Morgunblaðið - 28.08.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
40%
AFSLÁTTUR
AF FLOTTUM
VETRAR OG
HEILSÁRS-
YFIRHÖNUM
Í NOKKRA
DAGA
RÝMUM
FYRIR
NÝJUM
VÖRUM
Könnunarsafnið á Húsavík hefur
verðlaunað skoska fyrirtækið Sky-
rora fyrir þróun á umhverfisvænu
eldsneyti fyrir eldflaugar. Þetta er
er í sjötta sinn sem safnið á Húsa-
vík veitir verðlaun sín, kennd við
landkönnuðinn Leif Eiríksson.
Skyrora skaut fyrr í mánuðinum
á loft tilraunaeldflaug frá Sauða-
nesi á Langanesi og stefnir að
frekari verkefnum hér á landi.
Eldflaugarskotið var unnið í sam-
vinnu við Geimvísinda- og tækni-
skrifstofuna.
Könnunarsafnið verðlaunaði við
sama tækifæri grísk-kanadíska
landkönnuðinn George Kourounis,
auk Jeff Blumenfeld og dr. Ulyana
Horodyskyj fyrir störf að land-
könnun, segir í fréttatilkynningu.
Ljósmynd/Skyrora
Geimskot Eldflaug Skyrora fer á loft frá Sauðanesi á Langanesi.
Eldflaug fær verðlaun
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á hafsvæðinu við Ísland mældist 72%
minna af makríl í sumar heldur en
2019 samkvæmt niðurstöðum úr fjöl-
þjóðlegum togleiðangri á norðurslóð-
ir. Vísitala lífmassa makríls á leið-
angurssvæðinu
var metin alls 12,3
milljónir tonna í
ár sem er 7%
hækkun frá árinu
2019 og er mesti
lífmassi sem
mælst hefur frá
upphafi þessara
leiðangra árið
2007.
Við Ísland
mældust tæplega
546 þúsund tonn eða 4,38% af heild-
inni.
Síðustu ár hefur dregið úr vest-
lægum göngum makríls og minna
verið af fiskinum í íslenskri og græn-
lenskri lögsögu. Hlutfallið á Íslands-
miðum hefur lækkað síðustu þrjú ár
og til samanburðar má nefna að árin
2015 og 2017 var það um 37% af
heildinni. Miðað við vísitölur má
áætla að tæplega tvær milljónir
tonna af makríl hafi verið í lögsög-
unni í fyrrasumar, rúmlega 1,1 millj-
ón tonna 2018, en tæplega 3,9 millj-
ónir tonna þegar mest var árið 2017.
Óvæntar niðurstöður
„Þessar niðurstöður eru óvæntar
og ekki það sem við áttum von á,“
segir Anna Heiða Ólafsdóttir fiski-
fræðingur, sem leiddi íslenska hluta
verkefnisins ásamt James Kennedy.
Spurð um ástæður þessara breytinga
segir hún að skýringarnar séu eflaust
margar.
Eðlilegt sé að staldra við spurn-
ingar um hitastig sjávar, fæðufram-
boð, norðlægari hrygningu hluta
stofnsins heldur en áður og fleiri
þætti. Heldur minna hafi verið af
rauðátu í sjónum við Ísland heldur en
í fyrra og sjórinn við landið aðeins
kaldari. Skilyrði fyrir makríl í Ís-
lenskri lögsögu eigi samt að vera fyr-
ir hendi.
24. september verður fjarfundur
30-40 sérfræðinga víðs vegar að úr
Evrópu þar sem fjallað verður um
niðurstöður togleiðangursins og fleiri
rannsóknir og reynt að spá í spilin
varðandi þróun næstu ára. Alþjóða-
hafrannsóknaráðið (ICES) gefur út
veiðiráðgjöf fyrir næsta ár 30. sept-
ember.
Mestur þéttleiki í Noregshafi
Í leiðangrinum, sem stóð frá 1. júlí
til 4. ágúst, tóku þátt vísindamenn frá
Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Nor-
egi og Danmörku. Meginmarkmið
leiðangursins var að meta magn upp-
sjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi
að sumarlagi.
Mestur þéttleiki makríls mældist í
miðju og norðanverðu Noregshafi.
Við Ísland var þéttleikinn mestur
suðaustan við landið, ólíkt undan-
förnum árum þegar mestur þéttleiki
mældist sunnan og vestan við landið,
að því er segir í frétt frá Hafrann-
sóknastofnun.
Sterkur síldarárgangur 2016
Magn norsk-íslenskrar síldar
hækkaði einnig og var vísitala líf-
massa metin 5,9 milljónir tonna sem
er 24% hækkun frá árinu 2019. Þessi
aukning skýrist af stórum 2016-ár-
gangi sem er að öllum líkindum að
stærstu leyti genginn nú úr Barents-
hafi inn í Noregshaf. Hann mældist
33% af lífmassa stofnsins og árgang-
urinn frá 2013 22%. Þessi árgangur
og árgangurinn 2013 vógu um 55% af
lífmassa stofnsins. Útbreiðsla síldar-
stofnsins var svipuð og undanfarin
ár. Eldri hluti hans var í mestum
þéttleika norður af Færeyjum, fyrir
austan og norðan Ísland, en yngri
síldin í Norðaustur-Noregshafi.
Vísitala stofnstærðar kolmunna
var 1,8 milljónir tonna sem er 11%
lækkun frá 2019. Kolmunni fannst á
mestöllu rannsóknarsvæðinu nema í
köldum sjó við Austur-Grænland og í
Austur-Íslandsstraumnum milli Ís-
lands og Jan Mayen, og fyrir vestan
og sunnan Ísland. Við Ísland mældist
mest af kolmunna suðaustan og aust-
an við landið.
Snöggtum minna af
makríl í lögsögunni
72% minna en í
fyrra 546 þús-
und tonn í ár 3,9
millj. tonn 2017
Anna Heiða
Ólafsdóttir
Stofnstærð og dreifi ng makríls
Vísitala lífmassa makríls í uppsjávarleiðangrum 2010-2020
Heimild: Hafrannsóknastofnun
480 Lífmassi, 0-48 tonn/km2
Metin stofnstærð og dreifi ng makríls eftir lögsögum 2010-2020
2010 2011* 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Stofnstærð ( m. tonn) 4,9 2,7 5,1 8,8 9,0 7,7 10,2 10,4 6,2 11,7 12,3
Dreifi ng makríls eftir lögsögum (%)
ESB** 8 1 2 4 3 6 4 2 1 6 3
Noregur 28 23 33 39 25 28 18 25 48 49 30
Jan Mayen 13 1 8 7 8 3 7 0 0 0 17
Svalbarði 1 0 0 0 7 1 1 1 4 3 10
Færeyjar 16 22 15 17 6 10 9 9 12 14 12
Ísland 23 43 30 17 18 37 31 37 18 17 4
Grænland 0 0 0 6 13 4 10 5 5 0 0
Alþjóðahafsvæði 12 11 13 11 21 10 20 21 12 11 22
10
8
6
4
2
0
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Metin stofnstærð (m. tonn) Þar af í íslenskri lögsögu (%)
Millj. tonn
*Ófullkomin gögn árið 2011. ** ESB og Bretland árið 2020.
Hver reitur er tvær breiddargráður
og fjórar lengdargráður
2010 2012
2013 2014
2015 2016
2017 2018
2019 2020
2010 2011* 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020