Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
✝ GuðmundurHaukur Gunn-
arsson lögfræð-
ingur fæddist í
Kaupmannahöfn 4.
janúar 1971. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 16. ágúst
2020 eftir baráttu
við krabbamein.
Foreldrar hans eru
Ragnheiður Hulda
Hauksdóttir, f. 3.9.
1948, og Gunnar Guðmundsson,
f. 22.10. 1944, d. 3.3. 2002. Systir
Guðmundar er Erla Gunn-
arsdóttir, f. 17.7. 1973, maki
hennar Pálmi Jónasson, f. 7.6.
1972. Börn þeirra eru Hugrún
Ragna, f. 13.9. 1997, og Viktor, f.
19.12. 1998.
Guðmundur kvæntist 21.6.
kappi fram eftir aldri og spilaði
á saxafón í æsku. Tónlist var alla
tíð mikilvægur þáttur í lífi Guð-
mundar og um tíma lagði hann
stund á nám í klassískum gít-
arleik. Guðmundur varð stúdent
frá Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti árið 1995, lauk embættis-
prófi í lögfræði (cand.jur.) frá
Háskóla Íslands árið 2003 og út-
skrifaðist sem lögreglumaður
frá Lögregluskóla ríkisins árið
2005. Á starfsferlinum vann
Guðmundur lengst af sem lög-
reglumaður hjá embætti
lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu auk þess sem hann
vann í nokkur ár hjá embætti
sérstaks saksóknara og tollstjór-
anum í Reykjavík.
Útför Guðmundar fer fram í
Háteigskirkju í dag, 28. ágúst
2020,klukkan 13. Í ljósi aðstæðna
í samfélaginu gilda fjöldatak-
markanir við athöfnina en henni
verður streymt á vefslóðinni
https://youtu.be/H59lv9sk9UI.
Nálgast má virkan hlekk á
streymið á www.mbl.is/andlat.
2003 Maríu Dóru
Björnsdóttur deild-
arstjóra, f. 8.2.
1963. Börn þeirra
eru Diljá, f. 14.7.
1993, og Breki, f.
4.12. 1997. Unnusti
Diljár er Elías
Guðni Guðnason, f.
29.9. 1994, dóttir
þeirra er María Ýr,
f. 15.1. 2020.
Foreldrar Guð-
mundar fluttu heim frá Kaup-
mannahöfn þegar hann var
kornabarn og bjó fjölskyldan
fyrstu árin í Kópavogi. Á aldr-
inum sjö til fimmtán ára bjó Guð-
mundur með foreldrum og syst-
ur á Blönduósi en þá fluttist
fjölskyldan í Garðabæ. Guð-
mundur stundaði íþróttir af
„Jæja, komdu með mína
þrjá,“ sagði Guðmundur Hauk-
ur Gunnarsson og beið varla
viðbragða minna áður en hann
fiskaði sígarettuna fimlega úr
hendi mér og saug af áfergju
sína umsömdu þrjá aðdrætti af
tóbakinu. Við sátum þarna yfir
kaffibolla í kjallara Landsvirkj-
unar við Háaleitisbraut fagra
júlínótt sumarið 1997, á eina
staðnum í húsinu þar sem reyk-
ingar leyfðust, en Guðmundur
starfaði þar sem öryggisvörður
um nætur á vegum Securitas
þar sem við reyndar báðir
störfuðum á þessum tíma.
Þarna var Guðmundur við
það að kveðja reyktóbak fyrir
fullt og allt en sú hefð stóð, að
þegar ég leit til hans í kaffi
saug hann þrisvar af hverri síg-
arettu sem ég reykti og gekk
hart eftir þeim rétti sínum.
Þegar Guðmundur hafði að lok-
um reykt sína síðustu sígarettu
fyrir meira en 20 árum tók
hann slíku ástfóstri við nikótín-
tyggjó að ég hef ekki séð annað
eins hjá nokkrum manni – þótti
það „miklu betra en helvítis
sígaretturnar“ og tuggði árum
saman.
Kynni okkar Guðmundar,
sem í kjölfar fangbragða við
krabbameinið gekk hægt í þá
góðu nótt, eins og segir í leiftr-
andi þýðingu Þorsteins Gylfa-
sonar á ljóði Dylan Thomas,
hófust þó ekki á þessum eftir-
minnilegu árum okkar hjá
Securitas, sem með réttu hefði
mátt kalla fjölskyldufyrirtæki
hans megin þar sem foreldrar
hans báðir störfuðu þar auk
þess sem Guðmundur kynntist
þar eftirlifandi eiginkonu sinni
og mikilli sómakonu, Maríu
Dóru Björnsdóttur.
Við Guðmundur kynntumst
hins vegar í Garðabænum, en
þangað, í Holtsbúðina, flutti
hann með foreldrum sínum og
systur, Erlu Gunnarsdóttur, frá
Blönduósi árið 1986. Tvö ár
voru á milli okkar í skóla og
þrjú í aldri og ekki urðu kynni
okkar í einu vetfangi, þótt vel
vissi ég af þessum snaggara-
lega ljóshærða kappa, sem
ósjaldan sást að knattleikum í
frímínútum í Garðaskóla,
klæddur skærgrænni peysu og
skartaði auk þess, einn fárra ís-
lenskra karlmanna, síðu hári
veturinn 1986 - ’87 sem varð til
þess að bekkjarbróðir hans,
Magnús Baldvinsson, síðar
læknir, veitti honum viðurnefn-
ið Síði sem festist svo rækilega
við Guðmund að með tímanum
var tekið að rita það með
stórum staf þvert á ritreglur.
Tónlistin lá vel fyrir Guð-
mundi sem hafði lagt stund á
nám í klassískum gítarleik og
höndlaði hljóðfærið af listfengi,
lék meðal annars á gítar í eigin
brúðkaupi á Þingvöllum sum-
arið 2003 ásamt Erlendi Eiríks-
syni fjöllistamanni og lífskúnst-
ner sem einnig annaðist þar
matseld.
Skáldið á Gljúfrasteini, Hall-
dór Laxness, var auk Bubba
Morthens eitt okkar
sameiningartákna þótt ég verði
að geta þess hér að Guðmundur
batt sitt trúss þó allra
tónlistarmanna helst við Meg-
as. Fór margt símtalið á nætur-
vöktum okkar hjá Securitas
fyrir tæpum aldarfjórðungi í að
ræða ódáinsheima verka
Nóbelsskáldsins. Guðmundur
tók miklu ástfóstri við Vefar-
ann mikla frá Kasmír og hafði
enda nokkrum árum áður valið
dóttur sinni nafn eftir sögu-
persónunni Diljá, eina verðuga
keppinauti guðs um sál Steins
Elliða í Vefaranum.
Hér er aðeins rými fyrir brot
af minningum um 30 ára vin-
skap. Þótt ekki næði Guðmund-
ur fimmtugu auðnaðist honum
þó að verða afi í janúar á þessu
ári þegar Diljá fæddist dóttirin
María Ýr og átti hann vart orð
til að lýsa hamingju sinni, en
sjaldan varð Guðmundi Hauki
þó orða vant. Ég þakka fyrir
þann tíma sem mér var úthlut-
að með þessum góða vini mín-
um, hans skarð verður aldrei
fyllt, enda eru það bestu skörð-
in.
Ég bið fjölskyldu Guðmund-
ar Hauks Gunnarssonar allrar
blessunar á ögurstundu, Maríu,
Diljá, Breka, Erlu skólasystur
minni, Ragnheiði og
dótturdótturinni nýkomnu. Öll
él birtir upp um síðir.
Meira: mbl.is/andlat
Atli Steinn Guðmundsson.
Það er skrítin tilfinning að
skrifa minningargrein um jafn-
aldra sinn. Vin sem fallinn er
frá löngu fyrir aldur fram.
Hann Guðmundur Haukur fé-
lagi minn, lögfræðingur, lög-
reglumaður og þúsundþjala-
smiður, var bara 49 ára gamall
þegar hann lést fyrir skömmu.
Manni finnst það alltaf svo
ósanngjarnt þegar fólk á besta
aldri er tekið snemma frá okk-
ur. En, eins og meistari Megas
- uppáhaldið hans Guðmundar -
orðaði það þá flýgur tíminn
áfram og við fáum ekki miklu
ráðið um það hvert hann fer.
Guðmundi kynntist ég fyrir
aldarfjórðungi þegar við vorum
á fyrsta ári í lagadeild HÍ. Þá
bjuggum við báðir á hjónagörð-
unum. Þar vatt lögfræðispjall á
göngunum upp á sig og úr varð
glósusamstarf og vinátta. Eftir
útskrift úr lagadeild gerðumst
við báðir lögfræðingar hjá hinu
opinbera. Guðmundur söðlaði
þó um, nokkru síðar, og fór í
Lögregluskólann sem hann
lauk með afburðaárangri. Hann
var lögreglumaður mestan
hluta þess tíma sem eftir lifði
starfsævinnar.
Guðmundur hafði þann ein-
staka hæfileika að eiga auðvelt
með að kynnast fólki og var
bæði vinmargur og gestrisinn.
Hann var duglegur að sinna
vinum sínum og iðulega spjall-
andi við þá í síma. Þótt ég
byggi lengi úti á landi og er-
lendis, þá hringdi hann alltaf
reglulega og lét vita að hann
myndi eftir manni. Einnig
heimsóttu þau Guðmundur og
María Dóra okkur fjölskylduna
bæði þegar við bjuggum úti á
landi og eins þegar við bjugg-
um í Sviss og Danmörku. Við
fjölskyldan eigum margar góð-
ar minningar frá þessum tíma.
Síðustu árin stríddi Guð-
mundur við heilsubrest. Það
var svo fyrir um ári að mikill
vágestur barði að dyrum. Guð-
mundur tók þann slag af æðru-
leysi og var alltaf brattur og yf-
irvegaður í samræðum okkar
þótt hann vissi í hvað stefndi.
Við áttum síðast samtal viku
áður en hann lést. Ekki grunaði
mig þá að hann yrði farinn frá
okkur nokkrum dögum síðar.
Það er mikill missir að Guð-
mundi Hauki og hans er sárt
saknað. Við Sirrý og börnin
okkar sendum Maríu Dóru,
Diljá og Breka, sem og öðrum
fjölskyldumeðlimum, okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Að endingu kveðjum við
kæran vin með þessum ljóð-
línum Megasar.
Ég er stjarna sem hrapar ein sjón-
hending sekúndu
er sjálf eilífð eilífða í stað
örlögin eru á lögbókar letruð
leiftri autt óskrifað blað.
Tugþúsund aldir og teljandi enn
er mér tendruðum vísað til vegar
framundan veit ég við mér standa
opnar
víðáttur ómælanlegar.
Veturliði Þór Stefánsson.
Vertu sæll kæri Guðmundur,
ég á eftir að sakna þess að
kasta á þig kveðju og eiga við
þig stutt spjall þegar ég kíki til
Maju vinkonu í Skipholtið í
framtíðinni. Glaðbeitt kímni-
gáfa og ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum líðandi
stundar er eitt af því sem
stendur upp úr þegar hugurinn
reikar til baka um síðustu ára-
tugina eða eftir að ég kynntist
þér sem lífsförunauti Maju. Það
var alltaf jafn gaman að spjalla
og oft hlegið dátt, enda húm-
orinn með eindæmum beittur.
Tryggð og velvild skynjaði ég
ætíð í minn garð og minna og
þig var gott heim að sækja allt
fram á síðasta legg lífsferðar
þinnar, sama hvernig heilsan
var þá og þá stundina. Minn-
ingin um dreng góðan lifir
áfram.
Edda Arndal.
Guðmundur Hauk-
ur Gunnarsson
✝ Hjördís M.Magnúsdóttir
fæddist 27. janúar
1931 í Reykjavík.
Hún lést 13. ágúst
2020 á Vífilsstöð-
um. Foreldrar
hennar voru Magn-
ús Víglundur Finn-
bogason, f. 23. okt.
1902 í Skarfanesi á
Landi í Rang., d. 4.
jan. 1994, yfirkenn-
ari í Menntaskólanum í Reykja-
vík, og Kristín Elín Eliníus-
ardóttir, f. 18. feb. 1904 í
Ólafsvík, d. 2. maí 1987, hús-
móðir í Reykjavík.
Hjördís giftist Einari Guð-
mundssyni, f. 1. feb. 1933 í
Reykjavík, d. 5. sep. 1969, vél-
stjóra í Reykjavík. Foreldrar
Einars voru Guðmundur Ein-
arsson, f. 20. nóv. 1902 á Norð-
ur-Reykjum í Mosfellssveit, d.
30. okt. 1940, vélstjóri í Reykja-
vík og Geirþrúður Anna Gísla-
dóttir, f. 2. nóv. 1906 í Reykja-
vík, d. 12. des. 1954, húsmóðir í
Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1) Kristín
Anna Einarsdóttir, f. 26. maí
1953, hjúkrunarfræðingur á
Ríkisspítala í Kaupmannahöfn.
1983, þau eiga tvö börn. Krist-
rún Sigurjónsdóttir, f. 14. mars
1985, maki Signý Hermanns-
dóttir, f. 16. jan. 1979, þær eiga
tvö börn.
Seinni eiginmaður Hjördísar
er Hálfdán Helgason, f. 24. nóv.
1937 á Akureyri, kennari. For-
eldrar Helgi Ólafsson, f. 10. okt.
1899 á Keldum í Fellshr. í
Skagafirði, d. 13. maí 1976 og
Valý Ágústsdóttir, f. 23. júní
1904 í Reykjavík, d. 11. jan.
1999, húsmóðir á Akureyri og
síðar í Reykjavík. Dóttir Hjör-
dísar og Hálfdáns er Áslaug
Helga Hálfdánardóttir, f. 19.
feb. 1974, tónmenntakennari og
djákni. Maki Áslaugar er Matt-
hías V. Baldursson, f. 20. maí
1976. Börn þeirra eru: Hjördís
Anna Matthíasdóttir, f. 4. jún.
2003, Hálfdán Helgi Matthías-
son, f. 4. jún. 2003, Matthías
Davíð Matthíasson, f. 7. des.
2004, og Magnús Hinrik Matt-
híasson, f. 20. jan. 2010. Fóst-
urbörn Áslaugar eru Baldur
Snær Matthíasson, f. 5. júl. 1996,
og Guðrún Thelma Matthías-
dóttir, f. 10. des. 1999.
Hjördís úrskrifaðist frá
Kennaraskóla Íslands árið 1962
og starfaði lengst af sem barna-
skólakennari í Flataskóla í
Garðabæ.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju í Kópavogi í dag, 28.
ágúst 2020, kl. 15. Vegna sam-
komutakmarkana er útförin að-
eins fyrir ættingja og vini.
Maki Kristínar er
Páll Árnason, f. 18.
júní 1951. Sonur
Páls er Arnar Páls-
son, f. 21. nóv.
1970. Maki Sólveig
Halldórsdóttir, f.
18. júlí 1971, þau
eiga þrjú börn. 2)
Guðmundur Örn
Einarsson, f. 10.
maí 1954, læknir í
Skövde. Maki Sús-
anna M. Schmidt, f. 21. júní
1954. Börn Guðmundar eru:
Einar Örn Guðmundsson, f. 30.
maí 1984, maki Margrét Lára
Viðarsdóttir, f. 25. júlí 1986, þau
eiga tvö börn. Katrín Þóra Guð-
mundsdóttir, f. 2. maí 1990,
maki Sindri Jarlsson, f. 5. mars
1990, þau eiga eitt barn. Fóst-
urdóttir Guðmundar er Kolbrún
Katarína Schmidt, f. 21. mars
1995. 3) Helga Einarsdóttir, f.
15. des. 1957, hjúkrunarfræð-
ingur. Maki Helgu er Sigurjón
Eiríksson, f. 1. apr. 1956. Börn
þeirra eru: Einar Sigurjónsson,
f. 12. okt. 1980, maki Birna
María Karlsdóttir, f. 3. júlí 1977,
þau eiga tvö börn. Arnar Sig-
urjónsson, f. 13. nóv. 1981, maki
Erla Gunnhildardóttir, f. 2. nóv.
Elsku amma Barmó.
Mínar fyrstu minningar um
þig, elsku amma, eru úr Barma-
hlíðinni þegar við fjölskyldan
komum í heimsókn. Þú tókst
oftast á móti okkur í náttsloppn-
um þínum. Við krakkarnir feng-
um að horfa á Tomma og Jenna
sem var á vídeóspólu á þeim
tíma. Barmahlíðin er staðurinn
þar sem ég hitti þig oftast og
þaðan á ég margar góðar minn-
ingar. Þegar ég varð eldri kom
Macintosh 512K tölva í Barma-
hlíðina og þar fékk ég að spila
mína fyrstu tölvuleiki, mér til
mikillar gleði. Barmahlíðin
breyttist lítið í gegnum árin,
alltaf var maður velkominn.
Þegar ég var kominn í mennta-
skóla var ég sendur til ömmu
(gegn mínum vilja) í auka-
kennslu. Ég hafði fengið 3 í ein-
kunn í stafsetningu á minni
fyrstu önn í Menntaskólanum
við Sund. Svar foreldra minna
var að senda mig til ömmu
Barmó. Þú varst frábær ís-
lenskukennari og náðir að
stimpla inn hjá mér ng- og nk-
regluna, sem ekki hafði gengið
vel í skólagöngu minni til þessa.
Ég var ekki ýkja hrifinn af
þessari aukakennslu og vildi
helst ekki mæta aftur, en amma
hafði svar við því: hún borgaði
mér 1.000 krónur fyrir hvert
skipti sem ég mætti, það virkaði
mjög vel. Ég stóðst prófið á
haustönn og þurfti aldrei að
mæta aftur í stafsetningar-
kennslu. Fyrir það er ég þakk-
látur. Á háskólaárunum þegar
djammið færðist í aukana var
gott að geta gist í Barmahlíð-
inni. Ég sparaði ófáa þúsund-
kallana í leigubíla og sagði
strákunum að ég myndi gista
hjá ömmu Barmó. „Ha, ömmu
Barmó?“, spurði einn félagi
minn. „Er hún með svona stór-
an barm?“ „Nei, hún býr í
Barmahlíðinni!“ Annað sem ein-
kenndi þig var þörf þín að
hringja og heyra í fólkinu þínu.
Það var dásamlegt en stundum
gastu ekki beðið eftir að ég
kæmi heim, þá hringdirðu í
vinnuna mína og átti ég ófá
skilaboðin hjá ritaranum mínum
um að amma þyrfti nauðsynlega
að ná í mig. Þú varst alltaf svo
glöð í hvert skipti sem ég kom
eða gisti í svefníbúðinni í
Barmahlíð. Alltaf varstu í nátt-
sloppnum og alltaf sagðirðu mér
að ég væri fallegastur og blíð-
astur. Ég veit ekki hvort þú
gerðir það við hin barnabörnin
líka en ég trúði þér. Ég mun
sakna þín og er þakklátur fyrir
það sem þú gerðir fyrir mig í
mínu lífi. Þegar ég kvaddi þig
undir það síðasta með tárin í
augunum sagðirðu við mig:
„Ekki gráta, þetta verður allt í
lagi.“
Hvíldu í friði, elsku amma
Barmó.
Einar Sigurjónsson.
Elsku amma, það er komið að
kveðjustund. Þín verður saknað
um ókomna tíma. Ég kveð þig
með miklu þakklæti fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur. „Þú
veist að mér þykir vænt um
þig“ er setning sem ég fékk
ávallt að heyra þegar ég hitti
þig og þessi setning lifir enn í
hjarta mínu. Þú hafðir einstakt
lag á að láta okkur barnabörn-
unum líða eins og við værum
einstök, að hvert okkar væri í
uppáhaldi. Samt gerðir þú aldr-
ei upp á milli okkar.
Ég minnist allra góðu stund-
anna þegar þú varst að kenna
mér málfræði og hvernig for-
setningar stýra falli á fallorðum.
Þetta gekk svo langt að þú
sendir mig í skólann og baðst
mig um að leiðrétta kennarann
þegar þú fannst villu í kennslu-
bókinni. Mér þótti það ekki leið-
inlegt. Börnin hennar Áslaugar
nutu einnig góðs af þinni hjálp-
semi, þú kenndir þeim stafina
og að lesa.
Þú varst alltaf svo glæsileg
og vel tilhöfð. Þér þótti aldrei
leiðinlegt að snúast í kringum
okkur börnin, hvort sem það var
að skutlast eftir okkur eða
bjóða í bíó. Það var alltaf svo
gaman að fá að gista í Barma-
hlíð, vaka fram eftir og horfa á
sjónvarp með þér og afa. Síðan
sofnaði maður með umferðar-
niðinn frá Miklubraut inn um
gluggann. Það var alltaf mikið
sport að fá að gista í svona
stórri borg svona ungur að ár-
um.
Þú áttir stóran þátt í að móta
mig og mín gildi. Ég ákvað að
gerast kennari líkt og þú og
Magnús langafi. Það var mér
mikið gæfuspor. Máltækið segir
að það taki heilt þorp að ala upp
barn en það þarf líka að hafa
ömmu eins og þig. Þú veist að
mér þykir vænt um þig. Hvíl í
friði, elsku amma.
Arnar.
Það var lítil og hrædd stúlka
sem mætti í Flataskóla haustið
1972, þá 10 ára gömul. Þessi nýi
nemandi kunni litla sem enga ís-
lensku en talaði tvö önnur
tungumál reiprennandi. Hjördís
átti að verða kennari minn í nýj-
um skóla næstu tvö árin og mik-
ið var ég lánsöm að fá hana sem
kennara. Í þá daga var lítið um
nemendur sem höfðu annað
móðurmál en íslensku. Skóla-
kerfið sýndi þessum nemendum
lítinn skilning en Hjördís tók
mig undir sinn verndarvæng.
Hún var metnaðarfullur kennari
sem lagði hart að sér og nem-
endum sínum. Það þýddi ekkert
hálfkák, að koma illa undirbúin í
skólann var ekki ásættanlegt.
Heimalærdómurinn var tölu-
verður og ég fékk aukaverkefni
í íslensku, málfræði og stafsetn-
ingu sem Hjördís fór síðan yfir
þegar heim var komið. Hún kom
mér á beinu brautina í náminu
og verður það seint þakkað.
Okkur Hjördísi varð vel til vina,
sem entist alla tíð.
Á þessum tíma var Hjördís
orðin ekkja með þrjá stálpaða
unglinga, sem var ekki auðvelt
hlutskipti fyrir svo unga konu.
Mikill var missir þeirra þegar
Einar féll frá. Seinni eiginmað-
ur Hjördísar, Hálfdán, einnig
kennari, hefur reynst Hjördísi
tryggur lífsförunautur.
Eftir að Hjördís hætti
kennslu kom ég nokkuð oft í
heimsókn til þeirra Hálfdánar í
Barmahlíðina. Mér var ávallt vel
tekið og mikið var rætt um
heimsmálin og pólitíkina, ekki
komið að tómum kofunum þar.
Hjördís var fjölhæf og eld-
klár, menntaður kennari frá KÍ
og nam einnig tækniteiknun í
tvo vetur, talaði kjarngóða ís-
lensku, var listræn, málaði og
hafði ótrúlega fallega rithönd.
Síðustu ár hefur Hjördís átt við
vanheilsu að stríða. Hálfdán
hefur staðið sem klettur við hlið
konu sinnar gegnum veikindin.
Hans missir er mikill. Nú hefur
hún fengið hvíldina eftir langa
baráttu. Ég vil þakka fyrir
langa og trygga vináttu gegnum
árin. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég ykkur Hálf-
dáni, Kristínu Önnu, Guðmundi,
Helgu, Áslaugu og fjölskyldum.
Anna Marie Stefánsdóttir.
Hjördís
Magnúsdóttir