Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 32
Sönghópurinn Cantoque Ensemble flytur Aldasöng eft- ir Jón Nordal á Sönghátíð í Hafnarborg í kvöld, þriðju- dagskvöldið 7. júlí, kl. 20. Einnig verða flutt ný verk eft- ir Steinar Loga Helgason og Hafstein Þórólfsson sem einnig eru unnin út frá ljóði Bjarna Jónssonar, Alda- söng. Á efnisskránni verða auk þess ástsæl íslensk kór- lög. Spennandi dagskrá verður á Sönghátíð næstu daga. Meðal annars munu nemendur af masterclass- námskeiði Kristins Sigmundssonar flytja sönglög og aríur á tónleikum á fimmtudag kl. 20. Cantoque Ensemble flytur Alda- söng Jóns Nordals á Sönghátíð Valskonur eru komnar með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á Stjörn- unni, 3:0, í gærkvöld en skæðustu keppinautarnir, Breiðablik og Fylkir, hafa nú setið hjá í tveimur umferð- um þar sem leikmenn þeirra eru í sóttkví. Þróttarkonur unnu sinn fyrsta leik, sigruðu FH í nýliðaslag og eru þegar komnar með fleiri stig en í tvö síðustu skipti sem þær léku í deildinni. »27 Valskonur nýta sér sóttkví keppi- nautanna til að ná góðu forskoti Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í veðurfræði er nauðsynlegt að vita hvernig landið liggur í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Páll Ágúst Þór- arinsson sem starfar á Veðurstofu Ís- lands. „Útreikningar og tölvuspár verða æ fullkomnari og geta sagt okkur margt um hvernig veður verð- ur. Staðbundnir þættir svo sem lega fjalla og annesja, skóglendi og byggð- ir og fleira slíkt hefur hins vegar allt- af nokkur áhrif. Í mínu starfi er því nauðsynlegt að vera kunnugur stað- háttum, eins og sagt var í áramóta- skaupi.“ Mikil vísindi liggja að baki Síðustu daga hefur verið himin- blíða á landinu. Það er í megin- dráttum samkvæmt spám sem Páll Ágúst og samstarfsfólk hafa gert. „Veðurspár eru samsettar úr marg- víslegum upplýsingum og að baki þeim liggja mikil vísindi,“ segir Páll sem er jarðeðlisfræðingur frá HÍ að mennt. Hefur svo síðustu misserin verið við framhaldsnám í veðurfræði við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð og lýkur að ári. „Mér hefur alltaf fundist gaman að spá í landið, náttúruna, veðráttuna og fleira slíkt. Er talsvert í fjallaferðum og einnig í björgunarsveit, en þetta tengist allt,“ segir Páll sem sendir oft frá sér áhugaverða pistla á Twitter þar sem hann tístir með notendanafn- inu @pllgst um veður á Íslandi og víðar. Vaktafrí sitt á dögunum notaði Páll til að heimsækja nokkrar veður- athugunarstöðvar. Fór meðal annars um Vatnsnes og Skaga og kannaði til að mynda aðstæður á Skagatá, þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Fyrir austan stoppaði Páll svo á Seyðisfirði til að kanna aðstæður og kíkja á úrkomumælingastöðvar á svæðinu sem verða rauði þráðurinn í lokaverkefni námsins í Svíþjóð. Að sögn Páls eru úrkomumæl- ingar, sem gerðar eru á þremur stöð- um í Seyðisfirði, mjög þýðingar- miklar vegna hættu á skriðum og snjóflóðum. Veðráttan breytist hratt „Svo var lærdómsríkt að koma að Dalatanga, yst við Mjóafjörð. Þar er mönnuð veðurathugarstöð sem veitir oft mikilvægar upplýsingar. Sam- skipti okkar á Veðurstofunni við fólk- ið sem sinnir þessum athugunum eru ekki mikil. Við fáum gögnin stafrænt, en með samtali og því að koma á stað- inn fær maður oft nýjan skilning á hlutunum,“ segir Páll, sem að síðustu kom við á Kvískerjum í Öræfasveit, þar sem er sjálfvirk veðurathug- unarstöð. „Að skoða veðurathugunarstöðvar verður sportið hjá mér á næstunni,“ segir Páll Ágúst og hlær. „Mér fannst áhugavert að heyra hjá fólkinu á Hrauni við Skagatá að síðasti vetur hefði verið með þeim vindasömustu frá 1995. Kunnugir minnast þess að þá var fannfergi, snjóflóð í Súðavík og fleira. Því er nauðsynleg að fylgjast vel með og fátt í veröldinni breytist jafn hratt og veðráttan.“ Ljósmyndir/Páll Ágúst Þórarinsson Skagatá Ljósviti og þýðingarmikil veðurathugunarstöð sem Páll heimsótti á ferð sinni umhverfis landið. Kunnugur staðháttum  Páll heimsótti veðurathugunarstöðvar í vaktafríinu Dalatangi Páll við hitamælinn. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 189. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.