Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 15

Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Leit Þessi mávur gerði sér ferð að ruslatunnum við Gróttu, í leit að æti. Eggert Á undanförnum árum hefur ríkisbáknið blásið út með öruggum hætti á kostnað einkaframtaks- ins sem siglir lífróður í mörgum atvinnugrein- um. Mikil hækkun á launum alþingismanna og æðstu embættis- manna ríkisins hefur leitt launaþróun í land- inu og flestir eru sam- mála um að engin innistæða var fyrir. Winston Churchill komst vel orði þegar hans sagði: „Ef þú setur komm- únista yfir Sahara-eyðimörkina má búast við skorti á sandi innan fimm ára.“ Þetta á vel við á Íslandi þar sem fjárfrekustu kerfin, s.s. heilbrigðis- kerfið, menntakerfið og félagslega kerfið, eru rekin eins og fjármagn detti af himnum ofan. Fjölgun stjórn- málamanna, aðstoðarmanna, embætt- ismanna og ríkisstarfsmanna án inni- stæðu auk margföldunar á styrkjum til stjórnmálaflokka þarf að stöðva. Frjálst framtak, lækkun skatta og fjölgun starfa með nýsköpun á einka- markaði í heilbrigðismálum, mennta- málum og samgöngumálum er ekki í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn. Auka þarf sparnað í ríkisrekstri með snjallari og einfaldari ríkisrekstri, ný- sköpun og stafrænum viðskiptamód- elum sem þarfnast minni mannafla og auka þannig framleiðni og þjón- ustustig. Á næstu mánuðum munu tekjur ríkissjóðs dragast verulega saman og komið hefur fram að halli ríkissjóðs á þessu ári gæti orðið í kringum 300 ma.kr. Í stað þess að lækka skatta og hagræða verulega í ríkisrekstri og skapa ný störf á einka- markaði er efnahagsstefnan mörkuð af því að verja störf hjá ríkinu eða fjölga þeim. Atvinnuleysi er nú um 8% á landsvísu og mun væntanlega aukast á næstu misserum. Skynsamlegt væri að atvinnulausir fari í störf sem eru um allt land á næstu vikum við haustslátrun, skógrækt, berjatínslu, innviða- uppbyggingu og aðstoð við margs konar upp- byggingu sem bíður. Það væri til fyrirmyndar ef þeir sem þiggja at- vinnuleysisbætur myndu sinna marg- víslegum störfum í stað þess að fá greiðslu án framlags eins og staðan er í dag. Stjórnmálamenn, embættismenn og opinberir starfsmenn og þeir sem vinna óbeint fyrir ríkið sem eru fjöl- margir verða að gera sér grein fyrir því að peningarnir detta ekki af himn- um ofan heldur eru þeir afrakstur sparnaðar skattgreiðenda. Hægt væri að spara tugi milljarða með því að leggja niður opinberar stofnanir sem hafa annaðhvort ekkert hlutverk eða eru úreltar í breyttum heimi. Fjár- málakerfið, heilbrigðiskerfið, mennta- kerfið og fjölmiðlar eru ríkisrekin að stærstum hluta og þurfa ekki að lúta aga samkeppni eða einkaframtaks. Allt þetta gerist á vakt stjórna- málaflokka sem gefa sig út fyrir at- hafnafrelsi, frjálst framtak, sam- keppni og minni ríkisafskipti. Árangurinn á undanförnum árum er ekki mikill og virðast stjórn- málaflokkar sem aðhyllast rík- isrekstur og miðstýringu stjórna ferð- inni með forystumenn sem hafa aldrei þurft að vera í samkeppnisrekstri heldur notið þess að vera í faðmi rík- isins frá því elstu menn muna. Draum- ur kommúnista og þeirra sem aðhyll- ast miðstýringu hefur alltaf breyst í martröð þegar raunveruleikinn tekur við sama hvaða atvinnugreinar er horft til. Stjórnmálaflokkar sem gefa sig út fyrir athafnafrelsi, frjálst fram- tak og samkeppni verða að fara að starfa eftir því leiðarljósi sem þau voru stofnuð til og þjóna þannig kjósendum sínum sem vilja breyta núverandi stefnu sem er nánast alfarið ríkis- stefna á öllum sviðum. Tekjur ríkissjóðs detta ekki af himnum Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur hlúð að frjálsu framtaki og dregið úr ríkisrekstri þarf að bretta upp ermar og fylgja stefnu flokksins sem hefur borið töluvert af leið á undanförnum misserum. Mikilvægt er að lækka of- urlaun stjórnmálastéttarinnar, emb- ættismanna og opinberra starfsmanna sem eru ekki í neinum tengslum við raunhagkerfi landsins og leggja lítið af mörkum til að byggja upp nýjar at- vinnugreinar sem geta tryggt afkomu til lengri tíma. Skattahækkanir, fjölg- un opinberra starfsmanna og útblásna yfirbyggingu með mikla ákvarðana- fælni þarf að skera niður. Það er aug- ljóst að mikilvægasta aðgerð í hag- stjórn á Íslandi á næstu árum er að lækka útgjöld ríkissjóðs og auka fram- leiðni í ríkisrekstri. Þá fjármuni sem verða til með hagræðingu í ríkisrekstri á að nýta í fjármögnun á nýjum fyr- irtækjum á einkamarkaði í líftækni, lyfjaiðnaði, fjártækni, heilbrigðisþjón- ustu og hátækni. Eftir Albert Þór Jónsson » Í stað þess að lækka skatta og hagræða verulega í ríkisrekstri og skapa ný störf á einkamarkaði er efna- hagsstefnan mörkuð af því að verja störf hjá ríkinu eða fjölga þeim. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu á fjármálamark- aði albertj@simnet.is Ríkisbáknið vex og einka- framtakið er á hnjánum Það er erfitt að ímynda sér Alþýðu- lýðveldið Kína sem heimsveldi. Vissulega er Alþýðulýðveldið Kína fjölmennasta þjóðríki veraldar og landsframleiðsla þess er nú um fimmtungi meiri en landsfram- leiðsla Bandaríkjanna, sé leiðrétt fyrir verð- lagi. Landið er „alþýðulýðveldi“ en jafnframt eitt áhrifamesta ríki í heimsviðskiptunum. Meginmótaðili í þeim viðskiptum eru Bandaríkin. 11 af 40 stærstu bönkum veraldar eru í Alþýðulýðveldinu Kína, þar af eru fjórir stærstu bankar veraldar kín- verskir. Þar við bætist „China Invest- ment Corporation“, sem annast vörslu og ávöxtun kínverska gjald- eyrisvarasjóðsins. Eignir sjóðsins eru meiri en mannlegt fólk skilur. Það er hvorki þrot né endir á! Hvernig verður gjaldeyr- isvarasjóður til? Í heimsviðskiptum, þar sem jafn- vægi væri í viðskiptum milli þjóða, yrði ekki til gjaldeyrisvarasjóður hjá neinu landi. Slíkt jafnvægi er ekki í heimsviðskiptum. Ein þjóð sker sig úr með viðskiptahalla. Það eru Bandaríkin, sem hafa verið rekin með miklum halla á utanríkisviðskiptum í áratugi. Gjaldmiðill Bandaríkjanna, Bandaríkjadollar, er almennt við- urkenndur sem gjaldmiðill í heims- viðskiptum og því telja aðrar þjóðir sér henta að eiga gjaldeyrisvaraforða sinn í þeirri mynt. En ekki aðeins í þeirri mynt heldur einnig í bandarískum ríkisskuldabréfum, sem gefin hafa verið út til að fjármagna fjárlagahalla Bandaríkjanna, sum- part vegna stríðs- rekstrar í Afganistan og Írak. Umskipti frá Mars- hall-aðstoðinni Það eru töluverð um- skipti í heiminum frá því eftir síðari heims- styrjöld þar sem Bandaríkin voru af- lögufær með tæki og búnað til að byggja upp Evrópu eftir síðari heims- styrjöldina. Í ræðu sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George C. Marshall, hélt í Harvard-háskóla árið 1947, sagði ráðherrann meðal annars, í þýðingu minni: „Sannleikurinn er sá að lönd Evrópu eru í mikilli þörf fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar frá Bandaríkjunum, mun meiri en löndin hafa getu til að greiða fyrir. Löndin hafa mikla þörf fyrir aðstoð, en að öðrum kosti að standa andspænis mikilli og alvarlegri efnahagslegri, fé- lagslegri og stjórnmálalegri hnignun. Framleiðendur og bændur verða að geta og vilja eiga viðskipti gegn gjald- miðli, sem heldur verðgildi sínu.“ Það var mat herforingjans fyrrver- andi og þá utanríkisráðherra, að þessir erfiðleikar myndu skapa jarð- veg fyrir kommúnisma og nasisma og aðrar öfgahneigðir í löndum Evrópu og Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir það, með því að byggja upp framleiðslugetu og kaupmátt í Evr- ópu. Á eftir fylgdi Marshall-áætlun til endurreisnar Evrópu. Sennilega hef- ur ástandið verið svipað í Japan eftir eyðileggingar í kjölfar kjarn- orkusprenginga. Japan var vissulega hersetið af Bandaríkjamönnum á eft- irstríðárunum. Yfirburðir Bandaríkjanna sem heimsveldis í dag eru langan veg frá því sem þeir voru eftir síðari heims- styrjöld. Við vitum hvernig Bandaríkja- menn vildu hafa Ísland á sínu áhrifa- svæði. Það var reynt að koma í veg fyrir að kommúnistar næðu yfirráð- um á menningarsviðinu, til dæmis með því að hingað voru sendir banda- rískir hljómsveitarstjórar til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands. Íslenskir bændur voru gerðir ham- ingjusamir með landbúnaðartækjum. Rafvæðing gekk hratt fyrir sig með framlagi og lánsfé úr Marshall- aðstoðinni. Nú er annað heimsveldi Nú er Alþýðulýðveldið Kína komið í svipuð spor og Bandaríkin eftir síð- ari heimsstyrjöld. Landið hefur gíf- urlega framleiðslugetu, ekki aðeins í þungaiðnaði heldur einnig í hátækni, svo sem í fjarskiptakerfum. Þessi uppbygging hefur átt sér stað á 40 ár- um, frá því Deng Xiaoping tók við völdum að Mao látnum. Efnahagslegum styrkleika Kína hefur verið lýst fyrr í greininni. Al- þýðulýðveldið hefur ekki þróað stjórnarfar sitt í átt að háttum vest- ræns lýðræðis. Það er erfitt að greina á milli ríkis og flokks. Í Alþýðulýðveldinu hefur orðið til mjög fámenn stétt auðugs fólks, sem virðist njóta verndar Flokksins, sem öllu ræður. Þessi auð- ur hefur orðið til í hátækniiðnaði og fasteignauppbyggingu. Auðlegð þessara efnuðu ein- staklinga er meiri en við dauðlegt fólk á Íslandi skiljum. Fyrirtæki þessara auðjöfra hafa að sjálfsögðu skyldur við þann flokk, sem skóp þau. Fyrir- tæki og Flokkur? Hvar skilur á milli? Huawei Huawei Technologies er stofnað af fyrrverandi hershöfðingja í kínverska frelsishernum. Skammt á milli fyrir- tækis, hers og flokks! Fyrirtækið hef- ur tekið fram úr L M Ericson í fram- leiðslu símkerfa og einnig tekið fram úr APPLE í framleiðslu snjallsíma, en hefur enn ekki náð SAMSUNG í þeim efnum. Alþýðulýðveldið Kína er ekki leng- ur aðeins framleiðandi, heldur leið- andi í hönnun hátækni. Með hárri sparnaðarhneigð verður til fjármálaveldi. Eitthvað ætlar Flokkurinn sér með það. Belti og braut Það er ekki víst að Flokkurinn ætli sér aðeins að bæta mannlíf með öðr- um þjóðum með „Belti og braut“- verkefninu, án þess að fá þar einhver áhrif. Ríkið og Flokkurinn þurfa ekki að svara fyrir gerðir sínar í kosn- ingum. Gjaldeyrisvarasjóður Alþýðu- lýðveldisins er að stórum hluta upp- safnaður viðskiptahalli Banda- ríkjanna, sem endurspeglar fjárlagahalla landsins. Stjórnarherr- arnir gera sér grein fyrir því að sjóð- urinn er sennilega betur kominn með því að kaupa sér völd og áhrif í öðr- um löndum, en að bíða þess að verða greidd með nýjum bandarískum rík- isskuldabréfum. Í þessu ljósi verður að skoða hug- myndina um „Belti og braut“. Að endingu borga Bandaríkin. Á það skal enn minnt hvað gamli íslenski kommúnistinn sagði þegar bandarískri herstöð var lokað á Mið- nesheiði, „Ert þú ekki ánægður með að bandarískri herstöð hefur verið lokað? Nei, það eru Kínverjarnir! Ég óttast uppgang og áhrif Kínverja hér á landi.“ Það kann að vera að uppgangi og áhrifum Kínverja hér á landi verði aðeins mætt með því að borgurunum verði gert mögulegt að eiga sparifé í banka eins og kínverskri alþýðu. Ís- land verður alltént ekki efnahagslegt stórveldi ef frjáls sparnaður er skatt- lagður út af borðinu! Hvað segir landneminn? „Annarra manna brauð er það versta eitur sem frjáls og sjálfstæður maður getur étið, annarra manna brauð er það eina sem getur rænt hann sjálfstæðinu og því sanna frelsi.“ Spekúleringar í annars manns land hafa ætíð undir sér framandi til- gang. Munum ávallt; „Maður fer á mis við lífið þángaðtil maður er orðinn sjálfstæður. Fólk sem ekki er sjálf- stæðisfólk, það er ekki fólk.“ Eftir Vilhjálm Bjarnason »Huawei Technolo- gies er stofnað af fyrrverandi hershöfð- ingja í kínverska frels- ishernum. Skammt á milli fyrirtækis, hers og flokks! Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Auðlegð, völd og áhrif í alþýðulýðveldi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.