Morgunblaðið - 11.08.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
✝ RagnheiðurKristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
2. nóvember 1937.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Mörk
20. júlí 2020. For-
eldrar hennar voru
Hjördís Pálsdóttir,
f. 13.1. 1918, d. 8.2.
1984, og Kristján J.
Jóhannesson, f.
26.11. 1912, d. 14.1.
1951. Hún átti eina systur, Krist-
ínu G. Lárusdóttur, f. 19.9. 1943,
d 8.1. 2020.
Ragnheiður giftist Bóasi
Kristjánssyni blómaskreyt-
ingameistara og kaupmanni
29.11. 1958. Börn þeirra eru: 1)
Kristján Jón, f. 29.10. 1954. 2)
Anna Birgitta, f. 15.10. 1959,
maki Arnlaugur Helgason, f. 2.9.
1955, þau eiga einn son, Andra
Má, f. 16.9. 1982. Sambýliskona
hans er Steinunn Jakobsdóttir, f.
26.4. 1976. Dætur Andra Más eru
Ísold Emma (frá
fyrra sambandi) og
Ylfa Björk. Fyrir
átti Arnlaugur dótt-
urina Írisi, f. 14.9.
1976. Maki hennar
er Óskar Þór Lár-
usson, f. 1.9. 1980.
Börn þeirra eru
Jökull Freyr, Úlfar
Freyr og Hekla
Guðbjörg. 3) Bóas
Ragnar, f. 14.1.
1976, maki Guðlaug Jónsdóttir, f.
18.1. 1977. Börn þeirra eru Aníta
Björk, f. 1.11. 1994, unnusti
Magnús Hrafn Hafliðason, f.
25.12. 1989, og Anton Örn, 13.2.
1998.
Ragnheiði var margt til lista
lagt í heimilisstörfunum, s.s.
saumaskapur og bakstur. Einnig
starfaði hún við afgreiðslustörf í
verslun þeirra hjóna í Blómahöll-
inni í Kópavogi.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Elsku besta mamma mín.
Guð þig leiði sérhvert sinn
sólarvegi alla.
Verndarengill varstu minn
vissir mína galla.
Hvar sem ég um foldu fer
finn ég návist þína.
Aldrei skal úr minni mér
mamma, ég þér týna.
(Jón Sigfinnsson)
Takk fyrir allt, englarnir
geymi þig.
Þín elskandi dóttir,
Anna Birgitta.
Elsku besta amma mín.
Þá ertu búin að færa þig yfir á
annan stað eftir mikla þraut-
seigju og baráttu sem þú háðir í
mörg ár. Ég grínaðist oft með
það að þú ættir níu líf og ég held
svei mér þá að sú hafi verið raun-
in. Þegar þú ert ekki lengur með
okkur hér í þessu lífi fer ég eðli-
lega að hugsa um allar fjölmörgu
stundirnar okkar sem við áttum
saman sem voru einhverjir bestu
tímar ævi minnar. Sem fyrsta
barnabarnið þitt var ég ansi
dekraður af þér og afa. Ég fékk
til dæmis að gera allt sem ég
vildi í Hrauntungunni og fékk að
vera ég sjálfur
með mitt hugmyndaflug.
Skemmtilegar uppákomur eins
og að tromma á alla pottana ykk-
ar, vera heilu stundirnar ofan í
balanum góða á gólfinu inni í eld-
húsi sem mér fannst svo gaman
kemur upp í hugann. Svo fékk ég
alltaf uppáhalds Ballerinu-kexið
mitt þegar ég vildi, meiri dekurs-
trákurinn sem ég var hjá ykkur.
Fékk ég síðan alltaf alla athygl-
ina þína og afa og kærleika sem
ég bý að alla ævi. Ég er líka svo
óendanlega þakklátur fyrir að þú
hafir fengið að hitta báðar stelp-
urnar mínar, þær Ísold Emmu og
Ylfu Björk og kynnast þeim báð-
um. Þeim fannst svo mikið til þín
koma og fannst alltaf gaman að
koma að heimsækja þig sem allt
of oft var því miður upp á spítala.
Ég á eftir að geyma allar þessar
fjölmörgu góðu minningar okkar
saman elsku amma mín allt frá
Hrauntungunni sem lítill pjakkur
og alveg undir það síðasta þegar
þú kvaddir okkur í Mörkinni.
Takk fyrir allt elsku amma
Edda, við fáum við okkur síðan
Ballerinu-kex saman hinum meg-
in við og þá get ég sagt þér frá
öllu sem ég hef áorkað í þessu
lífi.
Elska þig að eilífu,
Andri Már.
Hún tengdamamma mín var
prímadonna í allri merkingu þess
orðs. Frúin í Blómahöllinni. Hún
var alltaf smart klædd og þegar
hún fór í bæjarferð til að versla
hýrnaði heldur yfir kaupmönnum
og hún vildi bara hágæðaföt. Það
voru ófáir spænskir verslunareig-
endur sem hreinlega björguðu
sumrinu sínu eftir heimsókn frá
tengdamömmu og ófáir leður-
jakkarnir og pelsarnir sem komu
heim með í farangrinum eftir
hverja ferð. Og ekki voru þær
færri lúlúmburnar og sangríurn-
ar sem þurfti að skola niður eftir
slíkar verslunarferðir, ekki síst
hjá tengdapabba, sem þurfti oftar
en ekki að bera klyfjarnar og
taka upp veskið. Hún var hefð-
arfrú fram í fingurgóma.
Og heimilið hjá henni maður
minn. Þar var allt í röð og reglu
og raðað inn í skápa eftir litum
og áferð og ég þurfti oft að bíta í
tunguna á mér þegar ég var
næstum búinn að spyrja „hvað
kostar þetta?“ því mér fannst
alltaf eins og ég væri staddur í
búð. Sama var upp á teningnum í
fallega sumarbústaðnum sem þau
áttu; allt í röð og reglu. Ef mér
varð á að leggja frá mér peysuna
á stól endaði ég alltaf á því að
þurfa að leita að henni í einhverri
skúffunni. Oftast innan um sams
konar litan fatnað. Hún elskaði
gardínur og saumaði þær alltaf
sjálf. Nágrannar og aðrir vegfar-
endur gátu sagt til um hvaða tími
var í vændum því hún skellti
sumargardínum, vetrargardínum,
jólagardínum o.s.frv. upp á rétt-
um tíma. Þegar þau fluttu úr
Hrauntungunni þurfti lítinn
sendibíl bara undir gardínurnar.
En fyrir innan leðurjakkana
og pelsana sló hjarta úr gulli sem
vildi allt fyrir alla gera enda
fengu barnabörnin hennar og
annarra aldeilis að njóta þess.
Þær voru ófáar gleðistundirnar
sem Andri Már átti með ömmu
sinni og afa meðan foreldrarnir
voru að gera eitthvað allt annað
og vafalítið margar minningarnar
sem hrannast upp hjá honum.
Það hlýjaði mér um hjartaræt-
ur þegar hún sagði mér marg-
sinnis að ég væri hennar uppá-
haldstengdasonur og þið þurfið
ekkert að vera að benda mér á
þá staðreynd að ég var hennar
eini tengdasonur.
Ég veit að elsku tengda-
mamma mín er núna að slá um
sig á öðrum stað og ég veit líka
að þar verður hún eins og áður;
langflottust.
Þinn langbesti tengdasonur,
Arnlaugur Helgason.
Elsku amma frænka. Nú
kveðjumst við í hinsta sinn og
upp koma margar og ljúfar minn-
ingar hjá okkur hjónum.
Mér hefur ætíð þótt mjög
vænt um þig, elsku Edda frænka,
móðursystir mín, og var alltaf
gaman að koma til ykkar hjóna í
fallega stóra húsið sem þið áttuð
þegar ég var lítill og fékk ég að
leika með allt flotta og veglega
dótið sem Kiddi frændi átti. Man
sérstaklega eftir ævintýralegum
kúreka og hesti sem hann sat á
og öðru spennandi dóti sem fáir
áttu á þessum tíma. Og þegar
fram liðu stundir var ávallt gam-
an og gott að heimsækja ykkur
sem og hjálpa til þegar þið voruð
að byggja glæsilega bústaðinn
ykkar í Skyggnisskógi og líkt og
heimilið ykkar var hann sérlega
smekklega búinn og þú sást alltaf
um að allt væri svo skínandi
hreint og snyrtilegt hjá ykkur
enda fyrirmyndarhúsmóðir með
eindæmum.
Ég, Elsa, kom inn í myndina
árið 1989 þegar við Þór minn
kynntumst og náðum við stöllur
strax vel saman og varð sam-
bandið meira og nánara okkar
allra á milli eftir að við áttum
drengina okkar. Þú varst ötul að
koma í heimsóknir, óteljandi
kaffiheimsóknir á miðjum degi
þegar ég var heimavinnandi að
sinna strákunum og þú sinntir
sko frænkuhlutverkinu einstak-
lega vel gagnvart strákunum
okkar, svo vel að þú varst aldrei
kölluð neitt annað en Amma
frænka með stóru A-i hér á bæ.
Þú varst sérlega glæsileg kona
alla þína tíð, sannkölluð hefð-
arfrú! Alltaf vel tilhöfð í vönd-
uðum og smart fatnaði með skart
og fylgihluti í stíl svo eftir var
tekið og alltaf í tískunni enda
reglulegur viðskiptavinur í betri
fatabúðum bæjarins. Þú varst
líka alltaf hrein og bein! Gleymi
seint setningunni þinni þegar
frumburðurinn minn fæddist og
þú lést þessi orð falla: „Hvaðan í
ósköpunum hefur hann þessa
fegurð?“ og leist svo alveg stein-
hissa á okkur hjónin. Þú hafðir
einmitt svo skemmtilegan og
beittan húmor og komst gjarnan
með einhverjar svona bombur
sem gaman er að rifja upp og
hlæja að eftir á. Já, það var ein-
faldlega alltaf gaman að hitta þig
og alltaf nóg um að spjalla og
sprella og stutt í hláturinn og
grallarann fram á síðasta dag.
Þú fylgdist vel með stórum
sem smáum í stórfjölskyldunni,
vildir öllum vel og varst einstak-
lega góðhjörtuð og gjafmild. Við
hjónin erum þér og ykkur Bóasi
óendanlega þakklát og þá sér í
lagi fyrir að bjóða fram á sínum
tíma að hýsa brúðkaupsveisluna
okkar í stórglæsilega húsinu ykk-
ar í Hrauntungunni og var það
ómetanlegur stuðningur og vel-
vilji sem þið þar sýnduð. Hjart-
ans þakkir fyrir góða tíma og
samveruna gegnum árin og allt
það yndislega sem þú gafst af þér
til okkar.
Minningar um einstaklega
glæsilega og góða konu lifir og
Amma frænka mun ávallt eiga
stað í hjörtum okkar fjölskyld-
unnar.
Guð geymi þig.
Þór og Elsa.
Elskuleg vinkona mín Ragn-
heiður, alltaf kölluð Edda, er
látin. Ég kynntist henni í sund-
laug Kópavogs þegar nýbúið
var að opna sundlaugina. Þar
voru fleiri konur sem ég kynnt-
ist og við hittumst oft á mánu-
dögum og gengum í klukkutíma
um Kópavog, og oft hittumst
við hver heima hjá annarri.
Þetta var yndislegur tími, nú
eru margar af okkur horfnar af
sjónarsviðinu og þeirra er sárt
saknað. Edda fluttist í Mos-
fellsbæ. Hún kom oft í heim-
sókn og alltaf tilbúin að keyra
mig en vegna veikinda hennar,
sem voru búin að vera mikil og
erfið, keyrði maðurinn hennar,
Bóas, alltaf til mín og áttum við
ánægjulegar stundir saman og
hlustuðum á fallega músík og
ræddum um daginn og veginn.
Edda sagði alltaf þessa setn-
ingu þegar hún fór frá mér: Ég
hlakka til að koma aftur til þín.
Ég heimsótti hana oft á spít-
alann og oft var hún mikið veik
en hresstist alltaf eftir smá
stund, við gátum hlegið og talað
um gömlu góðu dagana, hún
var ótrúleg. Núna síðast var
hún í Mörkinni við Suðurlands-
braut, hún var svo ánægð þar
og sagði að þar væri yndislegt
að vera.
Ég þakka þér fyrir öll góðu
árin, já svona er lífið, vinirnir
hverfa hver af öðrum.
Í minningu mætrar konu
margt um hugann fer.
Eitt líf með gleði og vonum
úr heimi er farið hér.
Ég bið að hana taki
og geymi í faðmi sér.
Sá er yfir vakir og heyrir allt og sér.
(Sv. G.)
Blessuð sé minning þín.
Þín vinkona,
Geirlaug Egilsdóttir (Gilla).
Ragnheiður
Kristjánsdóttir
Síríus blikaði á suð-
urhimni, hvítari og
skærari en allar hinar.
Undir óravíddum hvolfs-
ins lá barn á bakinu.
Mjóslegið mannabarn
undir kvöldhimni. Kyrrðin magnaði krafs-
hljóðið undan sperrtum útlimum sem
teiknuðu vængi og kyrtil í mjúka fönnina.
Við hlið engilsins skildi barnið eftir teikn-
aða hörpu og klöngraðist uppá hæð til
að líta verk sitt. Frá lífvana engilmynd og
þöglu hljóðfæri lá sporaslóð til höfundar
sem starði og beið, hátíðlegur og mátt-
farinn. Þá gerðist undrið sem hann hafði
vænst í barnaskapnum. Engillinn rótaði
sér, seildist í hljóðfærið, blakaði vængj-
um og hóf sig á loft inní svart ómælið.
Hvítur sem kyndill. Stakir tónar bárust
um festinguna.
(Halldóra Kristín Thoroddsen)
Allt getur gerst og allt gerist.
Sumt er ótrúlegra en annað og það
tók okkur öll langa stund að trúa
því að hún Halldóra væri flogin
burt. Það eru ríflega 40 ár síðan við
hittumst í fyrsta sinn. Þá vissi ég
ekki að hún væri skáld. Ég var
bekkjarbróðir Bauju systur henn-
ar í Leiklistarskólanum og fundum
okkar bar helst saman ef yfir ein-
hverju þurfti að gleðjast. Og víst
var glaðst. Og hlegið hátt. Seinna
störfuðum við Eggert náið saman í
nokkur ár og ég datt inn á heimili
Halldóra Kristín
Thoroddsen
✝ Halldóra Krist-ín fæddist 2.
ágúst 1950. Hún
lést 18. júlí 2020.
Útförin fór fram
31. júlí 2020.
þeirra Dóru af og til.
Og þá var glaðst. Og
hlegið hátt. En líka
kafað djúpt. Því það
var alltaf svo óhemju
gaman að hitta Dóru
og eiga við hana orð
um allt og ekkert. Og
þá vissi ég loksins að
hún var skáld. Og ég
skal viðurkenna að
það jók enn á gleðina
af að þekkja hana.
Um leið og verk hennar tóku að
birtast almenningi varð öllum það
ljóst að þarna var ný og hressileg
rödd á ferðinni. Og með hverju
verki óx henni ásmegin, hún var
óheyrilega fyndin á sinn hlýlega
hátt, kunni eldklárt að greina sam-
félag okkar og sögu og afhjúpa þau
í orðum sem oft fengu mann til að
glenna upp augu í furðu og aðdáun.
Mörg slík augnablik átti ég með
síðustu bók hennar, Katrínarsögu,
sem er óhemju mikilvægt framlag
til íslenskra bókmennta, og um leið
mjög skörp og nauðsynleg þjóð-
félagsrýni.
Fyrir hönd íslenskra rithöfunda
kveð ég Halldóru með miklum
trega og harma að hún skyldi ekki
fá að ljúka dagsverki sínu, en
þakka um leið þær góðu gjafir sem
hún gaf. Fyrir hönd sjálfs mín og
míns fólks þakka ég góðar og
skemmtilegar stundir. Ykkur öll-
um votta ég dýpstu samúð, elsku
Eggert og fjölskylda.
Karl Ágúst Úlfsson.
Það er skrýtið að koma til Ís-
lands og láta það verða sitt fyrsta
verk að horfa á jarðarför á You-
tube. Mér var brugðið þegar ég
frétti andlát Halldóru Thoroddsen
vinkonu minnar.
Halldóra var einstaklega sam-
sett manneskja og það er sjónar-
sviptir að henni. Hún var andrík og
fjörug, gáfuð, næm og skemmtileg,
frábær rithöfundur með framúr-
skarandi skarpa sýn sem lyfti öll-
um samræðum upp á hærra plan.
Hún var frá mörgum tímaskeiðum
í einu: Eldforn og vitur en
splunkuný og ærslafull, fjörug og
alvörugefin, íhugul en hvatvís,
krítísk og uppátækjasöm, beitt og
mild, aftan úr römmustu íslensku
forneskju en alþjóðleg og fædd í
gær, lítt gefin fyrir nútímann en
sérlega vel með á nótunum. Maður
hefði kannski ekki leyft sér að
hlæja svona mikið upphátt að upp-
lestri úr bók hennar 90 sýni úr lífi
mínu ef maður hefði ekki setið
aleinn heima hjá sér fyrir framan
tölvu. Það er óborganlega fyndin
bók, einstök í íslenskum bók-
menntum.
Ég kynntist þeim systrum,
henni og Ásdísi, fyrst í Reykja-
víkurAkademíunni í kringum
aldamótin og fannst í þeim ein-
stakur kúltúr. Þær voru svo
fljúgandi greindar og skemmti-
legar. Allmörgum árum síðar
frétti ég út undan mér að Hall-
dóra ætti í fórum sínum skáld-
sögu. Ég þýfgaði hana um þessa
bók og vildi gefa hana út í rit-
röðinni 1005. Ætli hún hafi þá
verið hætt að skrifa? Það var
þægilegt að vinna texta með
Halldóru, hún hafði skarpa sýn á
sjálfa sig og eigin verk og var
allsendis laus við alla skinhelgi.
Og hún skrifaði svo fjandi góðan
texta. Bókin fékk Fjöruverð-
launin og síðan Bókmenntaverð-
laun Evrópusambandsins. Ef ég
man rétt eru þau verðlaun hugs-
uð fyrir höfunda sem eru „up
and coming“ – og það var ein-
mitt það sem Halldóra var sem
höfundur. Og kannski sem
manneskja. Bókin kom út á
fjölda tungumála og Halldóra
fylgdi henni eftir með annarri
skáldsögu, Katrínarsögu. Katr-
ínarsaga flaug kannski ekki eins
hátt en ég held að hún eigi eftir
að eldast ansi vel. Hvað hefði
Halldóra ekki getað skrifað ef
hún hefði fengið 20 ár í viðbót?
Hún var vaxandi höfundur og
mun halda áfram að vera það.
Mér finnst ég enn vera að
kynnast Halldóru. Ég man eftir
henni dansandi á Austurvelli í
búsáhaldabyltingunni með sól-
skinsbros á vör; raunar er sú
mynd þrykkt í huga minn og
segir mér ansi mikið: Þótt mað-
ur sé krítískur á samtíma sinn
og með róttækar hugmyndir
merkir það ekki að allt þurfi allt-
af að vera leiðinlegt og maður
sjálfur sífellt stúrinn á svip.
Ég hitti Halldóru í síðasta
sinn þegar ég átti leið um Fjöln-
isveg. Þá var kallað í mig úr
garði og ég umsvifalaust sjang-
hæjaður í garðveislu hjá þeim
Eggerti. Ég var á hraðferð en
þetta var eins og að eiga við-
komu í nítjándu aldar frönsku
málverki af garð-salón. Halldóra
sagðist margoft hafa reynt að
heimsækja mig að undanförnu
en ég væri aldrei heima. Sam-
ræðurnar fóru umsvifalaust á
flug. Ég hefði viljað sitja þarna
miklu lengur og ég átti fastlega
von á mörgum heimsóknum og
var farinn að hlakka til þeirra.
Halldóra mun halda áfram að
vaxa í verkum sínum.
Ég votta fjölskyldu hennar
mína innilegustu samúð.
Hermann Stefánsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RÓSA ÁRNADÓTTIR
kennari,
frá Höskuldsstöðum í
Eyjafjarðarsveit,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. ágúst
klukkan 13.30.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur
viðstaddir. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni
„Jarðarfarir í Akureyrarkirkju“.
Boðið verður til erfidrykkju síðar, þegar aðstæður leyfa.
Snjólaug Sigurðardóttir Benedikt Smári Ólafsson
Snæbjörn Sigurðsson Elva Sigurðardóttir
Árni Sigurðsson Hrefna Laufey Ingólfsdóttir
Ingólfur Sigurðsson Bryndís Lúðvíksdóttir
Elín Kristbjörg Sigurðard. Hafþór Hreiðarsson
Margrét Sigurðardóttir Helgi Þór Ingason
Pálína Stefanía Sigurðard. Freyr Aðalgeirsson
barna- og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁSGEIR RAFN REYNISSON
bifreiðasmiður,
sem lést fimmtudaginn 30. júlí verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 12. ágúst klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu má takmarkaður fjöldi mæta í
kirkjuna en einnig verður hægt að koma saman og horfa á
streymi frá athöfninni í Félagsheimili Fáks og í Reiðhöllinni í
Víðidal. Tengil á streymið má finna á samfélagsmiðlum
fjölskyldumeðlima.
Eygló Karlsdóttir Celin
Unnur Gréta Ásgeirsdóttir Geir Harrysson
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
Bjarney Ásgeirsdóttir
Birna Ósk Ásgeirsdóttir
Birkir Rafn Geirsson