Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 27

Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 27
lið sem önnur lið hræðast hér á landi.“ Allir ánægðir í Hafnarfirði Mikið var rætt um fjárhags- vandræði félagsins og vangoldin laun leikmanna liðsins, síðasta haust, en sóknarmaðurinn ítrekar að það séu engin vandamál í Hafn- arfirðinum í dag. „Öll umræðan hefur og hafði lítil sem engin áhrif á mig eða liðið. Ef það eru einhver vandamál þá tökum við á því innan félagsins. Ef það er eitthvað sem mér mislíkar þá er það rætt og alls ekki á miðju tíma- bili eða undirbúningstímabilinu. Það komu upp einhver mál á síð- asta ári sem skrifað var um en síð- an þá hafa ekki verið nein vanda- mál innan félagsins tengd launum, fjármálum eða öðru slíku. Það eru allir ánægðir og þegar leikmenn eru ánægðir standa þeir sig oftast vel á vellinum. Það hafa átt sér stað breytingar í stjórn félagsins og Hildur Jóna [Þorsteinsdóttir] hefur sem dæmi komið mjög sterk inn sem fram- kvæmdastjóri. Hún hefur tekið mjög vel á öllum málum og við leik- mennirnir gætum ekki verið ánægðari með allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Að sama skapi þá hef ég alla tíð lagt mig 150% fram á knatt- spyrnuvellinum, hvort sem ég hef fengið borgað eða ekki, og pening- arnir skipta mig ekki máli. Ég er keppnismaður sem vil standa mig vel og ég vil gera son minn stoltan sem fylgist alltaf mjög vel með mér úr stúkunni,“ bætti Lennon við. 13. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hafnfirðingurinn Steven Lennon átti stórleik fyrir FH þegar liðið fékk HK í heimsókn í 13. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kapla- krikavöll í Hafnarfirði á laugardag- inn síðasta. Lennon, sem er 32 ára gamall, skoraði þrennu í leiknum, ásamt því að leggja upp mark fyrir Þóri Jóhann Helgason, en hann fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína. Lennon gekk til liðs við FH frá Fram árið 2014 og hefur skorað 69 mörk fyrir félagið í efstu deild en hann er þriðji markahæsti leik- maður félagsins í efstu deild frá upphafi. Aðeins Atli Viðar Björns- son, 113 mörk, og Hörður Magn- ússon, 84 mörk, hafa skorað meira. „Það er auðvelt að tala um þenn- an leik sem þann besta hjá mér í sumar þar sem ég skoraði þrennu,“ sagði Lennon í samtali við Morg- unblaðið. „Það er oftast þannig, þegar maður skorar eða leggur upp, að það er tekið eftir því en það eina sem skiptir máli voru stigin þrjú og okkur tókst sem bet- ur fer að krækja í þau. Ég var þess vegna fyrst og fremst sáttur með að vinna leikinn. Heilt yfir þá myndi ég segja að við séum á pari á þessari leiktíð. Það hafa komið leikir inn á milli eins og gegn KA sem dæmi þar sem hlutirnir hafa ekki gengið nægilega vel upp. Við höfum tapað þremur leikjum á tímabilinu, gegn Víkingum, Fylki og Stjörnunni, en ef við tökum þau töp út þá myndi ég segja að þetta hafi verið nokkuð ásættanlegt. Við viljum vera að berjast í og við toppinn og eins og staðan er í dag þá er FH í fjórða sæti deild- arinnar, 5 stigum frá toppliði Vals, og það er því ekki langt í liðin fyrir ofan okkur. Við erum á réttri leið finnst mér og núna þurfum við bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Lennon sem skoraði sína þriðju þrennu í efstu deild gegn HK. Grunnatriðin mikilvæg Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við þjálfun FH-liðsins af Ólafi Kristjánssyni um miðjan júlí. „Það hafa ákveðnar breytingar átt sér stað með nýjum þjálfurum og mér líður í dag eins og mér leið í raun þegar FH var upp á sitt allra besta og ég kom hingað fyrst. Við höfum aðeins núllstillt okkur sem lið eftir breytingarnar og í dag ein- beitum við okkur einfaldlega að grunnvinnunni og því sem skiptir mestu máli. Það hefur líka hjálpað okkur að fá inn leikmenn eins og Eggert Gunnþór [Jónsson] sem er frábær leikmaður. Þá hafa yngri leikmenn eins og Þórir Jóhann [Helgason] komið mjög sterkir inn í síðustu leikjum. Þórir hefur stigið upp og það er akkúrat það sem við þurfum frá þessum ungu leikmönnum núna þar sem margir eldri og reyndari menn eru horfnir á braut.“ Góð blanda í liðinu FH vann síðast stóran bikar árið 2016 og Lennon viðurkennir að að- almarkmiðið í Hafnarfirði sé að koma liðinu aftur í fremstu röð. „Ef allir eru upp á sitt besta er FH með lið sem getur hæglega bar- ist um þá titla sem í boði eru. Við erum með reynslumikla leikmenn á borð við sjálfan mig, Björn Daníel, Atla Guðna og Baldur Sig og Egg- ert Gunnþór bættist við á dögunum. Við erum þess vegna með reynsl- una til þess að hjálpa ungu leik- mönnunum að taka næsta skref en það mun að sjálfsögðu taka tíma. Ég á von á því að úrslitin í deildinni muni ráðast í lokaumferðunum og eins og þetta horfir við mér getur enn þá allt gerst. Við þurfum þess vegna að passa okkur að missa ekki efstu liðin of langt fram úr okkur og ef allir eru á deginum sínum eigum við hæg- lega að geta barist á toppi deild- arinnar við bestu lið landsins.“ Bikarar í forgangi Markamet efstu deildar er 19 mörk á einu tímabili en Lennon segist ekki vera að hugsa um metið að svo stöddu. „Það er alltaf gaman að skora og að vera með 11 mörk eftir ellefu leiki er góður árangur en að sama skapi hefur hvorki FH né ég unnið eitthvað síðan 2016 og það er því í algjörum forgangi hjá mér í dag. Vissulega er alltaf gaman að verða markahæsti leikmaður deildarinnar og slá met en öll einstaklings- verðlaun mega alveg bíða aðeins núna. Ég vil bara vinna eitthvað með FH til þess að koma félaginu aftur á skrið. FH er risastór klúbbur og einn sá stærsti á landinu. Við vilj- um berjast um alla þá titla sem í boði eru og við eigum að vera það 13. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-3-3 Hákon Rafn Valdimarsson Gróttu Hans Viktor Guðmundsson Fjölni Ásgeir Eyþórsson Fylki Elfar Freyr Helgason Breiðabliki Daði Ólafsson Fylki Atli Sigurjónsson KR Haukur Páll Sigurðsson Val Patrick Pedersen Val Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Guðmundur Steinn Hafsteinsson KA Steven Lennon FH 2 3 2 2 2 2 Vill fylla son sinn stolti  Steven Lennon skorar og skorar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sparkviss Lennon skorar úr víti. Eitt ogannað  Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir slógu bæði eigin Íslands- met í sleggjukasti á kastmóti FH í Kaplakrika í gær. Hilmar sló síðast eigið Íslandsmet um síðustu helgi og er í fantaformi um þessar mundir. Lengsta kast Hilmars í gær var 77,10 metrar og bætti hann metið um einn og hálfan metra. Vigdís bætti metið sitt í fimmta skipti í sumar er hún kastaði 66,74 metra. Bætti hún met- ið um rétt rúman einn metra.  Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður frá enska B-deildarfélaginu Norwich til ÍA. Ísak var lánaður til St. Mirren í Skotlandi á dögunum en þeim láns- samingi var rift. Lék Ísak tvo leiki í skosku úrvalsdeildinni og gengur nú í raðir Skagamanna í staðinn. Ísak, sem er 19 ára, var lánaður til Fleetwood frá Norwich á síðustu leiktíð. Hefur Mosfellingurinn leikið 23 leiki með yngri landsliðum Ís- lands, en hann var aðeins 16 ára þegar Norwich keypti hann frá Aftur- eldingu.  Knatt- spyrnumaðurinn Viðar Örn Kjart- ansson verður kynntur til leiks hjá norska liðinu Vålerenga í dag. Norski blaðamað- urinn Jonas Giæ- ver greinir frá. Viðar þekkir vel til Vålerenga því hann lék með liðinu árið 2014 og skoraði 25 mörk í 29 leikjum í norsku úrvalsdeildinni. Við- ar verður þá samherji Matthíasar Vilhjálmssonar.  Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðs- kona í körfubolta, hefur gert nýjan samning við Leicester Riders í bresku atvinnumannadeildinni. Sara kom til Leicester síðasta sumar og var einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð þegar Leicester varð bikarmeistari.  Kristófer Ingi Kristinsson er genginn til liðs við hollenska knatt- spyrnuliðið PSV. Kristófer er á láni frá Grenoble í Frakklandi og skrifar hann undir lánssamning sem gildir út tímabilið. Þá er PSV með for- kaupsrétt á leikmanninnum næsta sumar. Kristófer Ingi er 21 árs gam- all sóknarmaður, uppalinn hjá Stjörn- unni í Garðabæ. Hann gekk til liðs við Willem II í Hollandi árið 2017 og þekkir því vel til þar í landi.  Paul Pogba, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United og franska landsliðsins, er með kórónuveiruna en frá þessu greindi Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, í gær. Desc- hamps kynnti landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Svíþjóð og Króatíu í Þjóðadeildinni en Pogba er ekki í hópnum vegna veikinda sinna. Sömu sögu er að segja um Tanguy Ndom- bele, miðjumann Tottenham. Frakkar leika gegn Svíþjóð í Solna laugardag- inn 5. september og gegn Kró- ötum í París 8. sept- ember. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaplakriki FH-ingurinn Daníel Hafsteinsson horfir á eftir boltanum vafinn um höfuðið í leiknum í Hafnarfirðinum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.