Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR Þegar aðeins það besta kemur til greina PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að stjórn- völd muni setja allt að einn og hálfan milljarð punda, um 260 milljarða króna, í að halda lista- og menn- ingarlífi þjóðarinnar á floti á tímum Covid-19. Fjölmiðlar á Bretlandi segja ákvörðunina hafa komið listaheim- inum ánægjulega á óvart, þar sem skilaboðin frá fjármálaráðuneytinu hafi frekar verið á þann veg að lítið yrði að gert. Háum upphæðum verð- ur deilt milli listasafna, gallería, leik- húsa og tónleikastaða. Stjórnvöld segja þetta umfangsmestu fjárfest- ingu hins opinbera í bresku menn- ingarlífi sem um getur. Vikum saman hafa talsmenn menningarstofnana varað við hruni í geiranum, þar sem innkoma hefur verið nánast engin og til að mynda lögðust sviðslistir nánast af. Ráð- herrar sem útskýrðu hvað fælist í úthlutun fjárins segja markmiðið vera að sjá til þess að menningar- stofnanirnar geti lifað faraldurinn af og haldið starfsfólki. Í The Guardian er vitnað í leik- skáldið James Graham, sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir stuðn- ingi hins opinbera á þessum óvissu- tímum, og segir hann upphæðina vera hærri en flesta í menningar- geiranum hafi dreymt um. Haft er eftir Boris Johnson forsætisráð- herra um stuðninginn að listir og menning séu „sál þjóðarinnar“. Háar upphæðir í breska menningu AFP Innpökkun Sjálfboðaliðar á vegum hreyfingarinnar #MissingLiveTheatre tóku fyrir helgi þátt í að pakka Breska þjóðleikhúsinu inn í bleikt límband sem á stendur að fólk sakni lifandi leikhúss. Fjölda leikhúsa var pakkað inn.  Meira en flestir vonuðust eftir Nýr sjóður hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands og nefnist Íslenskusjóður- inn. Samkvæmt frétt á vef HÍ bygg- ist sjóðurinn á rausnarlegu fram- lagi Elsu Sigríðar Jónsdóttur og Tómasar Gunnarssonar, en þau undirrituðu skipulagsskrá sjóðsins ásamt Jóni Atli Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, á dögunum. Elsa Sigríður er fyrrverandi lektor við Kennaraháskóla Íslands, áður við Fósturskóla Íslands, og beind- ust rannsóknir hennar ekki síst að fjölmenningu og leikskólastarfi. Markmið sjóðsins er að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir króna. Tilgangurinn með stofnun sjóðs- ins er að efla vald fólks á íslensku máli, einkum fjöltyngdra barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Styrkir verða veittir til verka sem styðja við og efla notkun á íslensku máli, svo sem þróunar- verkefna á leikskóla- og grunn- skólastigi, námskeiða, bókaskrifa, bókaþýðinga og bókaútgáfu, vef- síðna, efnis fyrir snjalltæki og ann- ars sem álitlegt þykir til að ná markmiði sjóðsins. Sjóðurinn er stofnaður í minn- ingu foreldra þeirra Tómasar og Elsu Sigríðar, en þau voru öll af ungmennafélagskynslóðinni, þar sem fullveldi Íslands og sjálfstæði voru meginmál. Íslensk tunga var þeim hjartfólgin og vildu þau veg hennar sem mestan. Íslenskusjóður við Háskóla Íslands Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Undirritun Elsa Sigríður og Tómas ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskólans, og stjórn styrktarstjóðsins. Bókauppboð Foldar og Bókar- innar að þessu sinni, á upp- bod.is, er til- einkað Halldóri Laxness og kenn- ir ýmissa grasa. Í tilkynningu segir að til að mynda sé boðið upp fyrsta verk Halldórs, Barn náttúrunnar, sem kom út árið 1919. Um er að ræða fyrstu útgáfu, sem er sjaldséð á markaði. Þannig eru á uppboðinu margar sérvaldar 1. útgáfur verka skáldsins. Til að mynda er boðinn upp Vefarinn mikli frá Kasmír, heill og góður en þarfnast bands. Sömuleiðis eru boðnar upp Alþýðu- bókin og Íslandsklukkan í nokkrum fallegum útgáfum og Gerska ævin- týrið í frumútgáfu. Þá er getið um bókina Af menningarástandi, en hún sést sjaldan. Allra fágætasta bókin er þó Nokkrar sögur, sem kom út í litlu upplagi. Um er að ræða glæsilegt eintak. Bækurnar má skoða í Fold á afgreiðslutíma. Bjóða upp bækur Halldórs Laxness Halldór Kiljan Laxness Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvít- ur, hvítur dagur, er sýnd í breskum streymisveitum um þessar mundir og hefur hlotið lofsamlega dóma í þarlendum fjölmiðlum. Gagnrýn- endur bæði The Times og The Guardian gefa kvikmyndinni fjórar stjörnur. Í fyrrnefnda blaðinu segir að kvikmyndin byrji sem tregafull og listræn hugleiðing um sorg en breytist smám saman í hægbrenn- andi trylli um lögreglumann, lista- vel leikinn af Ingvari E. Sigurðs- syni, sem sé í leyfi eftir andlát eiginkonu sinnar en taki að gruna að það hafi borið að með saknæm- um hætti. Leikstjórinn er sagður leyfa sér listræna sérvisku en hann missi þó aldrei sjónar á markvissri uppbyggingu verksins, sem ljúki með frábærum hætti. Í The Guardian er leikstjórinn sagður byggja upp kraftmikla frá- sögn með heillandi og markvissum hætti. Hæg framvindan framan af sé eins og kveikur að brenna og síð- ustu 20 mínúturnar séu sannkölluð sprengja. Þá er frammistöðu Ingv- ars hrósað mjög. Góð Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum í myndinni. Hvítur, hvítur dag- ur fær mikið hrós Hið framan af nafnlausaDuo Concordia var stofn-að 1986. Það er ef að lík-um lætur hið fyrsta og eina sinnar tegundar hér á landi. Enda ber ekki mikið á klassískum samleik gítars og fiðlu utan úr heimi. Sennilega fyrir þá sök hversu seint spænska þjóðarhljóðfærið komst til vegs og virðingar í tónleikasölum. Það gerðist nefnilega ekki fyrr en á öld- inni sem leið; ekki sízt þökk sé snillingum á við Andrés Se- govia. Eiginlega synd og skömm hvað það dróst lengi, því þrátt fyrir nokkurn styrkrænan yfirburð fiðlunnar fellur strok- hljómur hennar furðuvel að strengja- plokki gítarsins, nánast eins og álf- konusöngur við epískan harpslátt. Frómt frá sagt bjóst ég við minna en raun bar vitni, sumpart fyrir fyrr- nefndan styrkrænan samvægisvanda hljóðfæranna. En með góðri upp- tökutækni má jafna það sem annars kann að týnast í náttúruómvist lifandi hljómflutnings. Og það heyrist manni einmitt hafa tekizt svo af ber í þess- um vönduðu upptökum, er auk þess nýta ágætan enduróm Áskirkju í bak- grunni. Auk hinnar óvenjulegu áhafnar vekur diskurinn athygli fyrir smekk- lega valið sýnishorn af íslenzkri nú- tímakammertónlist 1986-2013, er tjaldar meiri fjölbreytni en vænta mætti. Mér er persónulega engin launung á að hafa kunnað bezt við ljóðræna launklassík Þorkels Sigur- björnssonar í Vappi (1993). En hvað sem má um hin verkin segja hafa þau öll sinn sjarma þótt ólík séu. Þar við bætist innblásin og ofursamstillt túlk- un þeirra Laufeyjar og Páls sem maður fær ekki betur heyrt en að standist jafnvel skæðustu alþjóða- kröfur með glans. Innblásin túlkun í fágætri tvennd Geisladiskur Duo Concordiabbbbn Tryggvi M. Baldvinsson: Sónata (2006). Hilmar Þórðarson: Gefjun (2000). Þor- kell Sigurbjörnsson: Vapp (1993). John A. Speight: Samtvinna (2013); Bergmál Orfeusar f. einleiksgítar (1986). Magnús Blöndal Jóhannsson: Sonorities VI f. einleiksfiðlu (1990). Duo Concordia: Laufey Sigurðardóttir fiðla, Páll Eyjólfsson gítar. Upptaka (Ás- kirkju ág. 2014) og meistrun: Halldór Víkingsson, Fermata Recordings. Lengd: 55:21. ODRCD394, 2020. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Flytjendur Rýnir segir verkin hafa „sinn sjarma þótt ólík séu. Þar við bætist innblásin og ofursamstillt túlkun þeirra Laufeyjar og Páls sem maður fær ekki betur heyrt en að standist jafnvel skæðustu alþjóðakröfur með glans“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.