Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Verkefnastjóri neyðarmóttöku fyr- ir þolendur kynferðisofbeldis segir að mikil óvissa sé um það hvernig málafjöldinn verði um verslunar- mannahelgi, þar sem fjöldasam- komur fleiri en 500 verða bannaðar og fólk safnist því líklega frekar saman í minni hópum þar sem tak- mörkuð gæsla sé viðhöfð. „Það hefur alveg sýnt sig að það hafa verið færri brot á þeim stöð- um þar sem hefur verið góð gæsla, þar sem einnig er hægt að leita til aðila sem sinna gæslu ef brot verða,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Flest brot í heimahúsum Mikið hefur verið að gera á neyðarmóttöku fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis í júlí en alls hafa sautján mál komið upp það sem af er mánuði, samanborið við sjö mál í júlí í fyrra. Þrátt fyrir að skemmtistöðum sé einungis heimilt að hafa opið til ell- efu á kvöldin eru brotin, eins og áður, flest skemmtanatengd. Afar fáir þolendur leita til neyðarmót- tökunnar vegna kynferðisbrota á skemmtistöðum almennt og jánkar Hrönn því að þessi mikli fjöldi brota sýni enn betur að flest kyn- ferðisbrot eigi sér stað í heima- húsum. „Það er ekki opið eins lengi niðri í bæ og áður en það er samt raunin að flest kynferðisbrot eiga sér stað í heimahúsum. Það eru ekki mörg mál á ári sem eiga sér stað inni á skemmtistöðum – það eru um 5% af þeim málum sem koma til okk- ar,“ segir Hrönn. Álag á neyðarmóttöku fyrir þol- endur kynferðisofbeldis hefur farið stigvaxandi síðan slakað var á tak- mörkunum á samkomubanni. 39 þolendur kynferðisofbeldis leituðu til neyðarmóttöku í maí, júní og júlí en 29 frá janúar til apríl. Í fyrra voru málin 34 frá maí til júlí en Hrönn segir erfitt að spá fyrir um það hvort fleiri mál komi upp í júlímánuði. Erfitt að segja til um þróun Hrönn segir aðspurð að óvíst sé hvernig verslunarmannahelgin muni koma út hvað varðar kyn- ferðisofbeldi en vissulega sé meiri hætta á brotum þegar minni gæsla sé til staðar. „Það gæti verið að ungt fólk taki ákvörðun um að tjalda saman í hópum þar sem er minna utanum- hald og gæsla en á stærri við- burðum. Það er erfitt að segja til um hvernig þróunin verður en við vonum að fólk viðhaldi þeim ráð- leggingum sem eru í gildi um fjöldatakmarkanir og smitvarnir og fyrst og fremst um að beita engan þvingunum eða ofbeldi.“ Álag á neyðarmót- töku stigvaxandi Morgunblaðið/Eggert Móttaka Hrönn er verkefnastjóri neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota.  17 leituðu til neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota í júlí Málum fækkar yfir árin » Fjöldi mála sem komu inn á borð neyðarmóttökunnar jókst mjög á milli 2016 og 2017. » Þegar mest lét voru þau 187 talsins. » Síðan þá hefur málum fækk- að nokkuð og voru þau 147 talsins í fyrra. » Það sem af er ári hafa 68 þolendur leitað til neyð- armóttöku þolenda kynferð- isbrota en eins og Hrönn bend- ir á er erfitt að segja til um framhaldið. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Rétt um áttatíu manns verða við- staddir innsetningu Guðna Th. Jó- hannessonar í embætti forseta Ís- lands öðru sinni. Er það vegna ráðstafana í tengslum við heimsfar- aldur kórónuveiru. Rétt um 270 manns mættu á athöfnina fyrir fjórum árum en vegna smithættu var ákveðið að hafa innsetninguna með öðrum hætti. Þetta segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofu- stjóri skrifstofu yfirstjórnar forsæt- isráðuneytisins. Annað kjörtímabil Guðna hefst laugardaginn 1. ágúst. Hætta á kórónuveirusmiti Ljóst er að ef upp kemur smit hjá aðila sem sækir athöfnina mun fjöldi einstaklinga þurfa að sæta sóttkví. Þar á meðal eru nær allir æðstu stjórnendur ríkisins. Að sögn Ágústs væri áfall ef upp kæmi smit. „Við viljum fara varlega og sýna varúð. Með því að hafa færri við- stadda er verið að takmarka áhætt- una á því að þetta fólk lendi í sóttkví. Það yrði gríðarlegt áfall ef upp kæmi sýking,“ segir Ágúst, en tryggt verður að talsverð fjarlægð verði milli allra á svæðinu. Tíðkast hefur að bjóða m.a. öllum alþingismönnum, fyrrverandi for- setum þingsins og Hæstaréttar auk formanna ýmissa félagasamtaka þegar forseti er settur í embætti. Framangreindir aðilar fá ekki boð í ár. Þá verður allt gert til að halda fjöldanum í lágmarki. „Við munum gera allt til að halda þessu í lág- marki. Það eru ýmsir embættis- menn sem ekki fá boð að þessu sinni og það sama á við um for- menn margra félagasamtaka. Þessu er skipt niður í nokkra flokka,“ seg- ir Ágúst og bætir við að þingflokks- formönnum, forsætisnefnd þingsins og formönnum flokka verði öllum boðið. Þingflokksformenn voru ekki á upphaflegum boðslista og herma. heimildir Morgunblaðsins að gerðar hafi verið athugasemdir við það. Aðspurður segir Ágúst að ábending hafi borist forsætisráðuneytinu þegar í ljós kom að þingflokks- formenn voru ekki á lista. „Það er rétt að þeim var bætt við. Þeir voru ekki á upphaflega listanum og okkur barst þess vegna ábending. Eftir að hafa skoðað mál- ið var reynt að koma því við,“ segir Ágúst. Lítið breyst frá upphafi Innsetningarathöfn forseta er mjög formföst og hefur lítið breyst allt frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti. Fyrst er haldið til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og í kjölfarið færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishúss- ins. Þar mun innsetningin jafn- framt fara fram. Yfirleitt hefur þinghúsið verið fullt auk þess sem hliðarsalir hússins hafa verið nýttir. Ljóst er að annað snið verður á at- höfninnni í ár þar sem fjarlægð- armörk og fjöldatakmarkanir verða áberandi. Fáum boðið á innsetningu forseta  Breytingar gerðar á boðslista eftir athugasemd frá þingflokksformanni  Áfall ef upp kæmi smit meðal gesta athafnarinnar  Mun færri fá boð í ár til að draga úr líkum á kórónuveirusmiti Morgunblaðið/Freyja Gylfa Innsetning Ákvörðun um færri gesti var tekin að höfðu samráði við sóttvarnalækni. 80 manns verða viðstaddir. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kaupmáttur hér á landi er í hæstu hæðum. Hann hafði aldrei mælst hærri en í apríl fyrr á þessu ári, en hefur dregist eilítið saman síðustu tvo mánuði. Þrátt fyrir það er kaupmátturinn síðustu þrjá mán- uði hærri en nokkurn tímann áður. Þetta kemur fram í greiningu hag- fræðideildar Landsbankans. Vísitala neysluverðs hækkaði einungis um 2,2% milli aprílmán- aða árið 2019 og 2020. Launa- vísitalan hækkaði um 6,7% á sama tímabili og er kaupmáttaraukn- ingin því umtalsverð. Það þykir sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að heimsfaraldur kórónuveiru hef- ur haft slæm áhrif á efnahagslífið hér á landi. Séu launahækkanir opinbera og almenna markaðarins bornar sam- an má sjá að laun opinberra starfs- manna hafa hækkað meira. Hafa þau hækkað um 7,8% samanborið við 6,8% á almennum vinnumark- aði. Kaupmáttur nær aldrei verið meiri  Laun opinberra starfsmanna hækka Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Kaupmáttur hér á landi er nú í hæstu hæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.