Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 26
Í dag birtum við úrvalslið Morgunblaðsins úr bæði 3. og 4. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Til stóð að bíða með það þar til frestaðir leikir Stjörnunnar hefðu farið fram en þeir hafa nú verið settir á það seint á tímabilinu að Morg- unblaðið telur rétt að birta úrvalsliðin strax, án leiks Stjörnunnar og KA í 3. umferð og án leiks FH og Stjörnunnar í 4. umferð. Þegar frestuðu leikirnir fara fram verða þeir reiknaðir með þeim umferðum sem eru leiknar um svipað leyti. Aðeins einn leikmaður sem var valinn í úrvals- liðin tvö úr 3. og 4. umferð var valinn í 1. eða 2. umferð, en það er Kennie Chopart, hægri bak- vörður KR-inga. Allir hinir sem eru í úrvals- liðunum voru valdir í fyrsta sinn. Efstu menn í M-gjöfinni hafa fengið 4 M en það eru Kennie Chopart úr KR, Valdimar Þór Ingi- mundarson og Aron Snær Friðriksson úr Fylki og Valgeir Valgeirsson úr HK. Með 3 M eru Pablo Punyed úr KR, Viktor Karl Einarsson og Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki, Steven Lennon og Jón- atan Ingi Jónsson úr FH, Haukur Páll Sigurðsson, Sebastian Hedlund, Sigurður Egill Lárusson, Kaj Leo i Bartalsstovu og Patrick Pedersen úr Val, Óttar Magnús Karlsson og Ágúst Eðvald Hlyns- son úr Víkingi, Ásgeir Eyþórsson úr Fylki, Birkir Valur Jónsson úr HK, Stefán Teitur Þórðarson, Bjarki Steinn Bjarkason, Tryggvi Hrafn Haralds- son, Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson úr ÍA og Axel Sigurðarson úr Gróttu. 3. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Anton Ari Einarsson Breiðabliki Ágúst Eðvald Hlynsson Víkingi Aron Bjarnason Val Valdimar Þór Ingimundarson Fylki Viktor Karl Einarsson Breiðabliki Gísli Eyjólfsson Breiðabliki Patrick Pedersen Val Kennie Chopart KR Valgeir Lunddal Friðriksson Val Óttar Magnús Karlsson Víkingi Kristinn Jónsson KR 2 Aðeins einn leikmaður af 22 hefur verið valinn áður 4. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 3-5-2 Aron Snær Friðriksson Fylki Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA Brynjar Ingi Bjarnason KA Marcus Johansson ÍA Aron Kristófer Lárusson ÍA Kristján Flóki Finnbogason KR Brynjólfur Willumsson Breiðabliki Viktor Jónsson ÍA Arnþór Ari Atlason HK Axel Sigurðarson Gróttu Pablo Punyed KR 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 4. UMFERÐ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég vaknaði um morguninn og var alltaf með góða tilfinningu fyrir þessum leik. Það var eitthvað í loft- inu,“ sagði Viktor Jónsson, sókn- armaður ÍA, í samtali við Morg- unblaðið. Viktor átti stórleik í 4:1-útisigri ÍA á Val í Pepsi Max- deildinni í fótbolta á föstudaginn var og skoraði eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar. Fékk Viktor tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum. „Þetta fór kannski örlítið fram úr vonum en ég vissi að við myndum standa okkur vel í þessum leik. Stemningin í liðinu var búin að vera mjög góð og þetta var frábær leikur hjá okkur. Það small eiginlega allt hjá okkur, við vorum samstíga í öllu og vorum búnir að fara vel yfir það hvernig við ætluðum að spila þennan leik og það gekk fullkomlega upp. Vinnusemin var til fyrirmyndar og við vorum að vinna vel fyrir hver annan. Við náðum að pressa þá hátt á vellinum og það setti þá undir mikla pressu og við komumst á lagið með það sem við ætluðum að gera,“ sagði Viktor. Besti leikurinn hjá sókninni Viktor kom til ÍA frá Þrótti Reykjavík fyrir síðasta sumar og skoraði fjögur deildarmörk í átján leikjum á síðustu leiktíð. Hann segir leikinn gegn Val þann skemmtileg- asta í Skagatreyjunni til þessa. „Maður hefur spilað marga góða leiki með ÍA og sérstaklega í upphafi síðasta sumars, þá áttum við mjög marga góða leiki þar sem við vorum að gera það sem við vildum gera. Þetta var hins vegar besti leikurinn hvað sóknina varðar, bæði hjá mér persónulega og allri sóknarlínunni. Þetta er svo skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað fyrir ÍA.“ Viktor hefur spilað á hægri kant- inum til þessa í sumar og Tryggvi Hrafn Haraldsson í framlínunni. Ánægður á kantinum Hefur Viktor að mestu spilað sem framherji á ferlinum, en hann kann vel við sig í nýju hlutverki. „Ég kann mjög vel við þessa stöðu. Ég var aðeins á kantinum hjá Víkingi árið 2013 en síðan þá hef ég verið frammi. Jói [Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA] er búinn að skýra þetta hlutverk mjög vel fyrir mér og ég er að fíla mig vel þarna. Mér finnst gott að vera ekki alltaf með bakið við markið og fá að taka meiri þátt í spilinu. Þetta opnar nýj- ar hliðar fyrir mig sem fótboltamann og það er að koma í ljós að ég er ekki bara einhver gæi sem er að pota mörkum inn, það býr meira í mér en það. Ég er mjög sáttur með að vera á kantinum,“ sagði Viktor, sem hef- ur skorað tíu mörk í 65 leikjum í efstu deild og 59 mörk í 84 leikjum í 1. deild. Hefði viljað stig gegn KR Hann er nokkuð ánægður með byrjun Skagamanna á tímabilinu en liðið er með sex stig í fjórða sæti. ÍA vann KA í fyrstu umferð en tapaði síðan fyrir FH og KR fyrir leikinn gegn Val. „Þetta er ásættanlegt en miðað við leikinn á móti KR hefðum við að minnsta kosti viljað stig út úr þeim leik, mér fannst við eiga meira skilið þar. Við höfum mætt erfiðum and- stæðingum en náð að byggja ofan á það sem við vorum að gera síðasta sumar og við tökum alveg sex stig- um en hefðum að minnsta kosti vilj- að vera með sjö.“ Skagamenn, þá nýliðar, byrjuðu gríðarlega vel á síðustu leiktíð og voru með þriggja stiga forskot á toppnum eftir sex umferðir. Liðið endaði hins vegar í tíunda sæti, sjö stigum á undan Grindavík sem féll. Lærðu af síðasta tímabili Viktor segir liðið hafa lært af síð- ustu leiktíð. „Það er öðruvísi yf- irbragð á liðinu og við erum farnir að skilja okkar hlutverk betur. Við lærðum alveg helling á síðasta tíma- bili og við verðum að passa upp á að svona dýfa endurtaki sig ekki en mér finnst við vera á betri stað í ár en í fyrra. Við vitum meira hvernig við getum nálgast leikina með okkar leikstíl. Ég held það sé bjart yfir okkur upp á Skaga og það verður meiri háttar stemning í sumar,“ sagði framherjinn. Hann hefur eng- in tengsl við Akranes, önnur en að hann er að spila með knattspyrnuliði bæjarins. Hann kann samt sem áður afar vel við sig á Skaganum. „Mér finnst frábært að vera á Skaganum og ég segi alltaf að þetta sé eins og himnaríki svona rétt fyrir utan borgina, eins og Ólafur Ragnar í Næturvaktinni sagði. Ég hef engin tengsl við Skagann, Jói Kalli talaði bara við mig og sannfærði mig um að koma upp á Skaga og gaf mér traust. Ég hef ekkert út á það að setja, ég finn fyrir miklu trausti, skil mitt hlutverk og mér finnst þetta frá- bært. Ég keyri á milli Reykjavíkur og Skagans 5-6 sinnum í viku og finnst mjög gott að vera með sjálfum mér og hlusta á hlaðvarp. Það er stemning,“ sagði Viktor Jónsson. Ég er meira en bara gæi sem potar inn mörkum  Viktor skoraði eitt og lagði upp þrjú gegn Val  Kann vel við sig á Akranesi Ljósmynd/Skagafréttir Atkvæðamikill Viktor Jónsson var allt í öllu í sóknarleik Skagamanna gegn Val en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp hin þrjú mörkin. Pepsi Max-deild kvenna FH – Þróttur R......................................... 1:2 Valur – Stjarnan....................................... 3:0 Staðan: Valur 5 5 0 0 17:2 15 Breiðablik 3 3 0 0 11:0 9 Fylkir 3 2 1 0 6:3 7 Selfoss 4 2 0 2 6:4 6 Þór/KA 3 2 0 1 8:7 6 Stjarnan 5 2 0 3 6:11 6 Þróttur R. 4 1 1 2 8:9 4 ÍBV 4 1 0 3 5:11 3 FH 4 0 0 4 1:10 0 KR 3 0 0 3 1:12 0 Lengjudeild kvenna Afturelding – Haukar .............................. 1:2 Staðan: Haukar 4 2 2 0 7:4 8 Keflavík 3 2 1 0 10:1 7 Tindastóll 3 2 1 0 6:2 7 Grótta 3 1 2 0 2:1 5 Afturelding 4 1 1 2 3:4 4 ÍA 3 0 3 0 4:4 3 Fjölnir 3 1 0 2 3:3 3 Víkingur R. 3 0 1 2 2:6 1 Augnablik 2 0 1 1 1:6 1 Völsungur 2 0 0 2 0:7 0 England Tottenham – Everton.............................. 1:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 67 mín- úturnar með Everton. Staðan: Liverpool 33 29 2 2 72:25 89 Manch.City 33 21 3 9 81:34 66 Leicester 33 17 7 9 63:31 58 Chelsea 33 17 6 10 60:44 57 Manch.Utd 33 15 10 8 56:33 55 Wolves 33 13 13 7 45:36 52 Arsenal 33 12 13 8 49:41 49 Tottenham 33 13 9 11 52:44 48 Sheffield Utd 33 12 12 9 34:33 48 Burnley 33 13 7 13 37:46 46 Everton 33 12 8 13 40:48 44 Newcastle 33 11 10 12 35:45 43 Southampton 33 13 4 16 42:55 43 Crystal Palace 33 11 9 13 28:40 42 Brighton 33 8 12 13 35:44 36 West Ham 33 8 7 18 40:58 31 Watford 33 6 10 17 29:52 28 Aston Villa 33 7 6 20 36:62 27 Bournemouth 33 7 6 20 32:59 27 Norwich 33 5 6 22 25:61 21 Grikkland Larissa – Panionios ................................. 0:0  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa í leiknum. Danmörk B-deild: Vejle – Roskilde ....................................... 4:1  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle sem er með sjö stiga for- ystu á Viborg þegar fjórar umferðir eru eftir. Eitt lið fer upp. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Balikesirspor...................3:1  Theódór Elmar Bjarnason lék fyrri hálf- leikinn með Akhisarspor sem er í fimmta sæti þegar tvær umferðir eru eftir og á góða möguleika á að fara upp eða í umspil. Svíþjóð Norrköping – Gautaborg ....................... 3:1  Ísak B. Jóhannesson lék í 87 mínútur með Norrköping, skoraði og lagði upp mark. Staða efstu liða: Norrköping 6 5 1 0 17:6 16 Sirius 6 3 2 1 10:8 11 Varberg 6 3 1 2 10:6 10 Häcken 6 2 4 0 8:4 10 Elfsborg 6 2 4 0 6:4 10 Mjällby 6 3 1 2 6:6 10 Noregur B-deild: Kongsvinger – Tromsö ........................... 0:2  Adam Örn Arnarson skoraði annað mark Tromsö og lék allan leikinn. Þýskaland Umspil, seinni leikur: Heidenheim – Werder Bremen............... 2:2  Samanlagt 3:3 og Bremen heldur sæti sínu í efstu deild á mörkum á útivelli.  KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Fagverksvöllur: Afturelding – Magni ..... 18 Domusnovavöllur: Leiknir R. – ÍBV ....... 18 Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. – Fram 19.15 2. deild karla: Nesfiskvöllur: Víðir – ÍR ..................... 19.15 Húsavík: Völsungur – Fjarðabyggð ... 19.15 Rafholtsvöllur: Njarðvík – Þróttur V . 19.15 Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir – KF .. 19.15 Ásvellir: Haukar – Selfoss ................... 19.15 Akraneshöll: Kári – Kórdrengir .............. 20 3. deild karla: Fjölnisv.: Vængir Júpíters – Augnablik.. 20 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Völsungur............. 18 Extra-völlur: Fjölnir – Keflavík.......... 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – Grótta ... 19.15 Sauðárkr.: Tindastóll – Augnablik...... 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.