Morgunblaðið - 11.08.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 11.08.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is Hörkuspennandi þriller byggð á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG RÓMANT Í SK GAMANMYND. KAT I E HOLMES JOSH LUCAS ©2016 Disney Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND SEM KOMIÐ HEFUR! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI » Fernir tónleikarverða haldnir í há- deginu á fimmtudögum í Fríkirkjunni í Reykjavík nú í ágúst og fóru þeir fyrstu fram 6. ágúst. Á þeim fluttu Auður Gunn- arsdóttir sópran og Lilja Eggertsdóttir píanóleik- ari lög úr leikhúsinu. Var þess gætt, líkt og á komandi tónleikum, að ekki fleiri en 100 gestir væru í kirkjunni. Tón- leikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni og hefjast allir kl. 12 og eru um 30 mínútur að lengd. Lög úr leikhúsinu voru flutt á hádegistónleikum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Leikhúslög Auður Gunnarsdóttir og Lilja Eggertsdóttir fluttu lög úr heimi leikhússins á hádegistónleikum. Ánægjulegt Tónleikagestir voru ánægðir með flutning Auðar og Lilju. Íslensk-japanska félagið auglýsti eftir umsóknum um þýðingastyrk fyrir sumarið 2020 í júní og þá styrki fyrir þýðingar úr japönsku yfir á ís- lensku eða íslensku yfir á japönsku. Var þetta í fyrsta sinn sem auglýst var eftir slíkum umsóknum og var val á bókmenntaverki í höndum um- sækjanda. Voru nemendur í þýðing- arfræði sérstaklega hvattir til að sækja um og gátu verkin verið hluti af lokaverkefni nemanda og máttu því þegar vera hafin. Umsóknarfrestur var til 13. júlí og bárust sex umsóknir og allir um- sækjendur voru boðaðir í viðtal. Fór svo að Shohei Watanabe hlaut þýð- ingastyrkinn í ár, 250 þúsund krón- ur, fyrir þýðingu á Skugga-Baldri eftir Sjón, úr íslensku yfir á jap- önsku. Styrktur Shohei Watanabe tók við styrkn- um í Hljómskálagarðinum á dögunum. Shohei Watanabe hlaut þýðingastyrk Enska tímaritið Radio Times stóð fyrir könnun á dögunum um hvaða leikari hefði verið bestur í hlut- verki njósnarans James Bond og stóð Sean Connery uppi sem sig- urvegari. Connery hlaut 56% at- kvæða sem er harla gott þegar litið er til þess hversu margir leikarar hafa leikið njósnarann en sá sem enn leikur hann, Daniel Craig, hlaut 43% atkvæða í fyrstu lotu könnunarinnar. Hún var ekki af einföldustu gerð heldur eins konar útsláttarkeppni, ef marka má frétt dagblaðsins Guardian. Segir þar að nokkuð óvænt hafi Timothy Dalton lent í öðru sæti með 32% atvæða í lokalotunni en Connery 44%. Pierce Brosnan hafi þá náð 23%. Í annarri könnun voru lesendur Radio Times spurðir að því hver ætti að taka við keflinu af Craig og varð leikarinn Sam Heughan hlutskarpastur með nær 30% atkvæða. Á eftir honum komu Tom Hardy (14%), Henry Ca- vill (11%), Idris Elba (10%) og Tom Hiddleston (5%). Bestur Connery lék fyrstur Bond og þykir bestur ef marka má könnun Radio Times. Connery valinn besti Bond-inn Söngvakeppni í anda Eurovision verður haldin í fyrsta sinn á næsta ári í Bandaríkjunum og mun hún heita The Am- erican Song Contest. Munu þar keppendur frá öllum ríkjum Bandaríkjanna leiða saman hesta sína, að því er segir á vef CNN. Verða haldnar forkeppnir, þá undanúrslit og svo úrslitakeppni. Svíinn Martin Ös- terdahl, sem tók við starfi Norð- mannsins Jon Ola Sand sem fram- kvæmdastjóri Eurovision hjá Samtökum evrópskra sjónvarps- stöðva (EBU), segir tíma til kom- inn að Bandaríkjamenn fái að upp- lifa Eurovision-gleðina sem nýlega voru gerð skil í gamanmynd Wills Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Skipu- leggjendur Eurovision munu að- stoða við undirbúning bandarísku keppninnar, ef marka má frétt CNN. Martin Österdahl Bandarísk útgáfa af Eurovision

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.