Morgunblaðið - 23.07.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Tímabili lúsmýsins er ekki lokið, að
sögn meindýraeyðis, og hefur kom-
um á heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins vegna bita fjölgað frá síðasta
ári, að sögn forstjóra heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Þrátt fyrir það segir Steinar
Smári Guðbergsson meindýraeyðir
að hann hafi orðið minna var við
lúsmýið þetta árið en áður. Orsökin
er tvíþætt, að mati Steinars. Annars
vegar hafi verið kalt í byrjun sumars
og því séu líkur á að lúsmýið hafi átt
erfiðara uppdráttar en áður. Hins
vegar séu Íslendingar farnir að venj-
ast óværunni og líkamar Íslendinga
sömuleiðis sem sýni nú minni of-
næmisviðbrögð en áður.
Steinar segir að lúsmýið sé ekki
horfið, fyrsta „holli“ sé einfaldlega
lokið en hollin séu oftast tvö til þrjú
yfir sumartímann.
„Lúsmýið er að alla vega fram að
mánaðamótum ágúst/september.
Þetta er ekki búið núna. Fyrsta holl-
ið er alltaf verst en því holli er lokið.
Svo kemur annað holl, þetta er eins
og það séu tvær til þrjár kynslóðir
sem komist upp á sumrin. Lúsmýið
ræðst á okkur og drekkur úr okkur
blóð svo það geti verpt,“ segir Stein-
ar.
Flestir bíða óþægindin af sér
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, segir að hjúkrunarfræð-
ingar heilsugæslunnar hafi orðið
varir við fleiri fyrirspurnir vegna
bita lúsmýs en áður.
„Í langflestum tilfellum bíður fólk
þetta af sér og gerir ekki neitt en
stundum þarf að nota steraáburð
eða kláðastillandi lyf,“ segir Óskar.
Það eru því almennt þeir sem verða
verst úti í slagnum við mýið sem
leita til heilsugæslunnar.
Spurður hvort fólk sem þangað
leiti komi af einhverjum sérstökum
landsvæðum eða hverfum innan höf-
uðborgarinnar segir Óskar: „Þetta
er úti um allt.“
Hann jánkar því að vænlegt sé
fyrir höfuðborgarbúa að verjast
óværunni en upplýsingar um for-
varnir er að finna á vefsíðu heilsu-
gæslunnar, www.hg.is.
ragnhildur@mbl.is
Fleiri á heilsugæslu vegna mýbita
Lúsmýið leikur enn lausum hala
Meindýraeyðir sér minna af mýinu
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Mý Lúsmý er flestum landsmönnum
kunnugt en fæstum til ánægju.
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Rio Tinto kærði í gær Landsvirkjun
til Samkeppniseftirlitsins vegna
„misnotkunar Landsvirkjunar á
yfirburðastöðu fyrirtækisins gagn-
vart ISAL“. Álframleiðandinn segir
Landsvirkjun hafa misnotað mark-
aðsráðandi stöðu sína á raforku-
markaði. Í yfirlýsingu frá Rio Tinto
segir að láti Landsvirkjun „ekki af
skaðlegri háttsemi sinni“ hafi Rio
Tinto ekki annan kost en að íhuga að
segja upp orkusamningi sínum og
virkja áætlun um lokun. Um 500
manns starfa hjá fyrirtækinu. Rio
Tinto óskar eftir því að Samkeppn-
iseftirlitið skoði „samkeppnishaml-
andi háttsemi Landsvirkjunar með
mismunandi verðlagningu og lang-
tímaorkusamningum, svo að álver
ISAL og önnur íslensk framleiðsla
og fyrirtæki geti keppt á alþjóða-
vettvangi“. Alf Barrios, forstjóri Rio
Tinto á heimsvísu, segir í tilkynning-
unni að ISAL „greiði umtalsvert
meira fyrir orku sína en aðrir ál-
framleiðendur á Íslandi sem grefur
undan samkeppnisstöðu fyrirtækis-
ins“. Þá segir Barrios að ISAL geti
ekki haldið álframleiðslu sinni á Ís-
landi áfram sé verðlagning orkunnar
ekki „gagnsæ, sanngjörn og alþjóð-
lega samkeppnishæf“.
Viðræður Rio Tinto og Lands-
virkjunar hafa staðið yfir að undan-
förnu. Í tilkynningu Rio Tinto segir
að þrátt fyrir ítrekaða viðleitni hafi
fyrirtækið „nú komist að þeirri
niðurstöðu að Landsvirkjun sé ekki
tilbúin til að bæta núverandi raf-
orkusamning ISAL sem gerir fyrir-
tækið sjálfbært og samkeppnishæft
og taka á skaðlegri hegðun og mis-
munun Landsvirkjunar gagnvart
ISAL“.
Vilji ekki aflétta trúnaði
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði í samtali við
mbl.is að kæran kæmi sér verulega á
óvart. „Við teljum okkur að öllu leyti
fara eftir samkeppnislögum á Íslandi
og í Evrópu,“ sagði Hörður. „Þetta
kemur okkur mjög á óvart, að þeir
séu að fara þessa leið með samning
sem var gerður fyrir tíu árum að
frumkvæði Rio Tinto og eftir að bæði
fyrirtæki hafa ráðist í miklar fjár-
festingar og tekið á sig langtíma-
skuldbindingar,“ sagði Hörður og
bætti við að Landsvirkjun geti ekki
tjáð sig efnislega um kæruna eða
samninginn í heild sinni. „Það gerir
okkur erfitt fyrir að tjá okkur efn-
islega um málið að þeir neita að af-
létta trúnaði á samningnum. Það er
mjög sérstakt að leggja fram þessa
kæru og tjá sig efnislega um samn-
inginn með þessum hætti en vera svo
ekki tilbúnir að leggja hann á borð-
ið,“ sagði Hörður. Spurður út í samn-
ingaviðræðurnar við Rio Tinto segist
Hörður lítið geta tjáð sig að svo
stöddu. „Við höfum boðið þeim
breytingar á samningnum sem við
teljum að komi til móts við þær erf-
iðu aðstæður sem eru uppi í dag en
þeir hafa ekki svarað því,“ sagði
Hörður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álverið í Straumsvík Álframleiðandinn segir Landsvirkjun hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína í raforku.
Kæra Landsvirkjun til
Samkeppniseftirlitsins
Landsvirkjun segir Rio Tinto ekki vilja aflétta trúnaði
Morgunblaðið/Hari
Landsvirkjun Forstjórinn segir að kæran hafi komið sér verulega á óvart.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra segist ekki gera athuga-
semdir við kæru Rio Tinto til
Landsvirkjunar. „Við búum í landi
þar sem menn geta látið reyna á
rétt sinn, það er
lítið við því að
segja þegar
menn gera það,“
sagði Bjarni í
samtali við
mbl.is í gær. Rio
Tinto kærði í
gær Lands-
virkjun til Sam-
keppniseftirlits-
ins, en í
tilkynningu frá
álframleiðandanum segir að Lands-
virkjun hafi misnotað markaðs-
ráðandi stöðu sína á fram-
orkumarkaði og láti Landsvirkjun
ekki af „skaðlegri háttsemi sinni“
hafi fyrirtækið ekki annan kost en
að íhuga að segja upp orkusamn-
ingi sínum og virkja áætlun um
lokun.
Fjölda álvera verið lokað
Bjarni segir að koma verði í ljós
hvernig málinu vindur áfram.
Bendir hann á að fjölda álvera í
Evrópu hafi verið lokað á und-
anförnum árum og að á sama tíma
hafi ekkert nýtt álver verið reist í
álfunni. „Kína hefur tekið til sín æ
stærri hluta heimsframleiðslunnar,
sem brýst út í því að fyrirtæki sem
eru í rekstrarvanda út af breyttri
heimsmynd láta reyna á sína
stöðu,“ segir Bjarni. Þá segist
hann telja að ákveðinn tvískinn-
ungur ríki í alþjóðapólitík. Hann
segir það tímabært „að fara fram
á það til dæmis í Evrópusamvinnu
að staðinn verði vörður um iðn-
aðarvöru innan Evrópska efna-
hagssvæðisins, sem augljóslega fer
fram með mun umhverfisvænni
hætti en sú framleiðsa sem er seld
inn á svæðið.“
Geti munað tugum prósenta
Þá segir Bjarni það skjóta
skökku við að standa á alþjóð-
legum ráðstefnum með þjóðum
sem lýsi árangri í aðgerðum gegn
losun gróðurhúsalofttegunda sem
einum af mikilvægari málefnum
samtímans, en á sama tíma kaupi
stórir bílaframleiðendur ESB
óhikað vörur frá framleiðendum
sem virði markmiðin að vettugi.
Hann segir þar geta munað tugum
prósenta í kolefnislosun, en þrátt
fyrir það fái framleiðendur á ís-
lensku áli ekki eina evru umfram
aðra framleiðendur fyrir sína af-
urð. Spurður hvort kæra Rio
Tinto til Samkeppniseftirlitsins
kalli á afléttingu trúnaðar á raf-
orkusamningi fyrirtækisins við
Landsvirkjun segir Bjarni: „Nú
verður Rio Tinto að svara sjálft
fyrir það, en ég hef skilið það
þannig að það strandi á þeim sjálf-
um að opna samninginn og gera
skilmála hans alla opinbera.“
Framhaldið verði
að koma í ljós
Fjármálaráðherra gerir ekki at-
hugasemdir við kæru Rio Tinto
Bjarni
Benediktsson