Morgunblaðið - 28.08.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
60 ára Ragnhildur
fæddist á Ísafirði en
býr í Reykjavík. Hún er
með BA-próf í lögfræði
frá Háskólanum í
Reykjavík og er upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkj-
unar. Hún situr í stjórn
Hinsegin daga.
Maki: Hanna Katrín Friðriksson, f. 1964,
alþingismaður.
Dætur: Tvíburarnir Elísabet og Margrét,
f. 2001.
Foreldrar: Sverrir Hermannsson, f.
1930, d. 2018, ráðherra og bankastjóri,
og Greta Lind Kristjánsdóttir, f. 1931, d.
2009, húsmóðir. Þau voru búsett í
Reykjavík.
Ragnhildur Sverrisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú smitar alla í kringum þig með
léttlyndi og glaðværð. Athugaðu hvort þú
þaft ekki að nálgast vandamál úr annarri
átt og með opnari huga.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt þú hafir skipulagt daginn vand-
lega geta alltaf komið upp atvik sem þú
þarft að sinna fyrirvaralaust. En þegar ástin
er með í spilinu er allt auðveldara.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hláturinn lengir lífið, á því leikur
enginn vafi. Tíma þínum gæti verið betur
varið á öðrum stöðum en í sófanum heima.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Byrjaðu að velta því fyrir þér af al-
vöru hvað er þér mikilvægt í lífinu. Náðu
þeirri athygli sem þú þarfnast til að geta al-
mennilega skýrt frá sjónarmiðum þínum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú vinnur af öllum kröftum að uppá-
haldsverkefninu þínu. Vertu því opinn og
óhræddur við að takast á við nýja og
spennandi hluti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert upp á þitt besta og getur
nánast samið um hvað sem er. Gættu þess
að skrifa ekki undir neitt sem gæti komið í
bakið á þér seinna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur fengið meira út úr óvæntu fríi
en þú áttir von á og kemur því aftur til
starfa fullur af orku og athafnaþrá. Reyndu
að læra eitthvað nýtt daglega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er margt að gerast í kring-
um þig og þú mátt hafa þig allan við að
straumurinn hrífi þig ekki með sér. Ekki
sitja með hendur í skauti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skoðaðu hvað þú getur gert til
að auka tekjurnar. Sýndu fjölskyldu þinni
meiri þolinmæði og stuðlaðu þannig að
meira umburðarlyndi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hafðu ekki áhyggjur þótt ferða-
áætlanir þínar eða áætlanir sem tengjast
námi líti ekki nógu vel út. Fólk sækist eftir
að vera í návist þinni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ástvinur þinn gæti orðið óróleg-
ur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni
leitar þig uppi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Athyglin beinist mjög að þér um
þessar mundir. Láttu það ekki slá þig út af
laginu ef þú ert óvanur því, hún kemur til af
góðu.
En þegar frá leið áttaði ég mig á því að
þetta var það mikilvægasta. Ég lærði
að hugsa akademískt, lærði að vega og
meta sjónarmið fólks og bera virðingu
fyrir þeim. Ég lærði að vera gagnrýn-
inn og skilja hvað gagnrýnin skipti
miklu máli. Þetta á við að gagnrýna
eigin verk jafnt og annarra. Ég lærði
að bera ábyrgð á námi mínu sjálfur og
efast um staðhæfingar í fræðunum og
sjónarmið kennara og prófessora. Ég
lærði að taka afstöðu til mála og að
skipta um skoðun þegar ný sjónarmið
eða ný þekking kom í ljós. Akademían
var stórkostlegur skóli á þessum árum
fyrir þá sem höfðu sjálfsaga, en líklega
slæmur fyrir hina, enda flosnuðu
margir upp úr námi.
Annað árið á Akademíunni og til
námsloka var ég undir handleiðslu
prófessors Jörgens Bo sem kenndi
mér allt um mikilvægi staðarins og
staðarandans, sem er lykilatriði í
byggingarlistinni. Á síðari hluta náms-
ins vann ég norræna alútboðs-
samkeppni um hjúkrunarheimili í
Vestmannaeyjum sem tekið var í
notkun haustið 1974. Í framhaldi af
þessu verkefni var mér falið að teikna
Sunnuhlíð, Hjúkrunarheimili aldraðra
í Kópavogi. Sunnuhlíð var eitt af þeim
allt sitt nám sjálfir og á sínum for-
sendum. Það var mikið um alls konar
mótmæli þennan vetur og næstu árin.
Fólk mótmælti Víetnamstríðinu, Al-
þjóðabankanum, einkabílum, mikilli
ásókn í takmarkaðar auðlindir jarðar,
og svo var mótmælt niðurrifi eldri
húsa og skipulagsáætlunum. Stúd-
entabyltingin kenndi mér mikið um
samfélagslega ábyrgð og virðingu
fyrir aðgerðasinnum.
Vorið 1970, eftir fyrsta ár mitt á
Akademíunni, áleit ég þetta glatað ár.
H
ilmar Þór er fæddur 28.
ágúst 1945 á Þórsgötu
19 í Reykjavík. Þar átti
hann heima fyrstu 3-4
árin og lék sér á
Freyjugöturóló. Seinna flutti hann í
fjölskylduhús afa síns og ömmu,
Hverfisgötu 94 sem var glæsilegt
gamalt timburhús. Það var látið víkja
fyrir skipulagi. Þaðan var svo flutt á
Hagana í Reykjavík.
„Ég var sendur í sveit til Svefneyja
á Breiðafirði, sex ára gamall og var
þar í sex sumur. Það var mér mikils
virði að vera í sveit í vestureyjum
Breiðafjarðar og taka þátt í óvenju-
legum bústörfum þar. Taugar mínar
vestur hafa verið sterkar allar götur
síðan. Síðustu 25 ár höfum við hjónin
átt hlut í húsi í Flatey með frændfólki
af Svefneyjaætt. Við eigum líka hlut í
sumarhúsi sem er á á jörðinni Bjart-
eyjarsandi í Hvalfirði þaðan sem faðir
Svanhildar eiginkonu minnar er ætt-
aður.“
Hilmar var að mestu alinn upp í
Vesturbæ Reykjavíkur þar sem hann
tók Vesturbæjarhraðlestina svoköll-
uðu, Melaskólann, Hagaskóla og
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við
Hringbraut. Eftir gagnfræðapróf hóf
hann nám í trésmíði. Strax að loknu
sveinsprófi sumarið 1967 giftist hann
Svanhildi Sigurðardóttur og héldu
Þau til Kaupmannahafnar þar sem
hann hóf nám í byggingafræði og hún
störf hjá Icelandair. Að loknu námi í
Byggeteknisk Højskole hóf hann nám
í byggingalist við Konunglegu Lista-
akademíuna.
„Það var eitthvað alveg sérstakt að
ganga inn í þennan merka skóla, Kon-
unglegu Listaakademíuna, sem var
eins og að vera upphafinn á eitthvert
æðra plan. Öll mín fyrri skólaganga
hafði verið að mestum hluta eins. Mað-
ur var mataður á viðurkenndum skoð-
unum og allskonar utanbókarlærdómi.
Ég vissi að á þessum skóla var þetta
með allt öðrum hætti sem og var raun-
in.
Þetta var þegar stúdentabyltingin
stóð sem hæst. Ég held að byltingin
hafi hvergi náð jafn langt eða verið
róttækari í danska skólakerfinu en
einmitt á Akademíunni. Þar tóku stúd-
entarnir nánast völdin og skipulögðu
ánægjulegustu verkefnum sem ég
kom að á starfsferlinum.“
Um áratugaskeið rak Hilmar
teiknistofu með skólafélaga sínum,
Finni Björgvinssyni arkitekt. Þeir
unnu til viðurkenninga og verðlauna
með samstarfsfólki sínu í um 40 sam-
keppnum, teiknuðu um 400 þúsund
fermetra af húsum af öllu tagi. Mest
áberandi voru opinberar byggingar
eins og Grafarvogskirkja, byggingar á
Reykjalundi, Sunnuhlíðarhúsin og
fleiri heilbrigðisstofnanir, flugstöðvar,
orkuver, íþróttahús og skipulagsvinnu.
Þeir teiknuðu marga framhalds-,
grunn- og leikskóla. Þeirra á meðal
eru Lækjarskóli, Hraunvallaskóli og
Iðnskólinn í Hafnarfirði, Borgarholts-
skóli, Sunnulækjarskóli á Selfossi og
nokkur fjöldi skóla í Skotlandi. Upp úr
2010 ákváðu þeir félagar að loka
teiknistofunni og sóttust ekki eftir nýj-
um verkefnum og lokuðum svo haustið
2016 eftir tæplega fjörutíu ára farsæl-
an rekstur.
„Ég var í einum þrem stjórnum
Arkitektafélagsins og í öllum helstu
fastanefndum þess, í stjórn Endur-
menntunar HÍ, stjórnarmaður í Líf og
land og margt fleira. Áhugi minn fyrir
arkitektúr og skipulagi er mikill og ég
Hilmar Þór Björnsson arkitekt – 75 ára
Fjölskyldan Frá vinstri í efri röð: Sigurður Örn, Hilmar Bragi, Helga Lára, Svanhildur, María Sigrún og Hilmar.
Neðri röð frá vinstri: Haukur Hafliði, Svanhildur Ásta, Hilmar Árni, Inga Sigrún og Sigurlaug Margrét.
Staðarandinn er lykilatriðið
Ljósmynd/Guðni Pálsson
Hjónin Hilmar og Svanhildur á
Kaupmannahafnarárunum.
50 ára Jóhannes ólst
upp í Reykjavík en býr
í Mosfellsbæ. Hann er
stjórnmálafræðingur
að mennt frá Háskóla
Íslands og vinnur sem
sviðsstjóri hjá Ríkis-
endurskoðun.
Maki: Sigrún Þuríður Geirsdóttir, f.
1972, þroskaþjálfi.
Börn: Benedikt Geir, f. 1993, Ingibjörg
Bergrós, f. 1997 og Daníel Óskar, f.
1999.
Foreldrar: Ingibjörg Bergrós Jóhann-
esdóttir, f. 1953 og Jón Ólafur Jóhann-
esson, f. 1949, netagerðarmeistari. Upp-
eldisfaðir er Sigurður Óskar E. Waage, f.
1955, húsasmíðameistari.
Jóhannes Jónsson
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins. Vinkonurnar Aníta
Thors og Valdís Eva
Margeirsdóttir héldu
tombólu í Garðabæ til
styrktar Rauða kross-
inum. Þær komu með
afraksturinn þann 20.
ágúst, heilar 7.804
krónur, og afhentu
Rauða krossi Íslands.
Hlutavelta
Til hamingju með daginn