Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Sólarrafhlöður Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi fyrir ferðalagið í sumar Startaðu ferðasumarið með Veldu öruggt start með TUDOR Pakkarnir inihalda: 125w sólarrafhlaða m/festingum, 5m kapall, sjórnstöð 10A, 185w sólarrafhlaða, m/festingum, 5m kapall, stórnstöð 20A SUMARTILBOÐ fyrir húsbíla og hjólhýsi TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga kl. 8.15-17.30 TUDOR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kappsiglingin Vendée Arctique – Les Sable d’Olonne stendur nú yfir á Norður-Atlantshafi. Þar etja kappi skipstjórar á skútum í IMOCA- flokki. Bátar í þeim flokki eru rúmlega 18 metra langir, sterkbyggðir og ætlaðir til út- hafssiglinga. Um leið eru þeir fisléttir og hrað- skreiðir. Hægt er að hreyfa kjölinn til hliðanna og út frá skrokknum ganga stórir uggar eða vængir sem lyfta bátunum í sjónum og auka þannig hraðann. Skipstjórinn er einn um borð. Kappsigling þessi er undankeppni og undir- búningur fyrir hnattsiglinguna 2020 Vendée Globe Race sem hefst í nóvember í haust. Tuttugu skútur hófu keppnina í Les Sables d’Olonne við Biskajaflóa laugardaginn 4. apríl. Minna tilstand var og færri áhorfendur en venjulega þegar rásmerkið var gefið vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrst var siglt út að vendipunkti sem kenndur er við Pasteur- stofnunina áður en stefnan var tekin norður til Íslands. Næsti vendipunktur er suðsuðvestur af Reykjanesi og verður siglt þaðan suður und- ir Asoreyjar. Þar verður stefnan tekin aftur til Les Sables d’Olonne. Áætlað er að siglingin taki 12-14 daga. Skútur í þessum flokki hafa ekki áður siglt hér við land, að sögn imoca.org. Í gær höfðu nokkrar skútur helst úr keppni. Úlfur Hróbjartsson, stjórnarmaður í Brok- ey, siglingafélagi Reykjavíkur, og fulltrúi Norðurlanda í ráði Alþjóðasiglingasambands- ins, segir að hver bátur og hver skipstjóri verði að hafa lagt að baki ákveðna vegalengd úti á rúmsjó til að mega taka þátt í hnattsiglingunni í haust. Keppnin nú er liður í því. Ætlunin var í upphafi að sigla norður fyrir heimskautsbaug vestan við Ísland en svo var leiðin stytt. Úlfur segir að keppendur óttist m.a. að sigla á hvali og þyki ekki ráðlegt að fara norðar. Hraðinn er mikill á bátunum og einn maður nær ekki að vera stöðugt á útkíkki meðan á siglingunni stendur. AFP Kappsigling Þjóðverjinn Boris Hermann tekur þátt í kappsiglingunni á Sea Explorer. Bátarnir eru hraðskreiðir. Staðsetning skútanna í Vendée Arctique siglingakeppninni ÍSLAND FRAKKLAND SPÁNN ÍRLAND ENGLAND Les Sables d'Olonne Siglingaleiðin er um 6.600 km frá Les Sables d'Olonne í Frakklandi í átt til Íslands, suður til Asóreyja og aftur til Les Sables d'Olonne Vendipunktur suðvestur af Reykjanesi Vendipunktur norðan við Asóreyjar Kl. 17.30 í gær  Siglingakeppni á N-Atlantshafi  Vendipunktur suður af Reykjanesi  Einn um borð Skútur sigla hraðbyri norður í höf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.