Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 1

Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  202. tölublað  108. árgangur  LÍKAMINN ÓTRÚLEGT FYRIRBÆRI HEILSA 32 SÍÐUR Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson Greiðslur af óverðtryggðum hús- næðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Á þetta bendir Rannveig Sigurð- ardóttir varaseðlabankastjóri í sam- tali við Morgunblaðið. Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytileg- um vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem end- urfjármagna eldri skuldir. Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyr- ir því að greiðslur geti hækkað um- talsvert. Þannig hafi t.d. komið fram að „hlutlausir“ stýrivextir væru um 4,5%, eða 3,5 prósentum hærri en núverandi meginvextir bankans. Í útreikningum, sem Morgunblað- ið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti. Vilja meiri fylgni við stýrivexti Gagnrýnt hefur verið að vaxta- lækkanir Seðlabankans hafi ekki skilað sér nægjanlega vel til fyrir- tækja. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag ljóst að endurskipuleggja þurfi skuldir hótelanna. Vaxtastigið geti ráðið úrslitum í þeirri endurreisn. „Það þarf að ná þeim árangri að það sé hægt að lækka vexti á fyrir- tæki til að dæmið gangi upp í heild- ina,“ segir Kristófer. Skv. áætlun hans gætu þúsundir starfa tapast. Afborganir gætu hækkað um 50%  Breytingar á lánamarkaði  Kallar eftir frekari vaxtalækkun MEndurskipuleggja ... »2 og 12 2019 2020 Húsnæðislán með breytilegum vöxtum Janúar 2019 til júlí 2020 Ma.kr. Ný lán á mánuði, ma.kr. Stýrivextir,% Heimild: SÍ 1,0% 4,5% 45,4 1,2 Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma, sungu Söngfugl- arnir Kristín Lillendahl og Árni Blandon um árið. Hvort þessi vel klæddi málari hafi sönglað það ágæta lag skal ósagt látið, en ekki skorti á einbeitinguna þegar hann málaði kantsteina á bensínstöð Orkunnar sunnan megin við Miklubraut. Bleiki lit- urinn er einkenni Orkunnar og fékk að ráða för. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einbeittur og kappklæddur við kantsteinamálun Í íslenskri lögsögu mældust tæplega 546 þúsund tonn af makríl í sumar eða 4,38% af því sem mældist í leið- angri á norðurslóðir. Vísitala líf- massa makríls á leiðangurssvæðinu var metin alls 12,3 milljónir tonna í ár sem er 7% hækkun frá árinu 2019 og er mesti lífmassi sem mælst hefur frá upphafi þessara leiðangra árið 2007. Síðustu ár hefur dregið úr vest- lægum göngum makríls og minna verið af fiskinum í íslenskri og græn- lenskri lögsögu. Hlutfallið á Íslands- miðum hefur lækkað síðustu þrjú ár og til samanburðar má nefna að árin 2015 og 2017 var það um 37% af heildinni. Miðað við vísitölur má áætla að tæplega 3,9 milljónir tonna af makríl hafi verið í lögsögunni þeg- ar mest var árið 2017 eða um sjö sinnum meira en í ár. »11 Lítill hluti makríls í lögsögunni  Sjö sinnum meira fyrir þremur árum  Veiking íslensku krónunnar gagnvart evru hefur komið illa við marga þá Íslendinga, sem flutt hafa til Spánar og komnir eru á eft- irlaun, eða farnir af vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu. „Þeir sem ekki eru farnir, þeir taka þetta á sig en þola ekki mikið meira í viðbót,“ segir Karl Kristján Guðmundsson, sem býr ásamt konu sinni í Torrevieja. Um 700 Íslend- ingar hafi lögheimili á því svæði sem kennt er við Hvítu ströndina á Suður-Spáni. Kjör íslenskra lífeyrisþega á Spáni hafi rýrnað tífalt á við þá líf- eyrisþega sem búa á Íslandi, þar sem frá febrúarbyrjun hafi krónan veikst um 18,6% gagnvart evru, en á sama tíma hafi neysluverðs- vísitalan hækkað um 1,86%. »6 Morgunblaðið/Eggert Torrevieja Fjöldi Íslendinga býr á Spáni. Veikingin slæm fyrir lífeyrisþega á Spáni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.