Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samkeppnis-eftirlitiðhefur tekið
þá ákvörðun að
heimila ekki sam-
runa tveggja
myndgreiningarfyrirtækja á
heilbrigðissviði. Slík inngrip
ríkisvaldsins í starfsemi á
markaði og ráðstöfunarrétt
einstaklinga yfir eignum sín-
um hljóta alltaf og eiga alltaf
að vekja spurningar um nauð-
syn og réttmæti aðgerð-
arinnar. Rökin þurfa að vera
óyggjandi og hagsmunir ann-
arra ríkir. Hvort svo er í þessu
tilviki er ekki alveg augljóst.
Eins og Samkeppniseftir-
litið skilgreinir þá markaði
sem fyrirtækin tvö starfa á þá
virðist ljóst að samkeppnin
minnkar verulega eða hverfur
nánast. Það eru út af fyrir sig
sterk rök, en málið er flóknara
af ýmsum ástæðum, til að
mynda þeirri að þetta er ekki
hefðbundinn markaður. Kaup-
andinn er að stórum hluta rík-
ið, Sjúkratryggingar Íslands,
sem hljóta, þó að þær haldi
öðru fram í umsögn sinni og
Samkeppniseftirlitið fallist á
þau sjónarmið, að geta haft
mikið um verð þjónustunnar
að segja. Í þessu sambandi
skiptir máli, en það virðist
fremur lítið skoðað í ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins, að
Landspítalinn veitir svipaða
þjónustu og fyrirtækin tvö.
Þessa þjónustu veitir hann að-
allega sjúklingum sem liggja
inni á spítalanum eða hafa
komið á bráðamóttöku, en 35%
af myndatökum spítalans eru
þó annars eðlis, samkvæmt því
sem Samkeppniseftirlitið hef-
ur eftir spítalanum. Þessi 35%
geta vitaskuld
skipt miklu og
sýna að spítalinn
gæti veitt samein-
uðu fyrirtæki að-
hald ætlaði það að
knýja fram óeðlilegt verð fyrir
þjónustu sína.
Þessi ákvörðun Samkeppn-
iseftirlitsins nær eðli máls
samkvæmt aðeins til mjög af-
markaðs hluta heilbrigðis-
þjónustunnar og ræður ekki
úrslitum um hagkvæmni heil-
brigðiskerfisins í heild sinni þó
að hún sé augljóslega þungbær
eigendum fyrirtækjanna
tveggja. En ákvörðunin mætti
gjarnan verða til að vekja um-
ræður um heilbrigðiskerfið í
heild sinni og hvert það stefn-
ir.
Samkeppniseftirlitið hafnar
umræddum samruna með þeim
rökum að hann skaði sam-
keppni á starfssviði fyrir-
tækjanna, en vandi heilbrigð-
iskerfisins er að hluta til sá að
þar er lítilli samkeppni leyft að
þrífast. Þessi skortur á sam-
keppni stafar ekki af því að
einkafyrirtæki sameinist,
heldur af því að ríkið er afar
umsvifamikið og að enginn
vilji virðist vera til þess, nema
síður sé, að veita einkaaðilum
svigrúm til að bjóða þjónustu
sína og stunda þá erfiðu sam-
keppni sem þeir þó hafa hug á
gagnvart risavöxnu ríkisreknu
heilbrigðiskerfinu.
Nær væri að ríkisvaldið ýtti
undir samkeppni með því að
opna fyrir möguleika einka-
aðila til að veita heilbrigðis-
þjónustu en að það grípi inn í
starfsemi þeirra sem þó hefur
tekist að reka einkafyrirtæki á
þessu sviði.
Ríkið grípur inn í
samruna en heftir
um leið samkeppni}
Samkeppni á
heilbrigðissviði
Ríki og sveitkoma víða við
í samkeppni við
einkaaðila. Þannig
rekur Reykja-
víkurborg
malbikunarstöð og eigandi
malbikunarfyrirtækisins Fag-
verks hefur ófagra sögu að
segja af samskiptum sínum við
borgarfyrirtækið. Það hafi selt
einkafyrirtækinu efni á háu
verði en boðið svo í framhald-
inu í sömu verk á verði sem
ekki hafi verið hægt að keppa
við, að því er fram kom í
Morgunblaðinu í gær.
Eigandi einkafyrirtækisins
brást við með því að reisa eigin
malbikunarstöð sem reiknað er
með að muni kosta 2,5 millj-
arða króna og er á Esjuvöllum í
Mosfellsbæ. Nú stendur
Reykjavíkurborg frammi fyrir
því að þurfa að
rýma svæðið á
Höfða þar sem
malbikunarstöð
borgarinnar er og
þá er ætlunin að
reisa nýja við hlið nýju stöðvar
Fagverks.
Eigandi Fagverks telur ekki
sanngjarnt að þurfa að keppa
við djúpa vasa opinberra stofn-
ana og telur Reykjavíkurborg
ekki eiga að vera í slíkri starf-
semi. „Þeir eiga bara að loka
malbikunarstöðinni,“ segir
hann, í stað þess að segja upp
aðstöðu fyrir marga milljarða
til að halda áfram. Hann hefur
vissulega hagsmuna að gæta,
en hann hefur líka mikið til síns
máls. Getur ekki verið að Sam-
keppniseftirlitið ætti að
skyggnast um á malbiksmark-
aðnum?
Er þörf á nýrri
malbikunarstöð
Reykjavíkurborgar?}
Malbik hins opinbera
K
vennaathvarf á Norðurlandi
verður opnað í fyrsta sinn í dag.
Hingað til hefur ekki verið neitt
búsetuúrræði utan Reykjavíkur
fyrir konur og börn sem ekki
geta dvalið á heimili sínu vegna ofbeldis. Mik-
ilvægt er að tryggja íbúum á landsbyggðinni
aðgengi að þjónustu vegna heimilisofbeldis.
Hér er um tilraunaverkefni að ræða og þörfin
á slíku úrræði verður metin eftir því hvernig
til tekst og nokkur reynsla hefur fengist af
starfseminni.
Ein hliðarverkana kórónuveirufaraldursins
er sú að konur hafa því miður orðið berskjald-
aðri fyrir ofbeldi á heimilum sínum í kjölfarið.
Fjöldi slíkra ofbeldismála jókst þegar farald-
urinn stóð sem hæst og takmarkanir á sam-
komuhaldi og öðrum samskiptum fólks voru í
hámarki. Tilkynningar um heimilisofbeldi á
fyrri hluta þessa árs hafa ekki verið fleiri síðan árið
2015.
Enginn getur búið við slíkar aðstæður. Heimilið á að
vera friðar- og griðastaður en ekki vettvangur ofbeldis
og annarra óhæfuverka. Kvennaathvarfið hefur reynst
þessi staður fyrir fjölmargar konur og börn þar sem
öryggi og hlýja mæta þeim sem þangað leita. Um leið
er það hryggilegur vitnisburður um þá staðreynd að of
margar konur og börn búa við óásættanlegar aðstæður
á heimilum sínum. Kynbundið ofbeldi er mesta ógn
gegn frelsi og sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem fyrir-
finnst í íslensku samfélagi. Þessu verður að
breyta með uppfræðslu og virkum aðgerðum.
Gripið hefur verið til markvissra aðgerða og
vitundarvakningar gegn ofbeldi. Opnun
Kvennaathvarfsins á Norðurlandi er ein af sjö
tillögum aðgerðateymis sem við félagsmálaráð-
herra skipuðum í byrjun maí í þeim tilgangi að
stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða
gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og
áfalla. Önnur tillaga aðgerðateymisins snýr að
því að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lög-
reglu, félagsþjónustu og barnaverndar í mál-
um er lúta að velferð og högum barna sem búið
hafa við ofbeldi á heimili sínu. Sýslumanninum
í Vestmannaeyjum hefur verið falið að stýra
þessu tilraunaverkefni og ég bind miklar vonir
við að það skili góðum árangri.
Margt hefur áunnist í þessari baráttu síð-
ustu ár. Frekari umbóta er þó þörf og hrinda
þarf í framkvæmd mörgum af þeim tillögum sem þegar
liggja fyrir. Ég mun beita mér í þessum málum og í haust
mun ég þannig leggja fram frumvörp sem kveða á um
refsingu við umsáturseinelti, um bætta réttarstöðu brota-
þola í kynferðisbrotamálum og um refsingu við brotum á
kynferðislegri friðhelgi.
Skilaboðin eru afar skýr: Við verðum sem þjóð að taka
höndum saman og uppræta hvers kyns ofbeldi í samfélagi
okkar og þá ekki síst ofbeldi á heimilum.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Vernd gegn ofbeldi
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Lilja Alfreðsdóttir mennta-málaráðherra hyggstfjölga kennslustundum ííslensku og raungreinum í
grunnskólum frá og með haustinu
2021. Menntamálaráðuneytið hefur
kynnt þessi áform í samráðsgátt
stjórnvalda og er hægt að skila um-
sögnum til loka september. Um
miðjan dag í gær höfðu aðeins átta
skilað inn umsögn, en líklegt er að
umsögnum muni fjölga verulega á
næstu dögum.
Fram kemur í samráðsskjalinu
að tilefni breytinganna sé „viðvar-
andi slakur árangur nemenda í les-
skilningi og náttúrufræði í alþjóð-
legum samanburði,“ eins og komist
er að orði. Vísað er til PISA-
prófanna, alþjóðlegs samanburðar á
vegum OECD sem framkvæmdur
er á þriggja ára fresti með þátttöku
15 ára nemenda. Næsta fyrirlögn
PISA er fyrirhuguð vorið 2022 en
þá munu skólarnir hafa búið við
fjölgun kennslustundanna í einn
vetur, verði tillaga ráðherra að
veruleika.
Í skjali ráðuneytisins í sam-
ráðsgáttinni segir að nú sé í mótun
menntastefna til ársins 2030 og sé
hún unnin í víðtæku samstarfi við
hagsmunaaðila þar sem áhersla sé á
„að veita framúrskarandi menntun
með áherslu á þekkingu, vellíðan,
þrautseigju og árangur í umhverfi
þar sem allir skipta máli og geta
lært“.
Fyrirhugaðar breytingar á við-
miðunarstundaskrá fela í sér að á
yngsta stigi grunnskóla (1.-4. bekk)
verður gert ráð fyrir að meiri tíma
verði varið til íslensku, að meðaltali
tæplega 80 mínútur á viku í hverj-
um árgangi. Á miðstigi grunnskóla
(5.-7. bekk) er einnig gert ráð fyrir
meiri tíma til íslenskukennslu, að
meðaltali tæplega klukkustund á
viku í hverjum árgangi.
Með þessu fer hlutfall íslensku
á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla
úr 18,08% í 21,5%. Sagt er að
grunnskólar hafi svigrúm og sveigj-
anleika innan hvors stigs til að út-
færa þessa aukningu. Jafnframt
fellur niður svigrúm grunnskóla til
ráðstöfunar tíma á yngsta og mið-
stigi grunnskóla, en algengt er að
skólar nýti hluta þess tíma til lestr-
ar- og íslenskukennslu.
Á unglingastigi (8.-10. bekk) er
gert ráð fyrir aukinni áherslu á
náttúrugreinar og í stað þess verði
dregið úr vali nemenda. Aukningin
er veruleg og er að meðaltali 120
mínútur á viku í hverjum árgangi.
Að sama skapi er dregið úr vali
nemenda sem því nemur. Hlutfall
náttúrugreina í viðmiðunar-
stundaskrá grunnskóla fer við þessa
breytingu úr 8,33% í rúmlega 11%.
Bent er á það í samráðsskjalinu
að Ísland sé nú með lægst hlutfall
tíma til kennslu móðurmáls í 1.-7.
bekk grunnskóla og einnig í nátt-
úrufræði í 8.-10. bekk samanborið
við nágrannalönd okkar. Með breyt-
ingunum færist íslensk viðmið-
unarstundaskrá grunnskóla nær
meðaltali í móðurmáli og nátt-
úrufræðigreinum hjá nágrannaþjóð-
um okkar.
Viðmiðunarstundaskrá grunn-
skóla hefur verið óbreytt allt frá
gildistöku aðalnámskrár grunnskóla
fyrir tæpum áratug.
Fram kemur í skjali ráðuneyt-
isins að unnið er að mótun
starfsþróunarnámskeiða fyrir starf-
andi kennara sem ætlað er að efla
leiðtoga á námssviðunum íslensku,
náttúrufræði og stærðfræði, unnið
að stofnun fagráða á sömu náms-
sviðum og eftirfylgni með því að
skólar uppfylli til fulls hlutfall lág-
markskennslutíma samkvæmt við-
miðunarstundaskrá grunnskóla í
list- og verkgreinum.
Fleiri stundir í raun-
greinum og íslensku
Morgunblaðið/Eggert
Grunnskólinn Fjölga á kennslustundum í íslensku og raungreinum frá og
með hausti 2021. Næsta alþjóðlega PISA-próf hér á landi er vorið 2022.
Þegar unnið var að tillögunum
um fjölgun kennslustunda í ís-
lensku og raungreinum fyrr á
þessu ári leitaði ráðuneytið um-
sagna nokkurra aðila, þar á
meðal Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Taldi sambandið
mikilvægt að leggja aukna
áherslu á kennslu í þessum
greinum til að bregðast við
versnandi árangri nemenda í
þeim. Horfa þyrfti þó til fleiri
þátta PISA við endurskoðunina.
Þá varaði sambandið við fækkun
kennslustunda í valgreinum á
öllum skólastigum þar sem slíkt
kynni að leiða til fækkunar
stunda í list- og verkgreinum.
Sambandið benti á að kennslu-
dagar á ári væru 170 auk 10
„skertra daga“ og væru þetta
færi kennsludagar en í öðrum
OECD-löndum að meðaltali. Með
því að fækka „skertu dögunum“
og fjölga hefðbundnum kennslu-
dögum mætti nálgast markmið
ráðuneytisins um fjölgun stunda
í íslensku og raungreinum.
Önnur leið að
sama marki
SVEITARFÉLÖGIN