Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 1

Morgunblaðið - 11.08.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  187. tölublað  108. árgangur  ÍSLANDSMEIST- ARINN GLÍMDI VIÐ KVÍÐA LOKS KOMNAR ÚT Í NÁTTÚRUNA TÆKIFÆRI, TÍMI OG VETTVANGUR HRESSIR MJALDRAR 4 FYRSTA PLATAN 28SVAF EKKERT 27 Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir lilja@mbl.is Svo virðist sem talsverður fjöldi barnafjölskyldna sem búsettar eru erlendis ætli að dvelja á Íslandi í vetur. Fjölgun hefur verið á nem- endum í grunnskólum vegna heim- fluttra Íslendinga, en einnig útlend- inga sem af ýmsum ástæðum vilja dvelja hér yfir veturinn. Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landa- kotsskóla, segir skólann ekki geta tekið við fleiri nemendum. „Það er allt orðið fullt hjá okkur. Þetta er mikið í alþjóðadeildinni okkar en líka hjá fólki sem er íslenskt sem ætlar kannski að koma heim í ár og börnin geta þá æft sig í íslensk- unni,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru ekki einhverjir tugir manns en þetta er samt þannig að við tökum eftir þessu,“ segir Ingibjörg. Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri Alþjóða- skólans á Íslandi, segist sömuleiðis hafa tekið eftir fjölgun umsókna. „Við finnum þessar þreifingar. Það er meira um þetta en oft áður,“ seg- ir Hanna. „Þetta er mest fólk sem býr úti og vill vera heima í vetur. Við höfum náttúrlega takmarkað pláss, en við erum að sjá aukningu í þessum umsóknum. Við reynum bara að púsla þessu öllu saman núna, það er enn þá biðlisti og það er enn þá verið að hringja í okkur,“ segir Hanna. Morgunblaðið greindi frá því í júlí að um 230 fleiri Íslend- ingar hafa á fyrri hluta ársins flutt heim frá Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku en fluttu þangað. Búferla- flutningarnir voru í jafnvægi í fyrra. Magnús Árni Skúlason hagfræðing- ur sagði í samtali við Morgunblaðið að skýringin á jákvæðum flutnings- jöfnuði væri eflaust sú að náms- menn hefðu aftur flutt heim vegna kórónuveirufaraldursins. Aukinn fjöldi umsókna  Skólar tekið eftir auknum fjölda umsækjenda  Íslendingar búsettir erlendis hafa vetursetu á Íslandi  Geta ekki tekið við fleirum en umsóknir berast áfram Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við höfuðborgarbúa síðustu daga nutu þessi börn sín úti við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Mikill hasar getur skapast í klessubátunum svokölluðu eins og sjá má á myndinni þar sem þrír bátar rekast hver á annan. Það er eflaust ánægjulegt að fá að láta báta klessast saman þegar minna er um að fólk megi faðmast vegna hinnar umtöluðu kórónuveiru. Klesstu vinalega hvert á annars bát Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson  Fyrsta lyfið sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers- sjúkdómsins er í þróun í Bandaríkj- unum. Árni Sverrisson, formaður Alzheimersamtakanna, segir að bjartsýni ríki vegna frétta af lyfinu, en prófanir sýna að sjúklingar hafa tekið framförum í málnotkun og getu til að átta sig á stað og stund, auk þess sem hægist á minnistapi. Árni segir að lengi hafi verið beð- ið eftir byltingu í þessum efnum en þau lyf sem nú eru notuð geta að- eins hægt á ferli sjúkdómsins hjá sumum sjúklingum, ekki snúið hon- um við. Lyfið hefur fengið flýti- meðferð hjá bandarískum eftirlits- stofnunum og er vonast til að það komi á markað eftir hálft ár. » 2 Binda vonir við nýtt Alzheimerslyf Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra gefur lítið fyrir gagnrýni Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á ákvarðana- töku vegna Covid-19. „Ég furða mig satt best að segja á því ef stjórnmálamenn ætla að not- færa sér faraldurinn og sóttvarnarað- gerðir okkar til pólitískrar tækifær- ismennsku,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. „Það eru mörg dæmi í heiminum um stjórnmálamenn sem þykjast hafa öll svör um faraldurinn á reiðum höndum. Við erum ekki í þeim hópi.“ Katrín mótmælir ekki ábending- um Gylfa Zoëga hagfræðiprófess- ors, sem fram hafa komið í blaða- greinum síðustu daga, en telur að nýjar tölur um smit gefi tilefni til bjartsýni um árangurinn af sótt- varnarráðstöfunum stjórnvalda, þó hún taki jafnframt fram að of snemmt sé að slá neinu föstu um það. Í þessum efnum séu ótal erfiðar spurningar og þeim verði ekki svar- að með hagfræðiúttekt eingöngu. Því fari fjarri að hagsmunir ferða- þjónustunnar hafi verið í fyrirrúmi. »14 Katrín furðar sig á tækifærismennsku  Ljósmyndari í Reynisfjöru í Mýr- dal bjargaði sér og tækjum sínum á síðustu stundu þegar þung alda komst býsna nálægt honum. Mað- urinn hafði gengið fram á sandbrún í fjörunni og sett þar upp þrífót und- ir myndavél sína. Sakir ókunnug- leika, að ætla verður, fór hann ekki að með þeirri gát sem er nauðsynleg á þessum stað. Báran var þung og skall fyrirvaralítið á sandinum og skolaði langt inn. Ljóst má þó vera að hrammur brimsins hefði getað gripið manninn og þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. „Heppnin réð því að þarna fór ekki verr,“ segir Ólafur Óskar Jóns- son úr Reykjavík sem fylgdist með atburðarásinni og myndaði. »6 Ljósmynd/Ólafur Óskar Jónsson Reynisfjara Maðurinn gætti sín ekki nógu vel í fjörunni og var hann því hætt kominn. Slapp naumlega í Reynisfjöru Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Skipuleggjendur íþrótta- og menn- ingarviðburða geta mjög lítið aðhafst í núverandi ástandi. Þannig liggur starfsemi umræddra aðila nær al- gjörlega niðri. Fjölda viðburða hefur verið aflýst auk þess sem mikil óvissa einkennir komandi mánuði. Ísleifur Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri viðburða hjá Senu, segir að stjórnvöld verði að taka mjög sársaukafulla ákvörðun. „Það virðist ekki bæði vera hægt að halda landinu opnu og vera án veiru. Það þýðir jafnframt að menning og íþróttir verða í klessu hér heima ef landið er opið,“ segir Ísleifur og bæt- ir við að sífelldar breytingar aðgerða og takmarkana séu engum til góðs. „Þessi rússíbanareið í takmörkun- um, endalaust upp og niður, mun á endanum drepa allt,“ segir Ísleifur. Aðspurður segir hann að óvissa ríki með tónleika ítalska tenórsins Andrea Bocelli. Verði núverandi áætlunum ekki breytt eiga þeir að fara fram í Kórnum í Kópavogi 3. október nk. »11 Verða fyrir þungu höggi  Skipuleggjendur stórra viðburða eru í algjörri óvissu Morgunblaðið/Eggert Tónleikar Óvíst er hvort hægt verði að halda stóra viðburði hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.