Morgunblaðið - 28.08.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
HAUSTPERLUR
Vefuppboð nr. 496
Karl Kvaran
vefuppboði lýkur 2. september
Karólína Lárusdóttir
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
Hagnaður Eimskipa á öðrum árs-
fjórðungi nam 2,5 milljónum
evra, jafnvirði 410 milljóna
króna, samanborið við 2,8 millj-
óna evra hagnað, jafnvirði 459
milljóna króna, fyrir sama fjórð-
ung síðasta árs. Félagið tapaði
4,9 milljónum evra á fyrsta fjórð-
ungi ársins.
Tekjur Eimskipa námu 160,6
milljónum evra og lækkuðu um
6,9 milljónir evra eða 4,1% frá
sama ársfjórðungi í fyrra. Félag-
ið rekur lækkun tekna til 5,3%
samdráttar í magni í sigl-
ingakerfinu og fjögurra milljóna
evra lægri tekna í starfsemi á Ís-
landi vegna veikingar krónunnar.
Neikvæðra áhrifa af faraldri
kórónuveirunnar gætti einna
helst í ferðaþjónustutengdu dótt-
urfélögunum Sæferðum og Gáru.
Stoltur og þakklátur
„Ég er nokkuð ánægður með
niðurstöður annars ársfjórðungs
sem eru ofar væntingum sem
stjórnendur höfðu í upphafi fjórð-
ungsins, sérstaklega ef litið er til
stöðunnar vegna COVID-19,“ er
haft eftir Vilhelm Má Þorsteins-
syni, forstjóra Eimskipa, í til-
kynningu.
„Bættan árangur má meðal
annars sjá í aðlagaðri EBITDU
fjórðungsins sem jókst um 7,6%
milli ára,“ segir Vilhelm.
„Ég er mjög stoltur og þakk-
látur fyrir hversu mikið okkar
frábæra starfsfólk hefur lagt sig
fram á þessum krefjandi tímum.
Þeirra framlag hefur verið lykill-
inn að því að tryggja góða þjón-
ustu til viðskiptavina og því að
halda flutningakeðjunni gang-
andi.“
Niðurstöðurnar
ofar væntingum
Eimskip gerir upp annan fjórðung
Dettifoss Forstjóri Eimskipa segir
framlag starfsfólks lykilatriði.
Pétur Magnússon
Freyr Bjarnason
Skuldir hins opinbera gætu hækkað
að nafnvirði um 850 milljarða á ár-
unum 2019 til 2022. Gert er ráð fyrir
því að skuldir hins opinbera hækki úr
tæpum 28% af vergri landsfram-
leiðslu árið 2019 og verði yfir 50% í
árslok 2022.
Þetta kemur fram í uppfærðri þjóð-
hagsspá Hagstofunnar sem liggur til
grundvallar tillögu frjármála- og
efnahagsráðherra um breytingar á
fjármálastefnu. Frá þessu greindi
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra á Alþingi í gær.
Hinn nafntogaði þingstubbur hófst
í gær. Þinghaldi er ætlað að standa í
eina viku og meginverkefni þess er að
fjalla um breytingu á fjármálastefnu
fyrir árin 2018 til 2022 og frumvarp
um hlutdeildarlán, auk mála sem
tengd eru kórónuveirufaraldrinum
sem brýnt er að greiða atkvæði um.
Þingfundarsvæðið var stækkað
töluvert frá því sem var í vor, til að
mæta þeim sóttvarnareglum sem
settar hafa verið. Auk efrideildarsal-
ar, ráðherraherbergis og skjalaher-
bergis var starfssvæði þingfundar-
skrifstofu gert hluti af
þingfundarsvæði. Hægt verður að
greiða atkvæði frá nýjum þingfund-
arsvæðum þegar afgreiðslur mála
hefjast í næstu viku.
Í ræðu fjármálaráðherra kom með-
al annars fram að samkvæmt svart-
sýnni sviðsmynd er gert ráð fyrir því
að stór bylgja faraldurs kórónuveir-
unnar komi upp snemma árs 2021.
Gripið verði þá til harðra sóttvarnaað-
gerða hérlendis og í öðrum löndum.
Bjarni sagði útlit fyrir að í ár verði
mesti efnahagssamdráttur í heimin-
um á einu ári frá árinu 1920. Allar
meginforsendur núgildandi fjármála-
stefnu hefðu brostið.
Baráttunni hvergi nær lokið
Í munnlegri skýrslu sinni sagði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
að baráttunni við kórónuveiruna væri
hvergi nærri lokið. Hún sagðist von-
ast til að þjóðinni myndi takast að
vinna hratt til baka það sem hefði tap-
ast í faraldrinum. Heilbrigði þjóðar-
innar hafi verið í forgangi, ásamt því
að lágmarka samfélagsleg og efna-
hagsleg áhrif faraldursins.
Katrín sagði ljóst að sóttvarnaráð-
stafanir hefðu áhrif á borgaraleg rétt-
indi landsmanna. Nokkuð góð sam-
staða hefði þó verið um
meginmarkmið ríkisstjórnarinnar til
að takast á við faraldurinn. Samt sem
áður þurfi að vinna að greiningum á
hagrænum áhrifum af síðustu ákvörð-
un stjórnvalda, varðandi takmarkanir
á landamærum. „Það er ekki ofsögum
sagt að við stöndum frammi fyrir lík-
lega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“
sagði forsætisráðherra.
Auglýsti eftir markmiðum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, sagði óvissu
vera allsráðandi í samfélaginu vegna
þess hvernig stjórnvöld hefðu tekist á
við vandann í kringum faraldurinn. Í
ræðu sinni auglýsti hann eftir mark-
miðum ríkisstjórnarinnar í tengslum
við veiruna og sagði þau óljósari nú en
þegar faraldurinn fór af stað. Aðgerð-
ir í tengslum við brúarlán hefðu engu
skilað og ýmis vandamál væru uppi
varðandi lokunarstyrki. Á sama tíma
hefði ríkisstjórnin „ausið fjármagni í
alls konar vitleysisverkefni“.
„Hvernig geta menn haldið áfram
að verja 50 milljörðum króna af rík-
isfé í borgarlínu?“ spurði Sigmundur
og bætti við að ýmis loforð hefðu verið
gefin hingað og þangað á meðan
báknið héldi áfram að vaxa.
Umræður um stöðu mála vegna
kórónuveirufaraldursins tóku mestan
hluta þingfundarins, en formenn
stjórnarandstöðuflokkanna nýttu
tækifærið til að gagnrýna aðgerðir
ríkisstjórnarinnar gegn faraldrinum.
Hlutabótaleiðin farsælust
Logi Már Einarsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði að ríkis-
stjórnin hefði slegið á útrétta hönd
stjórnarandstöðunnar við að takast á
við kórónuveiruna síðustu sex mán-
uði. Hann sagði þjóðina hafa sýnt
seiglu og sveigjanleika þegar fyrsta
bylgja veirunnar reið yfir og það hafi
verið farsælt að geta haldið skóla-
starfi áfram að miklu leyti. Vorið hefði
verið þungbært, tíu manns misst lífið
og tugir heilsuna. Þúsundir hefðu
misst vinnuna sem bættust við þá sem
áður hefði verið sagt upp.
Hann sagði reynsluna sýna að hluta-
bótaleiðin hefði verið farsælust þegar
kæmi að efnahagsaðgerðum en að allt
of langan tíma hefði tekið að hrinda í
framkvæmd öðrum aðgerðum, á borð
við brúarlán.
Þá gagnrýndi Logi að ekkert sam-
ráð hefði verið haft við stjórnarand-
stöðuna þegar tilslakanir á landamær-
um voru gerðar í júní og að ekki hefði
verið byggt á nógu heildstæðu mati á
hagrænum áhrifum þess.
„Veiran er óútreiknanlegt kvikindi
og við vitum ekki hvað viðureignin við
hana mun taka langan tíma. En öll él
styttir upp um síðir og við megum ekki
eingöngu festast í viðbrögðunum. Við
verðum líka að hafa kjark til þess að
horfa til framtíðar. Meta verður allar
aðgerðir út frá heildarhagsmunum og
langtímaávinningi,“ sagði hann.
Talaði um óupplýsta afstöðu
„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru í
einu orði íhaldssamar, alveg eins og
fólkið sem hafði að þeim frumkvæði,“
sagði Halldóra Mogensen, þingmaður
Pírata, í ræðu sinni í gær. Hún sagðist
sakna hugsjóna forsætisráðherra í
verki, sem og í aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar gegn kórónuveirunni. Þó
hefði hugsjón fjármálaráðherra skin-
ið skýrt í gegn í aðgerðum gegn veir-
unni, og minntist hún sérstaklega á
stefnu ríkisstjórnarinnar sem snýr að
atvinnuleysisbótum.
„Nú þegar þúsundir manns þurfa
að framfleyta sér og fjölskyldum sín-
um á strípuðum atvinnuleysisbótum
er eðlilega ákall um að bæturnar séu
með þeim hætti að hægt sé að lifa af
þeim,“ sagði Halldóra.
„En fjármálaráðherra segir að sé
ekki skynsamlegt að hækka þær bæt-
ur. Að með því sé dregið úr hvata
fólks til að vinna. Það er ekki bara
andfélagslegt hjá hæstvirtum ráð-
herra að halda þessu fram, heldur er
það einnig óupplýst afstaða byggð á
gögnum sem eiga ekki við þetta
ástand. Þetta er sem sagt rangt.“
Líklega dýpsta lægðin í heila öld
Alþingi kom saman á þingstubbi í gær og ræddi breytingu á fjármálastefnu Útlit fyrir mesta efna-
hagssamdrátt í heila öld Stjórnarandstaðan gagnrýndi aðgerðir ríkisstjórnar Sóttvarna gætt í þingsal
Morgunblaðið/Eggert
Sóttvarnir Þingfundarsvæðið var stækkað talsvert, með því að gera hliðarsali og herbergi hluta af þingsalnum.
Þingstubbur
» Í júní voru lögð fram tvö
frumvörp um breytingar á lög-
um um þingsköp og opinber
fjármál.
» Samkomudegi reglulegs Al-
þingis var frestað til 1. október.
» Þingstubbur var skipulagður
til að undirbúa breytingar á
fjármálastefnu, fjármála-
frumvarpi og fjármálaáætlun.