Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Mamma og pabbi voru heppin að ná hvort í annað. Það segir a.m.k. hann pabbi minn. Þegar við vorum að spjalla saman einn daginn eftir andlátið var það honum ofarlega í huga hvað hann var heppinn að fá að lifa lífinu með henni. „Ég var svo heppinn að ná í hana,“ sagði hann við mig. Hann var svo þakk- látur og lét mig vita að það væru sko ekki margir eins heppnir og hann að hafa fengið að vera með konunni sinni svona lengi, í heil 72 ár. Og það er satt, hún var sko konan hans og hann var maður- inn hennar. Samheldnara par hef ég aldrei Herborg Vernharðsdóttir ✝ Herborg Vern-harðsdóttir fæddist 29. janúar 1932. Hún lést 1. júní 2020. Útför Herborgar var gerð 19. júní 2020. hitt. Þau voru eins og vippa; þau vógu hvort annað upp. Og þau voru líka svo skotin hvort í öðru. Fram á síðasta dag þeirra saman kysst- ust þau eins og ung- lingar og maður sá svo vel ástina og virðinguna í augum þeirra beggja. Þetta hljómar kannski væmið en þetta var aldrei væmið hjá þeim, þetta var bara svo eðli- legur hlutur í þeirra samskiptum. Ég hef aldrei heyrt foreldra mína rífast, þau kýttu og þrösuðu stundum en það var alltaf stutt í grínið og glensið á sama tíma. Ég kveð þig mamma mín með sorg í hjarta en ég reyni að vera sátt þín vegna því nú ertu laus úr þessum viðjum sem þú varst í. Ég veit hvert þú ert komin og ég kem til þín í víkina fögru á morgun! Lilja. Það er ekki auð- velt fyrir okkur bræður að setjast niður á kaffistof- unni í Vökvakerfi og skrifa minningarorð um Jón mág/svila okkar, samt er þetta besti staðurinn til þess þar sem kaffipásurnar hér hafa alltaf ver- ið í nýttar í að spá og spekúlera í hinu og þessu með Jóni. Þvílíkur höfðingi og snillingur sem fallinn er frá allt of snemma. Það tók svolítinn tíma að kynnast Jóni en þegar það var komið áttaði maður sig á hvurs- lags öðlingur var þarna á ferð. Jón var með eindæmum úr- ræðagóður og það var alveg sama hvað maður var að brasa, alltaf gat maður leitað til Jóns. Hann hafði alltaf lausnir á öllum málum og þá sérstaklega þeim sem tengdust vélum og tækjum, þau voru hans ær og kýr. Hann þurfti stundum að hugsa málið en síðan var eins gott að vera tilbúinn að hlaupa þegar hann hringdi og spurði: „Jæja, hvenær eigum við að fara í þetta?“ því þá var hann oftar en ekki mættur á svæðið á undan og jafnvel búinn að græja hlutina þegar maður mætti. Hann var aldrei til í að sleppa góðu veseni. Við systkinin tókum upp á því að byggja okkur sumarhús í Grunnavík í Jökulfjörðum og þar var Jón á heimavelli. Vinnuferðir okkar bræðra þangað með Jóni voru ótalmargar og allar yndis- legar þótt upp kæmu endalaus vandamál. Jón vaknaði alltaf fyrstur, hellti upp á kaffi og plan- aði daginn. Hann hafði endalausa þolinmæði og einstakan hæfi- leika til að sjá lausnir á þeim vandamálum sem fyrir lágu, hvort sem þau snerust um þau örfáu skipti sem ekki var sléttur sjór þegar siglt var yfir djúpið „aaa þetta er ekkert mál, við festum bara dótið betur í bátinn“ – við komum þá oftar en ekki blautir og hraktir í Grunnavík en yfir fórum við með allt með okk- ur – eða hvernig best væri að hátta brúarsmíði yfir ána. Við höfum brallað ýmislegt með Jóni í gegnum árin og hon- um fannst ekki leiðinlegt að geta boðið okkur með sér á sviða- og kótelettukvöldin hjá Oddfellow. Jón A.K. Lyngmo ✝ Jón A.K.Lyngmo fædd- ist 21. ágúst 1958. Hann lést 18. maí 2020. Útför Jóns fór fram 2. júlí 2020. Jón var okkur eins og bróðir, al- gjörlega á sömu línu og við. Alltaf að detta alls konar vit- leysa í hug, kaupa vélar, gröfur og já bara hitt og þetta, það er alltaf gott að hafa eitthvað að gera. Enda átti Jón bókstaflega allt, vél- ar, tæki, verkfæri hreinlega hvað sem er. Stundum ekki alveg nýjasta dótið en það virkaði. Þín verður sárt saknað í næsta braski hjá okkur sem á eflaust eftir að taka töluvert lengri tíma nú þegar þín nýtur ekki við. Hvíl í friði, kæri vinur. Gísli og Hrabba, Einar og Rósa, Guðbjörn og Unnur, Ragnar og Gróa. Að kveldi 18. júní síðastliðinn barst okkur sú harmafregn að hann Jón Lyngmó væri fallinn frá. Tekinn frá fjölskyldunni allt of snemma. Maður á besta aldri, sonur, eiginmaður, faðir, bróðir, vinur, mágur, svili, skáfrændi. Minningar streyma um huga okkar og er af mörgu að taka við minnumst hann með hlýju í hjarta og þakklæti fyrir að hafa kynnst slíkum öðlingi. Jón var einstaklega rólegur og greiðvikinn maður. Hann var fylginn sér ákveðinn og raunsær. Jón var mjög lausnamiðaður og skipti ekki máli hvers eðlis málið var stórt eða smátt hann vann alltaf út frá því að klára verkið eða finna lausn á þeim. Að segja „þetta er ekki hægt“ var ekki til í hans orðabók. Jón gat sjaldan beðið um greiða hann gerði bara hlutina sjálfur en var alltaf manna fyrst- ur til að leggja hönd á plóginn fyrir aðra, en þegar honum var rétt hjálparhönd skein þakklætið frá honum og fengum við það margfalt borgað til baka. Við fjölskyldan fengum aldeil- is að kynnast þeirri hjálpsemi Jóns og Sigrúnar. Okkar börn sóttu að vera þar hjá þeim hjón- um í pössun þegar þau voru ung. Hann kom og hjálpaði við und- irbúning fermingarbarna okkar og eins var hann mættur þegar við stóðum í flutningum og þá skipti ekki máli hvort hann þreif, pakkaði, eða bar út dót, hann gerði það sem gera þurfti. Hann kom þegar svilkona hans var í neyð því vatnslaust var í sveit- inni, þá var minn maður mættur til að finna hvað var að, þannig var hann ávallt til staðar. Við fjölskyldan nutum góðs af að fá að ferðast mikið með Jóni og Sigrúnu. Ófáar ferðir í Grunnavík og Flæðareyri heim- sótt með þeim á fjögurra ára fresti. Helgarferðirnar austur á Apavatn svo ekki sé talað um þegar Jón og Sigrún komu með okkur að Ingjaldssandi eftir eina Grunnavíkurferðina, sú ferð er enn í minnum höfð. Betri ferða- félaga var ekki hægt að hugsa sér, ávallt til í allt. Jón passaði líka alltaf upp á það að börnin okkar hefðu eitthvað fyrir stafni. Dósirnar sem hann hélt til haga fyrir þau á Flæðareyrarhátíðum svo þau gætu skipt þeim í Kaup- félaginu og fengið nammi í stað- inn. Okkur börnunum er enn í fersku minni þegar Jón fór með okkur út á sjó í gúmmíbát til að við gætum skoðað selina betur. Eða þegar hann fór með okkur út á Apavatn að veiða. Allt vélabrasið fyrir austan og vestan við að grafa skurði eða moka yfir skurði, gera við tæki, hjálpa við smíðar, langur listi yfir allt sem gert var. Helgarnar fyr- ir austan, við fjölskyldan að byggja, þau hjón komin til að hjálpa hvort heldur við smíðar eðapössun, lán á húsinu þeirra eða til að halda okkur félagsskap. Við fjögur hjónakornin, letihelgi eða ekki, sameiginlegu kvöld- verðirnir okkar, morgunkaffið í neðri bæ og gott spjall. Þau tvö systkinin með ákveðnar skoðanir en við Jón ekki sammála. Slíkt er ómetanlegt og verður mikill missir af honum Jóni. Við huggum okkur við að Jón sé kominn í faðm þeirra sem fóru á undan. Þar til við sjáumst seinna. Hvíl í friði Jón. Elsku Sigrún okkar, Inga Dóra, Ólína. Okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Ragnar, Gróa, Ríkarður, Bjarki og Sæunn. Elsku Jón okkar. Mikið er erfitt og sárt að kveðja á þennan hátt. Jón var kletturinn í fjölskyldunni sem allir gátu leitað til og stólað á. Hann var rólegur á sinn hátt en einstaklega góður og traustur, samband hans og Sigrúnar var til marks um samheldið hjóna- band en það sama er hægt að segja um fjölskylduna í heild sinni, nánari fjölskyldu er erfitt að finna. Við Jónína Karen erum ein- staklega heppnar að hafa hann og Sigrúnu í okkar lífi og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Mig langar að þakka fyrir þá góðmennsku og hlýju sem þau hafa sýnt Jónínu Karen frá því hún fæddist en í hennar augum eru þau afi Jón og amma Sigrún. Það mun ætíð vera þannig og við munum sjá til þess að minningu Jóns verði haldið á lofti um ókomin ár. Að lokum langaði Jónínu að kveðja afa Jón með nokkrum orðum: Afi var góður og skemmtilegur, ég sakna hans. Elsku Sigrún, Inga Dóra, Ól- ína, Ingi og börn okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á komandi tímum. Ykkar, Linda og Jónína Karen. Það var mikill sorgardagur þegar við fengum hringingu frá Sigrúnu þar sem hún sagði okk- ur að Jón hennar væri látinn. Jóni kynntumst við þegar þau Sigrún felldu hugi saman og okk- ur var það fljótt ljóst að þarna höfðu sálufélagar hist. Ef nafn annars þeirra bar á góma fylgdi hitt á eftir. Jón var ekki maður margra orða en það eru mörg orð sem lýsa honum. Hann var: góður, traustur, húmoristi, bóngóður, blíður, kærleiksríkur, natinn, sterkur og mikið ljúfmenni. Það skipti ekki máli hvað Jón tók sér fyrir hendur, hann var einstak- lega fjölhæfur, leið um dansgólf- ið eins og atvinnudansari, gerði við vinnuvélar, stóð í húsbygg- ingum og margt fleira. Vinir og fjölskylda skipuðu stóran sess í lífi hans, einstakur eiginmaður, faðir og afi. Þegar við hugsum til Jóns og Sigrúnar þá flæða í gegnum hug- ann jákvæðar og skemmtilegar minningar. Allar samverustund- irnar, bæði heima og erlendis gleymast ekki og er Parísarferð- in ofarlega í huga. Minning Jóns lifir áfram með okkur öllum. Elsku Sigrún, Inga Dóra, Ól- ína og fjölskyldur innileg samúð. Ykkar vinir Herdís (Dísa) og Bragi. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRANK NORMAN BENEDIKTSSON lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 10. júlí klukkan 13. Marie Hovdenak Siv H. Franksdóttir Þór Daníelsson Freyr Franksson Eyþór Á. Franksson Katrin Sande barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA ANDRÉSSONAR frá Framnesi, Borgarfirði eystra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dyngju á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Kristín Sigurlaug Eyjólfsdóttir börn og fjölskyldur þeirra Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURÐARDÓTTIR Árkvörn 2a, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Guttormur P. Einarsson Einar Guttormsson Guðrún Svava Gunnlaugsd. Sigurður Egill Guttormsson Þórunn K. Sigfúsdóttir og barnabörn Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI PÁLSSON ÞORMAR rafeindavirkjameistari lést 30. júní á Vífilsstaðaspítala. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. júlí klukkan 15. Jóhannes Þormar Margrét Hilmisdóttir Páll Þormar Elín Guðmundsdóttir Sigurveig Þormar Njáll Jóhannsson Sigfríð Þormar Svanur Stefánsson Kári Þormar Sveinbjörg Halldórsdóttir barnabörn og langafabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI SIGURÐUR GUÐMUNDSSON frá Neðri-Fitjum V-Hún., lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 23. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Ástvaldsdóttir Kristbjörg Helga Árnadóttir Jón S. Snorrason Elínborg Árnadóttir Theodór H. Sighvatsson Guðmundur R. Árnason Erla Heiðrún Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginmaður minn, pabbi, tengdapabbi, afi, sonur og bróðir, MAGNÚS HALLUR NORÐDAHL, Vallarhúsum 21, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 7. júní. Útför fór fram í kyrrþey þann 18. júní að ósk hins látna. Jóhanna Á. Zoëga Sigmundsd. Berglind Anna Zoëga Magnúsd., Tómas Kristjánsson Magnús Kári Norðdahl Norma Norðdahl Hallgrímur Sigurðsson Sigurbjörg Traustadóttir Berglind Norðdahl Ragna Margrét Norðdahl Ægir Rafn Ingólfsson barnabörn Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓSEPS RÓSINKARSSONAR frá Fjarðarhorni, fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Sveinn Guðmundsson Guðný Jónsdóttir Sigurður Geirsson Gísli Jósepsson Þórdís Reynisdóttir Ingimundur Jósepsson Kolbeinn Jósepsson Harpa Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.