Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla STAN Model 3035 rafmagn L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 609.000,- L 206 cm Leður ct. 10 Verð 729.000, CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Margir hafa lagt leið sína til Naut- hólsvíkur á góðviðrisdögum að und- anförnu og var síðastliðinn sunnu- dagur engin undantekning. Óttarr Hrafnkelsson, deildar- stjóri ylstrandarinnar, segir að að- sóknin sé ávallt góð þegar sólin skín. „Þetta er samt sem áður bara Ís- land, ekki alveg eins og á Tenerife. Manni verður kannski kalt þegar líður á,“ segir hann. Fólk stoppi því gjarnan og baði sig í sólinni í einn til tvo klukkutíma, en þegar margt er getur fjöldinn farið upp í 4.000 manns. „Það er náttúrlega mjög mikið að gera hjá okkur á vorin, þegar grunnskólanemarnir eru á leið í sumarfrí. Þá er kannski búið að tæma kennsludagskrána svo hóp- arnir koma oft eftir hádegi,“ segir hann. Gætt er að sóttvörnum á ylströnd- inni að sögn Óttars. „Þetta gengur ágætlega. Það er náttúrlega spritt til staðar og hægt að þvo sér um hendurnar og slíkt,“ segir hann. Sól og góður lofthiti hefur vitan- lega góð áhrif á aðsóknina. Veðrið var einstaklega gott á sunnudaginn og nutu landsmenn veðurblíðunnar ýmist í sundlaugum, fjallgöngum, á ylströndinni og víða annars staðar. Búast má við svipaðri aðsókn á yl- ströndina út júlí. „Það er ekkert yfirgengilega mik- ið að gera, þótt það komi þéttir dag- ar. Þegar sumartíminn dettur inn, eins og í júlí, þá fer að verða mjög mikið að gera,“ segir Óttar. Fjöldi sækir ylströndina heim  Gæta sóttvarna í ljósi aðsóknar Morgunblaðið/Eggert Sólbað Íslendingar eru ekki lengi að leggja leið sína á ylströndina þegar sú gula lætur sjá sig. Margir nutu vel. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Sigrún María Kristjánsdóttir, kona hans, fengu kærkomna hvíld frá kórónuveiruamstrinu um helgina og skelltu sér til Vest- mannaeyja á árlega goslokahátíð, en Víðir er fæddur og uppalinn í Eyjum. Víðir segir að sóttvarna- ráðstafanir hafi verið til fyrir- myndar. „Mér fannst menn fara nokkuð gætilega að deginum til. Það var alls staðar spritt og Vest- mannaeyingar mjög passasamir,“ segir Víðir og bætir við að margir hafi séð ástæðu til að benda honum á að sóttvarnir hjá þeim væru til fyrirmyndar, þegar hann gekk fram hjá. Klukkan 23 var bænum lokað í samræmi við sóttvarna- reglur en Víðir segir að hátíðar- gestir hafi ekki látið það angra sig. Hátíðin hafi verið öðruvísi í ár en áherslan lögð á fjölskylduskemmt- un.„Það var rólegt yfir bænum um miðnætti en fólk frekar í heima- partíum,“ segir Víðir sem kíkti sjálfur í tvö slík áður en hann lét gott heita. Allt til fyrirmyndar í Vestmannaeyjum  Stutt en kærkomið frí á heimaslóðum Morgunblaðið/Óskar Pétur Goslokahátíð Hjónin fögnuðu goslokum í góðra vina hópi um helgina. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hægst hefur á hækkun vatnsyfir- borð Blöndulóns vegna kólnandi veðurfars á hálendinu Það og keyrsla Landsvirkjunar á Blöndu- virkjun gerir það að verkum að Blöndulón fer væntanlega ekki á yf- irfall fyrr en seinni hluta mánaðar- ins eða undir mánaðamót. Þegar jökulvatnið nær inn í ána litast hún og erfitt getur orðið að veiða. Vatnið í Blöndulóni hækkaði hratt í júnímánuði, hraðar en lengi hefur sést. Var vatnsyfirborð hennar kom- ið í rúmlega 477 metra yfir sjó og með sama áframhaldi hefði vatnið farið að flæða yfir Blöndustíflu nú í fyrrihluta mánaðarins en stíflan er í 478 metra hæð yfir sjávarmáli. Veiðimenn, leigutakar og landeig- endur höfðu af þessu áhyggjur enda verður áin illveiðanleg þegar jök- ulvatnið flæðir yfir. Við það hækkar venjulega í Blöndu og hún litast. Ragnhildur Sverrisdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, bendir á að með rekstri Blöndu- stöðvar hafi Blanda breyst til hins betra sem veiðiá. „Landsvirkjun er umhugað um samstarf við hags- munaaðila og umhverfi Blöndu, rétt eins og í öðrum aflstöðvum. Það hef- ur hins vegar ávallt verið ljóst að í hagstæðu árferði, þar sem lónið fyll- ist hratt, þá er viðbúið að það fari á yfirfall í lok júlí eða byrjun ágúst- mánaðar. Veiðimenn hafa ávallt vit- að að þegar það gerist, þá kemur það í veg fyrir veiði,“ segir Ragn- hildur í skriflegu svari. Oftast hefur innrennslið þó verið minna en í ár og áin ekki farið á yfirfall fyrr en ein- hvern tímann í ágúst eða septem- ber. Nú virðist hafa dregið úr inn- rennsli í kjölfar kólnandi veðurs. Þá hefur Landsvirkjun nýtt allt það svigrúm sem hefur verið fyrir hendi í flutningskerfinu til að auka vinnslu Blöndustöðvar og þar með rennsli niður Blöndu gegnum vélar stöðv- arinnar, og mun halda því áfram, að sögn Ragnhildar. Eins og staðan er í dag er þó líklegt að Blöndulón fyllist seinni hluta júlímánaðar en gæti þó dregist fram til mánaðamóta, að hennar sögn. Opna ekki botnlokur Haft var eftir formanni Veiði- félags Blöndu, Sigurði Inga Guð- mundssyni, í veiðipistlinum Sporða- köstum sem birtist á mbl.is um helgina, að Landsvirkjun hefði hafn- að því að auka rennslið með því að opna fyrir botnlokur Blöndulóns og fresta þannig yfirfalli. Ragnhildur segir að margfalda þyrfti rennslið niður Blöndu til að fresta yfirfalli og það hafi aldrei verið gert. Slíkur flaumur gæti hugsanlega haft alvar- legar afleiðingar, til dæmis fyrir líf- ríki árinnar og rof á árbökkum. Blanda fer á yfirfall í júlímánuði  Kólnandi veður og keyrsla Blöndustöðvar vinnur á móti methækkun vatnsyfirborðs lónsins í júní Morgunblaðið/Einar Falur Við Blöndu Veiðimenn fylgjast spenntir með litnum á Blöndu þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.