Morgunblaðið - 23.07.2020, Page 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI
DVERGARNIR R
NAGGUR
H: 120 cm
PURKUR
H: 60 cm
TEITUR
H: 80 cm
ÁLFUR
H: 30 cm
Frábær hönnun, styrkur og
léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýju heimasíðuna
islandshus.is
ÖFLUGAR
UNDIRSTÖÐUR
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
„Það er meira en nóg að gera, ég
er staddur í Þrándheimi og er að
æfa Draum á Jónsmessunótt, sem
á að sýna í útileikhúsi hér í bæn-
um,“ segir Gunnar Eiriksson, leik-
ari og leikskáld, sem Íslendingar
þekkja helst úr norsku sjónvarps-
þáttaseríunni Twin sem var sýnd
hér á vormánuðum. „Það var
reyndar ekki útséð með að það
yrði af uppfærslunni vegna Covid
en svo var ákveðið að fækka
áhorfendum og reyndar hentar
útileikhús vel á þessum undarlegu
tímum. Að auki innlimuðum við
Covid í sýninguna sem hefst á
dansatriði þar sem áhorfendum er
kennt að þvo sér um hendur og
spritta.“
Skrifaði þetta bara sjálfur
Í vetur ratar barnaleikritið Kaf-
bátur, eftir Gunnar, á fjalir Þjóð-
leikhússins. Verkið skrifaði hann á
norsku en það er eftirtektarvert
hversu góða íslensku hann talar
þrátt fyrir að vera fæddur og upp-
alinn í Tromsö. Hann segir að það
hafi hjálpað sér að vera elstur af
krökkunum á heimilinu. „Mamma
er íslensk og pabbi var að læra ís-
lensku á þessum tíma og ég naut
þess að þegar ég var lítill var bara
töluð íslenska á heimilinu. Ég finn
samt að þetta er aðeins að renna
frá mér því ég tala nánast aldrei
íslensku nema við mömmu svo það
verður fínt að koma Íslands og
æfa sig.“
Aðspurður um leikritaskrifin
segir Gunnar að hann hafi alltaf
fengist við að skrifa og haft gaman
af. „Þetta hefur þó aldrei áður
verið markvisst. Ég hef verið að
skrifa grín og skemmtiatriði en er
fyrst og fremst leikari. Leikhús-
stjórinn í Haugasundi þar sem ég
er að vinna sem leikari fékk að
reyna á eigin skinni hvernig ég
blanda mér alltaf í leikstjórn og
leikgerð þegar ég tek þátt í upp-
færslu. Það leiddi til þess að dag
einn sagðist hann vera með glugga
þar sem hann þyrfti að vera með
barnaleikrit og bauð mér að finna
rétta verkið.
Ég var auðvitað til í það og lagð-
ist í lestur á barnabókum og heil-
mikla leit. Við það fann ég að mig
langaði til þess að skrifa þetta
sjálfur og spurði hvort það væri í
lagi. Fékk það svar að það væri
einmitt það sem hann hefði verið
að vonast eftir og því fór svo að ég
skrifaði þetta bara sjálfur.“
Vernduð fyrir sannleikanum
Leikrit Gunnars kallast Kafbát-
ur og gerist í framtíðarveröld þar
sem yfirborð jarðar er allt undir
sjávarmáli af völdum hnattrænnar
hlýnunar. Í kafbátnum eru feðgin
en dóttirin er með öllu ókunnug
þeirri veröld sem var. Spurður um
að skrifa barnaleikrit um svo al-
varlegt málefni segir Gunnar að í
hverju verki standi persónurnar
alltaf frammi fyrir krísum og
áskorunum. „Þannig er það líka í
lífinu og þegar við erum að takast
á við krísur þá er það bara hluti af
lífinu; það er bara mánudagur og
svo þriðjudagur og við tökumst á
við það sem að höndum ber. Þann-
ig að verkið fjallar í raun fyrst og
fremst um lífið frá degi til dags en
í kafbát í framtíðinni. Fjallar um
stelpu sem veit ekki að heimurinn
hefur verið annað en bara haf.
Hnattræn hlýnun er vissulega
umgjörðin, stóra leiktjaldið ef svo
má segja, en fyrir mér fjallar
þetta verk um pabba sem gerir
allt sem hann getur til þess að
dóttir hans eigi gott líf og verndar
hana því fyrir sannleikanum.“
Afi stakk þessu að mér
Kafbátur var sýnt í leikhúsinu í
Haugasundi í sumar og fékk ljóm-
andi viðtökur og það er því til-
hlökkunarefni að fá verkið á fjalir
Þjóðleikhússins. Gunnar segir að
það hafi reyndar verið afi hans
sem stakk því að honum að senda
verkið inn. „Það var brjálað að
gera hjá mér á þessum tíma og ég
hafði engan tíma til þess að þýða
verkið en afi sagði mér að senda
það bara á norsku. Þegar ég las að
það hefðu verið send inn 150
stykki ákvað ég eiginlega bara að
gleyma þessu og gerði það.
En svo hringdi síminn og ég
hélt að þetta væri afi en það
reyndist vera Magnús Geir. Þann-
ig að ég er bara afskaplega kátur
og hlakka til þess að koma til Ís-
lands til að sjá uppfærsluna.“
Krísur eru alltaf hluti af lífinu
Ljósmynd/Vilde Bodsberg
Í gervi Gunnar Eiriksson í hlutverki sínu í Draumi á Jónsmessunótt í útileikhúsi í Þrándheimi, en í vetur er stefnan
tekin til Íslands með barnaleikritið Kafbát sem íslenskur afi hans hvatti hann til þess að senda til Þjóðleikhússins.
Spennandi
barnaleikrit um
alvarlegt mál
María Reyndal mun leikstýra
uppfærslu Þjóðleikhússins á leik-
ritinu Upphafi, eða Beginning
eins og það heitir á frummálinu,
eftir leikskáldið David Eldridge í
Kassanum á komandi leikári.
Verkið verður frumsýnt 4. sept-
ember.
María er önnum kafin þessa
dagana við að leika í
sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni
og mun að því loknu snúa sér að
Upphafi. Hún hefur átt farsælan
feril sem leikstjóri og m.a. leik-
stýrt leikritunum Er ég mamma
mín og Sóleyju Rós ræstitækni og
sjónvarpsþáttunum Mannasiðum.
Í tilkynningu frá Þjóðleikhús-
inu segir að verk Eldridge hafi
notið mikillar velgengni í Nation-
al Theatre í London þar sem það
var frumsýnt og var það síðar
fært yfir í leikhús á West End. Í
íslensku uppfærslunni fara Hilm-
ar Guðjónsson og Kristín Þóra
Haraldsdóttir með aðalhlut-
verkin.
Leikritinu er lýst sem fyndnu
og ljúfsáru en það fjallar um hina
sársaukafullu þrá eftir að verða
náinn annarri manneskju og eign-
ast fjölskyldu og óttann við að
tengjast öðrum of sterkum bönd-
um.
Morgunblaðið/Hari
Leikstjóri María Reyndal mun leikstýra uppfærslu Þjóðleikhússins á
Upphafi. Verkið verður frumsýnt í Kassanum 4. september næstkomandi.
María leikstýrir Upphafi
Slegið verður
upp heimstón-
listarveislu 23.-
25. júlí í Klúbbi
Listahátíðar í
Reykjavík í Iðnó.
Fram koma
hljómsveitirnar
Skuggamyndir
frá Býsans, Los
Bomboneros og
Funi, gítarleikarinn Reynir del
Norte og söngkonan Ragnheiður
Gröndal og er aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir eru hluti af yfirtöku-
seríu Klúbbsins þar sem mismun-
andi listhópar taka húsið yfir í
stuttan tíma í senn. Dagskrána má
finna á listahatid.is.
Heimstónlist í Iðnó
Reynir Del Norte
Organistinn
Kitty Kovács
leikur á fimmtu
tónleikum Orgel-
sumars í Hall-
grímskirkju í
dag kl. 12.30 en
Listvinafélag
kirkjunnar
stendur fyrir há-
degistónleikum
með íslenskum organistum alla
fimmtudaga í sumar fram til 20.
ágúst. Kovács leikur verk eftir A.
Raison, J.S. Bach, Z. Kodály, A.
Guilmant og Ch. Tournemire.
Kovács er frá Ungverjalandi en
hefur búið og starfað hér í 14 ár.
Kovács við orgelið
Kitty Kovács
Boðið verður upp
á ókeypis við-
burði við Hönn-
unarsafn Íslands
og á grasflöt á
Garðatorgi í
Garðabæ í dag
kl. 16 til 19.
Kúluhúsasmiðja
fer fram við safn-
ið en hana leiðir
myndlistarkonan
Jóhanna Ásgeirsdóttir. Kúluhúsið
verður gert úr bambus og skreytt
með blómum og allir geta verið
með. Kl. 18 koma Ásgeir Ásgeirs-
son gítarleikari og félagar og leika
sveifludjass fyrir gesti Garðatorgs.
Kúluhús og djass
Ásgeir
Ásgeirsson