Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
Smári McCarthy,þingmaður Pí-
rata, spurði út í fjár-
festingar í samgöngu-
málum í ljósi
samdráttar vegna
kórónuveirufarald-
ursins á fjarfundi
efnahags- og við-
skiptanefndar með
seðlabankastjóra í
gærmorgun. Spurn-
ingin er góð og gild en
ætti ef til vill enn
brýnna erindi á
flokksfundi Pírata þar sem Smári gæti
beint orðum sínum að helsta talsmanni
flokksins í borgarstjórn, Sigurborgu
Ósk Haraldsdóttur, formanni skipu-
lags- og samgönguráðs borgarinnar.
Sigurborg Ósk upplýsti nýlega aðhún ætlaði sér að „útrýma fjöl-
skyldubílnum“ og það er sú stefna
meirihlutans í Reykjavík sem vita-
skuld skýrir það hvers vegna sam-
gönguframkvæmdir ganga mun hæg-
ar en þörf er á.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjórisvaraði spurningu Smára meðal
annars með þeim orðum að það væri
„alveg stórundarlegt og ámælisvert að
Sundabraut hafi ekki verið byggð mið-
að við þá umferð sem er í bænum“.
Hann bætti því við að það væri hæg-
lega hægt að fjármagna lagningu
brautarinnar.
Afstaða meirihlutans í borgarstjórntil bílaeignar almennings og bíla-
umferðar hefur valdið miklum sam-
gönguvanda á höfuðborgarsvæðinu
og sá vandi verður ekki leystur með
þeim ráðum sem meirihlutinn telur sig
hafa.
En það er mikið áhyggjuefni aðþessi afturhaldsstefna sé ekki
aðeins orðin að umferðarvanda heldur
ýti hún undir efnahagsvanda í miðri
kórónuveirukreppunni.
Smári McCarthy
„Stórundarlegt
og ámælisvert“
STAKSTEINAR
Ásgeir Jónsson
Eik fasteignafélag tapaði 592 millj-
ónum króna á fyrstu sex mánuðum
ársins, en heildareignir félagsins
námu 103.376 m.kr. þann 30. júní.
Árshlutareikningur Eikar fyrir
tímabilið 1. janúar til 30. júní var
samþykktur af stjórn og forstjóra fé-
lagsins í gær.
Heildarskuldir félagsins námu
71.460 m.kr. þann 30. júní, þar af
voru vaxtaberandi skuldir 61.157
m.kr. og tekjuskattsskuldbinding
7.105 m.kr.
Rekstur félagsins gekk vel á
fyrstu sex mánuðum ársins, miðað
við aðstæður, og var afkoman í takti
við uppfærðar áætlanir stjórnenda
félagsins, að því er fram kemur í til-
kynningu.
Rekstrartekjur félagsins á fyrstu
sex mánuðum ársins 2020 námu
4.184 m.kr. Þar af voru leigutekjur
3.743 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu og afskriftir nam
2.494 m.kr. Tap fyrir tekjuskatt nam
549 m.kr. og tap samstæðunnar á
fyrstu sex mánuðum ársins 2020
nam 439 m.kr. Heildartap samstæð-
unnar nam 592 m.kr. samkvæmt yf-
irliti um heildarafkomu.
Enn er óljóst hvaða efnahagslegu
áhrif kórónuveirufaraldurinn mun
hafa á rekstur félagsins, en þau eru
þó sögð víðtæk.
Tap samstæðu tæpar 600 milljónir
Eik gerir upp fyrstu sex mánuði 2020
Afkoma í takti við breyttar áætlanir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fasteignafélag Heildartap sam-
stæðunnar nam 592 milljónum.
Fjöldi hegningarlagabrota árið 2019
er mjög svipaður og árið á undan
samkvæmt afbrotatölfræði sem
embætti ríkislögreglustjóra sendi
frá sér í gær.
Aukning var á fjársvikum milli
ára, eins og síðustu ár og er það að
stærstum hluta vegna fleiri net-
svika. Á heildina litið fækkaði of-
beldisbrotum milli ára en þó var
aukning í einum flokki, ítrekuðu/
alvarlegu heimilisofbeldi, en þau
fóru úr 73 brotum í 87.
Færri fíkniefnabrot
Sérrefsilagabrotum hefur fjölgað
ár frá ári síðustu fimm ár og var
aukning árið 2019 15%. Fíkniefna-
brotum fækkar lítillega milli ára en
magn fíkniefna sem lagt var hald á
jókst til muna. Gríðarleg aukning
var á haldlögðu magni af amfetamíni
og kókaíni milli ára og hefur aldrei
verið lagt hald á jafn mikið magn af
kókaíni á einu ári eða rúm 40 kg.
Umferðarlagabrotum fækkaði um
4% milli ára, úr 78.186 í 75.071 brot.
Þar munar mest um færri brot sem
tekin voru á stafrænar hraðamynda-
vélar, en þeim fækkaði um 17% milli
ára.
Einnig gaf ríkislögreglustjóri í
gær út bráðabirgðatölur um afbrot á
fyrri hluta þessa árs. Þær sýna tals-
verða fækkun á umferðarlagabrot-
um, fíkniefna- og áfengislagabrotum
það sem af er ári miðað við sama
tímabil síðustu tvö ár. Heimilis-
ofbeldi var tíðara, sem og auðgunar-
brot (fjársvik). Ekki er ólíklegt að
þetta tengist mikilli inniveru fólks á
heimilum sínum þegar fyrsta bylgja
kórónuveirufaraldursins stóð sem
hæst.
Netsvikum heldur
áfram að fjölga
Svipaður fjöldi af-
brota hér á landi
2019 og árið á undan
Morgunblaðið/Frikki
Netsvik Fjársvik á netinu aukast
enn. Brýnt er að fara varlega þar.
www.danco.is
Heildsöludreifing
vPappír
vBorðar
vPokar
vBönd
vPakkaskraut
vKort
vSkreytingarefni
vTeyjur
vSellófan
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Fyrirtæki og verslanir
Heildarlausnir
í umbúðum
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/