Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 12

Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikil hreyfing hefur verið á húsnæð- islánamarkaði að undanförnu. Sífellt fleiri kjósa að endurfjármagna eldri lán og nýta það lága vaxtastig sem orðið hefur að veruleika vegna drastískra stýrivaxtalækkana Seðlabankans und- anfarin misseri. Í mörgum tilvikum hef- ur fólk náð að lækka greiðslubyrði sína verulega og nær allir sem taka ný lán vegna húsnæðiskaupa eða endurfjár- magna eldri lán, kjósa óverðtryggða vexti og breytilega. Þessi þróun, sem hefur komið afger- andi fram í hagtölum Seðlabankans síð- ustu mánuði, varð að umtalsefni á kynn- ingarfundi í bankanum fyrr í vikunni þar sem Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri kynnti þá ákvörðun peninga- stefnunefndar að halda meginvöxtum bankans í 1%. Þeir hafa aldrei verið lægri en nú. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, lagði þar orð í belg og sagði bankann hafa augun á þessari þróun enda geti hún haft afleiðingar sem ekki sé víst að heimilin hugi að. Hefur aukið ráðstöfunartekjur „Það er í sjálfu sér jákvætt að fólk nýti þetta ástand og þýðir að aðgerðir bankans eru að skila tilætluðum ár- angri við að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. En greiðslubyrði óverð- tryggðra lána er almennt þyngri og næmari fyrir vaxtabreytingum en fólk er vant þegar kemur að verðtryggðum lánum. Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að fólk taki ekki nægilega mið af þessu í ljósi þess að núverandi vaxtastig mun ólíklega vara til lengri tíma litið,“ segir Rannveig í samtali við Morgun- blaðið. Bendir hún á að í nóvember síðast- liðnum hafi komið fram í Peningamál- um, riti Seðlabankans sem kemur út fjórum sinnum á ári, að „hlutlausir“ nafnvextir Seðlabankans væru í kring- um 4,5% hér á landi. Til að einfalda þetta nokkuð má segja að hlutlausir vextir séu þeir vextir sem þarf til að halda jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs. „Vegna efnahagslegra áhrifa farald- ursins eru stýrivextir 1% og því langt undir því sem væri ef hagkerfið væri í sæmilegu jafnvægi.“ Lágir vextir í kortunum Rannveig ítrekar þó að nú séu marg- ir á þeirri skoðun að vextir muni hald- ast mjög lágir til lengri tíma. Stundum sé haft á orði að þeir verði lágir til lang- tíma (e. low for long) og sumir leyfi sér jafnvel að halda því fram að þetta ástand sé komið til að vera (e. low for- ever). Hins vegar megi ekki ganga að því vísu, staða mála geti breyst hratt eins og atburðir ársins 2020 sýni glögg- lega. „Það er einfaldlega mikilvægt að fólk geri ráð fyrir því að greiðslubyrðin geti hækkað talsvert og að það megi ekki spenna bogann þannig að núver- andi greiðslubyrði sé við ystu þol- mörk.“ Spurð út í hvort Seðlabankinn telji að byggjast sé upp kerfislæg áhætta vegna óverðtryggðra lána og breytilegra vaxta segir Rannveig svo ekki vera. „Samkvæmt því sem við sjáum eru veðsetningarhlutföll heimilanna al- mennt lág í sögulegu samhengi og því ættu heimilin að vera vel í stakk búin til að standa af sér slíkar hækkanir. En líkt og við höfum ítrekað áður þá erum við viðbúin að bregðast við ef að því kemur að vísbendingar myndast um ósjálfbæra skuldsetningu og við teljum að fjármálastöðugleika sé ógnað.“ Greiðslubyrðin gæti hækkað Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lán Rannveig segir í samtali við Morgunblaðið að staða mála geti breyst hratt, eins og atburðir ársins 2020 sýni vel.  Varaseðlabankastjóri segir fagnaðarefni að heimilin endurfjármagni húsnæðislán og bæti vaxtakjör  Segir að fólk verði að gera ráð fyrir hækkandi greiðslubyrði, einkum þegar um óverðtryggð lán er að ræða Húsnæðislán bankanna og þróun stýrivaxta frá ársbyrjun 2013 Ný húsnæðislán í hverjum mánuði, ma.kr. frá janúar 2013 til júlí 2020* 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 -5 6,75% 6,00% 5,25% 4,50% 3,75% 3,00% 2,25% 1,50% 0,75% 0% -0,75% Húsnæðislán með breytilegum vöxtum ma.kr. Húsnæðislán með föstum vöxtum ma.kr. Meginvextir Seðlabanka Íslands,% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Lán, ma.kr Ve xt ir, % Júlí 2020 45,4 ma.kr 12,9 ma.kr 10,1 ma.kr -3,2 ma.kr 1,0% 5,375% 5,75% 4,5% 4,5% * Að frádregnum uppgreiðslum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ef núverandi meginvextir myndu hækka upp í „hlutlausa“ vexti bankans, þýddi það hækkun upp á 3,5 prósentur. Ef breytilegir óverðtryggðir vextir, sem nú eru í kringum 3,5%, spegluðust einn á móti einum, myndi það þýða að þeir hækkuðu í 7%. Það myndi hafa veruleg áhrif á greiðslu- byrði þeirra lána sem um ræðir. Sem dæmi má taka fyrsta kaupanda sem kaupir 35 millj- óna króna eign, tekur grunnlán fyrir 70% af kaupverði til 40 ára með 3,5% breytilegum vöxtum og viðbótarlán fyrir 15% af kaup- upphæðinni til 15 ára með 4,5% breytilegum vöxtum. Lauslegir útreikningar sýna að greiðslu- byrði hans gæti aukist úr 144 þúsundum í 216 þúsund á mán- uði ef vextir hækka um 3,5 pró- sentur, þ.e. í 7%. Mikil áhrif á greiðslubyrði MYNDI AUKAST UM 50%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.