Morgunblaðið - 11.08.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ValdamennESB ogstórríkj-
anna tveggja sem
fara þar með eign-
arhaldið lásu út-
gönguvilja bresku þjóðarinnar
illa. Þeim var nokkur vorkunn.
Skoðanakannanir virtust lengi
sýna að jafnt myndi verða í
þjóðaratkvæði Breta og
skekkjumörkin virtust að auki
langflest liggja með þeim sem
vildu ekki út. Nokkrir hinna
smærri flokka í Bretlandi, sem
þó gátu haft töluverð áhrif,
stóðu þétt um vilja til áfram-
haldandi veru í ESB. Þeirra á
meðal voru Skoski þjóðar-
flokkurinn sem hefur þingstyrk
í Westminster langt umfram
stærð sína og Frjálslyndi flokk-
urinn, sem hafði unnið góðan
sigur árið 2010 þegar Gordon
Brown missti meirihluta sinn á
þingi, en þó án þess að höfuð-
andstæðingurinn, Íhaldsmenn,
næði hreinum meirihuta.
Frjálslyndir fengu 57 þingsæti
og komst Clegg leiðtogi þeirra í
lykilaðstöðu og fékk embætti
aðstoðarforsætisráðherra og
frama fyrir sína menn fyrir
stuðning við Íhaldsflokkinn.
Pólitískur fóstbróðir Gord-
ons Brown, Tony Blair, var orð-
inn mikill áhugamaður um að
Bretar tækju upp evru og
hnýttust þannig kirfilega inn í
ESB, og misstu um leið hið
hefðbundna þétta samband sitt
við Bandaríkin og sjálfstæð
áhrif á heimsvísu, þótt úr þeim
styrk hefði þegar dregið smám
saman. Meirihluti þáverandi
valdamanna Íhaldsflokksins
voru ákafir evrópusinnar en
fóru misjafnlega opinberlega
með. Nefna má Cameron for-
sætisráðherra, Osborne fjár-
málaráðherra, Theresu May
innanríkisráðherra og Ham-
mond utanríkisráðherra.
Verkamannaflokkur þeirra
Blair, Brown og Mandelson var
andvígur útgöngu sem og
meirihluti þingmanna flokks-
ins. Jeremy Corbyn hafði ára-
tugum saman verið frábitinn
aðild að ESB en eftir að hann
tók við flokksforystu hafði
hann haft hægar um sig í þeim
efnum, en fann þó glöggt, sér til
ánægju, að flokksfélagarnir „á
götunni“ sem fjölgað hafði
mjög deildu hans skoðunum og
töldu sig ekki þurfa að pukrast
með það. Blair vildi ólmur
kasta pundinu og láta Seðla-
bankann í Frankfurt fá loka-
orðið yfir gjaldmiðlinum.
Brown fjármálaráðherra hans
og opinber krónprins varð
smám saman annarrar skoð-
unar og beitti sér gegn því að
Bretar köstuðu pundinu. Í öll-
um þessum slag hafði Blair
hvatt nágranna sína í vestri,
Írska lýðveldið, ákaft til þess
að ganga alla leið í samstarfinu
í Evrópu, enda
taldi hann að hvert
slíkt skref myndi
gera Bretum örð-
ugra að komast hjá
upptöku evru, svo
ekki sé talað um að yfirgefa
sambandið. Getgátur hafa verið
um að Blair hafi haft loforð um
að fá að verða forseti yfir ESB í
framhaldi af því að hann létti af
sér húsbóndahlutverkinu í
Downingstræti 10 eftir að hafa
tryggt að Bretar tækju upp
evru. Blair naut mikils álits í
Dublin vegna friðarsamninga á
Norður-Írlandi og ekki síst
með því að draga forystumenn
írska lýðveldishersins og hans
flokks aftur inn í siðaðra manna
tölu og gefa þeim þannig upp
sakir í ógnarverkum í Bret-
landi gegn saklausum borg-
urum.
En allt fór þetta öðruvísi en
ætlað var. Brown tókst að koma
í veg fyrir áform Blair um að
kasta pundinu. Merkel og aðrir
leiðtogar ESB misreiknuðu
vilja bresku þjóðarinnar til út-
göngu. Það sem þau misreikn-
uðu ekki var að meirihluti
breskra þingmanna var til-
búinn til að hafa þjóðaratkvæði
að engu og gera ekkert með sín
eigin loforð um að virða þjóðar-
viljann. Þetta lið lét eins og í
ljós hefði komið að útgangan
myndi skapa skelfileg vand-
ræði og því væri þeim ekki rétt
að halda sig við fyrri yfirlýs-
ingar. Ekkert nýtt hafði þó
komið fram sem ekki var langt
innan ramma hræðsluáróðurs í
kosningunum.
Írska ríkisstjórnin gerði allt
sem hún mátti til að spilla fyrir
því að gengið yrði frá samn-
ingum um útgöngu, sem auðvit-
að voru í sjálfu sér aðeins
formsatriði eftir að vilji bresku
þjóðarinnar lá fyrir. Öllum
þessum svikaöflum virtist
mundu takast ætlunarverkið
allt þar til Boris Johnson tókst
að komast til þjóðarinnar á ný
og tryggja sér frá henni afger-
andi meirihluta á þingi til að
efna loforðin við þjóðina. En þá
sitja Írar uppi með svartapétur
sem ESB hafði lofað þeim að
tryggja að yrði ekki spiluðu
þeir með. Bretar eru að fara.
Samskipti Íra við sína helstu
viðskiptaþjóð verða erfiðari en
áður. Við bætist að með brott-
för Breta færast Írar ofar í röð
þeirra sem verða að standa
undir peningaógöngum þeirra
þjóða sem kunna ekki fótum
sínum forráð. Hollendingar,
Danir, Svíar, Finnar og
Austurríkismenn eru búnir að
fá sig fullsadda. Nú er því spáð
að Írar muni horfa löngunar-
augum á eftir Bretum og fyrstu
skrefin verði að fylkja sér um
andóf fyrrnefndra ríkja. Fróð-
legt verður að fylgjast með
þessari þróun.
Illa brugðust vondra
manna ráð, eins og
fyrri daginn}
Brostnar forsendur
N
ú er komið að stjórnvöldum,“ er
setning sem bergmálar um
samfélagið. Með þessu er átt við
að það sé ríkisstjórnar að taka
ákvörðun um framhald lífs okk-
ar með kórónaveirunni. Hvernig þau hyggjast
leggja línurnar fyrir skólastarf, atvinnulíf, lýð-
heilsu, menningu og mannlíf. Til þessa hafa
ráðherrar látið sóttvarnayfirvöld leiða aðgerðir
vegna veirunnar en þó hefur verið ljóst frá því í
vor að sóttvarnayfirvöld hafa ekki ráðið alfarið
för. Okkar daglega líf þurfti að komast af stað
en það skorti á að ríkisstjórnin hefði hagsmuni
heildar að markmiði og höfum við í Samfylking-
unni margbent á það.
Hvar er stefnumótunin, greiningin á hag-
rænum áhrifum, greiningin á lýðheilsu lands-
manna, yfirsýn yfir aðgerðir og efnahagslegt
mat á því sem gert er og ekki síður því sem ekki er gert?
Við höfum kallað eftir slíkum upplýsingum allt frá fyrsta
degi en ekki fengið. Við höfum einnig kallað eftir samráði
við stjórnarandstöðuna en ríkisstjórnin virðist ekki hafa
áhuga á að hleypa fleiri sjónarmiðum að við þessar björg-
unaraðgerðir. Ríkisstjórnin hefur haldið öllu svo þétt upp
að sér að nú er komið á daginn sem við óttuðumst að yf-
irsýn og mat á áhrifum aðgerða er ekki til staðar. Und-
irbúningur, hvort sem er við opnun landsins í vor eða
núna, er í skötulíki. Talað er um það þegar komið er út í
miðja á að skipa samráðshópa til að ræða framtíðina, en
ákvarðanir þarf að taka núna. Stórir hópar bíða, mat á
áhrifum þarf að eiga sér stað frá fyrsta degi og
þá á breiðari grunni en eingöngu út frá tilfinn-
ingu einstakra ráðherra á því hvað faraldurinn
kunni að fara illa með eina starfsgrein í land-
inu.
Við í Samfylkingunni höfum sýnt rík-
isstjórninni sanngirni varðandi kröfur um að
þau viti hvernig veiran muni haga sér til fram-
tíðar eða áhrif aðgerða á fyrstu viku faraldurs
en við gerum þá skýlausu kröfu til ríkisstjórn-
arinnar að hún sé við stjórn á hverjum tíma og
taki ákvarðanir út frá faglegu mati en ekki til-
finningum dagsins. Ríkisstjórnin hefur tækin
og á að nota þau til að teikna upp ólíkar sviðs-
myndir. Hvernig högum við skóla-, menning-
ar- og íþróttastarfi í haust ef veiran hefur ekki
látið á sér kræla? Hvað gerum við ef önnur
bylgja er hafin? Hvað koma aðgerðir sem
gerðar eru í þágu einnar atvinnugreinar til með að kosta
aðra? Það eru svona spurningar sem við höfum spurt frá
upphafi en ekki fengið svör og nú virðist því miður sem
ríkisstjórnin hafi enn engin svör. Engin heildarsýn, engin
sviðsmyndagreining, ekkert svar er fyrir hendi fyrir
skólana, menningarstofnanir, íþróttafélög eða atvinnulíf.
Enn bjóðum við þeim aðstoð okkar við að skapa bestu
mögulegu útkomu, en þá þarf ríkisstjórnin að viðurkenna
vanmátt sinn og opna dyrnar. Þannig verðum við fyrst öll
almannavarnir. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Stjórn eða stjórnleysi
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Við létum gera hagrænagreiningu í vor þegar viðvorum að undirbúa frá-hvarf frá sóttkví til
landamæraskimunar og höfðum þar
tölur frá apríl og maí að byggja á,“
sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra þegar Morgunblaðið
spurði hvort nægilegt tillit hefði ver-
ið tekið til áhrifa sóttvarnaaðgerða á
hagkerfið í heild. „En við höfum ekki
í hendi spá um nákvæmlega hverjar
efnahagslegar afleiðingar núverandi
sóttvarnaráðstafana verða. Hins
vegar er verið að uppfæra grein-
argerð fjármálaráðuneytisins um
efnahagsleg sjónarmið við losun
ferðatakmarkana, sem ætti að koma
út nú í vikunni og sömuleiðis höfum
við í hyggju að fá utanaðkomandi að-
ila til þess að leggja mat þar á.“
Snýst ekki um
ferðaþjónustuna eina
„Í mínum huga er tvennt sem
mestu skiptir: Annars vegar heil-
brigðis- og sóttvarnarsjónarmið, en
einnig hitt, að halda samfélaginu
gangandi. Hluti af því er að greiða
fyrir samgöngum í frjálsu samfélagi
og því fer fjarri að það snúist um
ferðaþjónustuna eina.“
En hvað með tjónið, sem ítrekaðar
takmarkanir valda, og þá kannski
ekki síður hið félagslega tjón, t.d.
fyrir aldraða og viðkvæma hópa?
„Jú, auðvitað horfum við sér-
staklega til þess. Það er liður í því að
halda samfélaginu gangandi, eins og
ég nefndi. En það er nú eins og sótt-
varnalæknir hefur margsagt, að það
er erfitt að halda landinu 100% lausu
við veiruna. Þrátt fyrir allar reglur
um sóttkví höfum við aldrei trygg-
ingu fyrir því að allir fylgi henni.
Þarna eru ótal erfiðar spurningar og
þeim verður ekki svarað með
hagfræðiúttekt eingöngu.“
Varðandi gagnrýni hagfræðipró-
fessorsins Gylfa Zoëga bendir Katr-
ín á að smitum virðist vera að fækka
þó of snemmt sé að hrósa sigri í
þeirri viðureign. „Við þurfum að
bíða og sjá, en að því leyti virðast að-
gerðirnar hafa borið tilætlaðan ár-
angur. En við þurfum sífellt að
bregðast við breyttri stöðu og ég get
ekki útilokað að sóttvarnir þurfi að
herða. Það er t.d. til skoðunar að efla
sóttvarnir við landamærin og ég á
von á að fá yfirlit um kosti í þeim
efnum á næstu dögum.“
Hún ítrekar að þar sé markmið að
halda samfélaginu gangandi. „Það
birtist einnig í því að halda skól-
unum opnum og starfandi í vor, ólíkt
flestum öðrum ríkjum. Það verður
áfram forgangsmál hjá okkur, ásamt
því að menningar- og íþróttastarf
geti þrifist. Við horfum sem áður
fyrst og fremst til heilbrigðissjón-
armiða, en við getum ekki leitt hin
hagrænu áhrif hjá okkur frekar en
hin félagslegu: hvernig við höldum
áfram sem eðlilegt samfélag þó að-
stæðurnar séu óeðlilegar.“
Faraldurinn notaður til póli-
tískrar tækifærismennsku
En hvað með gagnrýni Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, formanns
Viðreisnar, sem greint var frá á for-
síðu Morgunblaðsins í gær, um að
ríkisstjórnin skyti sér undan ábyrgð
með því að skýla sér á bak við al-
mannavarnateymið?
„Ég furða mig satt best að segja á
því ef stjórnmálamenn ætla að not-
færa sér faraldurinn og sóttvarnar-
aðgerðir okkar til pólitískrar tæki-
færismennsku. Við berum
ábyrgð á aðgerðum stjórn-
valda, sem eru unnar í náinni
samvinnu við sérfræð-
ingana. Þar er sífellt samtal í
gangi. Það eru mörg dæmi í
heiminum um stjórn-
málamenn, sem þykjast hafa
öll svör um faraldurinn á
reiðum höndum. Við er-
um ekki í þeim hópi,“
segir forsætisráðherra.
Þurfum að halda
samfélaginu gangandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forsætisráðherra Katrín segir ótal erfiðar spurningar til staðar.
Aukin umræða um sóttvarnar-
aðgerðir hefur sprottið upp síð-
ustu daga, bæði um hvernig og
á hvaða forsendum ákvarðanir
stjórnvalda hafa verið teknar.
Stjórnvöld hafa frá upphafi lagt
áherslu á að ákvarðanir þeirra
byggist á tillögum vísinda-
manna. Það vakti því athygli
þegar Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir ítrekaði í gær að
það væri ákvörðun stjórnvalda
og á þeirra ábyrgð hvort farið
yrði eftir þeim tillögum, en á
laugardag gat Alma Möller land-
læknir þess að tilslakanir á
landamærum hefðu verið að
frumkvæði ríkisstjórnarinnar og
þjónað efnahagslegum mark-
miðum.
Þá hefur gagnrýni Gylfa
Zoëga hagfræðiprófessors vak-
ið athygli, en hann leiðir rök að
því að stjórnvöld hafi gert
mistök með því að „opna“
landið fyrir ferðamönnum;
ábati af því að slaka á ferða-
takmörkunum til Íslands
hafi verið ofmetinn þegar
horft er til þess kostnaðar
sem margvíslegar
takmarkanir hafi í
för með sér.
Aukin
gagnrýni
BARÁTTAN VIÐ VEIRUNA
Gylfi Zoëga