Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is ©2019 Disney/Pixar SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION EXTENDED EDITION Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI Sýnd með íslensku tali Ítalska Óskarsverðlaunatónskáldið Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Hann var áratugum saman eitt áhrifamesta tónskáld kvikmynda- heimsins. Fyrst sló hann í gegn sem höfundur tónlistarinnar í vestrum Sergios Leone á sjöunda áratugnum en samdi síðan tónlist fyrir allra- handa kvikmyndir. Morricone var fæddur í Rómaborg árið 1928. Hann lærði á trompet og byrjaði ungur að semja tónlist, að- eins sex ára gamall. Hann lærði síð- an klassíska tónlist og hóf eftir út- skrift að starfa við að semja fyrir leikhús og útvarp. Þá var hann snemma fenginn til að útsetja og semja dægurlög, til að mynda lög sem slógu í gegn sungin af Paul Anka og Demis Roussos – seinna á ferlinum átti hann eftir að vinna með Pet Shop Boys. Hann kom líka við sögu í hópi framúrstefnutónskálda í heimalandinu. Mesta frægð hlaut Morricone þó fyrir kvikmyndatónlist, þar sem hann sýndi einstaka fjölhæfni við að semja og útsetja. Hann byrjaði að semja fyrir kvikmyndir á sjötta ára- tugnum, tónlist sem var eignuð öðrum, en vakti fyrst athygli undir eigin nafni fyrir tónlistina í Il Fede- rale sem Luciano Salce leikstýrði. Frægðin kom síðan fyrir tónlistina í svokölluðum „spagettívestrum“ Leo- nes, sem Clint Eastwood lék í. Þeir unnu áfram saman og sjálfur sagði Morricone að tónlistin sem hann samdi fyrir mynd hans Once Upon a Time in America (1984) væri eitt- hvað það besta sem hann hefði sam- ið. Í The Guardian segir að tónlistin sem Morricone samdi fyrir Leone hafi haft mikil áhrif á leikstjórann Quentin Tarantino, sem fékk hann til að semja fyrir vestrann The Hateful Eight. Fyrir það verk fékk Morri- cone Óskarsverðlaunin, en áður hafði hann hlotið heiðursóskar fyrir ævi- starfið. Tarantino notaði tónlist hans einnig í Kill Bill, Inglourious Bas- terds og Django Unchained. Meðal annarra kvikmynda sem Morricone samdi fyrir má nefna Cinema Paradiso, The Thing, The Battle of Algiers, Days of Heaven og The Untouchables. Morricone stjórnaði iðulega hljómsveitum sem fluttu tónlist eftir hann, allt fram á síðasta ár. Yfir 70 milljónir platna hafa selst með tónlist hans. Eitt dáðasta kvik- myndatónskáldið AFP Meistari Morricone með Óskarinn sem hann fékk fyrir The Hateful Eight.  Ennio Morricone allur, 91 árs gamallGestir eru aftur teknir að flæða um ganga hins mikla Louvre-safns í París eftir nær fjögurra mánaða lok- un vegna kórónuveirufaraldursins. Mun færri gestum er þó hleypt inn í safnið nú, er þeim skylt að vera með grímur og er einstefna gegnum sal- ina. Þá er hleypt í hollum í lang- vinsælasta salinn í Denon-álmunni, þar sem Mónu Lísu-málverk Leon- ardos da Vinci er að finna. Louvre er vinsælasta safn jarðar og tekur ár hvert á móti nær tíu milljón gestum, sem langflestir koma frá öðrum löndum en Frakk- landi. Ferðamenn eru afar fáir í landinu um þessar mundir og óttast stjórnendur safnsins áframhaldandi tap af þeim völdum. „Við erum að taka við 80 prósent- um færri gestum,“ hefur AFP- fréttastofan eftir Jean-Luc Mart- inez, stjórnanda Louvre, og spáir hann því að safnið fái í sumar í mesta lagi 20 til 30 prósent þeirra gesta sem sóttu safnið heim á sama tíma í fyrra. Segir hann safnið þegar hafa tapað um 40 milljónum evra, eða sem nemur um 6,2 milljörðum króna. AFP Sjálfa Móna Lísa, „La Gioconda“, er kímileit að sjá fyrir aftan grímuklæddan gest sem tekur sjálfsmynd með henni. Louvre-safnið opið að nýju Með grímu Sjálfsmynd tekin við verk eftir David.Röðin Gestir eru aftur teknir að mynda röð við Louvre. Gersemi Gestur fer hjá málverki eftir Leonardo Da Vinci í Louvre.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.