Morgunblaðið - 28.08.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
„Þeir sem ekki eru farnir, þeir taka
þetta á sig en þola ekki mikið meira
í viðbót,“ segir Karl Kristján Guð-
mundsson um áhrif veikingar krón-
unnar á Íslendinga sem búsettir eru
á Suður-Spáni. Margir hafa kosið að
vera með annan eða báða fætur á
því svæði sem kennt er við hvítu
ströndina (Costa Blanca). Sumir
hafa þar vetursetu en aðrir hafa
flutt þangað varanlegum búflutn-
ingum. Karl býr ásamt konu sinni í
Torrevieja og segist telja að um 700
Íslendingar hafi lögheimili á svæð-
inu. Langflestir séu komnir á eft-
irlaun eða dottnir af vinnumarkaði
vegna skertrar getu. Hann segir
flesta sækja í mildara loftslag og
bætta kaupgetu fyrir þann pening
sem fólk hefur milli handanna.
Nefnir hann að matarinnkaup séu
alla jafna mun ódýrari, en einnig að
heilbrigðisþjónusta sé góð og lyfja-
kaup hagkvæm þar í landi. Veiking
krónunnar sé þó „mikið vandræða-
mál, sérstaklega fyrir þá sem eru á
örorkubótum“.
18,6% gengislækkun
Karl rekur að frá því í byrjun
febrúar hafi krónan veikst um 18,6%
gagnvart evru en á sama tíma hafi
neysluverðsvísitala hækkað um
1,86%. Þetta segir hann þýða að
kjör íslenskra lífeyrisþega á Spáni
hafi rýrnað tífalt á við þá lífeyr-
isþega sem búa á Íslandi. Hann seg-
ir þetta bitna hart á mörgum þar
ytra, en sérstaklega illa á þeim sem
búa einir og eru án maka eða ann-
ars tengslanets. Fastur kostnaður
þeirra hækki mest sem hlutfall af
tekjum og nú sé „komið í það horf
að margir geti voðalega lítið leyft
sér“.
Hann segir þetta vandamál ekki
nýtt af nálinni og nefnir að þegar
þau hjónin hafi tekið sín fyrstu skref
í átt að fastri búsetu 2017 hafi krón-
an verið 50% sterkari og því allar
forsendur riðlast á ekki lengri tíma.
Margir þegar snúið heim
Samkvæmt heimildum hafa Ís-
lendingar á svæðinu sloppið vel frá
kórónuveikinni og einungis einn ver-
Íslendingar
búsettir á Spáni
verr settir
Veiking krónunnar setur strik í
reikninginn og skerðir lífskjör margra
Morgunblaðið/Eggert
Gengið Krónan kvelur Íslendinga
sem hafa fasta búsetu á Spáni.
ið greindur með smit. Karl segir að
þegar faraldurinn skall á hafi margir
haldið heim til að bíða af sér ástand-
ið, en aðrir verið um kyrrt, enda líf
þeirra og heimili þar. Veiking krón-
unnar sé þó ákveðinn forsendubrest-
ur á hinu nýja lífi og þegar lífskjörin
sem sótt var í séu ekki lengur til
staðar, muni margir hugsa sig tvisv-
ar um. Margir séu orðnir mjög
„blankir“ en hafi ekki efni á því að
snúa blaðinu við svo auðveldlega.
Karl segir að meðal manna sé mikil
umræða um þróun krónunnar og
gengi hennar. Margir fylgist þar
grannt með frá degi til dags.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Á undanförnum vikum hefur það
nokkrum sinnum komið fyrir að ein-
staklingur sem talinn er vera með
virkt smit kórónuveiru smitaðist í
raun fyrr en gert var ráð fyrir og er
því með gamalt smit.
Þetta kom fram í máli Kamillu
Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils
sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi
almannavarna í gær.
Kamilla sagði „vel líklegt“ að ein-
hver smitanna sem nú eru talin ný
smit séu í raun gömul.
Í nokkrum tilvikum á síðustu vik-
um hafa komið upp vísbendingar eft-
ir raðgreiningu smits sem benda til
þess að smitið sé eldra en talið var.
Hömlum aflétt á Hlíf
„[Í þeim tilvikum] er erfiðara að fá
góða röð. Það eru nokkur þannig til-
vik sem hafa komið upp.“
Smit sem greindist hjá íbúa þjón-
ustuíbúða Hlífar á Ísafirði greindist
ekki hjá íbúanum í annarri og þriðju
sýnatöku og tóku heilbrigðisyfirvöld
á Vestfjörðum því ákvörðun um að
aflétta þeim hömlum sem settar voru
á vegna þess sem áður var talið virkt
smit. Líkur eru á að viðkomandi hafi
verið með gamalt smit.
Kamilla greindi frá því á fundinum
að fjögur ný innanlandssmit hafi
greinst í gær. Sex smit greindust á
landamærunum, samkvæmt covid.is,
eitt þeirra er virkt en mótefnamæl-
ingar er beðið í hinum fimm tilvik-
unum.
Kamilla og Alma D. Möller land-
læknir sögðu á fundinum að spálíkan
Háskóla Íslands gerði ráð fyrir því
að 1-6 smit kórónuveiru muni grein-
ast daglega hérlendis fram í sept-
ember. Alma sagði að smit-
um muni vonandi fækka í
framhaldinu ef ekki verði
„meira innflæði af smitum“.
Kamilla benti á að yfir
1.000 manns væru í sóttkví
núna vegna tengsla
þeirra við smitað fólk
og því þyrfti að spá
varlega fyrir um
það hversu stór
hluti þeirra
muni greinast
smitaður.
Ljósmynd/Almannavarnir
Fundurinn Kamilla og Alma ásamt Rögnvaldi Ólafssyni sem sést hér fremst. Þau greindu frá stöðu mála í gær.
Talin með virk smit
en eru með gömul
Nokkur dæmi um slíkt Raðgreining þeirra erfiðari
Mun líklegra er að fólk fái
falskar neikvæðar niðurstöður
úr sýnatöku vegna kórónuveiru
en jákvæðar, að sögn Karls G.
Kristinssonar, yfirlæknis á
sýkla- og veirufræðideild Land-
spítalans. Hann segir hverfandi
líkur á að fólk fái falskar já-
kvæðar niðurstöður úr próf-
um sem tekin eru vegna
kórónuveirusmita.
„Ef viðkomandi er lágt já-
kvæður í fyrra skiptið getur
það þýtt að viðkom-
andi hafi kannski
fengið sýkingu í
vor og það sé lítið
eftir af veirunni,“
segir Karl.
Neikvæðar
líklegri
HVERFANDI LÍKUR
Karl G.
Kristinsson
Héraðssaksóknari hefur ákært for-
svarsmann ferðaskrifstofunnar Far-
vel fyrir meiri háttar brot gegn
skattalögum og fyrir peningaþvætti.
Tugir Íslendinga sátu eftir með
sárt ennið við gjaldþrot Farvel
vegna ferða sem greitt var inn á en
aldrei voru farnar. Fjölskylda ein
tapaði yfir þremur milljónum króna.
Ferðamálastofa afturkallaði rekstr-
arleyfi Farvel í desember.
Fram kemur í ákærunni að mað-
urinn hafi látið undir höfuð leggjast
að telja fram greiðslur frá ferða-
skrifstofunni Oriental ehf., Farvel
ehf. og Snorrason Holinds ehf.
Vantaldi hann tekjur að fjárhæð
81 milljón og komst undan greiðslu
útsvars og tekjuskatts að fjárhæð
33,7 milljónir kr.
Ákært fyrir
peninga-
þvætti
Tugir sátu eftir með
sárt ennið við gjaldþrot
„Minnstu ekki á það,“ segir Már
Elíasson, spurður um áhrif krón-
unnar. Hann segir að þau hjónin
hafi átt hús á Costa Blanca síð-
an 2013 og þekki þar vel til.
„Þetta er svaðalegur skellur,“
segir hann og lýsir því að þau
byggi allt sitt á tekjum frá Ís-
landi en nú sé svo komið að þau
tapi hvort sínum 50 þúsund
krónunum á mánuði vegna veik-
ingar krónunnar. Hann segir það
stóran hluta af þeim lífeyri sem
þau njóti og áhrifin séu mikil á
kaupgetu þeirra og daglegt líf.
Finnur fyrir
veikingu
BÚSETTUR Á SPÁNI