Morgunblaðið - 11.08.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020
TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ
Rafgeymar í húsbíla og hjólhýsi
fyrir ferðalagið í sumar
Startaðu ferðasumarið
með
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Hinn fjölhæfi austurrískirithöfundur PeterHandke hlaut Nóbels-verðlaunin í fyrra fyrir
áhrifamikil verk þar sem hann af
„mikill stílsnilld hefur kannað jaðra
og sérstöðu í mannlegri tilveru,“
eins og segir í tilkynningunni um
verðlaunaveitinguna frá Sænsku
akademíunni.
Handke hefur jöfnum höndum
skrifað prósaverk og leikrit síðustu
áratugi, og auk þess ljóð og kvik-
myndahandrit, og fengist við þýð-
ingar. Sú ákvörðun að afhenda hon-
um Nóbelinn vakti deilur, enda
hefur Handke
verið umdeildur
og ekki síst fyrir
afstöðu sína til
átakanna á Balk-
anskaganum en
þangað á hann
ættir að rekja.
Hann flutti ræðu
við útför Slobod-
ans Miloševic og
hefur farið gagnrýnum orðum um
stríðsglæpadómstólinn í Haag. Í
kjölfar ákvörðunarinnar um að af-
henda honum verðlaunin sögðu ein-
hverjir höfundar sig úr Nóbelsnefnd
sem var sett saman til að annast val-
ið, og svo hart var deilt á Handke að
hann kvaðst hættur að tala við
blaðamenn, því þeir hefðu aðeins
áhuga á afstöðu hans til Balkanskag-
ans en ekki á verkunum hans.
Handke hefur líka haft skoðun á
Nóbelsverðlaunum í bókmenntum
og árið 2014 kallaði hann eftir því að
þau yrðu lögð niður og sagði verð-
launin veita sigurvegaranum „falska
dýrlingaupphefð“. En hann tók samt
við þeim.
Hvað sem deilum um skoðanir
Handke varðar þá er ekki hægt að
líta fram hjá því að hann er framúr-
skarandi höfundur og hefur skapað
mörg athyglisverð verk. Og því ber
að fagna að bókaútgáfan Ugla hefur
gefið út þessa athyglisverðu bók
Nóbelskáldsins, Óskabarn ógæf-
unnar, í vandaðri þýðingu Árna Ósk-
arssonar. Áður hefur einungis ein
bóka Handke verið þýdd á ísensku,
Barnasaga sem Pétur Gunnarsson
þýddi og kom út árið 1987. Vitaskuld
er rétt að gera þá kröfu að forlög
landsins sjái til þess að verk Nóbels-
höfunda, og ekki bara eitt eða tvö,
séu aðgengileg í góðum þýðingum.
Óskabarn ógæfunnar (1972) var
fjórða útgefna skáldverk Handke,
kom út þegar hann var þrítugur, en
hann skilgreinir verkið með þeim
hætti þótt það sé byggt á minn-
ingum hans og hugsunum um líf
móður hans og eigin uppvöxt.
Handke fæddist í miðri seinni
heimsstyrjöldinni, árið 1942. Móðir
hans var frá fátæku austurrísku hér-
aði og eignaðist Handke með kvænt-
um eldri bankamanni - Handke hitti
föður sinn ekki fyrr en hann var orð-
inn fullorðinn. Móðirin giftist hins
vegar drykkfelldum hermanni og
bjó um tíma með honum í Berlín, þar
sem hún eignaðist tvö börn til, áður
en fjölskyldan flutti til heimabæjar
hennar.
Móðir Handke tók eigið líf árið
1971 og á því hefst frásögnin, og
jafnframt að höfundurinn hafi byrj-
að að skrifa þessa sögu hennar fljót-
lega á eftir: Undir fyrirsögninni
ÝMISLEGT stóð eftirfarandi í
sunnudagsútgáfu Kärtner Volkszeit-
ung: „Aðfaranótt laugardags framdi
51 árs gömul húsmóðir frá A (bæjar-
félag G.) sjálfsmorð með því að taka
inn of stóran skammt af svefntöfl-
um.“
Nú eru liðnar næstum sjö vikur
frá því að móðir mín dó og mig lang-
ar til að hefjast handa áður en þörfin
fyrir að skrifa um hana, sem var svo
sterk við jarðarförina, breytist aftur
í sljólegt málleysi eins og þegar ég
las fréttina um sjálfsmorðið. (7)
Nálgun höfundarins við efnið hef-
ur löngum vakið athygli lesenda,
hvernig han lýsir lífi móður sinnar,
uppvexti, vonum og vonbrigðum,
með allt að því kaldranalegum hætti.
Formlega og það er sem hann reyni
markvisst og meðvitað að setja sig í
fjarlægð frá henni. En í því felst
jafnframt áhugaverð spenna og les-
andinn finnur smám saman fyrir
harminum, sorginni, sem hann eins
og uppgötvar með hikandi höfund-
inum sjálfum eftir því sem hann átt-
ar sig betur á því lífi sem var var lif-
að og lokið, í eins konar flótta frá
djúpstæðum sársauka, þegar móðir-
in var nýorðin fimmtug.
Þegar kemur fram í frásögnina,
og við höfum fylgst með sögumanni
glíma við það hvernig hann eigi að
segja frá, án þess að láta harminn
taka yfir og tilfinningasemina brjót-
ast í gegn, þá birtist löng skýring á
aðferð og nálgun hans og er innan
sviga. Þar segir í lokin:
(… Saga móður minnar verður
helst skiljanleg í svipleiftrum í
draumum – vegna þess að þá verða
tilfinningar hennar svo líkamlegar
að ég lifi þær sem tvífari og sam-
sama mig þeim; en það eru einmitt
þau fyrrgreindu augnablik þegar
saman fer ýtrasta tjáningarþörf og
ýtrasta orðleysi. Þess vegna falsar
maður reglufestu hefðbundins æviá-
grips þegar maður skrifar: „Þá – síð-
ar“, Það er – enda þótt“, „var – varð
– varð ekkert“ og vonast til að sigr-
ast á skelfingunni. Það er þá ef til
vill það fyndna við söguna.) (48)
Tjáningarþörf og orðleysi, hefð-
bundið æviágrip og skelfing þess
sem enn er á lífi. Þessir þættir tak-
ast með áhrifaríkum hætti á í þess-
ari fallegu og merkilegu frásögn
framúrskarandi samtímahöfundar.
Að sigrast á
skelfingunni
AFP
Nóbelskáld Í Óskabarni ógæfunnar fjallar Peter Handke um sorglegt líf og
dauða móður sinnar á óvenjulegan en jafnframt áhrifaríkan hátt.
Minningar - skáldverk
Óskabarn ógæfunnar bbbbm
Eftir Peter Handke.
Árni Óskarsson þýddi.
Ugla, 2020. Kilja, 106 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Mér finnst eiginlega best að lýsa
þessu sem draumkenndu rafpoppi,“
segir tónlistarkonan Annalísa Her-
mannsdóttir sem gaf nýverið út
EP-plötuna 00:01. Annalísa stundar
nám við sviðshöfundabraut Listahá-
skóla Íslands og hefur lært djass-
söng í FÍH síðan árið 2017. „Ann-
ars hef ég verið í hljómsveit með
K.Óla og hef spilað með henni í tvö
ár. Síðan hef ég verið að semja síð-
an ég man eftir mér,“ segir hún.
Gerast á einni nóttu
Annalísa hefur áður gefið frá sér
þrjú lög, „Ekki lengur“, „Skugga-
myndir“ og ábreiðu af „Bláu augun
þín“, en 00:01 er hennar fyrsta EP-
plata. „Ég samdi öll lögin og pródú-
seraði þau ásamt Gesti Sveinssyni
hjá Stúdíó Sýrlandi.“ Auk þess komu
ýmsir vinir Önnulísu og kunningjar
að plötunni. „Andrés Þór Þorvarð-
arson á eitt lag með mér, „Mér líður
eins og ég líði eins og tíminn með
þér“. Hákon Örn Helgason tók líka
þátt í pródúseringu.“ Sara Ósk Þor-
steinsdóttir og Magnús Thorlacius
spila síðan á gítar hvort í sínu laginu
og Katrín Helga Ólafsdóttir útsetti
strengi fyrir lagið „Sofið rótt“.
Annalísa segir að hægt sé að
skilja óvenjulegan titil plötunnar,
00:01, á ýmsa vegu. „Öll lögin á plöt-
unni gerast yfir nótt og titillinn þýðir
í rauninni eina mínútu yfir miðnætti.
Það er hægt að sjá vissa sögu í
gegnum plötuna, þau renna þannig
að þau gætu gerst á einni nóttu. Svo
getur þetta auðvitað þýtt að þetta sé
fyrsta platan mín, 00:01. Kannski
heitir næsta 00:02, ég veit það ekki,“
segir hún og hlær.
Hefur í nógu að snúast
Annalísa segir að fullt af tónlistar-
fólki hafi veitt henni innblástur og
nefnir sem dæmi Hjaltalín, þýsku
rafhljómsveitina Moderat, hina fær-
eysku Eivør og kanadíska tónlistar-
manninn The Weeknd. Það sé þó
ekki síður fólkið í kringum hana sem
hafi áhrif á hana og veiti innblástur.
Annalísa hefur unnið plötuna í
samstarfi við Listhópa Hins hússins
en þar gefst ungu fólki kostur á að
vinna að skapandi verkefnum í átta
vikur yfir sumartímann. „Það var
mjög dýrmætt að fá tækifæri, tíma
og vettvang til þess að gera þetta.
Ég er ekki viss um að ég hefði náð
að koma þessu öllu í verk ef ég hefði
ekki fengið að vera með í Listhópum
Hins hússins.“
Samkomutakmarkanir gera tón-
leikahald nærri ómögulegt. „Mig
langar rosalega mikið að spila eitt-
hvað en það verður auðvitað bara
að koma í ljós hvernig þetta æxlast
allt saman,“ segir tónlistarkonan.
Hún hefur þó í nógu að snúast.
Næsta verkefni er að vera skrifta í
kvikmyndatökum næstu tvo mán-
uði. Síðan hefur hún þriðja árið í
Listaháskólanum innan tíðar. „En
tónlistin verður þarna einhvers
staðar líka,“ segir hin fjölhæfa
Annalísa.
Ljósmynd/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
Tónlistarkona Annalísa Hermannsdóttir segist hafa samið tónlist síðan hún
man eftir sér og hefur nú gefið út sína fyrstu smáskífu, 00:01.
Dýrmætt að fá tæki-
færi, tíma og vettvang
Annalísa Hermannsdóttir gefur út sína fyrstu smáskífu