Morgunblaðið - 07.07.2020, Side 16

Morgunblaðið - 07.07.2020, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Speglaframlenging Kerrulás Hitablásarar Reiðhjólafestingar á bíl Tjaldstæ Flugnanet fyrir börn og fullorðna Rafmagnspumpa Farangursteygjur og strekkibönd eikföng Allt í ferðalagið frá 3.845 4.485 2.995 frá 4.999 1.995 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 nal ðatengi Bar Nefhjól 2.995Rafmangskælibox frá 9.999 Inga Sæland skrif- aði grein sem birtist 17. júní sl. í Morg- unblaðinu, þar sem hún fór yfir þá stað- reynd að núverandi fiskveiðiráðgjöf geng- ur alls ekki upp. Ef litið er til þorsk- veiða þá er þjóðin nú hálfdrættingur á við það sem hún var fyrir daga núverandi stefnu og það eitt ætti að vera augljóst teikn um að rétt sé að taka fiskveiðiráðgjöfina til rækilegrar endurskoðunar. Meginstef stefnunnar hefur verið annars vegar að draga úr veiðum, einkum á smáfiski, til að stuðla að því að hann taki út vöxt svo hægt sé að veiða mun meira magn seinna og hins vegar að tryggja stóran hrygn- ingarstofn og stöðva veiðar meðan á hrygningu stendur til þess að tryggja nýliðun. Afrakstur fiskveiðiráðgjafarinnar er mun minni afli og sömuleiðis minni nýliðun en áður en stefnan var tekin. Þessi niðurstaða á ekki að koma neinum á óvart sem lokið hef- ur grunnáfanga í vistfræði. Upphaflega var því lofað að ef framangreindri ráðgjöf yrði fylgt mætti ganga að 500 þúsund tonna jafnstöðuafla vísum og hægt væri að losna við sveiflur í þorskafla þar sem fiskileysisár yllu samdrætti og gjöful ár þenslu. Frá árinu 1991 hefur veiðiráðgjöf Hafró verið fylgt nánast upp á tonn og töldu þeir sem réðu ferðinni að blóðugur niðurskurður á aflaheim- ildum, sem hjó djúp skörð í sjáv- arbyggðirnar á tíunda áratug síð- ustu aldar, væri smám saman að skila miklum árangri þegar nær dró aldamótunum. En þá fór þorsk- stofninn hins vegar í harkalega nið- ursveiflu þrátt fyrir að ráðgjöfinni væri fylgt. Ekki kom niðursveiflan öllum á óvart, þar sem hún var í takt við það sem gagnrýnendur veiðiráðgjafarinnar höfðu sagt fyrir um. Í stað þess að taka líffræðilegar forsendur ráðgjafarinnar til end- urskoðunar var haldið áfram á sömu braut og því haldið fram að í raun hefði verið veitt meira en hugmynda- fræðin gengi út á, vegna meints ofmats á stofnstærðinni. Endurbætur á stofn- mati dugðu skammt þar sem þorskstofninn fór í niðursveiflu á seinni hluta tí- unda áratugarins og í stað þess taka forsendur til endurskoðunar var hert á stefnunni og dregið enn frek- ar úr veiðum, með lækkun aflareglu úr 25% af veiðistofni og í 20%. Staðan nú árið 2020 er sú að stofnmælingar Hafró gefa til kynna að stofninn sé í hraðri niðursveiflu þriðja árið í röð. Það sem er sorglegast við stöð- una er að frá árinu 1991 hefur þorskaflinn aldrei náð því að nálgast þann afla sem þótti það hræðilegur áður fyrr að vera kallaður aflaleysi. Með öðrum orðum: toppurinn nálg- ast ekki botninn í aflaleysi fyrir daga fiskveiðiráðgjafarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að stofnvistfræðingur SFS, sem gegndi sama starfi hjá LÍÚ, lýsir því yfir blákalt yfir að veiðistjórnun síðustu ára hafi skilað góðum árangri. Ástæða þess að hrygningarstofn- inn fór að stækka upp úr 2006 var ekki beinn árangur friðunar heldur sú að þá fór makríll að ganga á Ís- landsmið svo allt í einu varð til fóð- ur fyrir stóran fisk. Inga Sæland hefur rétt fyrir sér Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson » Frá árinu 1991 hefur þorskaflinn aldrei náð því að nálgast þann afla sem þótti það hræðilegur áður fyrr að vera kallaður aflaleysi. Höfundur er líffræðingur. sigurjon@sigurjon.is Eftir lestur stór- góðrar greinar Ingi- bjargar Sigurð- ardóttur, nýs formanns Félags eldri borgara í Reykjavík, hér í Morgunblaðinu nýlega fylltist ég von um að nú væri eitt- hvað raunhæft í að- sigi, m.a. í launa- málum eldri borgara, auðvitað á öllu landinu, ekki síður hér á Akureyri, þar sem ég und- irritaður er í félagi eldri borgara, EBAK. Það sem gefur mér sterka von með tilkomu Ingibjargar í emb- ættið er að ég varð þess aðnjót- andi að hlusta á skörulegan og sannleiksþrunginn málflutning hennar og framkomu á fundi hér á Akureyri um orkupakkamálið þeg- ar hún fór um landið með þing- mönnum Miðflokksins. Það leyndi sér ekki að þar var kjarnakona á ferð sem tók sannleikann og rétt- sýnina ofar öllu. Eins og flestum er kunnugt hef- ur Bjarni fjármálaráðherra haldið ellilífeyrisþegum í tugþúsunda tali undir fátæktarmörkum og skaffað heilla 3,5% launahækkun á ári til ellilífeyrisþega ár eftir ár, sem engan veginn heldur í við almenna fjárþörf til viðurværis. Á sama tíma fær hálaunafólkið hækkanir upp á tugi prósenta og þar á meðal hann. Nú er í gangi málshöfðun Gráa hersins á hendur fjár- málaráðherra vegna skerðinga á almannatryggingum til eldri borg- ara. Svo er það hún Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður Lands- sambands eldri borgara, sem kom- ið hefur oft fram og m.a. hjá svokölluðu þríeyki þar sem hún klökkri röddu talar um hvað margt eldra fólk búi við bág kjör sökum ýmiskonar veikinda og krankleika, jafnvel leiðinda! Virðist henni fyrirmunað að skilja að það sem að er er peningaleysi hjá þessu fólki svo það geti lifað sómasamlegu lífi; fólk sem ekki á einu sinni fyrir nauðþurftum, lyfjum eða læknisheimsóknum. Hvað þarf til að þú skiljir þetta, Þórunn? Þetta er ekki flókið. Árið 2017 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Katrínu Jakobsdóttur, núverandi forsætisráðherra, þá í stjórnarandstöðu. Fyrirsögn grein- arinnar var: „Gætum við sameinast gegn fátækt?“ og áfram heldur hún: „En við eigum fátækt fólk í öllum aldurshópum, þar nægir að horfa á tölur um lægstu laun, ör- orkubætur og ellilífeyri og þar sést berlega að af þessum lægstu greiðslum er vandlifað.“ Og áfram heldur hún: „Fátækt er blettur á ríku samfélagi eins og Íslandi.“ Svo mörg voru þau orð og nú ert þú forsætisráðherra, frú Katr- ín, og ætti að vera auðvelt fyrir þig að beygja óbilgjarnan fjár- málaráðherra, þú hefur gert það áður, og láta orð þín standa, eða er ekkert að marka hvað þú segir? Ég óska Ingibjörgu Sigurð- ardóttur velfarnaðar í starfi. Eftir Hjörleif Hallgríms » Fátækt er blettur á ríku samfélagi eins og Íslandi. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Stórgóð grein Ingibjargar Samfélagið er alltaf að breytast og spyrja þarf: Hver er líklegur til að gera þjóðina meðvitaðri um stóru mótsagnirnar sem veltast þar undir yfir- borðinu? Er það ekki einmitt forseti Ís- lands okkar, sem óháðasti stjórn- málakerfisfulltrúinn? Nú tíðkast þó enn sem fyrr að finna jafnan léttbæra meðalvegi í umræðu af hálfu forsetaembætt- isins: Dæmi um flókið viðvarandi við- fangsefni úr fortíðinni hefur verið snjóflóðamálin: Svo getur virst nú, að eftir að mannskæðu snjóflóðin á Norðfirði urðu, 1974, hefðu forsetarnir átt að þráspyrja þjóðina hvort það væri örugglega siðferðilegt mat hennar og sátt um að leyfa sumum þegna sinna að búa áfram á snjóflóða- hættusvæðum, jafnvel þótt nú væri verið að hefja gerð snjóflóðavarna fyrir framtíðina. En nú eru hins vegar, fyrst tæpri hálfri öld síðar, aðstand- endur látinna þar orðnir tilbúnir að koma fram í heimildaþáttum Rík- issjónvarps og viðurkenna þar að það hafi tekið þá allan þennan tíma að horfast í augu við mótsagnir þessarar tilveru sinnar, svo sem áframhaldandi vá, missinn og sorg- arúrvinnsluna. Er hér greinilega á ferðinni gömul sálfræðileg áfalla- streita þjóðarinnar, sem nútíma- legur forseti þjóðarinnar hefði átt að setja metnað sinn í að samsama þjóðarsjálfsmyndinni og þjóð- arímyndinni gegnum tíðina! Annað óuppgert dæmi er flótta- mannavandinn: Augljóslega getur Ísland ekki tekið við öllum slíkum vegna smæðar sinnar. Og eðli lýð- ræðisfyrirkomulags vestrænna ríkja gerir ekki ráð fyrir að við réttum okkur lengra þar en sem svarar einhverjum meðalvegi í skuldbindingum okkar í utanrík- issamskiptum frið- samra þjóða á leið til vaxandi velsældar sinnar. En forsetinn mætti útskýra betur fyrir þjóðinni hvar mörkin eiga þar að liggja um björgun og virði mannslífa þess- ara, í stað þess að sýna bara þögla hlut- tekningu! Í þarsíðustu forseta- kosningunum hafði a.m.k. einn frambjóð- endanna umhverfismál á dagskrá og forsetinn sýndi síðar slíku nokk- urn áhuga. En hann lét þó ekki svarað hvort við ættum að spyrja dýpri spurninga, svo sem um hvort Íslendingar eigi yfirleitt að ganga langt í að reyna að leiðrétta afleið- ingar ofneyslu heimsbyggðarinnar almennt, utan Íslands, á fyrri öld- um. Í kynjajafnréttismálum mætti hann einnig rökstyðja betur hvern- ig kynin eigi að geta verið jöfn í alla staði ef þau eru að upplagi ólík! Aðrar skoðanir um líf og dauða bíða og svars, svo sem um fóstur- eyðingar, kostnað við að lengja meðalævi aldraðra og stuðning við barneignir þjóðarinnar. Svo mætti samhæfa betur af- stöðuna um þjóðtungu og skáld- bókmenntir þjóðarinnar. Þar má nefna að áður hef ég gefið kost á mér sem eins konar hirðskáld forsetaembættisins. Og nú þegar búið er að útnefna mig Lárviðarskáld Íslands (af Vináttu- félagi Íslands og Kanada, að breskri og nú raunar einnig banda- rískri fyrirmynd) stendur það til- boð mitt nú áfram, þess heldur! En að minnsta kosti get ég þó lokið þessu spjalli mínu með mál- efnalegu ljóði. En ljóð mitt, Forsetaembættið, hefst með þessum orðum: Embætti forseta Íslands sýnir hinn margklofna persónuleika Íslend- inga: Er hann kannski landvætturin eða fjallkonan? Ellegar utanríkisráðherrann eða for- sætisráðherrann? Hver heldur hann að hann sé? Kannski fræðimaðurinn eða ræðu- snillingur? Eða allavega þó ekki hægrisinni eða hvað? Hann virðist leita í sálartetri sínu að hinni einu sönnu miðju heimsins, og þjóðin leitar að því sama í honum en finnur ekki nema stundum. Forsetaframboð og siðferðishlutverkið Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal » Spyrja þarf: Hver er líklegur til að gera þjóðina meðvitaðri um stóru mótsagnirnar sem veltast þar undir yfir- borðinu? Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.