Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Hellaskoðun fyrir tvo í Raufarhólshelli Gisting fyrir tvo í standard herbergi Morgunverðarhlaðborð Sumartilboðsverð: 20.600 kr. Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á hotelork.is/tilbod Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Stjórnvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að loka fylkjamörkunum milli tveggja fjölmennustu fylkja landsins, Viktoríu og Nýju Suður- Wales, eftir mikla fjölgun kórónuveirusmita í Melbourne, höf- uðborg Viktoríu, sem jafnframt er næststærsta borg Ástralíu með um fimm milljónir íbúa. Mörg hundruð manns hafa smitast í Melbourne á hálfum mánuði og er nú svo komið að 95 prósent nýsmita í Ástralíu koma fram þar í borginni. Meðal annars kom hópsmit upp í fé- lagslegu húsnæði á vegum borgarinn- ar í síðustu viku, alls níu háhýsum sem eru heimili 3.000 manns, og var íbúum þar gert að sæta útgöngu- banni. Í gær greindust 127 ný smit í Melbourne. Óvíst hve lengi verður lokað Lokun fylkjamarkanna hefst á morgun, miðvikudag, og verður þá þeim einum heimilt að fara á milli fylkjanna, sem sérstakt leyfi hafa til þess, en um þau sækja þeir sem nauð- synlega verða að fara á milli, svo sem í atvinnuskyni. Daniel Andrews, fylk- isstjóri Viktoríu, sagði ákvörðunina tekna í samráði þeirra Gladys Bere- jiklian, fylkisstjóra nágrannafylkis- ins, og Scott Morrison forsætisráð- herra. „Þetta er ein af okkar varúðarráð- stöfunum og ég hugsa að hún muni nýtast okkur við að hemja útbreiðslu veirunnar,“ sagði Andrews á blaða- mannafundi í gær, en sagði ekkert um hve lengi mætti búast við að lokunin varði. Áætlunarflug milli höfuðborga fylkjanna, Sydney og Melbourne, er að sögn Reuters-fréttastofunnar ein mest notaða farþegaflugleið heims við eðlilegar kringumstæður. Prófa 20.000 á dag Kórónuveirusmit í Ástralíu voru í gær 8.586 og hafði veiran þá kostað þar 106 mannslíf. Þar til nýlega voru flest kórónusmit í Ástralíu greind hjá íbúum sem sneru aftur til landsins úr ferðalögum erlendis, en nú er svo komið að meira en 80 prósent eru komin til innanlands. Hermenn hafa komið til aðstoðar heilbrigðisstarfsfólki í Viktoríu við að framkvæma veirupróf og eru 20.000 manns nú prófaðir þar dag hvern. Enn fremur hefur liðsauki borist frá heilbrigðisstofnunum annarra fylkja landsins. Síðast lokað í spænsku veikinni Öld er liðin síðan fylkjamörkum Viktoríu og Nýju Suður-Wales var síðast lokað, en það var í spænsku veikinni, sem skall ekki að ráði á Ástr- alíu fyrr en snemma árs 1919 og er áætlað að mannfall í þeirri drepsótt hafi verið á bilinu 12 – 15.000 manns. Berejiklian fylkisstjóri og Morr- ison forsætisráðherra höfðu áður gef- ið það út að ólíklegt væri að til lokunar kæmi milli þessara fjölmennu fylkja, enda er hún flókin þar sem aksturs- leiðir yfir fylkjamörkin eru um 50 auk þess sem einhverjir bæir beggja vegna markanna liggja nánast saman. Beit lögregluþjón Auk útgöngubannsins í félagslegu íbúðunum í Melbourne, þar sem 53 eru nú smitaðir, hefur fólki einnig verið gert að halda sig innandyra í 36 hverfum, flestum þeirra úthverfum, þar sem mest hefur verið um ný smit. Hafa þessar aðgerðir mælst misjafn- lega fyrir og margir lýst yfir óánægju sinni. Til að mynda beit íbúi í einni fé- lagslegu íbúðanna lögregluþjón, en 500 lögreglumenn voru settir á vakt við háhýsin níu til að framfylgja út- göngubanninu þar. Shane Patton, lögreglustjóri í Viktoríu, sagði fjöl- miðlum að lögreglan áliti atvikið al- varlegt og mætti sá sem beit eiga von á ákæru fyrir árás á lögreglu og mót- þróa. Algjört útgöngubann í skoðun Annaliese van Diemen, aðstoðar- landlæknir Ástralíu, segist óttast að mörg hundruð manns í íbúðablokkun- um níu hafi þegar verið í návígi við smitaða einstaklinga og afleiðingarn- ar geti orðið skelfilegar. Paul Kelly, settur landlæknir, segir áströlsku þjóðina nú standa frammi fyrir nýjum kafla faraldursins. „Í fyrsta sinn í Ástralíu gætum við neyðst til að setja á algjört útgöngu- bann,“ hefur dagblaðið Sydney Morn- ing Herald eftir honum. Skrefið yrði erfitt en nauðsynlegt. Loka fylkjamörkum vegna smitbylgju í Melbourne  95 prósent nýsmita í Ástralíu eru þar í borginni  Prófa 20.000 manns á dag AFP Smitbylgja Sigið hefur á ógæfuhliðina hjá Áströlum og loka Viktoría og Nýja Suður-Wales sín á milli á morgun. Adel Mohamed Bashaer, lög- reglustjóri Súdan, hefur verið leystur frá störfum ásamt fulltrúa sínum. Það var súdanski forsætis- ráðherrann Abdalla Hamdok sem tók ákvörðun um starfslok þeirra og þótt engin ástæða væri op- inberlega gefin upp, er talið víst að hún tengist fjölmennum mótmælum og óeirðum um allt land með kröf- um almennings um umbætur í stjórnmálum þar sem lítið þykir hafa þokast til betri vegar. Hamdok forsætisráðherra lofaði því í ávarpi í síðustu viku, að umbóta væri von og reyndi með því að kyrra tugþús- undir mótmælenda sem lagt hafa fram langa skilmálaskrá. Lögreglustjóri rek- inn ásamt fulltrúa Mótmæli Múgur á götu Khartoum. SÚDAN Bítillinn Ringo Starr er átt- ræður í dag. Ringo, öðru nafni Sir Richard Starkey, fæddist 7. júlí 1940 í Liverpool en skaust upp á stjörnuhimininn sem trommuleik- ari Bítlanna árið 1962. Ringo hugðist halda upp á stór- afmælið með stórtónleikum en vegna kórónuveirunnar munu vinir hans halda „fjartónleika“ heiman frá sér og senda þá út yfir netið á YouTube-rás Ringos. Allur ágóði fer til góðgerðarmála og hyggst Paul McCartney, hinn eftirlifandi Bítillinn, troða upp ásamt öðrum góðum gestum. Elsti bítillinn heldur upp á fjarafmæli Ringo Starr BRETLAND Japanski tæknirisinn Fujitsu hefur ákveðið að 80.000 starfsmönnum fyrirtækisins í Japan muni leyfast að sinna sínum störfum á heimilum sín- um til frambúðar, kjósi þeir svo. Hyggst fyrirtækið í kjölfarið losa sig við allt að helminginn af öllu því hús- næði sem það nú nýtir. Sree Sreenivasan, gistifræðimað- ur á sviði stafrænnar nýsköpunar við blaðamennskudeild Stony Brook-háskólans í New York-ríki, segir ákvörðun Fujitsu undirstrika þau miklu og langvarandi áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hafi á dag- leg störf fólks. „Þetta er enn eitt dæmið um að allri okkar vitneskju um skrifstofustarfsemi og framtíð- arvinnumarkað er snúið á hvolf. Þúsundir vinnuveitenda og milljónir starfsmanna fá nú að kynnast kost- um og göllum þessa nýja veruleika.“ Takist vinnandi fólki að sameina bestu kostina, svo sem minni ferða- lög til og frá vinnu, minni kostnað og aukin afköst, og lifa við gallana, svo sem skort á félagslegu samneyti vinnustaðarins, segir Sreenivasan að milljónir ættu að geta vel við un- að. Wikipedia Heimavinna Skrifstofum Fujitsu í Kawasaki verður ef til vill lokað að hluta. Heimavinna til fram- búðar hjá Fujitsu  Losnar við helming húsnæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.