Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
✝ Guðrún Hall-dórsdóttir
(Systa) fæddist á
Ísafirði, Tangagötu
4, þann 22. nóv-
ember 1934. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir, Eir-
arholti, 16. ágúst
2020. Foreldrar
hennar voru Hall-
dór Magnús Hall-
dórsson, f. 30. des-
ember 1896, d. 28. janúar 1972,
og Þórunn Ingibjörg Björns-
dóttir, f. 29. mars 1897, d. 4.
febrúar 1968. Systkini Systu eru
Ólafur, f. 7. nóvember 1924, d.
26. júlí 1994, Halldór, f. 27.
mars 1933, d. 27. október 2015,
Þórhildur, f. 20. október 1940,
og drengur, f. 29. desember
1945, d. 29. desember 1945.
Systa giftist Jóhanni Þórðar-
syni 11. janúar 1959. Jóhann var
frá bænum Laugalandi í Skjald-
fannardal í Norður-Ísafjarð-
arsýslu, f. 25. janúar 1927, d. 1.
apríl 2003. Foreldrar hans voru
Þórður Halldórsson, f. 22. nóv-
ember 1891, d. 27. maí 1987, og
Helga María Jónsdóttir, f. 2.
usdóttir Ferrua, f. 27. sept-
ember 1990, sambýliskona
hennar er Ólöf Elsa Guðmunds-
dóttir, f. 27. febrúar 1986, synir
þeirra eru Erik, f. 7. október
2016, og Orri, f. 1. ágúst 2019.
Systa lauk námi við Barna-
skóla Ísafjarðar. Hún vann um
tíma í versluninni Dagsbrún,
Félagsbakaríi og matvörubúð-
inni hans Gústa Péturs á Ísa-
firði.
Systa fór sem kaupakona að
Melgraseyri við Ísafjarðardjúp.
Þar kynntist hún honum Jóa
sínum, þá bóndasyni á Lauga-
landi.
Systa og Jói fluttu til Reykja-
víkur 1960 og bjuggu fyrst að
Hólmgarði 60. Eftir búsetu í
Hólmgarði fluttu þau að Bugðu-
læk 1 og síðar að Bugðulæk 6.
Eftir að heilsu Systu fór að
hraka vegna Alzheimer-
sjúkdóms sótti hún Fríðuhús.
Síðustu ár sín var Systa bú-
sett á Eirarholti, búsetuúrræði
fyrir Alzheimer-sjúklinga.Útför
Systu fer fram frá Grafarvogs-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna
munu einungis nánustu að-
standendur vera viðstaddir út-
förina en athöfninni verður
streymt á facebook.Stytt slóð á
streymið: https://tinyurl.com/
y6gcobhq/. Nálgast má virkan
hlekk á streymið á www.mbl.is/
andlat/.
febrúar 1898, d. 8.
apríl 1999. Börn Jó-
hanns og Guðrúnar
eru: 1) Ingibjörg, f.
14. október 1959,
gift Jóni Friðriki
Bjartmarz, f. 27.
ágúst 1957, börn
þeirra eru: a) Guð-
rún Bjartmarz, f.
11. mars 1982, sam-
býlismaður hennar
er Þorri Björn
Gunnarsson, f. 17. febrúar 1979,
synir þeirra eru Alexander Jó-
hann, f. 17. júlí. 2007 og Emil
Arnar, f. 2. desember 2014, b)
Arnar Bjartmarz, f. 18. mars
1988. 2) Þórður, f. 27. nóvember
1961, kvæntur Olgu Oussik, f.
18. maí 1973, dætur þeirra eru
Anastasía Þórðardóttir, f. 3.
desember 2004 og Alexandra
Þórðardóttir, f. 13. ágúst 2010.
Uppeldisbörn Þórðar eru: a)
Halldór Búi Jónsson, f. 26. apríl
1981, sambýliskona hans er
Karen Gunnarsdóttir, f. 27.sept-
ember 1983, dóttir Halldórs Búa
og Þorbjargar Maríu Ólafs-
dóttur er Iðunn Eybjörg, f. 16.
október 2009, b)Ylfa Lár-
Í dag kveð ég ömmu Systu. Á
stundum sem þessum er gott að
geta leitað í gamlar og góðar
minningar.
Ein er ofarlega í huga, þegar
ég var hjá ykkur afa á morgnana
fyrstu skólaár mín og þið sáuð
um að koma mér í skólann. Ég
var oft tregur til þess að leggja af
stað og fann þá ýmsar ástæður til
að tefja brottför. Einu sinni tók
ég upp á því að telja mósaíkflís-
arnar á baðherberginu, sem voru
ekki stærri en 1 x 1 cm og þökktu
allt herbergið. Hvern morguninn
á fætur öðrum næstu daga byrj-
aði ég að telja en tókst ekki að
klára. Hafði þó tekist að seinka
brottför og auka á stressið. Þú
dóst ekki ráðalaus og tókst þig til
og taldir þær með aðstoð marg-
földunartöflunnar og þá var mál-
ið afgreitt og hægt að halda í
skólann í tæka tíð.
Minningarnar í kringum öll
ferðalögin um landið með ykkur
afa og Guðrúnu eru líka ofarlega í
huga og hvað það var alltaf gott
að koma heim til þín á Bugðulæk-
inn.
Hvíldu í friði, amma mín.
Arnar Bjartmarz.
Sunnudagurinn 16. ágúst var
einn hlýjasti dagur sumarsins í
Reykjavík, bjartur og fagur og
sólarlagið einstaklega fallegt. Þá
um kvöldið lést elsku amma mín,
Guðrún Halldórsdóttir, alltaf
kölluð Systa.
Ég hef alla tíð frá því að ég var
lítil verið svo stolt af því að bera
nafnið hennar og vona innst inni
að ég líkist henni á einhvern hátt.
Ég var mikið heima hjá ömmu og
afa á Bugðulæknum og þau
reyndust mér afskaplega vel alla
tíð. Fyrir það fæ ég aldrei full-
þakkað. Þau voru alltaf til staðar
og svo hlýtt og gott að koma til
þeirra. Þegar bróðir minn fædd-
ist fyrir tímann og lá mikið veikur
inni á spítala var mikið álag á for-
eldrum mínum. Þá var gott að
eiga góðan samastað á Bugðu-
læknum. Örlögin réðu því að í ár
fluttum við í götuna sem ég á svo
margar góðar minningar frá og
fer ég fram hjá gamla húsinu
þeirra á hverjum degi.
Amma Systa vissi hvað skipti
mestu máli í lífinu og hafði svo
marga góða kosti til að bera. Hún
passaði svo vel upp á okkur
barnabörnin og langömmubörn-
in, hún var umhyggjusöm, hörku-
dugleg, hógvær, brosmild og
nægjusöm. En hún gat líka verið
mjög þrjósk, eitthvað sem ég álít
reyndar vera góðan kost og hefur
erfst til afkomenda hennar. Hún
gat líka blótað eins og versti
sjóari og við grínumst oft með
það að það hafi verið amma sem
kenndi okkur að blóta.
Amma var glæsileg kona, allt-
af svo fín og saumaði hún meiri-
hlutann af fötunum sínum sjálf.
Hún gat heldur aldrei staðist fal-
lega skó. Fermingarkjóllinn
minn var saumaður af henni og
þykir mér afar vænt um það.
Amma var dugleg að hreyfa sig,
fór í sund á hverjum degi og hjól-
aði mikið meðan heilsan leyfði.
Hún var heimakær en hún fór þó
á seinni árum í tvær utanlands-
ferðir að heimsækja okkur til
Danmerkur þar sem við bjuggum
í nokkur ár. Það hefur líklega að-
allega verið langömmudrengur-
inn, Alexander Jóhann, sem fékk
hana af stað. Í Danmörku áttum
við góðar stundir saman og heim-
sóttum m.a. litlu hafmeyjuna. En
heima á Íslandi, á Bugðulæknum,
var samt alltaf best í hennar
huga.
Síðustu ár voru erfið,
Alzheimerssjúkdómurinn tók
mikið frá henni. Það er huggun
harmi gegn að hafa náð að vera
hjá henni þegar hún kvaddi okk-
ur. Nú er hún komin á betri stað
og hittir þar fyrir elsku afa Jóa.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Takk fyrir allt, elsku amma
mín. Við sjáumst seinna.
Þín
Guðrún.
Það var mikil heppni að skól-
inn minn, Laugalækjarskóli, var
staðsettur við Bugðulækinn þar
sem afasystir mín Systa bjó.
Þarna á unglingsárunum fór ég
að stunda það að fara í hádeg-
ismat til Systu og var síðan fasta-
gestur einu sinni í viku í hádeg-
ismat á Bugðulæknum í tæplega
30 ár. Ég man að félagar mínir í
Laugalæk dauðöfunduðu mig af
þessari frábæru frænku á Bugðu-
læknum sem eldaði fyrir mig í há-
deginu. Þeir sleiktu út um þegar
þeir heyrðu um grjónagrautinn,
vanillubúðinginn, ávaxtagrautinn
eða jafnvel ísinn sem var borinn á
borð en það var alltaf eftirmatur
á boðstólum. Þetta voru mjög
eftirminnilegar stundir með
Systu og Jóa í hádeginu á Bugðu-
læknum þar sem maður lærði að
borða íslenskan mat af gamla
skólanum. Mesta fjörið var samt
þegar Þórhildur eða afi Dúddi
voru í heimsókn þar sem þau
systkinin voru skríkjandi af
hlátri yfir einu og öllu. Nú eru
þessar hádegisstundir liðnar en
eftir situr þakklæti og minningin
um ótrúlega skemmtilega og góð-
hjartaða frænku sem maður fékk
að læra af og njóta samveru-
stunda með öll þessi ár.
Haukur Þór Hannesson.
Nú þegar Systa hefur kvatt
þennan heim þá get ég ekki látið
hjá líða að minnast hennar með
nokkrum orðum – og þeirra
beggja, heiðurshjónanna Guð-
rúnar Halldórsdóttur og Jóhanns
Þórðarsonar heitins, vegna þeirr-
ar virðingar og væntumþykju
sem ég hef alltaf borið til þeirra
beggja og afkomenda þeirra.
Hún var alltaf kölluð Systa og
hún sjálf kallaði hann Jóa og lík-
lega vegna þess hversu samrýnd
og samtaka þau voru þá nefndi ég
þau ávallt saman. Að vísu sem
Systu og Jóhann Þórðar – þar
sem ég kynntist honum fyrst
meðan ég var í námi og vann sem
skrifstofustjóri Lögmannafélags
Íslands þar sem hann var félagi.
Við kynntumst þeim Systu og
Jóhanni sem væntanlegum
tengdaforeldrum Jóns bróður
míns þegar þau Inga fóru að búa
og áttu orðið Guðrúnu, eldra barn
sitt.
Eins og gengur hittumst við
helst í afmælum Guðrúnar yngri
og seinna Arnars bróður hennar
og frá fyrstu kynnum fannst mér
og okkur þetta vera einstakt
heiðursfólk og Jón bróður minn
vera heppinn með tengdafor-
eldra. – Systa og Jóhann voru í
mínum augum vestfirsk í húð og
hár, bæði heilsteyptar, traustar
og orðvarar manneskjur og
skemmtileg bæði og mikill fengur
fannst mér í því þegar Jóhann
náðist á spjall sem helst gerðist
þegar umræðuefnið var lögfræði-
legs eðlis, en hann var vandaður
og góður lögmaður.
Þau Systa og Jóhann ráku eins
konar sjálfsþurftarbúskap á
Bugðulæknum. Samhliða því að
reka lögfræðistofu í fullu starfi,
gerði Jóhann sjálfur við sprungin
dekk, lagði parket og teppi og
annaðist allt viðhald íbúðar
þeirra og saumaskapurinn með
meiru lék í höndum Systu. Auk
þess að sauma sérlega smekklega
nánast allt á sig sjálfa þá saumaði
hún gardínur og fatnað bæði á
Ingu mágkonu, Guðrúnu yngri og
fleiri.
- Og á sumrin var ávallt eins
lengi og heilsan leyfði haldið
vestur í Ísafjarðardjúp til að
sinna sumarstörfum á Lauga-
landi.
Jóhann kvaddi of ungur rétt
rúmlega 76 ára eftir að hafa verið
veikur með Alzheimer um árabil
og allt fram undir það síðasta
annaðist Systa hann á heimili
þeirra af einstakri umhyggju og
ástúð. –
Systa var lengst af eftir lát Jó-
hanns við ágæta heilsu. Eftir að
hún varð ein og Jóhanns naut
ekki lengur við til að aka bíl
þeirra og hún sjálf aldrei öðlast
ökuréttindi, þá var hún aldeilis
ekki af baki dottin og fór mest af
sínum ferðum hjólandi. Meðal
annars í sundlaugarnar en þær
hafði hún stundað sér til heilsu-
bótar í nokkurn tíma áður en
hann lést. – Síðan veikist hún
sjálf og naut um nokkurra árabil
einstakrar aðhlynningar í dag-
vistun í Fríðuhúsi og síðar virð-
ingarverðrar og nærgætinnar
umönnunar á Alzheimerdeildinni
í Eirarholti.
Nú er Systa, þessi greinda,
góða og svipfallega kona farin
sína síðustu ferð til endurfunda
við Jóa sinn í faðm almættisins og
við Pétur Þór vottum eftirlifandi
öllum, Þórhildi systur hennar,
Ingu mágkonu minni, Þórði bróð-
ur hennar, mökum og fjölskyld-
um beggja okkar innilegustu
samúð.
Jónína Bjartmarz.
Systa fæddist og ólst upp á
Ísafirði ásamt systkinum sínum,
Óla, Dúdda og Þórhildi. Hún gift-
ist Jóhanni Þórðarsyni, lögfræð-
ingi ættuðum úr Djúpinu, og
saman héldu þau vestfirskt heim-
ili á Bugðulæk í Reykjavík. Þang-
að voru ættingjar og Vestfirðing-
ar velkomnir og oft var gist í
hverju rúmi. Aldrei var andrúms-
loftið vestfirskara en í árlegum
skötuveislum, en slíkar veislur
finnast tæpast í heimahúsum
lengur vegna lyktar sem sumir
skilgreina sem mengun en aðrir
sem gæði.
Eins og stundum var á þessum
árum vann Systa alla tíð heima
við að mestu við almenn húsverk,
en að hluta til aðstoðaði hún
bóndann við vélritun o.fl. Það
kom ekki einungis börnum þeirra
vel að hafa Systu ávallt heima við.
Fjölmargir nutu góðs af því, allt-
af voru nýbakaðar kökur á borð-
um og allir velkomnir. Þannig
naut sonur okkar þess að vera
nánast daglegur gestur hjá
Systu, en vegna skólaleysis í Ár-
túnsholtinu sótti hann allan
barnaskólann í Laugarnes- og
Laugalækjarskóla og þaðan var
stutt til Systu þar sem hann var
ætíð velkominn. Langt fram eftir
fullorðinsaldri fór drengurinn
reglulega í mat til hennar, ekki á
hverjum degi en oftast einu sinni
í viku.
Jafn velkomin var dóttir okkar
og segja má að þau hafi í raun
notið þess að eignast viðbót-
arömmu og hana ekki af verri
endanum.
Ekki er hægt að minnast
Systu án þess að rifja upp ein-
stakt samband þeirra systkina.
Það var ljóst að þeim leið vel
saman.
Þær systur, Systa og Þórhild-
ur voru nánast eins og eitt, þær
gátu hlegið tímunum saman. Það
var ekki skellihlátur eða hlátra-
sköll heldur var hann oftast lág-
vær, svolítið eins og ölduniður og
þegar hann virtist ætla að stoppa
gat hann rokið upp aftur og end-
urtekið sig margoft. Það hve
stutt var í hláturinn var í raun
einkenni allra þeirra systkina og
aldrei meira áberandi en þegar
þau hittust.
Um leið og við þökkum Systu
fyrir samfylgdina og ótal áægj-
ustundir þá viljum við sérstakega
þakka fyrir aðstoðina við uppeldi
barna okkar og ekki síst að hafa
kennt þeim að borða íslenskan
mat.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við til Ingibjargar, Þórð-
ar og fjölskyldna, þeirra er miss-
irinn mestur.
Inga og Hannes.
Vor er indælt, ég það veit,
þá ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Að kveldi 16. ágúst horfði ég á
síðsumarsólina ganga undir Snæ-
fjallaströndina þar sem hún og
Æðey mætast, séð frá Lauga-
landi. Skýjadrögin á himninum
roðagullin og ýmis litbrigði
hærra. Á Ströndina sló fjólu-
bláum bjarma sem varð því
dekkri sem sólin hneig neðar.
Næsta dag frétti ég að á þeirri
stundu hefði Guðrún Halldórs-
dóttir, Systa, kvatt þetta jarðlíf
og horfið með seinustu geislum
kvöldsólarinnar. Þegar Systa var
ung tíðkaðist það að ungar stúlk-
ur færu í kaupavinnu. Eins og
farfuglarnir á vorin komu þær og
fóru með þeim á haustin, en ekki
þó allar, margar fundu staðfestu
sína í sveitinni.
Á árunum 1950-60 voru ekki
mörg heimili í gamla Nauteyrar-
hreppi sem ekki réðu kaupakonu
og kúasmala yfir sumartímann
og frá Ísafirði, Hnífsdal og Bol-
ungarvík kom þessi liðsauki með
gamla „Fagganum“ og dreifðist á
bæina. Systa var ein af þeim.
Fyrsta sumarið á Rauðamýri en
svo á Melgraseyri hjá Stínu og
Guðmundi og það var enginn
svikinn af verkunum hennar.
Bráðskörp og rösk, gekk í
hvaða verk sem gera þurfti, hvort
heldur var innanbæjar eða utan.
Hún var glöð og hláturmild, björt
yfirlitum, falleg og elskuleg.
Bróður húsfreyjunnar sem átti
heima á næsta bæ, Jóhann Þórð-
arson, varð tíðförult að Melgras-
eyri og þegar ég kom að Lauga-
landi 1958 sem kona Halldórs
Þórðarsonar bróður Stínu og Jóa
þá voru Systa og Jói trúlofuð og
leiðir þeirra lágu saman eftir það.
Heimili þeirra var í Reykjavík en
rætur beggja voru í Djúpinu og
þangað var farið svo að segja á
öllum árstímum.
Jóhann mágur minn vissi bara
eina átt og hún lá í vestur og
Systa fylgdi honum í gegnum
þykkt og þunnt. Þau voru alveg
einstaklega samhent hjón og hafi
einhvern tíma komið upp einhver
ágreiningur þá var hann leystur á
hljóðlátan hátt. Bæði voru ákaf-
lega frændrækin og tóku opnum
örmum öllum sem þar bar að
garði og þeir voru margir sem
þangað áttu erindi. Nú hafa þau
bæði kvatt en minningarnar eru
margar og allar á einn veg.
Óþrjótandi hjálpsemi við búskap-
inn hér á Laugalandi, við hey-
skap og smalamennskur og allt
þar á milli. Bæði sérstaklega um-
hyggjusöm við foreldra og skyld-
fólk.
Þau nutu líka útiveru af heilum
hug og berjatínsla var báðum
mikið áhugamál og aldrei glaðari
en þegar þau komu með fullar
fötu af aðalbláberjum úr gróður-
sælunni við Gil eða undan Litlu-
klettum. Fyrir hönd fjölskyld-
unnar frá Laugalandi þakka ég
liðnar samverustundir og votta
öllum aðstandendum innilega
samúð.
Ása Ketilsdóttir.
Guðrún
Halldórsdóttir
hún íslenskukennslu hjá Eiríki og
er ég honum afar þakklát fyrir
það. Skarð hans verður vandfyllt.
Elsku Steinunn, Matthildur,
Einar, Guðrún og Jón Haukur,
við Skúli sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Eiríkur
var góður vinur og félagi og hans
verður sárt saknað.
Margrét Einarsdóttir.
Daginn sem Eiríkur Brynjólfs-
son kom í heiminn var atvinnulíf í
Reykjavík lamað af verkfalls-
átökum og kommúnistar í stór-
sókn í Kóreustríðinu. Ég henti
einhverju sinni gaman að því, að
hann hefði fæðst undir rauðri
stjörnu. Eiríkur lét sér vel líka
enda róttækur í skoðunum. Auk
þess var hann KR-ingur, stuðn-
ingsmaður Liverpool og aðdáandi
Bítlanna. Allt kom það heim og
saman. Hann lýsti fyrir mér
skriflega fyrstu kynnum sínum af
Bítlunum: „Hverfum til vorsins
1963. Við Siggi bróðir fórum í bæ-
inn og keyptum fyrstu bítlaplöt-
una. Nefnilega fjögurra laga
plötu þar sem titillagið var Twist
and Shout. Áttum þá heima í
Skaftahlíð 22 og pabbi heitinn
kom heim í hádegismat enda var
Reykjavík þá þorp en ekki borg
eins og núna. Hann opnar dyrnar
að stofunni þar sem plötuspilari
heimilisins var, einmitt þegar
millikaflinn með öskrinu í Twist
and Shout stendur sem hæst. Ég
man að hann starði steini lostinn
á okkur smástund og sagði svo:
Guð hjálpi mér! Lokaði síðan dyr-
unum.“ KR og Liverpool drógust
saman í Evrópubikarkeppninni
snemma á bítlatímanum og vænt-
anlega hefur Eiríkur verið á
Laugardalsvellinum 17. ágúst
1964, þegar bæði þessi stórlið
þreyttu frumraun sína í Evrópu-
keppni. Þá varð ekki aftur snúið.
Leiðir okkar Eiríks lágu svo sam-
an í Austurbæjarskólanum, þar
sem um aldamótin voru saman-
komnir fleiri karlkennarar en í
öðrum grunnskólum. Kennslu-
konurnar höfðu með sér sauma-
klúbb, svo karlpeningurinn á
staðnum stofnaði „Átthagafélag-
ið Runólf“ til mótvægis við
saumaklúbbinn. Nafnið var feng-
ið að láni frá Kaffibrúsakörlunum
og hvíldi mikil leynd yfir starf-
semi félagsins í upphafi, enda
markmið þess ekki síst að gera
samstarfskonurnar forvitnar.
Þegar það dugði ekki lengur, var
farið að halda svonefnd konu-
kvöld. Þar var dekrað við döm-
urnar á marga vegu og gert vel
við þær í mat og drykk eftir ýms-
ar óvæntar uppákomur úti um
borg og bí. Þau kvöld urðu æv-
intýraleg. Þar man ég eftir Eiríki
í essinu sínu. Við vorum herberg-
isfélagar í starfsmannaferð til
Prag, þar sem við vorum boðnir
velkomnir skriflega sem herra og
frú Jónsson. Mér var skemmt en
Eiríki fannst það ekki sérlega
fyndið. Áður höfðum við deilt her-
bergi í náms- og kynnisferð til
Bandaríkjanna. Þar vorum við
leystir út með gjöfum, nánar til-
tekið derhúfum í bandarísku
fánalitunum. Þá var róttæklingn-
um Eiríki heldur ekki skemmt.
Þar með er ekki öll sagan sögð.
Eiríkur fékk mig með sér í evr-
ópskt samstarfsverkefni um goð-
sagnir og þjóðtrú. Það leiddi okk-
ur til Andalúsíu, Gíbraltar,
Norður-Afríku og Grikklands.
Við áttum dýrðardaga í Aþenu og
grískum eyjum ásamt Steinunni
konu hans. Verkefnið víkkaði
sjóndeildarhring minn svo um
munaði. Fyrir það verð ég ævin-
lega þakklátur og birta Eyjahafs-
ins lýsir enn upp hug minn, þegar
ég hugsa til Grikklandsferðarinn-
ar. Á sama hátt vona ég, að nán-
ustu aðstandendur Eiríks Brynj-
ólfssonar fái yljað sér við hlýjar
minningar um mætan mann og
votta þeim samúð mína á erfiðum
tímum.
Pétur Hafþór Jónsson.
Fleiri minningargreinar
um Eirík Brynjólfsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.