Morgunblaðið - 23.07.2020, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
VIÐ
BJÖRGUM
GÖGNUM
af öllum tegundum
snjalltækja
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Hagnaður Marels hf. á öðrum árs-
fjórðungi 2020 nam 30,7 milljónum
evra, eða tæplega 4,9 milljörðum ís-
lenskra króna. Hagnaðurinn minnk-
ar um 10% milli ára, en á sama fjórð-
ungi í fyrra nam hann 34,3 milljónum
evra.
Eignir félagsins hafa lækkað frá
síðasta ári. Þær námu í lok fjórð-
ungsins rúmum 1,7 milljörðum evra,
eða rúmlega 270 milljörðum ís-
lenskra króna, en voru á sama tíma í
fyrra tæplega 1,9 milljarðar evra.
Eigið fé félagsins hefur sömuleiðis
lækkað milli ára. Það nemur nú 892
milljónum evra, eða 141 milljarði ís-
lenskra króna, en var á sama tíma í
fyrra 956 milljónir evra.
Eiginfjárhlutfall félagsins er 52%.
Hraðað tækifærum
Árni Oddur Þórðarson forstjóri
fyrirtækisins segir að heimsfaraldur
kórónuveirunnar hafi hraðað tæki-
færum til aukinnar sjálfvirkni og
stafrænnar þróunar. Segir hann að
kauphegðun neytenda sé að taka
miklum og sennilega varanlegum
breytingum. „Á síðustu 4-6 mánuð-
um höfum við merkt aukna spurn
eftir matvælum í verslunum í stað
heimsókna á veitingastaði. Neytend-
ur huga nú meira að gæðum, sjálf-
bærni í framleiðslu og verðlagi. Með-
an faraldurinn stóð sem hæst var
meira um stórinnkaup þar sem eftir-
spurn eftir frosinni matvöru var
mikil, en nú má merkja að viðskipta-
vinir fari tíðar í smásöluverslanir og
leiti í auknum mæli eftir ferskri mat-
vöru,“ segir Árni Oddur í tilkynning-
unni.
Um horfur í rekstrinum segir Árni
að markaðsaðstæður hafi verið
krefjandi vegna ástandsins í heim-
inum, en Marel búi að góðri dreif-
ingu tekna á milli markaða og iðn-
aða. Þá segir hann ekki vitað hver
fjárhagsleg áhrif COVID-19 munu
verða á Marel.
Uppgjör Tekjur Marels voru 305,7 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi.
Hagnaður Mar-
els 4,9 milljarðar
Óvíst með áhrif kórónufaraldursins
23. júlí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 139.36
Sterlingspund 176.96
Kanadadalur 103.38
Dönsk króna 21.439
Norsk króna 15.202
Sænsk króna 15.582
Svissn. franki 148.75
Japanskt jen 1.2994
SDR 193.86
Evra 159.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.8493
Hrávöruverð
Gull 1823.2 ($/únsa)
Ál 1646.5 ($/tonn) LME
Hráolía 43.17 ($/fatið) Brent
Tekjur Icelandair
Group á milli ára
drógust saman
um 85% á öðrum
ársfjórðungi.
Þetta kemur
fram í bráða-
birgðaafkomutöl-
um flugfélagsins.
Ástæðuna má
rekja til
kórónuveiru-
faraldursins. Námu tekjur um 60
milljónum Bandaríkjadala eða 8,2
mö. kr., og rekstrartap 100-110
milljónum Bandaríkjadala, eða 13,7-
15 mö. kr. Handbært fé félagsins í
lok fjórðungsins nam 154 milljónum
Bandaríkjadala, eða um 21 ma. kr.
Uppgjör annars ársfjórðungs verður
birt 27. júlí nk. Félagið stefnir á
hlutafjárútboð í næsta mánuði og
búist er við að samkomulagi við hag-
aðila ljúki fyrir mánaðamót.
14-15 ma.
tap Ice-
landair
Veira Tap Iceland-
air var viðbúið.
Handbært fé í lok
fjórðungs 21 ma.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Upphaf fasteignafélag hefur sölu
nýrra íbúða á Kársnesi í lok sumars.
Um er að ræða 38 íbúðir af alls 129
sem verða á Hafnarbraut 12.
Upphaflega
stóð til að af-
henda fyrstu
íbúðirnar haustið
2019 en erfið
staða Upphafs og
aðrir þættir
seinkuðu þeim
áætlunum. Eigið
fé þurrkaðist nær
út en um var að
ræða marga millj-
arða króna.
Erlendur Fjeldsted, fram-
kvæmdastjóri Upphafs, segir áform-
að að setja 33 íbúðir í sölu í nóvem-
ber og 58 í lokaáfanga. Verið er að
klára sýningaríbúðir og söluvef.
Faraldurinn tafði verkefni
Erlendur segir áformað að ljúka
verkefninu í maí. Kórónuveirufar-
aldurinn hafi tafið þetta og önnur
verkefni hjá Upphafi.
„Framkvæmdir hafa verið stöðug-
ar en tafir orðið á afhendingu að-
fanga. Til dæmis á innréttingum,
handriðum og öðru sem kemur að ut-
an. Það hefur verið nægur mann-
skapur en vantað efni til að klára
verkefnin,“ segir Erlendur.
Á Hafnarbraut 12 verða 129 litlar
og meðalstórar íbúðir í nokkrum
stigagöngum og tvískiptur bílakjall-
ari undir húsunum. Má ætla að sölu-
verðmæti Hafnarbrautar 12 geti
numið 6-7 milljörðum með hliðsjón af
verði nýrra íbúða í hverfinu.
Erlendur segir aðspurður að
vaxtalækkanir Seðlabankans hafi
örvað markaðinn.
„Við teljum að þetta sé ágætistími
til að setja íbúðirnar á sölu, meðal
annars út af vaxtastiginu. Vaxta-
lækkanirnar hafa hleypt lífi í mark-
aðinn,“ segir Erlendur. Íbúðirnar
henti breiðum hópi, þar með talið
fyrstu kaupendum og fólki sem er að
minnka við sig.
Upphaf fasteignafélag er í eigu
GAMMA Novus. Þegar Upphaf
hafði verið endurfjármagnað stóð til
að verktaka- og þjónustufyrirtækið
VHE myndi ljúka uppbyggingu á
Hafnarbraut 12. Svo fór að aðilar
sömdu um að fá annan verktaka að
verkinu og tók Þingvangur yfir upp-
bygginguna.
Góð sala í Mosfellsbæ
Ásamt Hafnarbrautinni er Upp-
haf að byggja íbúðir við Gerplu-
stræti, við Vefarastræti og við
Bjarkarholt í Mosfellsbæ.
Erlendur segir 25 íbúðir til viðbót-
ar á leið í sölu við Gerplustræti. Sal-
an á Vefarastræti hafi gengið mjög
vel og séu aðeins tvær íbúðir óseldar.
Þá sé búið að selja 12 af 36 íbúðum á
Bjarkarholti og séu 15 á leið í sölu í
ágúst og 40 síðla hausts. Salan í Mos-
fellsbæ hafi komið á óvart.
Upphaf hefur því haft ágætt
tekjustreymi undanfarið.
„Félagið stendur ágætlega. Það
var endurfjármagnað á sínum tíma.
Við erum að klára verkefni og svo er-
um við að skoða þróunarverkefni og
meta hvað við eigum að gera við
þau,“ segir Erlendur.
Ekki sé útlit fyrir annað en að
Upphaf verði starfandi á næstu
misserum hið minnsta.
Upphaf hefur sölu íbúða
Fyrsti áfangi á Kársnesreit í sölu í sumarlok Þingvangur tók yfir verkefnið
Upphaf er fullfjármagnað og eru horfur á að það verði starfandi næstu misseri
Morgunblaðið/Baldur
Bakgarður Fyrsti áfanginn á Hafnarbraut 12 kemur í sölu á næstunni.
Erlendur Örn
Fjeldsted
Afkoma Arion banka á öðrum fjórð-
ungi þessa árs er jákvæð um 4,9
milljarða, samkvæmt drögum að
uppgjöri sem fé-
lagið sendi til
Kauphallar Ís-
lands í gær. Til
samanburðar var
afkoma sama árs-
fjórðungs í fyrra
rúmir tveir millj-
arðar króna.
Reiknuð arð-
semi á ársgrund-
velli er sam-
kvæmt drögunum 10,5% á þessu ári.
Í tilkynningu Arion banka segir að
afkoman sé umtalsvert umfram það
sem spár greiningaraðila hafi gert
ráð fyrir.
Í tilkynningunni er gefin sú skýr-
ing á afkomunni að jákvæð þróun
markaða á tímabilinu hafi sett mark
sitt á uppgjörið en hreinar fjármuna-
tekjur bankans eru jákvæðar um 2,7
milljarða króna.
Niðurfærsla útlána á tímabilinu
nemur tæpum einum milljarði króna,
sem er veruleg lækkun frá fyrsta
fjórðungi og rekstraráhrif félaga til
sölu eru óveruleg á fjórðungnum.
Arion
hagnaður
5 ma.kr.
Jákvæð þróun
markaða á tímabilinu
Rekstur Afkoman
batnar