Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Ríkisútvarpið breska, BBC,sagði frá því á dögunum að það hygðist fara í stórfelldar hagræðingar- aðgerðir vegna tekjusam- dráttar. Að- gerðirnar fela í sér að um 450 manns, sjötta hverjum starfs- manni, verður sagt upp til að ná fram nauðsynlegum sparnaði.    Breska ríkisútvarpið er ólíktþví íslenska að því leyti að það breska er ekki á auglýs- ingamarkaði. Sá mikilvægi tekju- þáttur fjölmiðla er víðast erlendis skilinn eftir fyrir einkarekna miðla, sem hafa þátt fyrir það einnig þurft að grípa til umfangs- mikilla hagræðingaraðgerða á undanförnum misserum.    Hér á landi er það þó ekki að-eins svo að Ríkisútvarpið moki fé upp af auglýsingamarkaði og það af miklu óhófi og ákafa svo ekki sé meira sagt heldur fær það aukið fé með hverjum manni sem hingað flytur og hverju fyrir- tæki sem stofnað er.    Þetta hefur valdið því að Rúv.fær sífellt meira fé og hefur að auki selt lóðir (í stað þess að skila þeim eins og réttast hefði verið) fyrir um tvo milljarða króna á undanförnum árum.    Hvernig stendur á því að Rúv.fær að starfa algerlega ónæmt fyrir þeim aðstæðum sem aðrir búa við, bæði mörg önnur ríkisfyrirtæki og ekki síst einka- reknir fjölmiðlar? Allir þeir helstu hafa þurft að grípa til rót- tækra aðgerða í rekstri á síðustu árum en Rúv. fær stöðugt meira fé. BBC sker niður, Rúv. blæs út STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrirspurnir þingmanna til ráðherra voru yfirgripsmiklar á 150. löggjafar- þinginu, sem frestað var í fyrri mán- uði. Þingið var að störfum frá 10. september til 17. desember 2019 og frá 20. janúar til 30. júní 2020. Fram kemur í yfirliti á vef Alþingis að fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 514. Fyr- irspurnir til munnlegs svars voru 62 og var 52 svarað en ein var kölluð aftur. 452 skriflegar fyrir- spurnir voru lagð- ar fram og var 304 þeirra svarað en 158 bíða svars er þingi var frestað. Óundirbúnar fyrir- spurnir til ráðherra voru 312. Fram kemur í yfirlitinu að Björn Leví Gunnarsson Pírati hefur verið þingmanna ötulastur að bera fram fyrirspurnir. Þær hafa verið 140 tals- ins sem af er 150. lögjafarþinginu. Munar þar mest um raðspurningar þingmannsins um lögbundin verkefni stofnana ríkisins og kostnað við verk- efni þeim tengd. Þegar upp var staðið voru þær orðnar 109 talsins. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis spáði því á þingfundi í vetur að fyrirspurnir þessar gætu orðið alls 60-80 talsins, en þær urðu mun fleiri þegar upp var staðið. Næstflestar fyrirspurnir lagði fram Guðmundur Ingi Kristinsson í Flokki fólksins eða 42. Þorsteinn Víg- lundsson í Viðreisn, sem hættur er á þingi, lagði fram 38 fyrirspurnir og þeir Andrés Ingi Jónsson utan flokka og Ólafur Ísleifsson Miðflokki 37 fyr- irspurnir hvor. Björn Leví hefur lagt fram samtals 366 fyrirspurnir til ráðherra síðan hann settist fyrst á þing árið 2014, langflestar allra þingmanna. Jóhanna Sigurðardóttir er með næstflestar, eða 255 alls. sisi@mbl.is Fyrirspurnir um sama efni 109 Björn Leví Gunnarsson  Björn Leví hefur lagt fram 140 fyrir- spurnir til þessa Íslenska kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur fengið verðskuldaða athygli innanlands sem utan og hefur kvikmynda- dreifingaraðilinn New Europe Film Sales landað samningum við fjölda Evrópuríkja, þar sem mynd- inni verður dreift. Á meðal þeirra eru Pólland, Þýskaland, Danmörk, Litháen og Ungverjaland, svo fá- ein ríki séu nefnd. Þá var myndin sýnd á kvikmyndahátíðinni í Can- nes vorið 2019 og uppskar mikið lof. Hægt er að segja að myndin hafi einnig vakið athygli vestanhafs þar sem bandaríski afþreyingarmiðill- inn Variety gerði henni góð skil í nýlegri umfjöllun, í tilefni af vel- gengni hennar í Evrópu. Hilmir Snær Guðnason og Noomi Rapace fara með aðal- hlutverkin í myndinni, sem gefin var út í framleiðslu Go o Sheep, en meðframleiðendur koma frá Sví- þjóð og Póllandi. Handrit er eftir SJÓN og Valdimar Jóhannsson. Upplifir söguþráðinn Variety hefur áður fjallað um Dýrið, síðast árið 2019. Í greininni birtist spjall við Noomi Rapace sem sagðist aldrei hafa tekið þátt í viðlíka hlutverki áður, og hlakkaði til að snúa aftur til Íslands, en leik- konan bjó hér á landi í þrjú ár. Sagði hún handritið jafnframt sjaldgæft og sér liði eins og hún væri sjálf að upplifa söguþráðinn. Dýrið fjallar um Maríu og Ingv- ar, sem búa á afskekktum sveitabæ og upplifa mikla hamingju sem endist stutt, þegar lítil og óvenju- leg vera kemur inn í líf þeirra. Myndin hlaut fjölda styrkja frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, þar á meðal handritsstyrk, þróunar- styrki og framleiðslustyrk, samtals að verðmæti 140 milljónir króna. Dýrið fær athygli víða um heim  Myndin selst til fjölda Evrópulanda Þekkt leikkona Hin sænska Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.