Morgunblaðið - 28.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
✝ Sigurður Sig-urðsson fædd-
ist í Vatnsdal í Vest-
mannaeyjum 22.
júlí 1928. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 16.
ágúst 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urður Oddgeirsson
frá Ofanleiti, f.
24.4. 1892, d. 1.6.
1963, og Ágústa Þorgerður
Högnadóttir frá Vatnsdal, f.
17.8. 1901, d. 7.11. 1948.
Systkini Sigurðar eru Erna
Sigríður Brown (Stella), f. 31.5.
1921, d. 3.2. 2012, Anna Sigurð-
ardóttir, f. 12.9. 1922, d. 14.2.
2013, Svanhildur, f. 26.12. 1929,
Helga, f. 5.12. 1932, d. 31.5. 1936,
Hilmir, f. 2.6. 1939.
Sigurður kvæntist 25. desem-
ber 1950 Jóhönnu Margréti Frið-
riksdóttur verkalýðsforingja, f.
13.10. 1930 í Reykjavík, d. 17.
nóvember 2012. Börn þeirra eru
1) Atli, f. 3.8. 1952, kvæntur
Hörpu Njálsdóttur, f. 1948. 2)
átti sín bernskuár í Skerjafirði.
Sigurður lærði bæði skipa- og
húsasmíði og rak ásamt öðrum
skipasmíðastöðina Nökkva í
Garðabæ. Í Kópavogi byggðu
Sigurður og Jóhanna hús fyrir
fjölskyldu sína í Víðihvammi 34
og síðar í Hrauntungu 60. Árið
1970 flutti fjölskyldan til Vest-
mannaeyja þar sem Sigurður og
Jóhanna byggðu hús á Fjólugötu
29.
Ævistarf Sigurðar var við
skipa- og húsasmíðar og vann
hann ýmist sem sjálfstæður at-
vinnurekandi eða hjá fyrirtækj-
um, m.a. hjá Skipaviðgerðum í
Vestmannaeyjum.
Útskurður var Sigurði hug-
leikinn og eftir hann liggja út-
skurðarverk víðsvegar um land-
ið. Stærsta verk Sigurðar eru
sex lágmyndir sem prýða hurðir
Landakirkju í Vestmannaeyjum.
Útskurðinn gaf Sigurður Kven-
félagi Landakirkju til minningar
um afa sinn og ömmu, prest-
hjónin á Ofanleiti, séra Oddgeir
Þórðarson Guðmundsen og
Önnu Guðmundsdóttur.
Sigurður bjó síðustu æviár sín
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Sigurðar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 28. ágúst
2020, kl. 15.20. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu er hún eingöngu
fyrir nánustu aðstandendur.
Bjartey, f. 12.2.
1957, giftist Gunn-
ari Þór Sigurðssyni,
þau skildu. 3) Gylfi,
f. 1959, kvæntur
Guðrúnu Erlings-
dóttur, f. 1962. 4)
Arnar, f. 9.3. 1965, í
sambúð með Mar-
gréti Ragnarsdótt-
ur, f. 1968.
Barnabörn Sig-
urðar og Jóhönnu í
aldursröð eru Sigurður Jóhann,
Sædís (látin), Jóhanna Margrét
(látin), Erling Þór, Bjartey, Sig-
ríður Sunna, Jóhanna Björk,
Styrmir, Huginn, Lára Margrét
og Sigurvin. Börn Hörpu, eig-
inkonu Atla, eru Óskar og Hall-
dóra. Synir Margrétar, sambýlis-
konu Arnars, eru Emil, Tumi og
Sölvi.
Langafabörnin eru í aldurs-
röð Bjartey Ósk, Ægir Guðni,
Ólöf Halla, Sveinþór Atli, Eyþór
Addi, Borghildur Embla og Atli
Baldvin.
Sigurður fluttist barnungur
til Reykjavíkur þar sem hann
Hann hefur kvatt okkur í síð-
asta sinn, friðarsinninn, sagna-
maðurinn, lestrarhesturinn,
grúskarinn, náttúruverndarsinn-
inn, íslenskumaðurinn, ljúfmenn-
ið; hann pabbi minn. Farinn á vit
feðra sinna og mæðra, að hitta
dúfuna sína, hana mömmu, sem
hann elskaði svo heitt.
Örlaganornirnar voru ósínkar
við pabba þegar hann fékk út-
hlutaðar sínar vöggugjafir. Hon-
um var í blóð borinn ómældur
áhugi fyrir margbreytileika
mannlífs og náttúru, hafði ein-
stakt verksvit og bar af öðrum í
dugnaði og krafti.
„Það þarf ekki að biðja hann
afa að segja sögur, hann segir
þær bara,“ sagði Styrmir sonur
minn eitt sinn, nýkominn alsæll
frá afa, sagnamanninum mikla
sem á einhvern óskiljanlegan
hátt mundi allt sem hann hafði
einhverntíma lesið.
Jákvæðni og þakklæti ein-
kenndu pabba, enginn var eins
heppinn með börnin sín og hann,
hvað þá barnabörnin! Hann bjó
síðustu ár sín á besta dvalar-
heimili sem hugsast gat, Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Þar starfaði
þvílíkt einvalalið sem dekraði við
hann á alla lund og hann sýndi í
verki þakklæti sitt með hvatn-
ingu og hrósi. Ófáir starfsmenn
hafa komið að máli við mig og
lýst því hvernig hvetjandi orð
hans styrktu sjálfstraustið og
lýstu upp hversdaginn.
Ég kveð pabba með þakklæti
fyrir allt það góða sem hann gaf
okkur. Eftir stendur minningin
um stórbrotinn persónuleika og
kærleiksríkan mann. Megi hann
sigla með himinskautum á vit
heiðríkjunnar og morgunroðans.
Bjartey Sigurðardóttir.
Á sólbjörtum sunnudegi lagði
listasmiðurinn Sigurður Sigurðs-
son upp í sína hinstu för. Lang-
þráða för að hitta dúfuna sína
eins og hann kallaði mömmu og
tengdamömmu.
Það var aldrei lognmolla í
kringum Sigga frá Vatnsdal.
Hann var eins og alfræðiorða-
bók, víðlesinn, vinstrisinnaður
femínisti sem fylgdist með þjóð-
málaumræðunni nánast fram á
síðasta dag. Hann var ham-
hleypa til verka, ósérhlífinn og
alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd þeim sem þurftu.
Á lífsins vegi skiptast á skin
og skúrir, sorgir og sigrar og
þannig var það í lífi pabba. Þegar
hann var ungur átti hann sér
draum um að verða myndhöggv-
ari en aðstæður komu í veg fyrir
að sá draumur rættist. Smíðarn-
ar urðu hans starfsvettvangur
auk þess sem hann gat fundið
listamanninum í sér farveg í
gegnum útskurð. Hvert verk var
rækilega úthugsað og byggt á
sögu, oftar en ekki úr goðafræði
eða þjóðsögum. Mikil vinna var
lögð í að afla heimilda áður en
verkið hófst og fylgdi sagan
gjarnan á baki verksins eða á
fylgiblaði.
Tónlist skipaði stóran sess í
lífi pabba og tengdapabba, hann
var góður söngmaður og hafði
unun af því að hlusta á klassíska
tónlist. Hann var óspar á að
hrósa, sérstaklega börnum,
tengdabörnum, afa- og langafa-
börnum. Þar í hópi voru að hans
mati hver snillingurinn á fætur
öðrum og allir bestir í einhverju.
Samferðafólk sem hann taldi
eiga hrós skilið fékk það og ekk-
ert var til sparað. Starfsfólkið á
Ægishrauni á Hrafnistu í Hafn-
arfirði fór ekki varhluta af hrós-
inu sem það átti sannarlega skil-
ið. Það var ómetanlegt að sjá
hvernig þau hugsuðu um Sigga
sinn með væntumþykju og virð-
ingu.
Þegar ég fór að semja lög og
texta var tengdapabbi einn dygg-
asti aðdáandinn og hvatti mig til
dáða. Honum fannst ekki annað
koma til greina en að í útför hans
yrði spiluð tónlist eftir Bach og
tengdadótturina.
Í gegnum lífsins boðaföll,
þar skrifast ævisagan öll.
Samfylgd alla þakka vil
þegar verða þáttaskil.
Elsku vinir, grát mig ei
er sigli ég burt sem himinfley.
Í dýrðar Drottins faðmi dvel,
þar vinir taka á móti mér.
Í dýrðar Drottins faðmi dvel,
þar vinir taka á móti þér.
Sofðu vinur, sofðu rótt.
Ég fel þig Guði, góða nótt.
(Guðrún Erlingsdóttir)
Elsku pabbi og tengdapabbi,
við fráfall þitt situr eftir tóma-
rúm en á sama tíma þakklæti
fyrir að þú hafir fengið lang-
þráða hvíld. Einnig þakklæti fyr-
ir allt það góða sem þú gafst okk-
ur og fullvissan um að á himnum
verði tekið vel á móti þér.
Gylfi og Guðrún (Rúna).
Nú hefur hann elsku Siggi afi
kvatt þennan heim, ég trúi því að
nú séu hann og amma sameinuð
á ný.
Hann var yndislegur afi, alltaf
svo góður og ánægður með
barnabörnin sín. Hann var
reyndar ánægður með allt sitt
fólk og einn sá besti í að gefa ein-
læg og falleg hrós. Enda leið mér
alltaf vel eftir að hafa spjallað við
Sigga afa. Ég ólst upp við þau
miklu forréttindi að fá að alast
upp með ömmu og afa í sama
bæjarfélagi, þau bjuggu á Fjólu-
götunni og á ég þaðan margar
fallegar og dýrmætar minningar,
sem ég er svo þakklát fyrir.
Ég gisti oft hjá ömmu og afa
og þar var ég alltaf sett í fyrsta
sæti og stjanað við mig, hvort
sem það var að elda handa mér
góðan mat, spila við mig, lesa
fyrir mig eða spjalla um daginn
og veginn. Þetta voru sannarlega
yndislegar gæðastundir. Afi fór
oft með mig í bíltúr og stundum í
göngutúr og fræddi mig um hin
ýmsu kennileiti í Eyjum, ásamt
ýmsum öðrum fróðleik um nátt-
úru og sögu, því hann var vel les-
inn og einn sá klárasti sem ég
hef kynnst. Einnig fór afi með
mig á lundapysjuveiðar þegar sá
tími ársins var. Ég hugsa til þess
með bros á vör þegar hann hljóp
út á golfvöll að sækja pysjurnar
sem ég sá þar. En svo flugu þær
bara í burtu því þetta voru víst
tjaldar en ekki pysjur.
Afi kenndi mér sitthvað í
teikningu og hvatti mig alltaf
áfram á listabrautinni. Ég hef
ekki langt að sækja hæfileikana,
því afi var mjög handlaginn mað-
ur.
Hann naut þess að skera út
listaverk í timbur og full af stolti
segi ég fólki frá því að það hafi
verið afi minn sem skar út
myndirnar sem prýða hurðirnar
á Landakirkju. Afi vann á tíma-
bili í Húsey byggingarvöruversl-
un og kíkti ég reglulega við í
vinnuna til hans og fékk ég
súkkulaðistykki og knús frá afa í
hvert skipti sem ég kom þangað.
Það skipti heldur engu máli
hversu margir krakkar voru í
fylgd með mér, því hann splæsti
súkkulaði á línuna með bros á
vör.
Elsku afi, síðustu dagar hafa
verið erfiðir og margir sem hafa
talað við mig hafa minnst á þig.
Minnst á það hvað þú varst góð-
ur maður sem þú sannarlega
varst, gull af manni.
Með miklum söknuði í hjarta
ásamt þakklæti fyrir það að þú
hafir verið afi minn kveð ég þig í
hinsta sinn.
Hvíl í friði, elsku besti afi, og
megi minningin um yndislegan
mann lifa.
Þín afastelpa,
Bjartey.
„Sá sem lengur lifir, skal
minnast hins sem farinn er,“
sagði Sigurður vinur minn við
mig fyrir nokkrum árum. Þetta
var nú bjarnargreiði við mig þar
sem hann hefur skrifað svo
margar frábærar greinar um
fallna félaga.
Við Sigurður kynntumst í
gegnum Leif Björnsson í Fylk-
ingunni í kringum 1950. Við
stofnuðum síðan um 1960 saman
skipasmíðastöðina Nökkva í
Garðahreppi og rákum í nokkur
ár.
Þar smíðuðum við saman sjö
fiskibáta auk þess að smíða inn-
réttingar í báta fyrir aðra. Við
innréttuðum meðal annars hafn-
sögubátinn Þrótt sem var í smíði
hjá Stálskipasmiðjunni í Kópa-
vogi á þessum árum.
Sigurður var lærður húsa-
smiður en á árunum okkar í
Nökkva náði hann sér í réttindi
sem skipasmiður. Einnig kom
Hilmir bróðir hans til okkar í
Nökkva á þessum árum og hóf að
læra skipasmíði. Hilmir fylgdi
mér þegar ég fór að vinna hjá
Skipasmíðastöðinni Dröfn í
Hafnarfirði og kláraði námið sitt
þar. Ég var iðnmeistarinn þeirra
beggja. Vinskapur við þá bræð-
ur, Sigga og Hilmi, hefur haldist
allt til dagsins í dag.
Ég er nú í rauninni að pára
þessar línur vegna loforðs við
minn gamla vin og til að þakka að
lokum fyrir ævilangan vinskap.
Þinn félagi,
Sverrir Gunnarsson
skipasmíðameistari.
Hér sit ég og skrifa nokkur
minningarorð um lærimeistara
minn, Sigurð Sigurðarson, húsa-
smíða- og skipasmíðameistara.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
árið 1973 er ég réð mig í vinnu á
smíðaverkstæðið hjá Fisksmiðj-
unni í Vestmannaeyjum við lag-
færingar á fyrirtækinu eftir
Vestmannaeyjagosið. Þar fór
Siggi fremstur í flokki og var
mér ljóst frá fyrsta degi að þar
fór fagmaður góður. Við störf-
uðum saman allt til loka árs 1978
en á þeim tíma var mikil upp-
bygging í Vestmannaeyjum og
tókum við virkan þátt í henni.
Saman byggðum við tugi húsa og
innréttuðum, þar á meðal hið
glæsilega Alþýðuhús. Siggi var
mjög hæfileikaríkur smiður og
lærði ég mikið af útsjónarsemi
hans og verkkunnáttu. Er ég
honum ævinlega þakklátur fyrir
þann fróðleik sem ég öðlaðist á
þessum árum, sem hefur nýst
mér afar vel í lífinu. Ekki vorum
við alltaf sammála um leiðir en
það var hans stærsti kostur að
menn gátu haft mismunandi
skoðanir á verkefninu, rætt þess-
ar skoðanir og saman valið bestu
leiðina. Leiðir okkar lágu ekki
eins oft saman í seinni tíð eins og
á árum áður en alltaf var mjög
kært á milli okkar. Fyrir þennan
tíma sem við áttum saman verð
ég þér ævinlega þakklátur og
fyrir allt sem þú kenndir mér.
Sendi ég ættingjum hans og vin-
um mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning Sigurðar
Sigurðarsson.
Þinn lærlingur,
Guðmundur Adolfsson.
Sigurður
Sigurðsson
✝ RagnheiðurBjörnsdóttir
(Stella) fæddist á
Hvammstanga 29.
október 1929. Hún
lést á hjúkrunar-
heimili Hrafnistu
við Sléttuveg 16.
ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Jóns-
son skólastjóri
Hvammstanga, f.
30. nóvember 1899, d. 22. mars
1963, og Margrét Jóhann-
esdóttir, f. 26. maí 1907, d. 20.
október 1997. Hún ólst upp í
Lyngholti, Hvammstanga. Ragn-
heiður á eina systur: María
Björnsdóttir, f. 27. ágúst 1939,
og einn uppeldisbróður, Sævar
Straumland, f. 20. júní 1945.
Eiginmaður Ragnheiðar er
Hannes Jónsson stöðvarstjóri á
Berglind Björk, f. 1977. Þau
eiga þrjú börn. Elín Ósk, f. 1979.
Maki Pétur Bjarni, f. 1978. Þau
eiga fjögur börn, María f. 1981.
3) Herdís, f. 24.2. 1958. Börn:
Ragnheiður Hlíf Yngvadóttir, f.
1975. hún á eitt barn, Atli Már
Yngvason, f. 1982
Ragnheiður gekk í barnaskól-
ann á Hvammstanga en lauk
landsprófi við Gagnfræðaskóla
Austurbæjar í Reykjavík 1947.
Hún gekk í Kvennaskólann á
Blönduósi 1948 – 1949, stundaði
síðan nám við Hjúkrunarskóla
Íslands og útskrifaðist þaðan í
okt. 1953. Fyrstu starfsárin
vann Ragnheiður hlutastörf á
Hvítabandinu, Sólheimum og
Borgarspítalanum en eftir 1965
vann hún fulla vinnu á Borg-
arspítalanum og lengst af sem
deildarstjóri á deild A-3.
Í ljósi aðstæðna fer útförin
fram að viðstöddum nánustu að-
standendum í dag, 28. ágúst
2020, kl. 13. Streymt verður frá
útförinni: https://www.digra-
neskirkja.is/. Virkan hlekk á
streymið má einnig nálgast á
www.mbl.is/andlat/.
Rjúpnahæð, f. 4.
september 1927.
Þau giftust: 4. sept-
ember 1952. For-
eldrar Hannesar
voru: Jón Valdi-
marsson kennari og
Herdís Pétursdóttir.
Hannes og Ragn-
heiður bjuggu
lengst af í Lyng-
brekku 17 í Kópa-
vogi. Dætur þeirra
eru þrjár:
1) Margrét Birna, f. 24.8.
1952. Maki Sigurður Jónsson, f.
25.2. 1953. Börn: Björn Óðinn, f.
1975, Eyrún, f. 1979, Stella
Rögn, f. 1984, Maki Unnar
Darri, f. 1984. Þau eiga tvö
börn.
2) Guðný, f. 17.9. 1955. Maki
Baldur Gylfason, f. 7.1. 1954.
Börn: Hannes Þór, f. 1974. Maki
Elsku amma mín, ég kveð þig
með sorg í hjarta en um leið svo
þakklát fyrir allan þann tíma sem
við áttum saman. Þú hvattir mig
áfram og hefur verið mín stoð og
stytta í gegnum lífið.
Við spjölluðum saman nánast
hvert einasta kvöld um allt og
ekkert en aðalmálið var að heyra
hljóðið hvor í annarri, enn sakna
ég þessara samtala okkar mjög
mikið, en síðustu árin hefur afi
leyst þig af sem einnig er ómet-
anlegt.
Báðar elskum við súkkulaði og
nú sitjum við mæðginin hér og
veltum því fyrir okkur hvort það
sé súkkulaði uppi í himnaríki og
hvort hægt sé að borða ótak-
markað magn af því þegar við er-
um orðin englar. Eftir standa
dýrmætar minningar um yndis-
lega ömmu, ferðalögin okkar
saman og margar, margar góðar
stundir. Okkur þótti undurvænt
hvorri um aðra og vissum báðar
af því.
Hvíldu í friði, elsku besta
amma mín, og takk fyrir allt, ég
mun líta eftir afa fyrir þig!
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ragnheiður Hlíf Yngvadóttir.
Það var á sólríkum sunnudags-
morgni nú í ágúst sem elsku
amma kvaddi þennan heim. Við
höfðum öll orð á því hversu fal-
legur dagurinn var og hversu
friðsæl hún leit út fyrir að vera.
Hennar tími var kominn og þrátt
fyrir söknuð er ekki annað hægt
en að vera þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga hana að og að hafa
kynnst þessari hlýju, rólegu,
fróðleiksfúsu og yndislegu konu.
Amma var mjög þolinmóð, til
dæmis þegar vantaði aðstoð með
heimanám. Hvort sem það var
danska, þýska eða nánast hvað
sem er, þá var alltaf gott að fá
hennar hjálp. Okkur leið vel
heima hjá ömmu og afa í Lyng-
brekku og við upplifðum okkur
ávallt velkomin enda var and-
rúmsloftið afslappað. Þau
sýsluðu við sitt á meðan við feng-
um að njóta okkar á eigin for-
sendum, ýmist að leika í kjallar-
anum, undir tröppunum eða úti í
garði. Að gista hjá ömmu og afa
var ævintýri, við fengum að heyra
sögur, sofa á milli og morgnarnir
toppuðu allt en þá var ýmist boðið
upp á ristað brauð og heitt kakó
eða kalt haframjöl með púður-
sykri. Við munum eftir ömmu í
sloppnum sínum að lesa blöðin og
hlusta á útvarpið. Í minningunni
er hún nýkomin úr baði, situr
þarna í sloppnum sínum, hlý og
mjúk og góð. Amma elskaði ljóð
og söngva og fannst æðislegt að
hlusta á aðra syngja. Það er henni
að þakka að við kunnum að meta
ljóð og fallega texta. Við viljum
því minnast hennar ömmu með
þessum fallegu orðum.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Hvíl í friði, elsku amma.
Hannes Þór, Elín Ósk
og María.
Ó hvað það er erfitt að þú sért
farin, elsku langamma mín, en nú
hefur Guð eignast fallegan engil á
himininn sinn.
Ég veit þú munt vaka yfir okk-
ur, passa okkur og gleðjast með á
góðum stundum.
Ég elskaði að koma í heimsókn
til þín og langafa og ekki var það
verra að koma á kaffitíma því þá
fékk ég alltaf einhverja hress-
ingu.
Stundum varstu búin að
geyma fyrir mig barnablaðið úr
Mogganum sem mér þótti gaman
að kíkja á og stundum hringdir
þú líka og bentir mér á einhverja
þætti sem gætu verið fróðlegir og
skemmtilegir fyrir mig að horfa
á.
Þú hugsaðir svo vel um mig og
varst besta langamma sem
drengur getur hugsað sér að
eiga.
Takk fyrir allan tímann okkar
saman, ást þína og umhyggju.
Nú ert þú komin á betri stað og
komin aftur til foreldra þinna.
Ég mun alltaf elska þig og
muna eftir þér og veit þú ert núna
orðin verndarengillinn minn.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Þinn
Viktor Örn.
Ragnheiður
Björnsdóttir