Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 56

Morgunblaðið - 23.07.2020, Side 56
Útsala ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 2. júlí - 10. ágúst LOTUS. 3ja sæta. Ljósgrátt áklæði. viðarfætur. L217 cm. 99.900 kr.NÚ 59.940 kr. SPARAÐU 39.960 kr. CADO. Borðstofuborð L200 x B95 cm. Gegnheil olíuborin hnota. Hægt að kaupa framlengingar. 179.900 kr.NÚ 125.900 kr. SPARAÐU 54.000 kr. SEAFORD SÓFABORÐ. Með tímaritahirslu. 110x60 cm. 19.900 kr. NÚ 13.900 kr. SPARAÐU 6.000 kr. SQUARE SÓFABORÐ. Hvítur marmari 50x50 cm. 24.900 kr. NÚ 17.400 kr. SPARAÐU 7.500 kr. HYPE STÓLL. Djúprautt flauelsáklæði. 29.900 kr.NÚ 17.900 kr. SPARAÐU 12.000 kr. 30% 30% 40% 40% 30% Þýska fréttatímaritið Spiegel hefur birt nýjan lista yfir söluhæstu bækur Þýskalands og í öðru og fjórða sæti listans eru þýskar þýðingar á bókum Ragnars Jónas- sonar, annars vegar Dunkel eða Dimma í öðru sæti og hins vegar Insel eða Drungi í fjórða sæti. Listinn nær yfir skáldsögur sem seldar voru í Þýskalandi undan- farna viku. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem tvær bæk- ur eftir sama íslenska höfundinn eru meðal fimm sölu- hæstu bóka vikunnar þar í landi. Tvær bækur eftir Ragnar meðal fimm söluhæstu bóka Þýskalands FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Mitt persónulega markmið var bara að komast í byrj- unarliðið, það er ekki gefið hjá Breiðabliki. Það er svo bara frábært ef ég næ að skora og leggja upp á liðs- félaga mína,“ segir Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jóns- dóttir sem skoraði þrennu fyrir Breiðablik í stórsigr- inum á Val í fyrrakvöld, 4:0, þegar bestu kvennalið landsins mættust á Kópavogsvelli. »47 Markmiðið hjá mér var bara að komast í byrjunarliðið ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skel í rifjum úti á Breiðafirði sem molnar og rekur með straumum á land mótar svip lands og náttúru í einni af fallegri sveitum landsins. Rauðisandur, sem er syðst á Vest- fjörðum, ber nafn með rentu; sand- urinn hefur rauðleitan blæ en annars eru svipbrigði hans mörg og ráðast m.a. af birtu og veðráttu. Sjö manns búa á þremur bæjum í sveitinni, þar sem ferðaþjónusta er vaxandi vegur. Tjaldsvæði er á Melanesi og Franska kaffihúsið er á Saurbæ, þar sem er kirkja sveitarinnar. Ekið um sneiðinga Úr sunnanverðum Patreksfirði liggur leiðin yfir Skersfjall og niður á Rauðasand, þar sem ekið er um sneiðinga í bröttum brekkum í Bjarngötudal. Þaðan blasir við stór- brotið og fallegt umhverfi „Hingað á Rauðasand hafa margir komið í sumar,“ segir Ástþór Skúla- son sem með Sigríði Maríu Sigurðar- dóttur konu sinni rekur ferðaþjón- ustu á Melanesi. Hann lenti í umferðarslysi fyrir 17 árum og hefur síðan verið í hjólastól. Var lengi eftir það með sauðfjárbú en einbeitir sér nú að ferðaþjónustunni. „Fyrstu ferðamenn ársins komu hingað í apríl, í miðju samkomu- banni. Tjaldsvæðið opnuðum við 3. maí og síðan þá hefur komið ein ein- asta nótt að ekki séu gestir. Þessa starfsemi höfum við byggt upp á síð- astliðnum sex árum og skapað okkur viðurværi með þessu.“ Höfuðáttir gilda ekki Á Rauðasandi gilda sérstakar málhefðir þegar lýst er hvert leið skuli liggja eða vísað er til vegar. Höfuðáttirnar fjórar gilda ekki í því sambandi. Sagt er inn, út, yfir, fram og niður. Í miðri sveitinni er sagt að fara inn að Melanesi og út að Lambavatni, en svo heitir bær sem getið er í útvarpi dag hvern. Í ára- tugi hafa verið gerðar veðurathug- anir á Lambavatni, síðari árin að mestu með sjálfvirkri tækni en raka- og úrkomumæla verður að vitja um. Þeim verkum var Þorsteinn Tryggvason bóndi á Lambavatni að sinna þegar Morgunblaðið var á Rauðasandi. „Hér getur rignt mikið í sunnan- átt og orðið mjög hvasst eins og gerðist í hvellinum í kringum síðustu helgi. Þá var hér norðaustanátt og vindur fór í 38 metra á sekúndu í mestu hviðunum,“ segir Þorsteinn, sem í þessari afskekktu sveit er með mjólkurframleiðslu og 30 kýr í fjósi. Heyskapurinn gengur ágætlega. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Melanes Ástþór Skúlason og Sigríður María Sigurðardóttir starfrækja ferðaþjónustu sem margir nýta sér. Út og yfir á Rauðasandi  Náttúrufegurð á vinsælum ferðamannastað  Sjö í sveit Litadýrð Horft inn að Sjöundá yfir sandinn, sem skartaði sínu fegursta. Lambavatn Þorsteinn Tryggvason í úrkomumælingum fyrir mjaltir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.