Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 20

Morgunblaðið - 28.08.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 2020 ✝ Guðrún Haf-liðadóttir fædd- ist í Neskoti í Flóka- dal í Vestur-Fljót- um, Skagafjarð- arsýslu, 15. desember 1932. Hún lést á heimili sínu í Búðargerði 4, Reykjavík, 17. ágúst 2020. Hún var einkadóttir hjón- anna Hafliða Ei- ríkssonar (1895-1979) og Ólafar Björnsdóttur (1895-1989). Systk- ini Guðrúnar sammæðra voru Eiður Guðmundsson (1914- 1922), Hartmann Guðmundsson (1915-1922), Páll Guðmundsson (1917-2012), Líney Guðmunds- dóttir, f. 1919, og Axel Guð- mundsson (1924-2007). Uppeld- isbróðir hennar var Hafliði Frímannsson (1927-2020). Guðrún giftist Kristni Mark- ússyni (1918-2000) frá Dísukoti í Þykkvabæ hinn 17. júní 1954. Foreldrar hans voru Markús Sveinsson (1879-1966) og Katrín Guðmundsdóttir (1883-1957). Börn Kristins og Guðrúnar eru: 1) Ásmundur Þór húsasmíða- meistari (1955), kvæntur Birnu Kjartansdóttur og eiga þau tvær áður en hún fór sem ráðskona í Þykkvabæinn þar sem hún kynntist eiginmanni sínum og hóf búskap með honum á æsku- heimili Kristins í Dísukoti. Þau bjuggu félagsbúi með Ársæli bróður Kristins og Sveinbjörgu konu hans um margra ára skeið áður en þau skiptu búinu og Guðrún og Kristinn héldu áfram mjólkurframleiðslunni. Hún sinnti um langt árabil gæðaeft- irliti við sauðfjárslátrun á haust- in. Þegar börnin voru flest farin að heiman vann hún í kjötvinnslu Þykkvabæjar. Þegar hún var orðin ein við fráfall Kristins flutti hún búferlum til Reykja- víkur en Óskar sonur hennar tók við búskapnum í Dísukoti. Hún var alla tíð virk í starfi Hvíta- sunnukirkjunnar og trúin var henni mikilvægasta kjölfestan í lífinu. Guðrún naut þess að ferðast og þau Kristinn fóru meðal annars í fimm vikna ferða- lag þvert yfir Bandaríkin og Guðrún fór síðan með hópi fólks í langþráða ferð á Biblíuslóðir til Ísraels. Útför Guðrúnar fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag kl. 15. Vegna samkomu- takmarkana verður athöfnin ein- ungis fyrir nánustu fjölskyldu. Athöfninni verður streymt á https://filadelfiareykjavik.on- line.church/ og á facebooksíðu Hvítasunnukirkjunnar Fíladel- fíu. Nálgast má virkan hlekk á streymið á www.mbl.is/andlat/. dætur. 2) Hafliði fjölskylduráðgjafi (1956), kvæntur Steinunni Þorvalds- dóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Katrín húsmóðir (1957), ógift en á fjögur börn. 4) Ólafur verkstjóri (1958), kvæntur Regínu Heincke og eiga þau tvær dætur en hann á son og fósturson frá fyrra hjónabandi. 5) Hrönn skrif- stofustjóri (1959), gift Rúdólfi Jóhannssyni og eiga þau tvö börn. 6) Óskar bóndi (1960), kvæntur Sigrúnu Björk Leifs- dóttur og eiga þau fjögur börn. 7) Líney dagmóðir (1962), gift Guðjóni Hafliðasyni og eiga þau tvo syni. 8) Reynir (1964-1965). 9) Guðmundur Árni þjón- ustustjóri (1966), kvæntur Vöku Steindórsdóttur og eiga þau þrjú börn. 10) Guðgeir (1968-1969). 11) Magnús rafeindavirki (1972), kvæntur Ástu Hjálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Á þessari vegferð fjölskyld- unnar hafa sex barnabörn Guð- rúnar kvatt þetta líf. Guðrún fór í húsmæðraskóla á Hallormsstað Nú er hún mamma farin til fundar við frelsara sinn. Báðir foreldrar mínir hafa kvatt þetta líf. Nú ganga þau á geislafögrum grundum eilífðar, eins og segir í einum af uppáhaldstextum þeirra beggja. Mamma var kjölfestan í æsku minni og seinni árin varð sam- band okkar jafnvel enn nánara. Þegar hún fluttist til Reykjavíkur úr Þykkvabænum urðum við ná- grannar og samgangurinn mikill. Við töluðum saman í síma, minnst einu sinni á dag og hittumst flesta daga. Mamma var dugmikill fram- kvæmdastjóri á mjög stóru heim- ili. Dísukot í Þykkvabæ var barn- margt. Ekki dugði mömmu að sjá fyrir sínum eigin 9 börnum, því hún bætti við sumardvalarbörn- um sem sum hver komu ár eftir ár. Mamma var ákveðin kona, en kærleiksrík og umhyggjusöm. Erfitt fannst mér sem unglingi að koma heim frá Hellu eftir skól- ann og mamma ekki heima til að taka á móti mér. Það vantaði þetta heimilislega, „hvernig gekk í skólanum?“ með spjalli um við- burði dagsins, þegar hún var far- in að vinna í kjötvinnslunni eftir slátrun á haustin. Hún var þar fulltrúi dýralæknis í gæðaeftrliti, en hún tók við því af pabba. Eitt af einkennum mömmu, sem úrvalshúsmóðir, var bakst- urinn. Brauð, flatkökur, kleinur og langur listi af alls konar góð- gæti, en hin fræga stúdentakaka var okkur systkinunum mikil- vægust. Kleinurnar og flatkök- urnar urðu síðar eftirsóttar af stórum hópi fólks. Margar ánægjustundir áttum við mamma seinni árin yfir flatkökubakstri og kleinugerð. Þá var spjallað um trúna sem henni var mjög hug- leikin. Hún sagði mér einnig sög- ur af sínum yngri árum, áður en ég fæddist. Þessar stundir okkar eru mér dýrmætar minningar. Mamma varð mín besta vinkona og hjálparhella, seinni árin. Ég á eftir að sakna símhringinga undir miðnætti og ferða okkar í búðir. Sérstaklega vefnaðarvöruversl- ana en hún hafði dálæti á falleg- um efnum og möguleikunum sem þau búa yfir. Einnig á ég eftir að sakna þess, þegar kirkjustarf verður eðlilegt aftur, að kom ekki við og taka mömmu með, rétt fyr- ir ellefu á sunnudagsmorgnum. En mamma hafði fullnað sitt skeið og skilað af sér miklu og fal- legu verki. Líney og fjölskylda. Í velmegun dagsins í dag er stundum erfitt að muna hversu stutt er síðan síðasta kynslóðin yfirgaf torfbæina og flutti inn í húsin sem okkur finnast svo sjálf- sagður hluti af nútímaþægindum. Guðrún móðir mín var 8 ára göm- ul þegar hún flutti inn í stein- steypta húsið sem afi minn hafði byggt í Neskoti í Fljótum. Hún talaði af hlýju um minningarnar frá þessum fyrstu árum og þegar fjölskyldan flutti suður á bóginn í byrjun sjötta áratugarins höfðu þau enn ekki tengst rafmagni og enginn bíll var til í Neskoti. Svo kom nútíminn af öllu afli og lífið tók miklum stakkaskiptum. Þeg- ar ég hlustaði nýlega á samtal þessarar reynslumiklu konu við tvö ungmenni úr stórum hópi barnabarna, þá held ég að hún hafi loksins áttað sig á því hversu stórfenglegt þetta ferðalag henn- ar gegnum tímann hafi verið. Ég hlustaði að minnsta kosti með áhuga á kynslóðirnar tala saman og útskýra hugtök og reynslu- heima sem virtust ótrúlega fjarri hvor öðrum. En þau snertu huga og hjartað hvert annars og upp- götvuðu hvað tilveran getur verið áhugaverð og hvaða þættir það eru sem skipta máli hverjar svo sem ytri aðstæður kunna að vera. Af hógværð og mikilli eljusemi ásamt ótrúlegum dugnaði tókst henni að halda utan um fjöl- skyldu sem óx hraðar en gekk og gerðist. Ellefu börn á sautján ár- um er afrek út af fyrir sig og allur hennar tími og orka fór í þetta risavaxna verkefni. Í dag erum við óendanlega þakklát þegar við kveðjum elsku mömmu, þakklát fyrir fórnfýsi og umhyggju, þakklát fyrir endalausa athygli á því sem var gerast í lífi okkar allra. Við erum þakklát fyrir allar bænirnar og það einlæga trúar- traust sem hún kenndi okkur að byggja líf okkar á, bæði í gegnum öll áföll lífsins rétt eins og þegar byr var í seglum. Það var tákn- rænt fyrir líf hennar að daginn áður en hjartað hætti að slá þá stóð þessi 87 ára gamla hetja og bakaði eplaköku og hjónabands- sælu fyrir væntanlegar heim- sóknir barna og barnabarna um helgina. Hennar verður sárt saknað en hún hefur skilað löngu og farsælu dagsverki og fyrir það er hugur okkar og hjarta fullt af þakklæti í dag. Hafliði, Steinunn og fjölskylda. Hún amma er dáin pabbi, hún er dáin. Með þessum orðum til- kynnti dóttir mín mér skyndilegt fráfall móður minnar, Guðrúnar Hafliðadóttur. Þótt kallið hafi komið fremur óvænt átti hún 88 ár að baki og ellefu börn, þar af níu sem komust á legg. Mamma var sveitakona, ólst upp í sveit og giftist svo bóndasyni úr Þykkva- bæ. Saman hófu þau búskap á föðurarfleifð hans, Dísukoti, þar sem þau bjuggu með kýr og kart- öflur. En hver var hún, þessi kona? Elsta dóttir mín var eitt sinn spurð að því sem lítil hnáta hvað foreldrar hennar gerðu. Hún svaraði því til að pabbi smíðaði og ætlaði að láta þar gott heita. En mamma þín, hvað gerir hún? Mamma, hváði hún við. Hún er bara mamma! Móðir mín var sannarlega mamma með meiru en hún var líka bóndi, enda voru konur í sveit bændur til jafns á við karl- peninginn. Mamma var gædd feikilegri starfsorku og sinnti bæði inni-og útiverkum til jafns á við föður minn. Eins og gefur að skilja varð fljótlega mikið að gera við eldhúsverkin með allan þenn- an fjölda af börnum og þar var Guðrún Hafliðadóttir ✝ Sigurður Guð-berg Helgason fæddist á Helgu- söndum, Vestur- Eyjafjöllum, 27. nóvember 1933. Hann ólst upp í Seljalandsseli í sömu sveit. Hann lést 19. ágúst 2020. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Jónasson bóndi og Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja. Sig- urður var yngstur systkina sinna, þau eru Ólafur Jónas Helgason, Guðrún Halldóra Helgadóttir, Sigríður Þóra Helgadóttir og Guðbjörg Jón- ína Helgadóttir. Hálfbróðir samfeðra var Elimar Helga- son. Uppeldisbróðir frá ferm- ingu er Sigurður Sig- urþórsson. Sigríður Þóra og Sigurður Sigurþórsson lifa systkini sín. Sigurður kvæntist 9. júní 1962 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Rögnu Erlends- dóttur, f. 6.12. 1939. Ragna er frá Skíðbakka í Austur- Landeyjum og voru foreldrar hennar hjónin Erlendur Árna- son og Guðbjörg Jónasdóttir. Börn Sigurðar og Rögnu: 1) Sonur, f. 24.2. 1962, d. 27.2. þar búskap. Samfélagið var að byggjast upp og voru þau með- al frumbyggja þar. Siggi fékk starf sem bílstjóri og starfaði m.a. við flutninga við bygg- ingu Búrfellsvirkjunar. Hann starfaði hjá Meitlinum hf. sem yfirverkstjóri til fjölda ára og sem eftirlitsmaður hjá Sjárvar- afurðadeild Sambandsins. Árið 1981 stofnuðu þau hjónin fisk- vinnslufyrirtæki og voru í eig- in rekstri í nokkur ár. Þá réð hann sig til Ölfushrepps sem umsjónarmaður sundlaugar og íþróttamiðstöðvar. Þar starf- aði hann þar til hann fór á eft- irlaun. Siggi var drífandi í fé- lagsstörfum. Sem ungur maður var hann í ungmenna- félagi, leikfélagi og hljómsveit. Hann var félagi í Björg- unarsveitinni Mannbjörg í Þor- lákshöfn og í forsvari sveit- arinnar í mörg ár. Seinna sat hann í stjórn Verkstjórafélags Suðurlands og vann ötullega að orlofshúsamálum þar. Hann var einn af stofnendum Kiw- anisklúbbsins Ölvers í Þorláks- höfn og kom að stofnun Kiw- anisklúbbs á Hvolsvelli. . Hann var handlaginn, lærði bók- band, silfursmíði og fleira handverk. Útför Sigurðar Guðbergs fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, í dag, 28. ágúst 2020, kl. 13. Athöfninni verður streymt á www.siggihelgaminning.is. Virkan hlekk á streymið má nálgast á www.mbl.is/andlat/. 1962, 2) Linda Björg Sigurð- ardóttir, f. 26.4. 1963, maki: Vil- helm Ásgrímur Björnsson, f. 11.9. 1965, börn: a) Sig- urður Fannar Vil- helmsson, f. 25.6. 1990, maki Kristín Brynja Árnadóttir, f. 5.5. 1991, barn: Vilhelm Þór Sigurðsson, f. 7.6. 2015, b) Guðbjörg Ragna Vilhelms- dóttir, f. 5.8. 1997, 3) Guðlaug Sigurðardóttir, f. 10.9. 1966, maki Björgvin Jón Bjarnason, f. 8.1. 1966, börn: a) Kristín Arna Björgvinsdóttir, f. 9.2. 1994, maki: Leó Gunnar Víð- isson, f. 2.2. 1994, b) Bjarni Berg Björgvinsson, f. 16.5. 1998, c) Ragna Sara Björgvins- dóttir, f. 6.9. 2004, 4) Jónas Sigurðsson, f. 16.5. 1974, maki: Áslaug Hanna, f. 30.11. 1972, börn: a) Margrét Sól Jón- asdóttir, f. 5.2. 1995, b) Matt- hías Máni, f. 5.7. 1999. Siggi byrjaði ungur til sjós á vetrar- vertíðum í Eyjum og var sjó- maður í Vestmannaeyjum í 10 ár, m.a. á farskipinu Skaftfell- ingi. Árið 1962 fluttu þau hjón- in til Þorlákshafnar og hófu Í dag er komið að kveðju- stund, það er svo margs að minnast og margt að þakka. Pabbi var sterkur og stórbrot- inn karakter, gat verið mjög ákveðinn en líka ljúfastur allra og sanngjarn. Hann kunni því vel að fólk tæki á móti þegar hann skeggræddi hlutina, en oft þurfti maður að hafa sig allan við til að koma sínum skoðunum að. Hann hafði óbilandi áhuga á öllu því sem ég og fólkið mitt var að gera bæði heima og í vinnunni. Hann var alltaf tilbú- inn að hjálpa, hvort sem var við byggingar eða barnauppeldi, og ráðagóður með eindæmum. Pabbi var vel lesinn, fylgdist vel með öllu sem var að gerast í þjóðmálum. Það er þakkarvert að þannig var hann fram á síð- asta dag, engar lengri dvalir á sjúkrahúsum nema útvarpið, dagblöð og bók væri komið á borðið hjá honum. Hann notaði tölvuna mikið, las fréttir, fylgd- ist með sveitarstjórnarmálum í sinni heimabyggð, fylgdist með skipa- og flugferðum og hafði síðustu ár sérstakt dálæti á því að fylgjast með sjóflutningum heima í Þorlákshöfn. Þá fékk maður reglulegar upplýsingar um innflutning til landsins, hvort hann væri að aukast eða dragast saman. Pabbi þekkti landið okkar vel og fannst gam- an að ferðast. Góðar minningar um ferðir innanlands og þá sér- staklega ferðir í Þórsmörkina þar sem hann þekkti hvern ein- asta hól, gil, tind, fjöll og ár. Hann hafði sem ungur maður eytt mörgum stundum inni í Mörk enda þá afréttur sveit- arinnar. Pabbi var einstakur sögumaður, naut þess að segja frá og hafði sérstaklega gaman af því að segja frá atburðum og fólki sem tengdust þeim stöðum sem heimsóttir voru. Hann hafði frá mörgu að segja, mundi ótrúlegustu hluti sem hann hafði lesið og hafði gaman af að miðla því sem hann vissi. Pabbi var af þeirri kynslóð í sveitinni að hann átti ekki að læra held- ur taka við búinu og verða bóndi. Það vildi hann ekki og fór á sjó 16 ára til að öðlast það sjálfstæði sem hann þráði. Hann var alltaf ósáttur við það hafa ekki fengið að læra enda hafði honum gengið vel í skóla. Alla tíð lagði hann hart að okk- ur börnunum að leita okkur menntunar og stóð vel við bakið á mér í gegnum þá vegferð. Pabbi hafði óteljandi áhugamál og fyrir utan lestur lærði hann að bókband, silfursmíði, bauka- smíði, bæði horn og tré, að ógleymdum þeim hlutum sem hann bjó til í rennibekknum sem hann smíðaði sjálfur. Hann naut þess að stússast einn og sat löngum við verkstæðið sitt úti í bílskúr að dunda í áhuga- málunum. Hann var líka safnari og átti bæði mynt- og frí- merkjasafn sem var okkar sam- eiginlega áhugamál. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og hafði einstakt minni á nöfn, ættartengsl og staði. Pabbi hafði einstaklega stórt hjarta, hann ólst upp í stórri og barn- margri fjölskyldu þar sem margir leituðu til hans og nutu stuðnings hans. Hann hafði allt- af tíma, ráð og lausnir fyrir fólkið sitt og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Nú er kom- ið að kveðjustund, með söknuði er erfitt að hugsa til þess að geta ekki átt fleiri samtöl, feng- ið ráð eða tekið rökræður um lífsins málefni. Hvíl í friði, elsku pabbi minn, og hafðu þökk fyrir allt. Guðlaug Sigurðardóttir. Ég vil kveðja Sigga Helga, tengdaföður minn, með nokkr- um orðum. Það eru orðin 35 ár síðan ég fór að venja komur mínar á heimili Sigga og Rögnu á Hjallabraut í heimsóknum til yngri dótturinnar á heimilinu. Þau tóku mér afar vel frá fyrsta degi og sýndu mér ástúð og umhyggju sem ég væri þeirra eigin sonur. Þegar fram í sótti varð Siggi einn af mínum bestu vinum, sem gott var að geta leitað til vegna hluta sem þurftu umhugsunar við. Það var gott og gefandi að vera sam- vistum við tengdaföður minn. Það var gaman að ræða mál- efni dagsins við Sigga. Hann fylgdist vel með og var ekki með öllu skoðanalaus. Þetta hélst fram á síðasta dag, en daginn fyrir andlátið þurfti hann að fá útvarp á sjúkrahús- ið, til að geta betur fylgst með fréttum. Bókasafn Sigga var stórt og fjölbreytilegt, hann var vel lesinn og fjölfróður. Tengdapabbi var algert snyrtimenni og óreiða var hon- um algert eitur í beinum. Hann var jafnan nýrakaður og greiddur, í skyrtu og með rak- spíra. Skórnir voru nýburstaðir og fötin straujuð. Ég held helst að Siggi hafi ekki átt gallabux- ur, en fór í bláa vinnusloppinn þegar mikið lá við. Bíllinn, X-551, var glansandi hreinn og snyrtilegur. Allir hlutir áttu sinn stað. Garðurinn var ný- sleginn og allir fletir nýmálaðir og hreinir. Flest lék í höndum Sigga. Hann gat smíðað hvað hann vildi úr járni og tré, batt inn bækur, smíðaði skartgripi og bjó til neftóbakshorn. Hann var hugvitsmaður og hafði hannað og smíðað ýmis tæki til hæg- inda og framleiðniauka á tíma sínum sem verkstjóri í frysti- húsi Meitilsins í Þorlákshöfn. Sum þessara tækja voru síðan notuð í frystihúsum hringinn um landið. Sigga var umhugað um barnabörnin sín. Árin sem við bjuggum á Selfossi sóttu afi og amma börnin á skóla og leik- skóla og héldu þeim félagsskap. Afi var góður við börnin, Bjarni hélt þannig lengi vel að Olís þýddi „olía og ís“, en þeir fé- lagar áttu til að bregða sér þangað. Siggi fylgdist með námi og störfum barna- barnanna. Fyrir nokkrum vik- um bað hann Kristínu dóttur mína um afrit af riti Seðlabank- ans um fjármálastöðugleika, en hún hafði haft hönd í bagga við útgáfu ritsins. Daginn eftir að hann hafði fengið ritið hringdi hann og vildi ræða einhver at- riði sem honum þótti athygli- verð. Þannig var hann, alltaf tilbúinn að læra eitthvað nýtt. Síðustu mánuði dvaldi Siggi á Ási í Hveragerði í vistlegri íbúð. Hann kom sér vel fyrir og var í samvistum við Rögnu á hjúkrunardeildinni. Hann eyddi tíma sínum að miklu leyti í lest- ur og að fylgjast með fréttum í tölvunni. Þá keyrði hann X-551 öðru hverju niður í Þorlákshöfn til að láta klippa sig og fylgjast með skipaferðum. Siggi vissi að hverju stefndi, en tók þeim ör- lögum af æðruleysi. Tíminn var vel nýttur og hann kvaddi sátt- ur við Guð og menn. Að lokum vil ég þakka tengdapabba áratuga kynni. Ég sakna vinar í stað, en hugga mig við minningar um einstak- an mann sem mótaði tilveru mína á svo margan hátt. Ég væri fátækari hefði ég ekki eignast Sigga Helga að vini. Ragna og aðrir aðstandendur munu sækja styrk í minningu um góðan mann. Björgvin Jón Bjarnason. Elsku afi, ég trúi því ekki að þú sért farinn. Þín verður svo ótrúlega sárt saknað. Ég mun sakna þess að geta rætt við þig um allt á milli himins og jarðar. Ég mun sakna samverustund- anna með ykkur ömmu í Þor- lákshöfn, Nátthaganum og bíl- ferðanna okkar. Við áttum svo margar góðar samverustundir keyrandi um, hvort sem það var í bláa Willys-jeppanum í Þor- lákshöfn eða seinna þegar þú skutlaðir mér til Reykjavíkur til tannlæknis og ferðanna okk- ar í Kolaportið. Jólin eftir að ég var nýkomin með bílpróf keyrð- um við Reykjavík á enda í mikl- Sigurður Guðberg Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.