í hálftíma og svo samþykkt gegn því skil- yrði að kostnaðurinn væri að hámarki 300 milljónir. 3. Auglýsing á búningi íþróttafélags. Út- gjöld þrjár milljónir. Langar umræður og mál- inu loks frestað til næsta fundar. Því miður höfum við Íslendingar úr nógu að velja þegar flaustursleg stefna leiðir til stór- útgjalda, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Hafi einhver gleymt þeim er auðvelt að minna á nokkur dæmi: Bragginn dýri (400 milljónir), eftirgjöf lendingargjalda til WOW (tveir milljarðar) og ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi (5-6 milljarðar). Er þá fátt eitt talið. Langmest er talað um það sem minnst kostaði, 400 milljóna braggann (og mest um dönsk strá á 757 þúsund krónur). Ástæðan er sú að almenningur og stjórn- málamenn eiga auðveldast með að skilja þær tölur. Ferlið við braggann var síst til fyrirmyndar, en skoðum núna Sorpuverksmiðjuna. Úr fréttum RÚV 22.3.: „Sorpa hefur enn ekki fundið kaupendur fyrir þrjár milljónir rúmmetra af metangasi og 12 þúsund tonn af moltu sem ný gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi mun framleiða á ári. Það kostaði rúma fimm milljarða að byggja stöðina. Framkvæmda- kostnaður var [mjög] vanáætlaður, meðal ann- ars vegna þess að verkið var boðið út áður en búið var að hanna stöðina.“ Nýr forstjóri lét þess getið að hann hefði „trúlega hugað að“ samningum um sölu á framleiðslunni áður en farið var af stað, hefði hann þá verið við stjórn- völinn. Miklar efasemdir eru um að besta tæknilega lausnin hafi verið valin. Sorpa er rekin af sex sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Oft er spurt hver beri ábyrgðina þegar teknar eru dýrar ákvarðanir sem ekki ganga upp. Í byggðasamlögum, þar sem stjórnin er valin af sveitarfélögunum, finnst stjórnmálamönnum svarið einfalt: Eng- inn. Eða í versta falli hinir. Í ársreikningi 2019 getur pólitísk stjórn um óvissu vegna Covid-19, en þar er ekki orð um urðunarstöðvarklúðrið. Enginn markaður, flaustursleg hönnun, úrelt tækni, milljarða útgjöld. Auðvitað liggur ábyrgðin hjá Sjálfstæð- isflokknum sem stýrir fimm af sex sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu og meirihlutanum sem var í Reykjavík þegar samþykkt var að reisa verksmiðjuna. Viðreisn var stofnuð til þess að breyta verklagi. Besta vörn gegn mistökum er vandaður undirbúningur, skipu- leg vinnubrögð og gagnsæi á öllum stigum. Allt þetta virð- ist hafa skort hjá stjórnmálamönnunum sem stýrðu Sorpu. Í stjórnmálum verða menn fljótt samdauna hinum. Á vakt Viðreisnar vinnum við öðruvísi. Benedikt Jóhannesson Pistill Ákvarðanir í rusli Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stofnframlög sem Húsnæðis-og mannvirkjastofnun(HMS) hefur tilkynnt umúthlutun á verða nýtt til byggingar og kaupa á 600 hag- kvæmum leiguíbúðum. Á síðustu fjórum árum hefur HMS úthlutað stofnframlögum frá ríkinu til bygg- ingar og kaupa á rúmlega 2.600 al- mennum leiguíbúðum og hafa nú þegar um 600 fjölskyldur flutt inn. Mikil spurn er eftir stofn- framlögum og telur HMS að það sýni að enn er mikil vöntun á hag- kvæmum leiguíbúðum þar sem fjöl- skyldur geta búið sér til öruggt heimili til langs tíma. Ríkisstjórnin ákvað að veita 2,1 milljarði árlega í ár og næstu tvö ár til þess að flýta fyrir uppbyggingu á hagkvæmu hús- næði og stuðla að auknu húsnæð- isöryggi leigjenda. Var það liður í stuðningi ríkisins við lífskjarasamn- inga. 20 milljarða framkvæmdir HMS úthlutaði að þessu sinni 3,6 milljarða króna stofnframlögum. Bárust 35 umsóknir og var 31 aðila úthlutað því sem um var beðið eða að hluta. Gengur það til byggingar eða kaupa á 600 íbúðum í fimmtán sveit- arfélögum. Flestar eru á höfuðborg- arsvæðinu, eða 472. Á Vesturlandi eru 67 íbúðir, 14 á Norðurlandi eystra, 13 á Norðurlandi vestra, 12 á Suðurnesjum, 10 á Suðurlandi, 8 á Austurlandi og 4 á Vestfjörðum. Sveitarfélög njóta forgangs og hlutu alls um 1,2 millarða af heildar- framlögunum. Ekki er gefið upp hvernig fjármunir skiptast, en meðal stórra aðila á þessum markaði sem fengu úthlutun nú má nefna Bjarg íbúðafélag sem ASÍ og BSRB standa að, Brynju hússjóð Ör- yrkjabandalags Íslands og Fé- lagsbústaði Reykjavíkurborgar. Fjármunirnir renna til bygg- ingaraðila í almenna íbúðakerfinu og eru hugsaðir til að styðja við fram- boð ódýrra leigubíbúða fyrir al- menning. Fjármunirnir skiptast þannig að byggðar verða 438 íbúðir og 162 íbúðir keyptar. HMS reiknar það út að stofn- virði þeirra verkefna sem samþykkt voru í úthlutun nú feli í sér fjárfest- ingu á húsnæðismarkaði upp á tæp- lega 20 milljarða króna. Þar af fara tæpir 14 milljarðar í uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði og 6 milljarðar í kaup á íbúðum. Á síðustu fjórum árum hefur HMS úthlutað ríflega 15 milljörðum kr. í stofnframlög til byggingar og kaupa á rúmlega 2.600 almennum íbúðum, fyrir hönd ríkissjóðs, sam- kvæmt upplýsingum stofnunar- innar. Nú þegar hafa 600 fjölskyldur flutt inn í leiguíbúðir sem byggðar eru innan þessa kerfis. Stofnframlög til byggingar 600 íbúða Góður gangur er í uppbyggingu hjá Bjargi íbúðafélagi. Félagið er með 1.068 íbúðir undir. Þar af hafa 223 þegar verið afhentar leigutökum, 430 eru í byggingu og 415 í undir- búningi. Fjárfesting er um 36 millj- arðar og stofnframlög ríkis og sveitarfélaga 11 milljarðar króna. Þröstur Bjarnason, verkefnis- stjóri framkvæmda hjá Bjargi, seg- ir að framkvæmdir hafi gengið vel. Íbúar séu almennt ánægðir. Félag- ið sé í samvinnu við marga verk- taka og hafi þeir skilað verkum sínum í tíma. Hann segir að mikið sé í gangi í sumar og verði heilu húsin eða stigagangarnir afhentir mánaðarlega til íbúðar frá sept- ember og fram á vor. Stærstu verkefnin eru í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæðinu. Þó hafa nú þegar verið afhentar íbúð- ir á Akranesi og framkvæmdir í gangi eða í undirbúningi á Akur- eyri, Þorlákshöfn, Akranesi og Sel- fossi og fleiri sveitarfélög hafi sýnt áhuga á samstarfi. Um 1.200 fjölskyldur eru yfir- leitt á biðlista eftir íbúðum. Þröst- ur tekur fram að ekki uppfylli allir skilyrði en á það reyni ekki fyrr en við úthlutun. Fólk þarf að vera inn- an ákveðinna tekju- og eigna- marka til að koma til greina og hafa verið í stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB í tvö ár eða lengur. Íbúðir afhentar mánaðarlega BJARG ÍBÚÐAFÉLAG, ASÍ OG BSRB Morgunblaðið/Eggert Hraunbær ÍAV byggir 99 íbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag við Hraunbæ. Stigagangarnir eru að taka á sig endanlega mynd, einn af öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.