Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 32
ÁLFkonur opna sýningu í dag á ljósmyndum í útskoti
við göngustíginn sunnan við Torfunefsbryggjuna á Ak-
ureyri. ÁLFkonur eru félagsskapur kvenna sem hafa
ljósmyndun að áhugamáli og fóru þær í para-samstarf
með félögum ljósmyndahóps sem stofnaður var af
þessu sérstaka tilefni í Portobello í Edinborg í Skot-
landi. Pörin unnu með ólík þemu, sumir lögðu áherslu á
landslag og staðsetningu þessara tveggja strand-
samfélaga en aðrir skoðuðu persónulegri hliðar mann-
lífsins á báðum stöðum. Þessar myndir má nú sjá fyrir
norðan og verða þær einnig til sýnis í Portobello frá 5.
september til 31. október. Myndirnar eru hluti af árlegri
listgöngu og verða staðsettar á girðingu við The Beach
House á Portobello Promenade.
ÁLFkonur á Akureyri og í Edinborg
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Þrjú íslensk karlalið í knattspyrnu, Víkingur R., FH og
Breiðablik, féllu úr keppni í 1. umferð Evrópudeild-
arinnar í gærkvöldi. Áður hafði KR fallið úr keppni í 1.
umferð Meistaradeildarinnar eftir 6:0 tap fyrir Glasgow
Celtic. KR-ingar fá hins vegar keppnisrétt í 2. umferð
Evrópudeildarinnar og eru því enn með verkefni í Evr-
ópukeppni. FH var eina liðið sem fékk heimaleik og tók
á móti Dunajská Streda en tapaði 0:2. Víkingar voru ör-
fáum mínútum frá því að komast áfram en töpuðu í
Slóveníu. Blikar töpuðu fyrir Rosenborg. »26-27
Erfitt kvöld fyrir íslensku karlaliðin
í Evrópudeildinni í knattspyrnu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Blúshátíðin „Blús milli fjalls og
fjöru“ verður haldin níunda árið í röð
á Patreksfirði í kvöld og annað kvöld.
Páll Hauksson, gjarnan nefndur
Palli Hauks, hefur skipulagt hátíðina
frá upphafi og lætur kórónuveiru-
faraldurinn ekki stöðva sig, tekur
bara mið af aðstæðum. „Við erum
með svo stórt hús að ekkert mál er
að taka á móti 80 gestum án þess að
það bitni á sóttvörnum,“ segir hann.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í
kvöld. Þá koma fram Björn Thorodd-
sen gítarleikari og Unnur Birna
Björnsdóttir, söngkona og fiðluleik-
ari, ásamt meðspilurum. Enn fremur
hljómsveit Begga Smára auk þess
sem Bandaríkjamaðurinn Nick
Jameson, sem spilaði meðal annars í
blúsbandi Paul Butterfields,
skemmtir. „Hann er þekktur uppi-
standari og lék í vinsælu sjónvarps-
þáttaröðinni 24, þar sem Kiefer
Sutherland var í aðalhlutverki,“ seg-
ir Palli Hauks.
Breytingar vegna veirunnar
Til stóð að blúsband Erics Han-
sons kæmi frá Svíþjóð en aðstæður
komu í veg fyrir það. Þess í stað
verður GG blús (Guðmundur Gunn-
laugsson trommuleikari og Guð-
mundur Jónsson, gítarleikari úr Sál-
inni) á sviðinu annað kvöld. Auk þess
mætir Óskar Logi Ágústsson, gít-
arleikari í Vingent Caravan, með
blúsband sem hann setti saman af
þessu tilefni. „Þetta verður hús-
bandið okkar,“ segir Palli Hauks og
vonar að það troði upp víðar í fram-
tíðinni.
Hátíðin hefur verið fastur liður á
haustdögum frá 2011. Til að byrja
með var hún fyrst og fremst hugsuð
fyrir heimamenn, en hún spurðist út
og gestir tóku að streyma víða að af
landinu. „Í fyrra fengum við fólk frá
Austfjörðum, Norðurlandi, Reykja-
vík og víðar og sumir létu sig ekki
muna um að keyra 1.000 kílómetra til
að upplifa stemninguna.“
Áður en hátíðin varð að veruleika
völdu hljómsveitir á ferð um landið
frekar fjölmennari bæi og slepptu
því að taka á sig krók á staði eins og
Patreksfjörð, að sögn Palla Hauks.
„Landfræðilega vorum við á eylandi,
sérstaklega á veturna,“ segir hann.
Samgöngur hafi þá verið erfiðar og
fámennið hafi ekki gefið af sér mikl-
ar tekjur miðað við fyrirhöfnina, en
þetta hafi breyst með hátíðinni. „Ég
fékk fyrirtækin á staðnum í lið með
mér, tónlistarfólkið fær greitt fyrir
vinnuna og allir eru sáttir.“
Fyrstu árin var hátíðin á veitinga-
staðnum Sjóræningjahúsinu, þar
sem áður var eldsmiðja í gamalli vél-
smiðju. „Þegar ég kom þarna niður
eftir hugsaði ég oft um hvað gaman
væri að sjá blúsara taka lagið í þessu
hráa og blúsaða umhverfi,“ segir
Palli Hauks. Draumurinn hafi orðið
að veruleika, gataborð hafi verið not-
að sem svið og þarna hafi blúsinn
dunað í þrjú ár. „Þá höfðum við
sprengt húsnæðið utan af okkur og
eftir að hafa haft hátíðina einu sinni í
veitingahúsinu Heimsenda höfum við
verið í félagsheimilinu.“
Hátíðin hefur farið fram undir
sama nafni frá byrjun. „Við erum í
því landslagi að maður stígur í sjóinn
og styður sig við fjallið og blúsinn er
þar á milli,“ segir Palli Hauks.
Stíga í sjóinn og
styðja sig við fjallið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blús á Patró Björn Thoroddsen og Unnur Birna skemmta gestum.
Blúshátíðin á Patreksfirði verður haldin í tíunda sinn
Ljósmynd/Ásta Magg
Lykilmenn Gestur Rafnsson, Palli Hauks og Guðni Freyr Ingvason.