Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Við Fellsmúla | Sími: 585 2888 ÚRVAL ÚTILJÓSA Í þeim tveimur tilvikum þar sem lög- reglumenn þurftu að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru með kórónu- veirusmit er afstaða yfirmanna þeirra að þeir eigi ekki rétt til greiðslna á meðan þeir dvelja í sóttkví, né fái þeir aukinn frítökurétt vegna vaktafrídaga sem þeir eiga að fá á meðan þeir eru í sóttkvínni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Hafa ekki val Bandalagið hefur sent öllum lög- reglustjórum á landinu bréf þar sem farið er fram á að lögreglumönnum sem þurfa að fara í sóttkví vegna gruns um COVID-19-smit verði greitt fyrir þann tíma sem þeir þurfa að vera í sóttkví og vaktafrí frestist þar til þeir eru lausir úr henni. „Lögreglumenn eru framlínufólk í öllum skilningi þess orðs. Þeir mæta almennt fyrstir á vettvang og hafa ekki val um það hvort þeir sinni út- kalli þegar eftir þjónustu þeirra er leitað. Þeir eru oftar en ekki ómeð- vitaðir um það hvað bíður þeirra og eru berskjaldaðir gagnvart utanað- komandi ógn eins og smitsjúkdóm- um,“ segir meðal annars í bréfi BSRB til lögreglustjóranna. Eðlilegt endurgjald BSRB telur óviðunandi að fram- línufólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir neyð- ast til að eyða í sóttkví vegna þess að þeir hafa orðið berskjaldaðir fyrir smiti af lífshættulegum sjúkdómi í störfum sínum. „BSRB gerir þá kröfu að lögreglu- menn fái greiddar yfirvinnustundir fyrir þann tíma sem þeir verja í sóttkví utan skilgreindra vakta. Það sé eðlilegt endurgjald fyrir þá áhættu sem þeir taka í sínum störf- um og þá staðreynd að þeir glata dýrmætum frítíma af þeim sökum.“ Fái greidd laun í sóttkví  BSRB hefur sent öllum lögreglustjórum bréf Morgunblaðið/Eggert Löggæsla Lögreglumenn hafa verið launalausir í sóttkví. „Þótt við séum víða á flandri hér á Íslandi þá er staðan víða erlendis bara allt önnur,“ segir Breki Karls- son, formaður Neytendasamtak- anna. Framboð á sólarlandaferðum er að aukast, þar sem aðeins hefur hægt á kórónuveirufaraldrinum víða. Samt sem áður eru mörg hótel enn lokuð, eins og t.d. á Tenerife. Borið hefur á því að pakkaferðir hafi verið pantaðar með gistingu á hótel sem þegar eru lokuð vegna faraldursins. Breki bendir því neyt- endum á að sýna aðgát við bókun ferða og ganga úr skugga um að að- gengi að hótelum og afþreyingu sé viðunandi. „Sér í lagi ber að fara varlega ef pantaðar eru pakkaferðir – það er ekkert víst að golfvellir og aðrir af- þreyingarstaðir séu opnir. Fólk þarf að geta verið öruggt um það að af- þreyingin sé sú sem það má vænta,“ segir Breki. Sætta sig við betri gistingu í flestum tilvikum Neytendur geta átt rétt á bótum ef ferðaskrifstofur uppfylla ekki gef- in loforð um gæði ferðarinnar. „Ef það verður veruleg röskun þar þá á fólk rétt á því að aflýsa ferðinni, afpanta hana og fá endur- greitt að fullu,“ segir Breki. Ekki sé heldur ólíklegt að fólk sé fært á milli hótela, komi til lokana, og þá þurfi að gæta þess að hinn nýi kostur sé ekki verri en hótelið sem upp var gefið við pöntun. Viðskiptavinir sem hafa pantað sólarlandaferðir sætta sig oftast við að skipta um hótel ef hið uppruna- lega í pöntuninni er lokað vegna far- aldursins. Lítið er um að farþegar krefjist endurgreiðslna af þessu til- efni, að sögn Þórunnar Reynisdótt- ur, forstjóra Úrvals-Útsýnar. „Eins og hér og annars staðar í heiminum eru færri ferðamenn á Tenerife en vanalega. Auðvitað eru færri hótel opin en samt er mjög gott úrval af hótelum, sem eru opin á þessum tíma. Mörg hótel verða opnuð um miðjan júlí,“ segir Þór- unn. Hún segir ferðaskrifstofuna vinna í nánu samráði við ferðamálayfir- völd á Tenerife, en nýverið sendu þau frá sér yfirlýsingu um að ferða- menn væru velkomnir til Tener- ife á ný. Sýni aðgát við bókun pakkaferða  „Víða erlendis er staðan allt önnur“ Breki Karlsson Þórunn Reynisdóttir Borgarráð hefur samþykkt að út- hluta Húsvirki hf., Síðumúla 30, 6.244 fermetra íbúðarhúsalóð við Hraunbæ 143 í Árbæjarhverfi og selja byggingarrétt að 6.160 fer- metrum ofanjarðar fyrir 356.900.000 krónur. Verð lóðarinnar ákvarðast samkvæmt niðurstöðu útboðs sem lauk 8. júní 2020 en tilboð félagsins reyndist hæsta gilda tilboðið. Auk greiðslu fyrir byggingarrétt greiðast í gatnagerðargjöld krónur 82.696.380 Umrædd lóð var auglýst til sölu sl. vor og bárust fjögur tilboð. AB793 ehf. átti næsthæsta boð, 318 millj- ónir, Reir verk ehf. bauð 262 millj- ónir og Dverghamar ehf. bauð 116 milljónir. Upphaflega var Spildu fasteigna- félagi úthlutað umræddri lóð. Spildu tókst ekki að fjármagna kaupin á byggingarréttinum innan tíma- marka samkvæmt úthlutunarbréfi og útboðsskilmálum og féll því frá kaupunum. Á næstu lóð, Hraunbæ 133, mun Bjarg íbúðafélag byggja þrjú íbúðar- hús með samtals 58 íbúðum. sisi@mbl.is Húsvirki var úthlut- að lóð við Hraunbæ  Átti hæsta tilboð í byggingarréttinn Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.