Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
ekki slegið slöku við. Daglega var
reiddur fram morgunmatur,
morgunkaffi, hádegismatur, síð-
degiskaffi, kvöldmatur og loks
kvöldhressing. Síðan þurfti að
sinna útiverkum, mjólka kýrnar
kvölds og morgna, sá og upp-
skera kartöflurnar og heyja
handa kúnum.
Ég minnist mömmu að löngum
og annasömum degi loknum, þeg-
ar hún var búin að koma hópnum
sínum í háttinn og tók sér bók í
hönd, settist fram á gang með op-
ið inn í herbergin og las fyrir okk-
ur.
Oft kom fyrir að lesturinn varð
illskiljanlegur og slitróttur, þá
vissum við að hún væri alveg að
detta út af og einhver kallaði:
Mamma! Þá hrökk hún upp og
hélt lestrinum áfram en fljótlega
sótti í sama farið og þá var lestr-
inum hætt. Kvöldin enduðu svo á
því að hún þakkaði Guði fyrir
daginn og bað hann um vernd og
varðveislu fyrir börnin sín, heim-
ilið og afkomu alla.
Mamma fékk sinn skerf af
mótlæti í lífinu. Hún missti tvo
drengi í frumbernsku sem var
henni þungbært en í sorginni
sótti hún huggun sína í einlæga
trú á Guð.
Þó sorgin nú sólina hylji
og skuggarnir virki sem kraftur
þá virðist það Guðs okkar vilji
að veita en taka svo aftur.
(JV)
Mamma vissi og sætti sig við
að Guð bæði gaf og tók, og að
hann hafði heitið því að leiða hana
gegnum dimma dali. Það var
þessi sannfæring sem hún vildi
umfram allt miðla til barnanna
sinna þegar hún var að búa þau
undir lífið.
Sjálf treysti hún Guði í öllum
aðstæðum lífsins og því trúar-
trausti reyndi hún að miðla áfram
til afkomenda sinna, því dýrmæt-
asta sem hún átti.
Um ákveðna þætti lífsins höf-
um við ekkert að segja, þar á
meðal hvaða foreldrum okkur er
úthlutað. Þegar ég lít til baka er
ég Guði afar þakklátur fyrir
þessa góðu móður sem mér var
gefin, sem sýndi mér og mínum
alltaf örlæti, góðvild og artar-
semi.
Mamma raulaði gjarnan lag-
línu sem hljómaði svona: Himinn-
inn, himinninn verður heilagur
bústaður minn. Ég er þess full-
viss að þessi útgöngusálmur hef-
ur fylgt henni heim þar sem
henni hefur verið tekið með við-
höfn.
Guð blessi minningu þína,
mamma mín.
Sjáumst síðar.
Þinn
Ásmundur Ási.
Ég vil minnast yndislegu
tengdamömmu minnar í nokkr-
um orðum. Þessi einstaka kona
sem sat sjaldnast auðum hönd-
um, þó hún kvartaði sjálf yfir eig-
in leti síðustu æviárin. Kökuilmur
tók oftast á móti manni þegar
maður kom í heimsókn. Ef ekki
kleinur, þá eplakaka eða jafnvel
pönnukökur.
Alltaf tók hún á móti manni
opnum örmum, þó þetta sér-
kennilega ár hafi maður þurft að
sitja örlítið á sér með knús og
kjass til að vernda hana. Ekki
grunaði mann að það væri svo
stutt í að hún færi, síðast þegar
við hittumst, þó svo farið væri að
halla undan fæti.
Hún vílaði aldrei fyrir sér að
bæta einum eða fleiri diskum við
á borðið, ef óvænta gesti bar að
garði á matmálstíma, og gat alltaf
„drýgt“ matinn með einhverri
viðbót á borðið.
Ömmubörnin áttu alltaf greið-
an aðgang að henni og henni
leiddist ekki að fræða þau um
gamalt íslenskt mál og læddi inn
einu og einu orði sem þau kunnu
stundum ekki skil á. Alltaf hafði
hún áhuga á því sem hver og einn
var að fást við og var með á nót-
unum hvernig hlutunum var fyrir
komið og spurði gjarnan út í þá.
Henni leiddist ekki að heyra
skemmtilegar sögur eða þegar
eitthvert barnabarnanna eignað-
ist kærustu eða kærasta, að ekki
sé minnst á væntanlegan afkom-
anda og átti hún oft erfitt með að
liggja á svoleiðis upplýsingum, þó
hún væri beðin fyrir þær. Hún
var umhyggjusöm, hjálpsöm og
einlæg og aldrei hrekkvís. Sú litla
stríðni sem hún sýndi var aldrei
meiðandi og aðallega til að kjá
framan í yngstu kynslóðina.
Hún átti svo einlæga trú á Guð
og talaði stundum um upplifun
sína af því hvernig Guð talaði til
hennar í hinum ýmsu kringum-
stæðum. Hún sagði mér frá því
að hún hefði haft sínar efasemdir
á unglingsárunum, en þegar
grein birtist í dagblaði eftir
seinni heimsstyrjöldina um að
flugmenn hefðu séð skipsstefni
standa út úr jökli/skafli uppi í
Ararat-fjalli efaðist hún ekki
lengur. Sagan um Nóa og flóðið
varð ljóslifandi fyrir augum
hennar og regnboginn, tákn um
sáttmála Guðs við mennina um að
eyða ekki jörðinni aftur með
vatni, fékk mun sterkari merk-
ingu.
Hún fylgdi boði Jesú um að
elska alla menn og gera þá að
lærisveinum hans, enda var hún
vinmörg og margir sem hún
skaut skjólshúsi yfir. Hún hafði
guðlegt innsæi og fékk stundum
draumsýnir, sem hún vissi að
áttu sér stoð í raunveruleikanum
í lífi einstaklinga í fjölskyldu
hennar, þó svo enginn hafi sagt
henni neitt.
Hún átti sínar raunir og missti
tvo syni. Síðastliðið vor sagði hún
mér að eftir að hún missti síðari
soninn hefði hún beðið Guð um
annan son sem myndi þjóna Guði.
Hann fékk hún, 11. barnið henn-
ar. Mikið er ég glöð að hafa feng-
ið að kynnast honum og eignast
Gullu sem tengdamömmu.
Guð blessi minningu hennar.
Ásta Hjálmarsdóttir.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að
sjá
í alsælu og fögnuði himninum á,
er sofnum við síðasta blundinn.
(Hugrún)
Með þessu litla ljóði kveð ég
tengdamóður mína, þessa góðu
guðhræddu konu, með einlægri
þökk fyrir góða samfylgd og öll
gæði við mig og mína. Drottinn
blessi minningu Guðrúnar Haf-
liðadóttur.
Birna.
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Hafliðadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
um snjó og jólatraffík að leita
að axlaböndum fyrir þig fyrir
hátíðina. Þetta var ferð sem við
gátum seinna meir hlegið mikið
að og var innblástur nokkurra
jólagjafa í kjölfarið. Ég mun
sérstaklega sakna ferðanna
okkar niður á bryggju til að
kanna hvaða bátar væru í höfn-
inni og sagnanna þinna af sjón-
um. Ég mun mest sakna sagn-
anna þinna afi, en þú kunnir
alltaf bestu sögurnar og alveg
sama hve oft þú sagðir söguna
þá kom aldrei alveg sama sagan
tvisvar. Ég mun sakna glað-
lynda, hjartahlýja, fróðleiksfúsa
og kímna afa míns. Þangað til
við sjáumst aftur, elsku afi, þá
mun ég sakna þín.
Þín
Kristín.
Nú hefur hann Siggi frændi
kvatt okkur í þessari jarðvist.
Það mun taka langan tíma að
meðtaka það að hann sé ekki
lengur með okkur. Hann var
svo stór og mikilvægur hluti af
stórfjölskyldunni. Alltaf var
hann miðpunkturinn og hrókur
alls fagnaðar þegar komið var
saman hvort heldur var ætt-
armót eða aðrar samkomur
okkar.
Ótal minningar streyma fram
þegar litið er til baka, einkum
þegar um er að ræða mann sem
hefur verið hluti af tilveru
minni frá fæðingu. Það gæti
verið langur listi ef allt yrði upp
talið.
Mig langar þó að fara aftur
til bernsku minnar. Ég átti ætíð
athvarf hjá honum þegar á
þurfti að halda. Ég minnist
þeirra atvika sem upp komu
þegar hann sá að litla frænka
var ekki alls kostar ánægð, þá
kom hann mér til bjargar. Ég
var t.d. mjög hrædd þegar ég
fór fyrst í bíó og ætlaði aldrei
aftur á þannig stað. En frændi
sagði þá við mig: „Ég skal fara
með þig í bíó, Henný mín,“ sem
hann gerði og ég varð ekkert
hrædd eftir það. Alltaf jafn
traustur og góður.
Ég gæti talið upp svo margt
sem hann gerði fyrir mig en
geymi það í minni minningu.
Ég er þakklát fyrir að hafa
átt svo góðan og skemmtilegan
frænda. Minningin um uppá-
haldsfrænda minn mun lifa með
mér.
Elsku Ragna mín og þið öll,
Linda Björg, Guðlaug og Jónas
og ykkar fjölskyldur, við Reyn-
ir og okkar fjölskylda vottum
ykkur dýpstu samúð á þessari
stundu því ykkar missir er mik-
ill.
Samúðarkveðja,
Henný og Reynir.
Það eru margar minningar
sem tengjast Sigga frænda og
það merkilega er að það eru allt
góðar og skemmtilegar minn-
ingar. Við krakkarnir kölluðum
hann alltaf Sigga frænda. Mín-
ar fyrstu minningar með honum
eru þegar hann kom að Seli
þegar ég var um 5 ára. Þá lifn-
aði allt við; sögur og eftirherm-
ur í eldhúsinu hjá ömmu og afa
og ferðir með okkur krakkana
eða leikir. Siggi frændi var mér
fyrirmynd sem ég leit upp til,
hann var allt sem ungur dreng-
ur vildi verða; sterkur, fyndinn,
skemmtilegur, góður og flinkur.
Siggi frændi gat allt, fannst
okkur krökkunum, og hann var
góður við okkur og alltaf til í að
sprella og skipuleggja ævintýri.
Seinna, þegar við krakkarnir
fullorðnuðumst, var Siggi
ennþá leiðtogi stórfjölskyldunn-
ar. Hvort sem það voru sum-
arferðir þar sem stórfjölskyld-
an hittist yfir helgi, veiðiferðir
eða sameiginlegur reitur stór-
fjölskyldunnar, Nátthagi, þá
var Siggi frændi upphafsmað-
urinn og drifkrafturinn.
Í Þorlákshöfn kynntumst við
betur þegar ég var krakki og
unglingur og við áttum margar
góðar stundir saman. Ég var að
sniglast í kringum hann þegar
hann var að innrétta húsið á H-
götunni og þegar hann var að
hjálpa mömmu að innrétta og
koma sér inn í sitt hús á G-
götunni. Eitt sinn lánaði hann
mér forláta vasahníf með þeim
orðum að hann væri flugbeitt-
ur, en maður skæri sig ekki á
beittum hnífum, bara bitlaus-
um. Ég skar mig fljótlega, svo
ég skilaði hnífnum, en lét hann
ekki sjá hvað hafði gerst og fór
heim. Seinna gaf hann mér
þennan hníf, sem ég á enn.
Siggi kom stundum yfir til
mömmu og fékk að spila á orgel
sem við áttum. Ég vissi ekki til
að hann hefði lært á orgel eða
harmonikku, en hann spilaði
nótnalaust á hvort tveggja.
Þegar ég tók bílpróf kom
Siggi frændi og spurði hvort ég
vildi kaupa Volkswagen sem
hann átti.
Hann beið ekki eftir svari og
sagði; látum hann kosta 1 þús-
und krónur og við gerum form-
legt afsal. Þetta var gjöf, ég
held honum hafi fundist ómögu-
legt að ég ætti ekki bíl. Bíllinn
entist mér vel þó hann væri
tveimur árum yngri en ég. Ég
málaði hann tvisvar, annað
skiptið í skúrnum hjá Sigga. Ég
fékk að koma í skúrinn og gera
við bíla eða smíða. Þar renndi
ég taflmann í rennibekk sem
Siggi smíðaði, en hann renndi
allskyns fallega muni. Ég
geymi eitt fallegt skrín sem
hann gaf mömmu. Í síðustu
heimsókn okkar Sigrúnar til
Sigga og Rögnu í Þorlákshöfn
gaf hann mér fallega muni sem
hann hafði gert; silfursleginn
neftóbaksbauk og annan gerðan
úr kýrhorni og silfurhring.
Þetta eru listmunir sem mér
þykir vænt um og geyma minn-
ingar um þennan gjafmilda
listamann.
Í seinni tíð ræddum við ýmis
mál þegar við hittumst, eða í
síma. Siggi var vel að sér um
allt og einnig um það sem
tengdist minni vinnu og áhuga-
samur að heyra hvað ég væri að
fást við og sögur af vinnuferð-
um mínum erlendis. Þrátt fyrir
háan aldur var hann alltaf
skemmtilegur og sá það spaugi-
lega.
Kæri frændi, takk fyrir sam-
fylgdina og leiðsögnina.
Elsku Ragna og fjölskylda;
innilegar samúðarkveðjur, við
eigum margar góðar minningar.
Gunnar Herbertsson.
Hún var örlagarík gosnóttin í
janúar 1973 fyrir okkur Vest-
mannaeyinga. Þarna stóðum við
á bryggjunni, ráðvillt og
áhyggjufull og það eina sem við
vissum var að við yrðum að
yfirgefa eyjuna og halda út í
óvissuna. Fjölskyldan okkar
var svo heppin að eiga góðan
frændgarð í Þorlákshöfn og þar
var Siggi frændi fremstur í
flokki ásamt Rögnu sinni og
Siggu systur. Þau opnuðu hús
sín upp á gátt fyrir okkur
flóttafólkið úr Eyjum.
Það var rétt meira en að
segja það að taka á móti stórri
fjölskyldu við þessar aðstæður
og það verður seint þakkað. Við
tóku viðburðaríkir tímar og
aldrei var komið að tómum kof-
unum hjá Sigga frænda sem
leysti öll okkar vandamál, ráða-
og úrræðagóður sem hann var.
Siggi var verkstjóri hjá Meitl-
inum og þar var unnið undir
hans verkstjórn. Ekki var verra
að fá að vera á roðflettivélinni
eða handskrifa nöfnin á stimp-
ilkortin sem þóttu þægileg og
góð verk.
Ekki munaði Sigga um að
aka á Selfoss á methraða til að
koma einni okkar á fæðingar-
deildina. Það var bara settur
hvítur fáni á loftnetsstöngina
og brunað af stað á hundraði.
Eins er okkur minnisstætt þeg-
ar „jarlinn af Þorlákshöfn“
fæddist.
Það nafn fékk einkasonurinn
Jónas í gríni, slíkur var fögn-
uðurinn að eignast strákinn. Í
okkar huga verður hann alltaf
jarlinn.
En nú er komið að kveðju-
stund. Við kveðjum góðan
frænda og þökkum fyrir öll
elskulegheitin og hjálpsemina
gegnum tíðina.
Elsku fjölskylda, samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Hvíl í friði.
Þínar frænkur,
Kristín, Erna og Ólöf Jóna.
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Guðberg Helga-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Ágústína HlífTraustadóttir
fæddist 7. sept-
ember árið 1948 í
Keflavík. Hlíf lést
20. ágúst 2020 á
Landspítalanum
við Hringbraut.
Dóttir hjónanna
Sigurborgar Ólafs-
dóttur, f. 1916, og
Trausta Jóns-
sonar, f. 1913.
Systur hennar eru Hansína
Jóna Traustadóttir, f. 1941, og
Hjördís Gréta Traustadóttir, f.
1943.
Hlíf giftist Kristófer Guð-
mundssyni, f. 1937, húsgagna-
og húsasmið, d. 10. júlí 2013.
Dóttir þeirra er
Ester, f. 1974, hún
er búsett í Banda-
ríkjunum ásamt
eiginmanni sínum
Erick L. Vigil og á
4 börn. Þau eru
David Már Haf-
steinsson, f. 11.11.
1990, Kristofer
Bow, f. 26.11.
2000, Ethan Vigil,
f. 13.2. 2009, og
Chloe Vigil, f. 12.4. 2012. Dav-
íð Már er giftur Maria Leone
og eiga þau einn son, Leo Mar
Hafsteinsson, f. 23.10. 2016.
Útför Ágústínu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. ágúst
2020, kl. 13.
Fyrsta minning mín um Hlíf
litlu systur mína er hvað það var
gaman að fá hana í fangið ný-
fædda en ég var þá sjö ára gömul
og Hjördís 5 ára. Á þessum tíma
fæddust börnin yfirleitt heima.
Hlíf var glatt og duglegt barn og
mikið fyrir að leika úti. Hún var
hörkudugleg og vinnusöm alla
sína tíð. Í uppvextinum fórum við
systurnar oft í sveitina til ömmu
og afa í Borgarfjörðinn. Spenn-
ingur var mikill fyrir öllum dýr-
unum og í minningu minni var
veðrið alltaf gott í sveitinni. Hlíf
hóf skólagöngu sína í Keflavík en
fjölskyldan fluttist til Reykjavík-
ur þegar hún var 10 ára og fór
hún þá í Langholtsskóla. Þar
kláraði hún skyldunám sitt, vann
síðan um tíma áður en hún fór í
Húsmæðraskólann í Reykjavík. Á
Hótel Sögu lærði hún snyrti- og
fótaaðgerðafræði. Eiginmanni
sínum Kristófer kynntist Hlíf
þegar hann var í Iðnskólanum í
Reykjavík. Kristófer og Hlíf hófu
sinn búskap í Reykjavík og giftu
sig 5. apríl 1969.
Á fyrstu hjónabandsárunum
fóru þau mikið í útilegur og nutu
þess að ferðast. Þau byggðu sér
hús í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Kristófer vann við smíðar mest á
Suðurnesjunum á þessum árum.
Á þeim árum fór Hlíf í Nuddskóla
Guðmundar og lauk prófi sem
nuddari og starfaði hún við það
alla tíð síðan. Ester, ástkær dóttir
þeirra, byrjaði í barnaskólanum í
Vogum og var góður námsmaður.
Við systurnar höfum alla tíð
verið nánar og fórum við gjarnan
með eiginmennina okkar upp á
arminn á böll til að dansa, Hlíf
kunni að meta góða tónlist og
snúning á gólfinu. Við spiluðum
líka vist árum saman stórfjöl-
skyldan.
Þegar Ester var flutt að heim-
an söðluðu hjónin um og fluttu á
Egilsstaði. Kristófer gerði sér lít-
ið fyrir og byggði fallegt hús.
Kristófer vann áfram við smíðar.
Í yfir 20 ár vann Hlíf við fótaað-
gerðir og nudd með aðstöðu í hús-
inu sínu að Ranavaði 5. Þau hjón-
in voru lengi vel meðlimir í
Lionshreyfingunni og sinntu
mörgum embættum á vegum fé-
lagsskaparins. Þau fengu sér hús-
bíl eftir flutninginn austur og
nutu ferðamátans. Seinna fóru
þau í ótal ferðir erlendis, sitt á
hvað með fjölskyldu, dóttur og
vinum. Í seinni tíð oft að heim-
sækja Ester sína og fjölskyldu.
Hlíf eignaðist 4 barnabörn og eitt
langömmubarn og naut hún
þeirra þrátt fyrir að þau byggju
langt frá henni.
Hlíf átti góða nágrannakonu,
Sigríði Eydísi. Mér hefur alltaf
þótt gott að vita til þess að Hlíf
ætti svona góða vinkonu fyrir
austan þar sem langt var á milli
okkar. Þegar Hlíf var sjötug fór
Sigga með Hlíf í ferðalag að Hvít-
serk og gistu þær síðustu nóttina
á Flugumýri, þangað sem við
systur og mágur komum án vitn-
eskju Hlífar óvænt. Var sú ferð
eftirminnileg.
Síðustu þrjú árin fórum við
systurnar ásamt Habba mági til
Tenerife og áttum þar yndislegar
stundir, vorum kölluð heim vegna
covid nú síðast og fórum við Hlíf í
sóttkví saman og undum okkur
vel við sjónvarp, lestur og spjall.
Kæra systir mín, við munum
sakna þín. Takk fyrir allt og guð
blessi þig.
Hansína.
Ágústína Hlíf
Traustadóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Álfaskeiði 58, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
þriðjudaginn 25. ágúst.
Guðjón Þorkelsson Sesselja G. Sigurðardóttir
Magnús Þorkelsson Guðrún Ásmundsdóttir
Íris Þorkelsdóttir Friðrik Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
Fagrabergi 28, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 13. ágúst.
Að ósk Sigrúnar hefur útför hennar farið fram í kyrrþey.
Við sendum starfsfólki deildar 11-G þakkir fyrir einstaka
umönnun og virðingu í hennar garð.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á MND-félagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaugur Þorfinnsson