Morgunblaðið - 23.07.2020, Page 28
BAKSVIÐ
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn stendur í
miklum framkvæmdum en í vor hófst vinna
við stækkun fiskvinnsluhúss um 600 fermetra.
„Verið er að stækka rýmið vegna bolfisk-
vinnslu, setja upp nýja lyftarageymslu,
stækka móttökukælinn og koma fyrir betri
aðstöðu fyrir aðgerð og grásleppuvinnslu en
hluti stækkunar er líka vegna búnaðar fyrir
vinnslu uppsjávarfisks. Einnig verður þarna
rými fyrir kælivélabúnað vegna fiskvinnslu,“
sagði Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri.
Stefnt er að því að taka nýja hlutann í notk-
un fyrir jól en ekki er pressa á að ljúka þess-
um framkvæmdum fyrir komandi sumar-
vertíð.
Ísfélagið hefur í gegnum tíðina staðið í stöð-
ugri uppbyggingu og endurnýjun í starfsem-
inni á Þórshöfn, bæði í fiskimjölsverksmiðju
og frystihúsi, og með þessum framkvæmdum
bætast 600 fermetrar við fiskvinnsluhúsið.
Það er óhætt að segja að þessi þróun síðustu
ára hefur verið mjög ánægjuleg fyrir sam-
félagið og nærumhverfi á Þórshöfn.
Stærri skip kalla á stækkun hafnar
Undanfarin ár hafa orðið miklar framfarir í
veiðum og meðhöndlun á uppsjávarfiskteg-
undum með öflugri og stærri skipum sem
koma með fiskinn vel kældan og í góðu ásig-
komulagi í land til vinnslu. Þessu fylgir að
víða hefur þurft að fara í framkvæmdir í höfn-
um svo þessi skip geti landað. Einnig er sú
þróun að flutningaskipin hafa verið að stækka
sem jafnframt kallar á stækkun hafna.
Í sumar stendur til að hreinsa og dýpka
hluta af höfninni á Þórshöfn og ljóst er að á
næstunni er nauðsynlegt að fara í frekari
framkvæmdir á dýpkun og auka við viðlegu-
kanta hafnarinnar. Á bryggjuna er komið nýtt
vigtarhús og aðstaða fyrir starfsmenn á hafn-
arsvæði hefur batnað til muna.
Siggeir segir óvíst hvenær sumarvertíðin
fari í gang en makrílveiði hefur verið dræm
undanfarið. Þegar vertíðin hefst er þörf fyrir
aukinn mannskap og fjölgar í bænum, þá
eykst þörfin eftir leiguhúsnæði en vöntun er á
því á Þórshöfn.
Samfelld bolfiskvinnsla hefur verið hjá Ís-
félaginu í allt sumar og skip Ísfélagsins, Dala-
Rafn, Ottó og Litlanes, sjá um að koma með
afla til vinnslu í bolfiski.
Mjög góð veiði hefur verið á handfærin hjá
strandveiðibátum og öðrum en tregt á línu en
sjómenn segja töluvert af síld vera í firðinum.
Þorskurinn liggur í síldinni og étur sig fullan
og tekur þá frekar á króka en línu. Hafa
bátasjómenn orðið varir við mikið af síld og
einnig eitthvað af loðnu á svæðinu undanfarin
ár. Fiskverð er einnig ágætt, frá 470 kr. á kíló
upp í 520 kr. fyrir fisk í stærðarflokki 8 plús,
svo vel gengur á strandveiðinni. Nokkuð langt
er fyrir bátana að sækja, allt upp í 40 mílur,
en fæstir strandveiðibátar fara þó svo langt
því þeir fara út á miðnætti og þurfa að vera
búnir að landa tímanlega áður en fiskurinn fer
á uppboð. Um tíu bátar eru á strandveiðum
frá Þórshöfn núna.
Mótmæla fyrirkomulagi strandveiða
Mikil óánægja ríkir hjá sjómönnum í smá-
bátafélaginu Fonti á Norðausturlandi með það
fyrirkomulag á strandveiðum að hafa einn
heildarpott fyrir öll veiðisvæði en hratt geng-
ur nú á þann pott. Stjórn Fonts sendi í sumar
áskorun til ráðherra sjávarútvegsmála um að
taka aftur upp svæðaskiptingu á strandveiði-
afla og bendir á að fiskgengd byrjar ekki að
marki hér á svæðinu fyrr en síðari hluta
strandveiða, í júlí og ágúst, en þá er lítið orðið
eftir í heildarpottinum þar sem fyrri hluta
tímabils hefur verið góð veiði bæði fyrir sunn-
an og vestan. Áður hefur verið bent á að lítið
réttlæti sé fólgið í því að einn heildarpottur sé
yfir strandveiðar meðan ekki er öllum tryggð-
ur sami dagafjöldi og því mikil mismunun fyr-
ir svæðin þar sem fiskgengd er seinni hluta
tímabilsins.
Uppbygging hjá Ísfélaginu á Þórshöfn
Fiskvinnsluhúsið stækkað um 600 fermetra Mjög góð veiði hjá handfærabátum í sumar og sam-
felld bolfiskvinnsla Stærri skip en áður koma til Þórshafnar og það kallar á endurbætur á höfninni
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Uppbygging Búið er að reisa fyrstu veggina. Smiðirnir Guðjón Gamalíelssson og Kristján Úlfarsson vinna við stækkun á fiskvinnsluhúsinu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Afurðaverð á markaði
21. júlí 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 354,65
Þorskur, slægður 436,59
Ýsa, óslægð 238,71
Ýsa, slægð 191,21
Ufsi, óslægður 53,49
Ufsi, slægður 69,72
Gullkarfi 179,62
Blálanga, slægð 130,32
Langa, óslægð 128,80
Langa, slægð 179,21
Keila, óslægð 55,70
Keila, slægð 99,91
Steinbítur, óslægður 107,06
Steinbítur, slægður 162,74
Skötuselur, slægður 498,54
Grálúða, óslægð 52,00
Grálúða, slægð 81,11
Skarkoli, slægður 355,65
Þykkvalúra, slægð 388,37
Sandkoli, slægður 21,00
Gellur 1.281,00
Gullkarfi, slægður 49,00
Hlýri, óslægður 181,53
Hlýri, slægður 193,96
Lúða, slægð 668,01
Lýsa, slægð 25,00
Makríll 89,00
Náskata, slægð 13,00
Sandhverfa, slægð 1.525,00
Skata, slægð 93,11
Undirmálsýsa, óslægð 87,73
Undirmálsýsa, slægð 13,90
Undirmálsþorskur, óslægður 150,16
Undirmálsþorskur, slægður 149,25
Síðumúli 13
108 Reykjavík
S. 577 5500
ibudaeignir.is
Halldór Már
Sverrisson
Löggiltur fasteignasali
S: 898 5599
halldor@ibudaeignir.is
Evert
Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
S: 823 3022
evert@ibudaeignir.is
Ólafía
Pálmadóttir
Viðskiptafr./lögg. leigumiðlari
S: 864 2299
ibudaeignir@ibudaeignir.is
VILTU BJÓÐA ÍBÚÐINA ÞÍNA
TIL LANGTÍMALEIGU?
Tökum að okkur að útvega
trausta leigjendur.
Traust og fagleg þjónusta.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum