Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 2

Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Fermingar- myndatökur Einstök minning Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hluti áhafnar Brúarfoss er laus úr sóttkví úti í Kína og er nú að und- irbúa reynslusiglingu hins nýja skips. Eimskip vonast til að fá skipið afhent frá skipasmíðastöðinni í októ- ber. Heimsiglingin tekur 40 daga og er því von á skipinu til Íslands í fyrsta skipti í nóvember. Sextán manna áhöfn skipsins fer út í tvennu lagi. Rúmur hálfur mán- uður er liðinn frá því fyrstu sex komu til Kína og reiknað er með að þeir ellefu sem eftir eru haldi af stað í næstu eða þarnæstu viku. Þeir þurfa að fara í hálfs mánaðar sóttkví þar úti. Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, segir að ekki sé komin endanleg dagsetn- ing á afhendingu Brúarfoss en von- ast sé til að það verði í fyrrihluta fjórða ársfjórðungs. Segir hún að ekkert hafi komið upp á sem ætti að koma í veg fyrir það og að prufusigl- ing verði farin í næsta mánuði. Brúarfoss er stórt gámaskip Eim- skips, systurskip Dettifoss sem kom til landsins fyrr á árinu. Áætlað er að heimsiglingin taki 40 daga og ætti skipið því að koma til Reykjavíkur í nóvember. Siglingin tekur lengri tíma ef stoppað er til að lesta og losa vörur á leiðinni. Þannig liðu 68 dagar frá því Dettifoss lagði af stað frá Kína og þangað til skipið kom til Reykjavíkur. Brúarfoss fer í áætlun með Detti- fossi og Tukuma Arctica sem sigla á milli Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar og Grænlands. helgi@mbl.is Undirbúa reynslusiglingu  Brúarfoss er væntanlegur til landsins í október Brúarfoss Nafnið komið á gáma- skipið í skipasmíðastöðinni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, FHG, segir stöðuna í hótelgeiranum mjög alvarlega. Nauðsynlegt sé að endurskipuleggja skuldir hótelanna. „Það er ekki nokkurt fyrirtæki sem stendur það af sér að vera tekjulaust misserum saman. Nú eru allir að vinna með sínum bönkum að því að fresta afborgunum og vöxtum. Það þarf að ná þeim árangri að það sé hægt að lækka vexti á fyrirtæki til að dæmið gangi upp í heildina. Þetta er enda sameiginlegt sjótjón leigusala, leigutaka og fjármagnseigenda. Þegar menn eru búnir að átta sig á því, og nálgast málið út frá þeim sjónarhóli, þá er von til þess að við för- um að eygja skynsamlegar lausnir. Það þarf að endurskipuleggja lánin því vextir og afborganir safnast fljótt upp og verða há- ar fjárhæðir. Meðalstórt hótel sem er tekjulaust safnar fljótt upp mörg hundruð milljóna skuld í húsaleigu og tugmillj- óna skuld í fasteignagjöldum,“ segir Kristófer. Félagsmenn í FHG fund- uðu um stöðuna í gærmorgun. Kristófer segir að í kjölfar hertra sóttvarnaaðgerða á landamærunum, frá og með 19. ágúst, sé nær engin spurn eftir hótelgistingu á Íslandi. Fram undan sé 99% samdráttur í eft- irspurn erlendra ferðamanna. Óvissan sé mikil og ekki hægt að búast við gestum fyrr en á nýju ári. Því séu fjórir nær tekjulausir mánuðir fram undan sem sé mikið áfall. Flest hótelin lokuð næstu mánuði Kristófer er eigandi og framkvæmdastjóri CenterHótel-keðjunnar. Hann reiknar með að hafa eitt eða tvö Center-hótel af átta opin á næstu mánuðum. Allt kapp verði lagt á að vernda hjartað í fyrirtækjunum sem felist í sér- þekkingunni. „Menn fagna því að hlutabótaleiðin hafi verið framlengd [út október]. Það þyrfti hins vegar lengri tíma miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Meginlínan er að við verðum að fá skýr skilaboð frá stjórnvöldum um við hvaða aðstæð- ur landið verður opnað á ný. Það má velta upp þeirri spurningu hvort gengið hafi verið of langt með því að loka landinu algjörlega. Það hefði verið hægt að setja Íslendinga í skimun og sóttkví og stíga það hóflega skref að skima alla ferðamenn einu sinni, jafnvel tvisvar, í staðinn fyrir að loka landinu,“ segir Kristófer. Með því að loka landinu fari mikil markaðssetning for- görðum. Mikil vinna hafi farið í að auglýsa land- ið eftir að alþjóðaflugið hófst á ný en bókanir þurrkast út. Ráðherra bauð fólk velkomið „Samstarfsaðilar okkar erlendis fjárfesta líka í markaðsherferðum. Nú er sú fjárfesting farin fyrir gýg. Stóra málið gagnvart okkar viðskipta- vinum er að við misstum trúverðugleikann sem við höfðum haft. Það er ekki langt síðan Katrín [Jakobsdóttir forsætisráðherra] sagði landið op- ið og bauð alla velkomna.“ Skv. Hagstofunni störfuðu um 5.600 manns á gististöðum í janúar. Nýrri tölur hafa ekki verið birtar. Kristófer telur aðspurður að um tíundi hver haldi vinnunni. Samkvæmt því verða ríf- lega 5.000 hótelstarfsmenn án atvinnu í haust. Endurskipuleggja þarf skuldirnar  Formaður FHG spáir 99% samdrætti í hótelrekstri  Um 5 þús. hótelstarfsmenn gætu misst vinnuna Kristófer Oliversson Göngubrú yfir Reykjanesbraut í Hafnarfirði, sem tengir Áslandshverfi betur við aðra hluta bæjarins, var sett á stöpla í gær. Loka þurfti Reykjanesbraut milli gatnamóta Kaldársels- vegar og Strandgötubrúar meðan á verkinu stóð. Lokað var kl. 9:30, en aðeins liðu 20 mínútur frá því kranabóma fór á loft uns boltar og festingar brúarinnar höfðu verið sett niður. Frágangsvinna stóð til hádegis. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brú yfir Reykjanesbraut sett niður á 20 mínútum Fleiri en milljón manns spila nú EVE Echoes, farsímaleik á vegum íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP, en leikurinn kom út 17. ágúst. Á fyrsta degi skráðu sig rúmlega 300 þúsund spilarar en Ragnar Kol- beinsson, vörumerkjastjóri EVE Echoes, segir að leikurinn hafi feng- ið mjög góðar viðtökur. Leikurinn hefur verið í þróun síð- an í lok árs 2017 og er framleiddur í samstarfi við kínverska framleiðand- an NetEase, sem er leiðandi í fram- leiðslu símaleikja. Það sem einkennir yfirleitt spila- mynstur í farsímaleikjum eru stuttar og margar tarnir, þar sem spilarar spila aðeins í nokkrar mínútur í senn. „Við erum að sjá meðalspilun- arlengd í leiknum fara yfir 100 mín- útur. Spilarar eru að spila í klukku- tíma og 40 mínútur í einni lotu.“ Fleiri en milljón spilarar  Íslenskur leikur Teikning/CCP Leikurinn Rúmlega 300 þúsund manns skráðu sig fyrsta daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.